Morgunblaðið - 26.02.1998, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 26.02.1998, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MJÖG hefur verið deilt um hvað skal gera í Iraksdeilunni. Eigum við að fylgja eftir þeim lögum sem skrifað var undir í lok Persaflóastríðsins eða eigum við að draga í land í Ijósi aðstæðna og mannúðar? Eins og komið er finnst mér valið ekki lengur standa á milli þessara valkosta og í raun tel ég rangt spurt. Það sem við ættum frekar að spyrja okkur er hvaða lög við viljum setja fyrir öll lönd jarðar og hvernig við fylgjum þeim eftir. Staðreyndin er nefnilega sú að réttlætið gengur kaupum og sölum og er ekki miðað út frá mannúð, al- mannaheill eða siðfræði heldur efnahagslegum ávinningi eða tapi. Það er ekki sama hver brýtur lögin. Þær þjóðir sem eru með stóran við- skiptamarkað, þar sem margir eiga hagsmuna að gæta komast upp með nærri því hvað sem er á meðan öðr- um eru settar þröngar skorður. Ríki eins og Kína, Israel og Indónesía geta brotið nær hvern einasta staf- krók í Mannréttindasáttmála Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) án þess að þau fái að finna mikið fyrir því. Samt eru glæpir þeirra og kúgun áþekk og jafnvel stundum mun al- varlegri en það sem er að gerast í írak. Kína hefur alger- lega hundsað mannrétt- indi þegna sinna og heldur enn Tíbet án þess að nokkur þori að segja neitt. Jú, öðru hvoru hafa þjóðir, eins og Danir, reynt að láta í sér heyra en það var fljótt þaggað niður og stuttu á eftir sendu þeir mann til Kína til að koma sér aftur í mjúk- inn hjá þeim (Islend- ingar fetuðu síðar í fót- spor þeirra). Israels- menn hafa brotið nær því hvern einasta sátt- mála sem þeir hafa undirritað hjá SÞ og búa meira að segja yfir kjarnorkuvopnum (þótt þeir hafi ekki viljað viðurkenna það) en engum dettur í hug að krefjast þess að þeir eyði þeim, þótt slík vopn séu engu minni hætta en þau vopn sem Irakar eru sakaðir um að eiga. Hvað Indónesíu varðar hefur hún vissulega fengið skömm í hatt- inn vegna kúgunar á A-Tímor en fá- ar þjóðir hafa viljað slíta viðskiptum við hana, enda mjög fjölmennt ríki. Það liggur meira að segja tillaga fyrir íslensku ríkisstjóminni um að taka upp viðskiptasamband við Indónesíu. Það skal leysa kúgun og mann- réttindabrot í Kína með því að auka viðskipti við Kínverja, því bættur efnahagur mun bæta mannréttind- in. Hins vegar gildir ekki hið sama um Irak, Líbýu, N-Kóreu og Kúbu! Þeim skal refsa því það eina sem þessar þjóðir skilja er hótun og sverð. Hér sést vel þversögnin í al- þjóðastjómmálum. Staðreyndin er sú að markmiðið er ekki réttlæti heldur völd og mammon í sinni verstu mynd. Fyrrnefnd lönd em aðeins tákn fyrir það hvað gert er við þær þjóðir sem ekki lúta vilja hinna voldugu ríkja. Hví þessi lönd? Jú, þar eru ekki viðskiptahagsmunir í húfi. írak Það er ekki sama hver brýtur lögin, segir -----------------7----------- Þorkell Agúst Ottarsson, sem telur að viðskiptatengsl hafi þar mikið að segja. hefur reyndar nóg af olíu en það er nauðsynlegt að halda verðinu á svartagullinu niðri og Bandaríkin þurfa að sanna að enginn kemst upp með derring og þvermóðsku gagn- vart þeim. Hver sá sem ögrar Bandaríkjunum er ógn við heimsyf- irráð þeirra og þeirri-þjóð verður