Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FYRR má nú rota en dauðrota, einn sýslumaður og tveir prestar á einu bretti og það
frumkvöðlar á sviði siðfræði og punktakerfis ökumanna ...
MR og MH keppa í Gettu betur á föstudag
Urslitaviðureignin
verður á Lengjunni
ÚRSLITAVIÐUREIGNIN í
Gettu betur, spumingakeppni
framhaldsskólanna, milli Mennta-
skólans í Reykjavík og Mennta-
skólans við Hamrahlíð er á Lengj-
unni í þessari viku. Á lengjunni er
að jafnaði fótbolti, handbolti og
körfubolti. Þar hefur einnig verið
hægt að tippa á gólf, box, skíði og
keilu en þetta er í fyrsta sinn sem
getraunaleikur er settur á Lengj-
una.
Sigurður Baldursson, fram-
kvæmdastjóri Islenskra getrauna,
segir að hugmyndin að setja Gettu
betur á Lengjuna hafi kviknað um
helgina. Starfsmenn íslenskra get-
rauna hafi skoðað hvernig liðin
hafi staðið sig í gegnum árin í
keppninni og komist að þeirri nið-
urstöðu að 44% líkur væru á sigri
MR-inga, 39% líkur á sigri MH-
inga og 17% líkur á jafntefli.
Úrslit fást ekki með
aukaspurningum
Ef liðin standa jöfn að spurning-
um loknum þá gildir jafntefli en
úrslit á Lengjunni fást ekki með
aukaspurningum. Þetta samsvarar
2,05 stuðli á sigri MH-inga, 4,90
stuðli á jafntefli og 1,80 stuðli á
sigi-i MR-inga. „Það táknar að ef
þú tippar fyrir hundraðkall á MH
þá færðu 205 krónur til baka ef
MH vinnur. En þú þarft að velja
tvo leiki í viðbót og þá margfaldar
þú saman stuðlana í þessum þrem-
ur leikjum," sagði Sigurður.
í Lengjunni velur sá sem tippar
minnst þrjá og mest sex leiki, vel-
ur hvað hann greiðir fyrir þátttöku
og hvaða úrslitum hann spáir í
þessum leikjum. Að baki hverjum
úrslitum eru ákveðnar líkur sem
hægt er að styðjast við.
Sigurður segir að vel hafi verið
brugðist við þessari nýjung og
fyrsta söludag vikunnar, á þriðju-
dag, hafi úrslitin í Gettu betur ver-
ið næstsöluhæsti leikurinn í vik-
unni. Aðeins leikur Stjömunnar og
Vals í fyrstu deild kvenna i hand-
bolta á þriðjudagskvöld hafí verið
söluhærri. Hægt verður að tippa á
Gettu betur til kl. 20.15 á föstu-
dagskvöld.
Þín verslun pizza Farm frites franskar, 750 gr. Ferskir kjúklingar Ajax antistatic, 500 ml.
Zonta styrkir foreldra langveikra barna
Gula rósin til
umhyggju
ZONTAKLUBBARNIR
á íslandi, sem eru sex
talsins á fjómm stöðum á
landinu, munu næstu tvo
daga selja gulu rósina til
ágóða fyrir styrktarsjóð
Umhyggju til stuðnings
langveikum bömum og
fjölskyldum þeirra. Gula
rósin er einkennisblóm
Zontaklúbbanna. Ragn-
heiður Hansdóttir, formað-
ur Zontasambands Is-
lands, var beðin að segja
frá samtökunum og tilefni
landsátaksins.
„Zonta em alþjóða þjón-
ustusamtök kvenna, sem
hafa það að markmiði að
efla stöðu kvenna og barna
og styrkja líknarmálefni.
Klúbbarnir á íslandi em
nú að gera átak til að
styrkja fjölskyldur langveikra
barna. Vandamálin vegna veik-
inda þeirra með áhyggjum og
andvökum em næg, en ofan á
það bætast svo gjarnan fjárhags-
erfiðleikar, oft búferlaflutningar,
atvinnumissir og röskun. Tíðum
verða foreldramir að vanrækja
heilbrigðu bömin í fjölskyldunni
þar sem veika barnið þarf svo
mikils við. Þessu fylgir tekju-
missir fjölskyldunnar og foreldr-
amir þurfa stuðning, sem gerir
þeim fært að vera hjá veikum
bömum og fara með þeim utan
til aðgerða. Alur ágóði af sölu
Zonta-rósarinnar rennur í
Styrktarsjóð Umhyggju, sem
stofnaður var fyrir liðlega ári um
þarfir sjúkra bama og unglinga
og til að bæta aðbúnað og þjón-
ustu við þau. Þó kannski sé það
sem dropi í hafið reynum við að
leggja lóð á vogarskálarnar til að
létta slíka ijárhagserfiðleika.
