Morgunblaðið - 02.04.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 02.04.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nemendur Hagaskóla mælskastir URSLIT í ræðukeppni grunnskól- anna í Reykjavík réðust í Ráðhús- inu á ellefta tímanum í gærkvöldi. Lið Olduselsskóla og Hagaskóla öttu kappi um málefnið hreinskilni. Fóru leikar svo að Hagaskólinn sigraði mjög naumlega eða með 11 stiga mun, 2.193 gegn 2.182, en nemendur hans töluðu með hrein- skilni. Fögnuðu nemendur Haga- skólans sigrinum gríðarlega. Ræðumaður kvöldsins varð Björn Berg Gunnarsson í Hagaskóla. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í máli starfsmanna Lyfjaverslunar Rfldssjóður dæmdur tíl að greiða biðlaun í dómum héraðsdóms kemur fram að starfsmenn LyQaverslunar ríkis- ins hafi mótmælt fyrir sitt leyti setn- ingu laganna um Lyfjaverslun ís- lands hf. og þrátt fyrir yfirlýsingai- aðstoðarmanns fjármálaráðherra um að með því að ráða sig til hlutafélags- ins félli biðlaunaréttur þeirra niður þyki það ekld geta leitt til þess að litið verði svo á að starfsmennimir hafi af- salað sér biðlaunarétti sínum með því að ráða sig til starfa hjá hlutafélag- inu. Til afsals á biðlaunarétti hefðu starfsmennirnir þurft að gefa ótví- ræða yfirlýsingu þar um. Þá kemur fram í dómnum að við breytingu Lyfjaverslunar ríkisins í hlutafélag hafi ekki verið brugðið á það ráð að láta sömu ráðningarsamn- inga og ráðningarkjör sem starfs- mennimir nutu gilda áfram um störf þeirra hjá hlutafélaginu sem stofnað var 1. júlí 1994. Það kjaraatriði sem aðallega sé deilt um, biðlaunaréttur- inn, hafi ótvírætt fallið niður við ráðn- ingu starfsmannanna til hlutafélags- ins og sé ekki lengur fyrir hendi. Þyki það eitt sér leiða til þess að starfs- mennimir eigi rétt til þeirra biðlauna sem þeir lo-efjist og þyki þá ekki skipta máli þótt kjör þeirra hjá Lyfja- verslun íélands hf. þyki að öðm leyti nokkuð sambærileg þeim kjömm sem þeir höfðu hjá Lyfjaverslun ííkisins. Kröfur starfsmannanna sex voru á bilinu 417.000 til 1.313.000 ki\ og vai- ríkið dæmt til að greiða upphæðimar með dráttarvöxtum frá 10. janúar 1997 og auk þess samtals 890.000 kr. í málskostnað. SAMKVÆMT dómi sem Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp í gær ber ís- lenska ríkinu að greiða sex starfsmönnum Lyfjaverslunar íslands hf., sem áð- ur störfuðu hjá Lyfjaverslun ríkisins, biðlaun vegna breytinga sem gerðar voru á starfskjörum þeirra. Stai-fsmennirnir höfðuðu mál hver um sig sem prófmál fyrir hönd um 40 starfsmanna fyrirtækisins og fóru þeir fram á bið- laun í 6-12 mánuði. Nam hæsta krafan rúmum 1,3 milljónum króna. Morgunblaðið/Halldór Dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni Verknaðurinn hafði mjög alvarlegar afleiðingar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 47 ára gamlan Reykvíking í þriggja og hálfs árs fang- elsi fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni, auk greiðslu 400 þúsund króna í sakarkostn- að. Brotin íramdi maðurinn á árunum 1988 til 1995, þegar st'ilkan var níu til sextán ára gömul. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í dómnum, var ákærður fyrir grófa kynferðislega áreitni, þar með talið að hafa neytt dóttur sína til munnmaka og tilraunir til leggangasamfara. í dómi Héraðs- dóms kemur fram að móðir stúlkunnar hafði sam- band við félagsráðgjafa í mars 1997 og óskaði að- stoðar vegna ætlaðrar kynferðislegrar misnotkun- ar á dóttur sinni, fæddri 1979. í viðtölum við stúlkuna, sem sögð er hafa verið mjög óróleg og taugaspennt í upphafi, hafi komið fram að faðirinn hafi beitt hana kynferðislegu of- beldi frá sex ára aldri. Lýsing hennar á misnotk- uninni sé á sama veg og við rannsókn málsins og meðferð þess, bæði hvað varðar tíma og hvernig henni hafi verið háttað. í greinargerð félagsfræðingsins komi fram að stúlkan hafi rætt um að hún muni ekki eftir lífi sínu öðru vísi en í vanlíðan vegna þessarar hátt- semi föðurins og tilraunir hennar til að forðast hana hafi verið árangurslausar. Hún hafi loks ákveðið að segja frá að hann beitti hana kynferðis- legu ofbeldi. Taldi félagsfræðingurinn mjög ólík- legt að í frásögn stúlkunnar væru einhverjir órar og að hún hafi sýnt mörg almenn einkenni kyn- ferðislegrar misnotkunar. Akærði neitaði