Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 40

Morgunblaðið - 26.02.1998, Side 40
'fc40 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Unglingar, verið með STUNDUM er eins og það komist í tísku að tala illa um ykkur ung- lingana. Það gleymist að þið eruð framtíðin. Foreldrar margra ykk- ar eru svo uppteknir af ysjálfum sér að þið gleymist næstum. Fé- lagsráðgjafar og sál- fræðingar virðast ekki hafa hugmynd um hvað kemur ykkur best. Yfírvöld setja boð og bönn sem virðast út í bláinn en gera minna til að gæta öryggis ykkar. A flestum skemmtistöðum eruð þið of ung, á öðrum of gömul. Margir foreldrar opinbera leti sína og kæruleysi með því að kaupa sér frið frá ykkur. Það felst m.a. í að leyfa ykkur of ungum að dvelja of lengi fjarri öryggi heimilisins með i-s8ítt þekktum vinum á óþekktum stöðum. Unglingi sem finnur að foreldrar Velinek Nærfatnaður Laugavegi 4, simi 551 4473 hans láta sig litlu varða hvað hann gerir, bara að þau séu frjáls, finnst sem þeim þyki ekki lengur vænt um hann. Þið hafið ekki síður þörf fyrir ástúð for- eldra ykkar og það ör- yggi sem slíkt veitir en þegar þið voruð börn. Aftur á móti finnst mörgu foreldri þið kröfuhörð og ósann- gjöm miðað við það sem þau komust upp með. Slík samlíking er bamaleg. Tímamir breytast og mennirnir með. I uppvexti ykkar urðu ofsalegar og kröfuharðar breytingar sem bæði gagnast ykk- ur og glepja. Og svo allar áður óþekktu hætturnar eins og eitur- lyfin, það allra versta. En í þeim málum hafa stjómvöld fullkomnun- Fylgíst með, segir Albert Jensen í grein sem hann beinir til unglinganna. aráráttu í úræðaleysi. Fyrir stuttu fór ég á fund borgarstjóra að beiðni fólks úr einu skólahverfi þar sem eiturlyfjasalar em að verki og fór fram á aðgerðir. Svarið var að þetta væri allstaðar orðið svona í og við skólana. Einfalt svar. Ekki satt? En hafi borgarstjóri átt við að ekkert væri við því að gera þá tak- ið það ekki alvarlega því það er rangt. Unglingar Islands, þið hafið þrátt fyrir allar röngu áherslunnar vonandi meiri möguleika til náms og frelsis í okkar landi en öðmm. Albert Jensen En til að svo sé þurfið þið sjálfir að vera í lagi. Og það er mergur máls- ins því í freistingaþjóðfélagi okkar þurfið þið næstum að vera ofur- unglingar ef allt á að vera í sóma. Og það ótrúlega er að þrátt fyrir allar hindranir á meirihluti ykkar ánægjulega samleið með þjóðinni þótt of margir láti eiturlyfjasala rústa líf sitt. Eitt af því hræðileg- asta er þegar eitursalar fá börn og unglinga til að selja fyrir sig. Það varðar framtíð ykkar að berjast hvarvetna gegn slíku. Eitursalinn hefur arð af börnum og unglingum sem hann hefur gert að sínum bú- peningi og endurnýjar ört, því af- föll eru mikil vegna peningaleysis, veikinda og dauða neytenda. Þið getið gert margt betra fyrir ykkur og skemmtilegra en að láta óvandaða leiða ykkur eins og sauði gegnum unglingsárin og jafnvel lengra. Munið að eitursali er smán- arblettur og uppsker allstaðar ógeð manna og fyrirlitningu. Hann er mannvonskan holdi klædd. Þó hinir eldri séu ekki fullkomn- ir þá er leiðsögn þeirra ykkur nauðsynleg en njótið hennar með opnum huga því ekki er allt sem sýnist. Þið þroskist á að lesa blöð og fylgjast með þjóðmálum. Stjómmálamenn og fleiri eru að móta framtíð ykkar og þar er margt á