að refsa rækilega, öðmm þjóðum til viðvöranar. BandanTdn era meira að segja farin að h'ta svo stórt á sig að þau telja sig geta framkvæmt í nafni SÞ, án þeirra samþykkis. Það skal ráð- ast á írak, sama hvað öryggisráðið segir og allt er þetta gert í nafni SÞ og heimsöryggis. Oft fær maður það á tilfínninguna að Bandaríkin líti á sig sem SÞ sjálfar eða alheimslög- reglu sem sett er yfir þær. Það em Bandaríkin sem ákveða hvað skal gert og hvenær og það eru þau sem skilgreina réttlætið og mannrétt- indin. Heimurinn skal fara hinn am- eríska veg og engan annan! Allar aðrar leiðir enda í vegleysu. Saddam er enginn engill og lík- lega munu fáir sýta þann dag er hann fer frá völdum, en það er eng- in afsökun fyrir þessum verknaði. Hvítrússar búa ekki beint við lýð- ræði og ekki er þeirra forseti talinn til dýrlinga en samt er ekki unnið að því að koma honum frá völdum! Það vekur einnig athygli að ís- lenska ríkisstjórnin eltir Bandaríkin eins og tryggur fjárhundur. Aldrei hafa íslendingar kosið hjá SÞ and- stætt því sem Bandaríkin hafa kos- ið. Einu skiptin sem íslendingar þora að elta annan húsbónda er þegar Norðurlöndin eiga í hlut. Sem dæmi ákvað íslenska ríkið að styðja frambjóðanda Norðurlandanna sem framkvæmdastjóra NATO áður en allir frambjóðendur höfðu gefíð kost á sér. Maður mætti halda að eðlilegt væri að bíða þangað til þeir hefðu alla valmöguleika og þá fyrst velja. Þetta litla dæmi er í raun dæmigert fyrir ástandið í heimspólitíkinni. Réttlætið er falt og í raun feigt. Það skiptir litlu máli hvað málið snýst um en hins vegar öllu máli um hverja það snýst. Ef Bandaríkin, Kína, Bretar, Frakkar eða jafnvel Rússar eiga í hlut þá ber að sýna varkárni. Þær þjóðir sem deila við þessi ríki eru vondi karlinn, sama hvað hver segir. Þetta á sérstaklega við um litlar þjóðir eins og Island sem hafa engar tennur til að bíta. Þeim er nánast hættulegt að and- mæla þessum valdamiklu þjóðum. Eina leiðin sem ég sé úr þessum vanda er að SÞ taki upp leynilegar kosningar, þannig að hver þjóð geti kosið samkvæmt samvisku sinni, án þess að eiga það á hættu að verða refsað fyrir það af hinum valda- miklu þjóðum. Ríkisstjórnirnar gætu síðan tilkynnt heima fyrir hvað þær kusu, eftir að ákveðinn tími er liðinn. Sæm dæmi um að- stæður sem þessar má benda á þeg- ar Frakkar stóðu fyrir kjarnorkutil- raunum sínum í Kyrrahafinu. Þeir hótuðu öllum þeim löndum sem þeir studdu fjárhagslega að ef þau myndu kjósa gegn tilraunum Frakka yrðu þau svipt allri aðstoð. Sjálfur er ég ekki á móti við- skiptaþvingunum eða hörðum al- þjóðareglum en mér finnst að eitt eigi yfir alla að ganga. Ef við viljum hörð og skýr lög skulu allir þurfa að lúta þeim. Ef við viljum diplómat- ískar leiðir skulu allir njóta þeirra. Að lokum vil ég hvetja íslensku rík- isstjórnina til þess að beita sér fyrir því að leynilegar kosningar verði á vettvangi SÞ. Einnig vil ég hvetja hana til að móta sjálfstæðari utan- ríkisstefnu, þar sem allir eru settir undir sömu lög, sama hvaða við- skiptahagsmunir era í húfi. Að öðr- um kosti er árið 1944 aðeins innan- tóm blekking og skraut, því sú þjóð sem þorir ekki að feta stíg réttlætis, heldur selur það hæstbjóðanda, hef- ur glatað sjálfstæði sínu. Höfundur er guðfræðinemi. Geðþóttaréttlæti Þorkell Ágúst Óttarsson Ágúst í gær eða Ágúst í dag VINKLAR A TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI EINKAUMBOÐ £8 Þ.ÞORGRIMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 553 8640 SAMÞINGMAÐUR minn og fé- lagi Agúst Einarsson skrifaði ný- verið þrjár greinar í Morgunblaðið þar sem hann skilgreinir þau gildi sem hann telur Sjálfstæðisflokkinn standa fyrir og staðsetur Alþýðu- flokkinn sem helsta mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn í íslenskum stjórnmálum. Þótt reynslan af Al- þýðuflokknum sýni annað undan- gengna áratugi verða þau mál ekki gerð að umtalsefni hér, enda mönnum frjálst að leita sér and- stæðinga í pólitík. Tilefni þessara skrifa er sjónarmið sem fram koma hjá Ágústi í kafla um lífeyrissjóða- kerfið sem ber yfirskriftina „Gegn hagsmunum launþega". Ágúst lýsir því hvernig aðilar vinnumarkaðar- ins halda eigendum lífeyrissjóð- anna, þ.e. launafólki, frá því að hafa áhrif við stjómarkjör í sjóðun- um. Eg er sammála því sem Ágúst setur fram um þessi mál í grein sinni, enda hef ég haldið svipuðum sjónarmiðum lengi á lofti. Mig undrar hinsvegar að sú afstaða sem Ágúst setur nú fram gengur þvert á þá afstöðu sem hann hafði er málið var til afgreiðslu á Alþingi fyrir jól. Eigi stjórnmálamenn að vera trúverðugir verða þeir að vera sjálfum sér samkvæmir. Er það trúverðugur stjórnmálamaður sem hefur aðra afstöðu á Alþingi en þegar hann skrifar í Morgunblað- ið? Lífeyrissjóðir eign sjóðfélaga Við afgreiðslu lífeyrissjóðafram- varpsins á Alþingi í vetur var það skoðun okkar Péturs Blöndal að óeðlilegt væri að félagar í lífeyris- sjóðum fengju ekki að hafa bein áhrif á val þeirra sem stýra eiga sjóðunum í stað þess að fela það vald atvinnurekendum og verka- Það er illa séð, segir Gunnlaugnr M. Sig- mundsson, að þing- menn hafi sjálfstæðar skoðanir utan þing- Smáskór / bláu húsi við Fákafen Sími 568 3919 Barnaskóutsala Moonboots frá 790,990,1790 Föndur FaKafBni 14 Simi 5Bl 2121 flokksherbergja. lýsðhreyfíngu. Við Pétur fluttum breytingatillögu við frumvarpið í þessa vera og einnig breytingatil- lögu þess efnis að lífeyrissjóðir væru eign sjóðfélaga. Á Alþingi var Ágúst Einarsson einn þeirra sem harðast gengu fram í að koma í veg fyrir að efnislegar breytingar væru gerðar á því framvarpi sem at- vinnurekendur og verkalýðshreyf- ingin höfðu skrifað og afhent Al- þingi til flýtiafgreiðslu. Ein af rök- semdum Ágústar og annarra hags- munagæslumanna var að aðilar vinnumarkaðarins hefðu komið sér saman um að hafa frumvarpið með þessum hætti. Miðað við þá hörðu hagsmunagæslu sem Ágúst sýndi við afgreiðslu málsins fyiir „klúbb“ atvinnurekenda og verkalýsðhreyf- ingar er ekki nema furða að skrifin frá 10. febrúar sl. veki undran. Ágúst skrifar: „Hafa þeir [forstjórar stórfyr- irtækjanna] einnig náð mjög sterkri stöðu í líf- eyrissjóðakerfinu í samvinnu við verka- lýðshreyfinguna.