Morgunblaðið - 02.04.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 13
Yfir 60% hjúkrunarfræðinga Rfkisspftala og SHR seg;ja upp
Á LANDSPÍTALANUM hafa B70 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum.
„Rekum ekki
spítalann ef
þetta fólk fer“
Starfí stóru spítalanna í Reykjavík er
stefnt í uppnám ef kemur til uppsagna yfír
60% hjúkrunarfræðinga sem sögðu upp frá
og með síðustu mánaðamótum.
Samkeppni
um mótun
miðbæjar
Kópavogs
BÆJARRÁÐ Kópavogs ákvað á
fundi sínum 26. mars sl. að efna til
almennrar samkeppni til að fá
fram nýjar hugmyndir að mótun,
notkun og frágangi á miðbæjar-
svæði Kópavogs og fól bæjar-
skipulagi Kópavogs að hafa um-
sjón með framkvæmd hugmynda-
samkeppninnar.
Miðbæjarsvæðið afmarkast í
grófum dráttum af Vallartröð til
austurs, Digranesvegi og Borgar-
holtsbraut til suðurs og Borgar-
holti til vesturs. Vestan Hafnar-
fjarðarvegar eru norðurmörk
svæðisins við Hamraborg en aust-
an Hafnarfjarðarvegar eru norð-
urmörkin við Hamrabrekku.
Hugmyndasamkeppnin verður
opin og er stefnt að því að keppn-
islýsing liggi fyrir um mánaða-
mótin ágúst-september.
Á þessu ári eru fyrirhugaðar
miklar breytingar á vesturhluta
miðbæjarsvæðisins. Verið er að
steypa 1. áfanga Menningarmið-
stöðvar Kópavogs og verður hún
væntanlega frágengin að utan í
sumar. Reiknað er með að tónlist-
arsalur menningarmiðstöðvarinn-
ar verði tekinn í notkun í haust.
Samhliða þeim framkvæmdum
verður tengivegur á vesturbakka
Kópavogsgjár endurgerður og
byggt hringtorg á Borgarholts-
braut. Tvístefna verður á tengi-
veginum enda verður núverandi
malarvegur vestan Listasafns
Kópavogs lagður niður þegar
framkvæmdum við tengiveginn
lýkur.
---------------
Árekstur í
Ólafsvík
HARÐUR árekstur varð í Ólafs-
vík um klukkan átta í gærmorgun,
að því er talið er vegna þess að
biðskylda var ekki virt við fjölfar-
in gatnamót. Engin meiðsli urðu á
fólki.
Slysið bar til með þeim hætti að
ökumaður fólksbifreiðar ók henni
inn á aðalbraut í miðbæ Ólafsvík-
ur þar sem hún skall á pallbíl með
þremur manneskjum innanborðs.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu var ökuhraði ekki mikill en
þó voru báðar bifreiðarnar óöku-
færar á eftir.
Um er að ræða þriðja árekstur-
inn á þessum stað það sem af er
þessu ári, þrátt fyrir ágætt útsýni
til beggja átta, og er ekki talin
vanþörf á umferðarljósum þarna
að mati lögreglu í Ólafsvík.
------♦-♦-♦----
Utankjörstað-
aratkvæða-
greiðsla hafin
Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla
vegna bæjar- og sveitarstjórnar-
kosninganna í vor er hafin.
Jón Thors, skrifstofustjóri í
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
segir lögbundið að utankjörstað-
arkosning hefjist átta vikum fyrir
kjördag. Framboðsfrestur renni
hins vegar ekki út fyrr en 15 dög-
um fyrir kjördag.
Þeim sem hyggjast greiða at-
kvæði utan kjörstaðar er bent á
að snúa sér til sýslumanna,
hreppstjóra, sendiráða, ræðis-
manna eða fastanefnda Islands
erlendis.
YFIR 60% allra hjúkranarfræð-
inga á Landspítala og Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hafa nú sagt upp
störfum. Á Landspítalanum sögðu
370 hjúkranarfræðingar upp en
þar eru 600 hjúkranarfræðingar í
556 stöðugildum. Á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur höfðu 254 hjúkrunar-
fræðingar sagt upp störfum sem er
61% af þeim 414 hjúkranarfræð-
ingum sem vora á launaskrá í febr-
úar. „Við rekum ekki spítalann ef
þetta fólk fer,“ sagði Vigdís Magn-
úsdóttir, forstjóri Ríkisspítalanna.
Ásta Möller, formaður Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga, segir
að allt stefni í að stofnanasamning-
um vegna hjúkranarfræðinga á
stóra sjúkrahúsunum verði vísað
til úrskurðamefnda. Aðeins hafa
verið gerðir þrír stofnanasamning-
ar við hjúkranarfræðinga, þ.e. á
Sjúkrahúsi Akraness, Sjúkrahús-
inu á Húsavík og hjá Vinnueftirliti
ríkisins.
Anna Stefánsdóttir, hjúkranar-
forstjóri á Landspítala, sagði að í
dag yrði fundur í aðlögunamefnd
með fulltrúum Félags íslenskra
hjúkranarfræðinga og meðan
menn ræddu saman væri ekki úti-
lokað að samningar tækjust. Ef
málið færi hins vegar í úrskurðar-
nefnd mætti búast við niðurstöðu
um miðjan maí. Anna sagði dreif-
ingu hjúkrunarfræðinga sem sagt
hefðu upp nokkuð jafna á öllum
deildum. Þó væri heldur hærra
hlutfall á gjörgæsludeild, bráða-
móttöku og bráðalegudeildum
handlækningasviðs og geðlækn-
ingasviðs.