ferð, bæði gott og slæmt. Látið enga telja ykkur trú um að stjómmál komi ykkur ekki við því þau eru mikilvægur þáttur í h'fi hvers manns. Að kjósa er að taka þátt í og vera með. Þið munduð t.d. ekki vilja hafa yfir ykkur stjórn sem hyglaði fáum á kostnað fjöld- ans. Stjórn sem kannski í beinu framhaldi af því hefði ekki efni á að reka á komið heilbrigðiskerfi og drægi þar stöðugt úr. Stjóm sem yrði þjóð ykkar til skammar á er- lendum vettvangi í umhverfismál- um. Sjáið fyrir ykkur stjóm sem fómar umhverfi og heilbrigði og þar með heill ykkar og framtíð fyr- ir skammtíma hagnað. Stjóm sem yki misrétti þegnanna í stað þess að minnka það. Unglingar, mótið eigin framtíð sjálf. Fylgist með. Höfundur er byggingameistari. TVÖFALDUR McOstborgari 189,-kr. m McDonald's I ■ ■ Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 Litla gula hænan - Iðnaðurinn og Reykjavíkurborg HÉR Á árum áður var eitt af fyrstu lestrar- kveram, sem hverju mannsbarni var gert að lesa, kverið um litlu gulu hænuna. Lærdóm- urinn sem manni var ætlað að draga af þeirri sögu var sá, að maður á ekki rétt til að njóta ávaxtanna af vinnu annarra, hafi maður ekki lagt neitt af mörk- um sjálfur. Á undanfómum vik- um hefur geisað hörð barátta milli tveggja fyrirtækja um það, hvort þeirra fengi tryggt sér aðstöðuna í Laugardals- höll undir sjávarútvegssýningu. Annar aðilnn, Islenska sjávarút- vegssýningin, hefur á undanfóm- um áram, byggt upp athyglisverða og áhugaverða sýningu, sem höfð- ar ekki síður til erlendra sýnenda en innlendra framleiðenda. Vel- gengni Islensku sjávarútvegssýn- ingarinnar má fyrst og fremst þakka því nána alþjóðlega sam- starfi sem þessir aðilar hafa við sýnendur víðsvegar um heim og þeim áhuga, sem þeim hefur tekist að vekja á íslenskum sjávarútvegi. Það sem skiptir enn meira máli, er að aðstandendur sýningarinnar hafa sýnt ótrúlega eljusemi og rækt við þennan markað, sem skil- að hefur þeim árangri, að sýningin 1996 var einhver sú best heppnaða sem haldin hefur verið frá upphafi. Það er því ekki að undra, að loksins þegar tekist hefur að halda hér alþjóðlega sýningu, þar sem ís- lenskur sjávarútvegur og íslenskt hugvit er í forgranni, þá spretta hér upp þeir, sem eins og í sögunni um litlu gulu hænuna telja að nú geti þeir tekið við. Allt alþjóðlegt samstarf sé af hinu illa og engin þörf á að einhverjir útlendingar „hagnist" á Islandi og Islending- um. Nú er tími til kominn að eign- ast alvöra „íslenska" sýningu. Málflutningur eins og þessi byggist meira á misskildu þjóð- arstolti en heilbrigðri skynsemi. Hann minnir um margt á þá þjóð- emisstefnu sem Samtök iðnaðarins hafa á undanfórnum áram rekið með linnulausum áróðri um að menn skuli umfram allt velja það sem íslenskt er án tillits til verðs eða gæða. Það kom því ekki á óvart, að þessi sömu samtök standa meðal annarra að því að hreinsa sjávarútvegssýninguna af þessum óæskilegu erlendu öflum. Þáttur Samtaka iðnaðarins í þessu máli er allrar athygli verður. Það hlýtur að teljast einstakt að samtök, sem að öllu jöfnu ættu að byggja afkomu sína á því að sinna þörfum meðlima sinna, rísi upp gegn vilja þeirra með þeim hætti sem Samtök iðnaðarins hafa gert. Stór iðnfyrirtæki, sem lýstu opin- berlega yfir stuðningi sínum við ís- lensku sjávarútvegssýninguna, vora gersamlega