“ Ágúst sýndi einnig mikla andstöðu á Al- þingi við þá viðleitni okkar Péturs að skil- greina eignarrétt laun- þega á lífeyrissjóðunum og koma þar á virku lýðræði. Þegar Ágúst skrifar í Mbl. um sama mál er annað upp á ten- ingnum eins og eftir- farandi tilvitnun í grein hans sýnir: „Greiðslur í lífeyrissjóði eru vitaskuld eign launþega. Það heíur orðið samkomulag milli full- trúa launþega og vinnuveitenda að fara sameiginlega með stjórn þess- ara digru sjóða en stjórnin á í raun og vera að vera öll hjá launþegum sem eiga lífeyrissjóðina eða fulltrú- um þeirra." Hvoram á að trúa, Ágústi sem á Alþingi tekur einarða afstöðu með atvinnurekendum gegn sjálfsforræði launþega yfir eigin sjóðum, eða Ágústi sem nokkram vikum síðar skrifar þann texta sem hér er vitnað til? Svona framkoma er móðgun við hugsandi fólk. Að tala tveim tungum Til að alls réttlætis sé gætt skal tekið fram að Ágúst er ekki eini þingmaðurinn sem hefur farið í gegnum sjálfan sig í lífeyrissjóða- málinu. Nokkrir samflokksmenn mínir voru staðnir að því sama eftir að hafa á síðasta kjörtímabili staðið fyrir mjög góðum tillöguflutningi og frumvörpum á Alþingi um auk- inn sjálfsákvörðunarrétt launþega í lífeyrissjóðamálum. Afstaða Sjálf- stæðisflokksins til málsins var að vera á móti frelsi í lífeyrissjóðamál- um. Um afstöðu þingmanna Al- þýðubandalags þarf ekki að spyija, sá flokkur stóð sem fyrr dyggan vörð um hagsmuni VSI og ASI. Þótt Ágúst sé þannig ekki eini stjórnmálamaðurinn sem talar tungum tveim þegar rætt er um rétt launþega er slíkt háttalag engu að síður ljóður í fari stjómmála- manna og ekki til þess fallið að auka (,,viðhalda“?) virðingu al- mennings fyrir vinnubrögðum á Al- þingi eða stjórnmálamönnum al- mermt. Er það miður. Ástæður þess að sumir stjórnmála- menn segja eitt í dag og annað á morgun eru vafalítið margar. Sumir era einfaldlega ósvifnir, aðrir taka til- lit til þrýstihópa og enn aðrir telja skyldu sína að fylgja gagn- rýnislaust því sem rík- isstjórn eða meirihluti leggur til. Aumkunar- verðastir era þeir síð- asttöldu, því sjálfs- ímynd þeirra er sem ímynd kolamokara í vélarrúmi skips sem keppist við að kynda ofninn en læt- ur sig litlu varða hvort siglt er í norður eða suður. Þegar margir koma að afgreiðslu máls verða menn að sjálfsögðu að taka tillit til sjónarmiða annarra og reyna að bræða með sér ágreining, en þing- menn mega aldrei falla í þá gryfju, að fela öðram að hugsa fyrir sig. Vistarband á launþega Morgunblaðið hefur að undan- förnu greint frá sorglegu dæmi um þann órétt sem leiðir af nýsettum lögum um lífeyrissjóði. Hópur launþega vill greiða í Lífeyrissjóð VR en vinnuveitandi ákveður að greitt sé í Samvinnulífeyrissjóð- inn. Yfirgnæfandi meirihluti Al- þingis hafnaði sjónarmiðum okkar Péturs Blöndal um frelsi launþega til að velja sér lífeyrissjóð. Frétt Morgunblaðsins er frásögn af af- leiðingum þess að Alþingi og aðilar vinnumarkaðar slógu skjaldborg um forræðishyggju í lífeyrismál- um. Þeirri niðurstöðu verðum við Pétur að una sem og aðrir sem vilja standa vörð um rétt einstak- lingsins til sjálfsákvörðunar um eigin mál. Eg vil samt trúa því að innst inni hafi margir alþingis- menn verið sammála sjónarmiði okkar Péturs. Það er hinsvegar illa séð að þingmenn hafi sjálfstæðar skoðanir utan þingflokksherbergja og margir virðast óttast þá félags- legu einangrun sem þeim er búin er sýna sjálfstæði í skoðunum. Þeir sömu mega hafa fordæmin úr dýraríkinu i huga. Ernir fljúga einir. Höfundur er þingmnður Framsdkn nrflokksins. Gunnlaugur M. Sigmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.