Rætt við fulltrúa ráðuneytisins
á morgun
Forstöðumenn Ríkisspítala ráð-
gera fund með fulltráum fjármála-
ráðuneytis á morgun, fóstudag, til
að ræða hugsanleg viðbrögð.
Hjá Heilsugæslunni í Reykjavík
era kringum 70-80 stöður hjúkran-
arfræðinga og sögðu 20 upp fyrir
mánaðamótin. Einnig hafa nokkrir
hjúkranarfræðingar sagt upp á
öðram heilsugæslustöðvum á höf-
uðborgarsvæðinu og á einstökum
stofnunum, svo sem Eir og Skjóli.
Hjá Reykjalundi starfa milli 25
og 30 hjúkranarfræðingar og sagði
Björn Ástmundsson, forstjóri og
formaður Félags forstöðumanna
sjúkrahúsa, að engar uppsagnir
hefðu komið til þar. Hann sagði
sama kurr hafa verið meðal hjúkr-
unarfræðinga á Reykjalundi og
annars staðar en oft væri það svo á
minni vinnustöðum að beðið væri
eftir útkomu aðgerða eins og upp-
sagna hjá stóra sjúkrahúsunum.
„Þetta er ótráleg staða sem búið
er að setja okkur í og það er hyl-
dýpi á milli aðila í því að koma
saman samningum. Þegar búið var
að undirrita miðlæga kjarasamn-
inga var okkur gefið upp að stofn-
anasamningar mættu kosta 3% svo
möguleikarnir era ekki miklir.
Mér sýnist því eins og málum er
háttað nú og eins og stífni stjórn-
valda er að þá munum við aldrei
koma samningum saman. Þá hlýt-
ur bara að verða að vísa þeim til
heimahúsanna og taka málið upp
aftur frá grunni," sagði Bjöm Ást-
mundsson.
Á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri era 116 stöðugildi og
sagði Þóra Ákadóttir, sem nú
gegnir starfi hjúkranarforstjóra,
að ekki hefði komið til uppsagna
hjúkranarfræðinga hvað sem síðar
yrði. Hún kvaðst vita til þess að óá-
nægja væri meðal þeirra meðan
ekki væri samið.
„Það er ljóst að ef þessir starfs-
menn fara verður að draga heil-
mikið saman,“ sagði Vigdís Magn-
úsdóttir, forstjóri Ríkisspítalanna, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hún sagði framkvæmdastjómina
hafa miklar áhyggjur af uppsögn-
um hjúkranarfræðinganna og ann-
ama hópa sem lýst hafa óánægju
með kjör þótt þeir hafi ekki gripið
til uppsagna. „Við vitum ekki hvað
kemur út úr vinnu aðlögunar-
nefnda og það er ekki ljóst hvað við
getum í rauninni gert,“ sagði Vig-
dís. Hún sagði aðspurð að lítið
hefði verið rætt um þann mögu-
leika að framlengja uppsagnar-
frestinn, um það virtust vera skipt-
ar skoðanir hvort betra verður að
eiga við vandann 1. júlí eða 1. októ-
ber. Hún sagði málið verða rætt á
næstu fundum þegar ljóst væri
hversu margar uppsagnirnar yrðu
og hvernig þær skiptust á deildir.
„Sumar ríkisstofnanir, sem virð-
ast hafa sértekjur eða meiri fjár-
veitingar sem nýta má í launa-
samningum, era búnar að semja og
þessi samanburður við þær veldur
líka óánægju enda mjög óhagstæð-
ur fyrir okkur,“ sagði Vigdís enn-
fremur. „Við höfum ekki aukafjár-
veitingar til að grípa til í þessu
skyni, eram þar fyrir utan í aðhaldi
og á fóstum fjárlögum og höfum
ekkert svigrám.“
Spítalakerfið mun hrynja
„Hér er fátt til ráða annað en að
hvetja til þess að lausn verði fund-
in á málinu. Þetta er ekki fyrsta
og ekki síðasta kjaradeilan sem
stofnanirnar lenda í en kannski
erfiðari en margar aðrar. En það
er líka ljóst að gangi 60 til 70%
hjúkrunarfræðinga út hér og ann-
að eins hlutfall hjá Ríkisspítölum
er spítalakerfið hrunið," sagði Jó-
hannes Pálmason, forstjóri
Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann
taldi ekki til bóta að beita ákvæði
um framlengingu uppsagnar-
frests: „Ég held að það sé engin
lausn. Það verður ekkert betra að
leysa málið í september en í sum-
arbyrjun. Þegar svo langur tími
verður liðinn kemur enn meira los
á fólk og því meiri hætta á að fólk-
ið muni festa sig í öðrum störfum.
Það er því ekkert endilega til bóta
að fresta þessu þótt heimildin sé
til staðar.“
H O N D A
5 d y r a 2.0 i
12 8 h e s t ö fl
Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður
nnifalið í verði bílsins
v 2.01 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél
V Loftpúðar fyrir ökumann og farþega
v Rafdrifnar rúður og speglar
/ ABS bremsukerfi
v' Veghæð: 20,5 cm
v' Fjórhjóladrif
V 15" dekk
/ Samlæsingar
v' Ryðvörn og skráning
v Útvarp og segulband
V Hjólhaf: 2.62 m
/ Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m
s a m a n b u r ð
Verð á götuna: 2.285.000.- meðABS
Sjálfskipting kostar 80.000,-
M
HONDA
Sfml: 520 1100