hundsuð af sam- tökum sínum, Samtökum iðnaðar- ins. Hverra hagsmuna era samtök- in að gæta? Eitt er víst, að það era ekki hagsmunir þessara félags- manna. Undir öllum venjulegum kringumstæðum væri slík fram- koma alvarlegt áhyggjuefni sér- hverjum samtökum. En Samtök iðnaðarins njóta hér sérstöðu. Samtökin era á opinbera framfæri og njóta í ár rúmlega 100 milijóna króna framlags frá hinu opinbera. Þau geta því leyft sér að hundsa vilja félagsmanna sinna í einu og öllu án þess að hafa áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni. Sú afstaða fulltrúa hins fyrirtækisins, sem um höllina keppti, að hér eigi að vera um al- íslenska sýningu að ræða, virðist á yfir- borðinu vera fögur hugsjón, en því miður ekki sú sem sýnendur þurfa eða sækjast eft- ir. Þau íslensku fyrir- tæki sem á annað borð vilja láta taka sig al- varlega á alþjóðlegum markaði vita að þátt- taka í alþjóðlegum sýningum skilar meiri árangri og fyrr, heldur en þátttaka í sýningum sem eingöngu höfða til heimamark- aðar. Þátttaka í sýningum er mjög kostnaðarsöm, en á heildina litið skilar hún meira til baka til fyrir- tækjanna í formi sölu og viðskipta- tengsla en þau hefðu fengið með Málflutningur eins og þessi, segir Baldvin Hafsteinsson, byggist meira á misskildu þjóð- arstolti en heilbrigðri skynsemi. beinni auglýsingaherferð fyrir sama fjármagn. Aivarlegastur hlýtur þó að telj- ast þáttur borgarinnar í þessu máli. Á undanfómum áram hefur verið lögð mikil rækt við að skapa borginni nafn sem ráðstefnuborg. Hefur miklu fé verið varið í mark- aðssetningu í þessum tilgangi. Af- greiðsla borgarstjórnar á umsókn Islensku sjávarútvegssýningarinn- ar um afnot af Laugardalshöllinni lýsir alvarlegu skilningsleysi borg- aryfirvalda á eðli þeirra fyrirtækja, sem standa fyrir og skipuleggja sýningar eða ráðstefnur af þessum toga. Sýningar eins og sú sem hér er til umræðu era skipulagðar mörg ár fram í tímann. Til þess að þær njóti velgengni þarf að hlú að kynningarmálum en slíkt verður ekki gert nema með æmum kostn- aði. Gestir sækja sýningarnar af orðspori fyrst og fremst, ekki af því hvar þær eru haldnar. Til þess að byggja upp orðspor sýninga af þessu tagi, sem haldnar eru reglu- lega á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, þurfa þeir sem sýningamar skipuleggja, að njóta ákveðinnar góðvildar þeirra sem yfir sýningar- sölunum ráða. Bregðist það, svarar það hvorki kostnaði né fyrirhöfn að standa í sýningarhaldi á þeim stað. Ákvörðun borgaryfirvalda hefur án efa skaðað þá ímynd borgarinn- ar sem ráðstefnuborgar, sem þó hefur tekist að byggja upp, á ófyr- irséðan hátt. Eitt er víst, að skipu- leggjendur sýninga munu hugsa sig tvisvar um, áður en þeir leggja út í þann kostnað og þá skuldbind- ingu sem óhjákvæmilega fylgir því að byggja upp vinsælar og vel sótt- ar sýningar. Hagnaður borgarinn- ar af uppsprengdu leiguverði Laugardalshallarinnar kann því að reynast skammvinnur gróði. Hverju svo sem um má kenna, er ljóst, að getuleysi borgaryfirvalda að taka af skarið í máli þessu mun þegar fram líða stundir verða tap þeirra fjölmörgu íslensku fyrir- tækja, sem treysta á erlendar vörusýningar og viðskiptasam- bönd. Höfundur er lögmaður Samtaka verslunarinnar - FÍS. Baldvin Hafsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.