Morgunblaðið - 26.02.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 26.02.1998, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ljóska Hevi+ivei? BíSALLTAf- AÐ SK.IPTA UM KAs ?! CLICK CLICK 'O click o ^ o o J V,'A<3 MOHU /ViySNAf? RNN/l FyrejR REIE>I /VIINJM/ UAVfS 1) 29 Tommi og Jenni &9 er ennþéij^ifluhoitað, þcu> htísbandiCL.. í sjá. cúlir Hæ, sætakrútt! Ég færi þér Er það einhvers virði í Ég efa það ... Ég er ekki sætakrúttið þitt! Valentínusarkort! peningum? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Stöðvum ólöglega laxveiði Frá Nils Viggó Clausen: Á HVERJU sumri hef ég séð það ljóta lögbrot að stunduð sé laxveiði undir Gullinbrú í Grafarvogi. En laxveiðar í sjó eru bannaðar og hafa verið það frá 1932. Þrátt fyrir að 66 ár séu liðin frá þessari laga- setningu ber samt talsvert á ólöglegri sjávar- veiði við Gullin- brú og annars staðar á Suð- vesturlandi, þar sem laxgengd hefur aukist síð- astliðin ár. Laxveiði sem fram fer á þessum stöðum er engin venju- leg veiði. Þarna eru menn að krækja í lax- inn með stærðarinnar þríkrækjum og sá lax sem verður fyrir slíkri þríkrækju stórskaðast og jafnvel drepst. Mest er þetta smálax, um 3-8 pund, en þó koma inn á milli 10-20 punda fískar. Mesti hlutinn af þeim laxi sem kemur að Gullin- brú á fjöru og voginn á flóði er göngufiskur sem gengur upp í El- liðaár og Korpu. Laxveiði í sjó er mér teljandi mjög alvarlegt lögbrot og ég tel það mikilvægt að slík veiði verði stöðvuð. Islenski laxastofninn er ekki það stór að við getum eyðilagt hann með þessum hætti. Þessi þróun kallar á aukið eftir- lit á slíkum svæðum og er það hlutverk hins opinbera að sjá um það. Það er afar sárt fyrir veiði- menn að horfa upp á þetta athæfi sem fram fer á slíkum stöðum. Síðastliðið sumar bar ekki mikið á slíkri veiði og var það sjálfsagt vegna þess hve laxinn kom seint. Mér finnst mjög mikilvægt að ræða um þetta í fjölmiðlum, því þetta er lögbrot sem hefur verið erfitt að stöðva. Því tel ég nauð- synlegt að herða eftirlit, hvernig sem það er nú gert og kæra hvert atvik fyrir sig. Því miður hef ég oftar en einu sinni orðið var við að lögreglan hefur aðeins rekið fólk í burtu af veiðistað og síðan hafa menn komið aftur til veiða næsta dag. Þetta verður að breytast. Lög- reglan hefur þó oftast gert afla og veiðarfæri upptæk. Eg hvet alla til að fylgjast með veiði við Gullinbrú og tilkynna lög- reglu öll grunsamleg athæfi. NILS VIGGÓ CLAUSEN, áhugamaður um laxveiði, Skaftholti, 801 Selfossi. Nils Viggo Clausen Englaborg og önnur hús Frá Ingibjörgu Guðmundsdóttur: VEGNA greina er voru birtar í Mbl. 31. janúar, 5. og 7. febrúar sl. um húsakaup á vegum Reykjavík- urborgar. I greininni 7. febrúar sl., „Hús málarans og önnur hús“, er blandað inn í umræðumar kaup á húseign- inni að Laufásvegi 43 og talað um húsasöfnun. Þar sem málið er mér skylt vil ég taka fram, að litlar 8 milljónir króna fengum við erfingj- amir (7 systkini) greitt fyrir húsið ásamt stórri eignarlóð með gamal- grónum trjám sem afi okkar gróð- ursetti, þau eru meðal elstu trjáa í borginni og em friðuð. Það var mikið lagt að okkur erfingjunum af Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt að borgin eignaðist þetta hús, sem er eitt af elstu húsum Reykjavíkur, til að gera það að minjasafni. Eins og fram kemur í greininni hefur ekkert verið gert og húsið látið grotna nið- ur okkur til mikils ama. Við gátum selt það óskyldum aðila fyrir hærra verð, en vegna minningar um afa okkar og ömmu og böm þeirra, sem öll bjuggu þama til æviloka og við áttum miklar og góðar minningar um, vildum við að borgin fengi for- kaupsrétt þrátt fyrir hið lága verð sem við fengum í okkar hlut. Húsið átti aldi’ei að fara í Árbæjarsafnið, heldur láta það standa þar sem það er og gera það upp ásamt garðinum sem minjasafn frá gamla tímanum til sýnis fyrir almenning og m.a. talað um að hægt yrði að hafa kaffi- sölu í garðinum. Það má einnig koma fram og sem aldrei er nefnt, að við gáfum borginni allt innibúið sem í húsinu var, húsgögn, borðbúnað og sem því tilheyrir og er í stíl við húsið. Einnig mjög verðmætt bókasafn, sem m.a. er í þykka, góða skinn- bandinu sem tíðkaðist í þá daga með gyllingu og tilheyrandi, þ.á m. gömlu Islendingasögumar ásamt miklu magni af góðum og merki- legum bókum, sem fengur er í fyrir þá sem kunna að meta góðar bók- menntir. Þar sem við riðum ekki feitum hesti frá sölu á allri eigninni og þessi kaup fyrir borgina svara svo sem til einna mánaðarlauna hjá „sumum“, get ég ekki lengur orða bundist og finnst óþarfi að skrifa um þetta í hálfkæringi. INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, 160235-3739. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.