Silkirósirnar sóttum við til
Hong Kong, þar sem veðráttan
hér býður ekki upp á að rækta
gular rósir sjálfar eins og dönsku
Zontakonumar gerðu í þágu
góðra mála. Þetta em fallegar
silkirósir, alveg eins og lifandi,
og tilgangurinn kannski ennþá
betri. Við Zontakonur munum
selja rósina, eina eða fleiri sam-
an, dagana 3. og 4. apríl fyrir
páskana á áberandi umferðar-
stöðum, í Reykjavík, Akureyri,
Selfossi og Isafirði, bæði í fyrir-
tækjum og til einstaklinga. Biðj-
um við fólk að taka okkur vel.“
- Hafa ekki Zonta-kiúbbamir
beitt sér í áratugi að margvísleg-
um velferðarmálum, sem ekki
hefur allt farið hátt? Hvers kon-
ar samtök eru þetta?
„Zonta em starfsgreinasam-
tök, alþjóðasamtök kvenna í
ábyrgðarstöðum, stofnuð 1919
með þjónustu að markmiði. I
samtökunum em 36 þúsund kon-
ur í 68 löndum. Þau vinna mikið
með UNIFEM og UNICEF,
enda veitir ekki af að styrkja
stöðu kvenna og barna í heimin-
um. Af 1,3 milljörðum
fátæklinga eru 70%
konur. Og af ólæsum
eru tveir þriðju konur.
Aþjóðasamtökin era ___^_
alltaf með stór verk-
efni, sem við hér tökum þátt í, og
hafa skilað sér vel til kvenna með
miklu verri aðstæður en okkar.
Nú em aðallega tvö stórverkefni
í gangi; að sjá til þess að grann-
skólastúlkur í Suður-Afríku fái
skólagöngu og svokallað Zisvav,
sem berst gegn ofbeldi gegn
konum. Við greiðum líka alltaf í
sjóð Emelíu Erhart, sem lengi
hefur veitt konum styrki til verk-
Ragnheiður Hansdóttir
►Ragnheiður Hansdóttir er
tannlæknir og formaður Zonta-
sambands Islands. Hún er fædd
og uppalin i Kjósinni, stúdent
frá MR árið 1961, tannlæknir
frá Háskóla íslands 1967, með
framhaldsnám í bitlækningum
við Tannlæknaháskólann í
Kaupmannahöfn 1988-1989 og
1996. Hún hefur verið tann-
læknir á Akureyri frá 1967.
Ragnheiður er í Zontaklúbbi
Akureyrar og svæðisstjóri á 13.
umdæmi, sem nær yfir Noreg,
Danmörku og ísland.
Eiginmaður Ragnheiðar er
Bemharð Haraldsson, skóla-
meistari Verkmenntaskólans á
Akureyri, og eiga þau fjögur
böm.
Veikindi barna
valda tekju-
missi
fræði- og flugvísindanáms o.fl.
Það sem klúbbamir gera á Is-
landi er ekki síður drjúgt. I sam-
bandi við Zisvav-átakið um of-
beldi gegn konum og bömum
efndum við í febrúar sl. til mál-
þings á Akureyri.Svo höfum við
gefið til Kvennaathvarfsins og
víðar. víðar. Hver klúbbur er
með heimaverkefni af ýmsu tagi.
Sá elsti, Zontaklúbbur Reykja-
víkur, stofnaður 1941, hefur
einkum beitt sér fyrir heyrnar-
skerta, Zontaklúbbur Akureyrar
frá 1948 hefur varðveitt og rekið
Nonnahús og hinir hafa verið í
margvíslegum líknar- og menn-
ingarmálum á heimaslóðum,
Zontaklúbbur Selfoss frá 1972,
Embla í Reykjavík 1989, Zonta-
klúbburinn Þómnn hyma á
Akureyri 1984 og Zontaklúbbur-
inn Fjörgyn á ísafirði 1996. Nýr
klúbbur er í burðarliðnum á
Austurlandi. En nú leggjum við
semsagt allar saman og beitum
kröftum okkar í þágu þessara
langveiku barna og foreldra
þeirra."
- Þið leggið fram mikla vinnu.
„Við emm ekki nema 200, en
þetta er mjög gjöfult starf, sem
-------- víkkar sjóndeildar-
hringinn. Maður
kynnist viðhorfum
kvenna í mjög ólíkum
störfum, með margs
konar ábyrgð á ólíkum
vettvangi, bæði innanlands og
líka utan, þegar maður sækir al-
þjóðaþingin eins í París í sumar
og umdæmisþingin. Zontaklúbb-
amir leggja mikla áherslu á jafn-
rétti. Nýjustu klúbbarnir em í
Suður-Afríku, í Jóhannesarborg
og Höfðaborg. Alsherjarsamtök-
in sendu á stofnfundina eina
dökka Zontasystur og eina hvíta
til að undirstrika þá blöndun. „