alfarið sakargiftum og mótmælti þeim framburði vitna sem fóru í bága við hans. í niðurstöðu dómsins segir m.a. að skýringar ákærða á því hvaða ástæður dóttir hans ætti að hafa til að bera hann svo alvarlegum sökum, þyki langsóttar og ótrúverðugar. Þá þyki framburður móður stúlkunnar um kynferðislega tilburði hans gagnvart yngri dóttur ákærða styrkja framburð stúlkunnar um að hann hafi gengið miklu lengra en hann viðurkenndi. í niðurstöðu dómsins segir m.a. að mikið beri á milli framburðar ákærða og stúlkunnar, en frá- sögn stúlkunnar fyrir dómi þyki trúverðug, stað- föst og í samræmi við það sem hún hafði áður borið. „Stúlkan var einörð og sjálfri sér sam- kvæm í frásögn sinni og velkist dómurinn ekki í vafa um að frásögn hennar um háttsemi föður hennar er sannleikanum samkvæm en ekki upp- spuni,“ segir í niðurstöðunni og jafnframt að framburður vitna um kynferðislega áreitni ákærða gagnvart þeim þyki styrkja framburð hennar. Nýtti sér traust Að teknu tilliti til allra gagna þótti dóminum komin fram lögfull sönnun þess að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákærunni. Við ákvörðun refsingar var höfð hliðsjón af því að brot hans voru alvarleg, þau hafi verið framin á löngum tíma og að öllu jöfnu hafi liðið skammur tími á milli þeirra. Brotin hafi hann framið í skjóli heimilis síns og telpunnar og nýtt sér ungan aldur hennar og traust hennar á honum sem foreldri og uppalanda. Hann hafi ekki sinnt ákalli hennar um að láta af háttsemi sinni. Ljóst sé að brot hans hafi haft mjög alvarlegar afleiðingar og sé Ijóst að ekki sjái enn fyrir endann á afleiðingum brotsins. Héraðsdómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eggert Óskarsson og Sigríður Ingvarsdóttir kváðu upp dóminn. Flugi til Fort Lauder- dale hætt FLUGLEIÐIR hætta flugi til Fort Lauderdale í Bandaríkj- unum 15. maí næstkomandi og munu ekki taka upp flug þang- að að nýju með haustinu eins og verið hefur undanfarin ár. Orlando verður þá eini áfanga- staður félagsins í Flórída, en tíðni ferða þangað verður aukin frá því sem verið hefur. Flogið hefui- verið vikulega til Fort Lauderdale yfir vetrar- mánuðina en flug þangað hefur verið lagt niður að sumri til. Á veturna hafa verið farnar fjór- ar ferðfr í viku til Orlando en á sumrin tvær. Að sögn Einars Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum, er þessi breyting gerð annars vegar til að byggja upp flugið til annarra staða í N-Ameríku sem gefa betur af sér en flug til Flórída og hins vegar vegna þess að hag- kvæmara er fyrir félagið að beina fluginu til Flórída á einn stað í stað tveggja staða sem skammt er á milli. „Við höfum verið að ná nýt- ingu á vélunum með því að fara með’íþær á Flórída, og núna þegar við höfum verið að byggja upp tíðni á aðra staði, Bostón, Baltimore og núna Minneapolis, þá höfum við tækifæri til að nýta vélarnar betur á öðrum leiðum í Bandaríkjunum,“ sagði Einar. Ekki athuga- semdir við sparnaðar- auglýsingu AUGLÝSINGANEFND Sam- keppnisstofnunar telur ekki ástæðu til að gera athugasemd við auglýsingu Lánasýslu ríkis- ins um leiðir til spamaðar, sem Sjónvarpsmarkaðurinn kvartaði undan til stofnunarinnar. Nefndin kemst að þeirri nið- urstöðu að auglýsingar lána- sýslunnai’, sem eru í framhaldi auglýsinga sem birst hafa á undanfómum árum, sýni á gam- ansaman hátt að fólk skuli spara jafhframt því sem ýmsir hlutir séu keyptir til heimilisins. Auglýsingamar hvetji til þess að fólk eyði líka í spamað, eins og segi í þeim. Telur nefndin ekld ástæðu til að gera athuga- semd við auglýsingamar. Kynna skýrslu um fjarskipti SÉRFRÆÐINEFND sam- gönguráðuneytis um fjar- skiptamál kynnir í dag niður- stöður af starfi sínu og leggur fram skýrslu undir heitinu: „Til móts við nýja tíma.“ Skýrsla nefndarinnar, sem var skipuð í nóvember, verður kynnt á Hótel Loftleiðum klukkan þrjú eftir hádegi. Arðsemi eigin fjár Heklu tæp 48% á síðasta ári Fólk vill kaupa hluta- bréf í stóriðju/B2 1 • 1 *nula Sími og tölvur verða eitt/B9 vmsKnTnaviNNUiJtF _ 216 mlHfóm kráiu h*gn*4ur og be«U r»k»tnrtrM I <5 án «agu Hfklu READER’S DIGEST vill ná til unga fólksins Leitin að réttu eigninni www.mbl.is/fasteignir Nærri 400 störf skapast Fyrst tSkum við Fœreyjar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.