Morgunblaðið - 02.04.1998, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ný flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar á leiðinni til landsins
Þýðir byltingu 1
skipaviðgerðum
FLOTKVÍIN sem Vélsmiðja
Orms og Víglundar sf. í Hafnar-
fírði hefur fest kaup á hjá
breska hernum er væntanleg til
Hafnarfjarðar á skírdag, en
breskur dráttarbátur lagði af
stað með kvína í eftirdragi frá
Clydefírði í Skotlandi síðastlið-
inn mánudag.
Að sögn þeirra Eiríks Orms
Víglundssonar og Guðmundar
Víglundssonar hjá Vélsmiðju
Orms og Víglundar munu skap-
ast 40-50 ný störf við nýju flot-
kvína, en það er svipaður fjöldi
og starfað hefur við eldri flotkví
fyrirtækisins sem kom til Hafn-
arfjarðar fyrir þremur árum.
Nýja flotkvíin er smíðuð árið
1967 og er hún nánast eins og
ný, að sögn Eiríks. Hún er mjög
djúprist með 13.500 tonna Iyfti-
getu og getur því tekið tvo tog-
ara af stærstu gerð til viðgerða í
einu, en eldri flotkvíin er með
3.000 tonna lyftigetu. Þá verður
hægt að annast viðgerðir á
væntanlegu hafrannsóknaskipi
og einnig á væntanlegu varð-
skipi í flotkvínni, og einnig
skapast möguleikar til að annast
viðgerðir á erlendum togurum
sem stunda veiðar við Island. I
flotkvínni eru öll verkstæði sem
þörf er á til skipaviðgerða og
einnig er í henni mötuneyti og
önnur aðstaða fyrir starfsmenn.
„Þetta verður bylting í skipa-
viðgerðum og smíðum hér á
landi, en flotkvfin er útbúin
gæðakerfi sem uppfyllir alla
Evrópustaðla, og hægt verður
að annast viðgerðir á öllum ís-
lenskum skipum í henni sem áð-
ur hefur þurft að senda úr landi
til viðgerða eða breytinga,"
sagði Guðmundur.
Fyrst um sinn verður flotkvfin
við bryggju í Hafnarfírði, en bú-
ið er að hanna nýja höfn þar
sem flotkvíarnar verða hlið við
hlið í framtíðinni og verður sú
aðstaða væntanlega tekin í notk-
un haustið 1999.
Krabbameins-
félagið og
tóbaksvarnarnefnd
Vinnuskól-
ar verði
reyklausir
KRABBAMEINSFÉLAG
Reykjavíkur og tóbaksvarnar-
nefnd hafa sent Vinnuskóla
Reykjavíkur, borgarstjóra
Reykjavíkur og stjómum bæj-
arfélaga bréf þar sem bent er
á að vinnuskólar skuli vera
reyklausir vinnustaðir.
Bréfið er sent í kjölfar þeirr-
ar fræðslu sem Krabbameins-
félagið og tóbaksvamarnefnd
hafa staðið fyrir í gi-unnskól-
um. Bréfið var sent nú, að
sögn Guðlaugar B. Guðjóns-
dóttur, framkvæmdastjóra
Krabbameinsfélags Reykja-
víkur, vegna þess að reykingar
unglinga hafa farið vaxandi og
félögin vilja vekja athygli á að
vinnuskólar skuli vera
reyklausir vinnustaðir og
vinnutíminn reyklaus. „Nokk-
ur misbrestur hefur orðið á því
að vinnuskólar séu reyklausii-
og við vitum til þess að jafnvel
leiðbeinendur hafi verið að
reykja á vinnutíma. Starfsfólk
vinnuskólanna er börn á
grunnskólaaldri og rétt eins og
grunnskóiar ei-u reyklausir
mælumst við til þess að vinnu-
skólar séu það líka,“ sagði
Guðlaug.
Ki-abbameinsfélagið og tób-
aksvarnarnefnd segja í bréfinu
að félögin séu tilbúin til að
koma til móts við vinnuskólana
og veita þá aðstoð sem þarf, til
dæmis að bjóða fræðslu um
skaðsemi reykinga og reyk-
bindindisnámskeið fyrir ung-
linga sem reykja.
Líkams-
árás kærð
í Ólafsvík
MAÐUR á þrítugsaldri lagði
fram kæra um líkamsárás til
lögreglu í Ólafsvík í gær. Hann
rifbeinsbrotnaði og fékk áverka
á höfði eftir atvik sem átti sér
stað aðfaranótt sunnudags.
Málavextir eru þeir helstir
að fimm til sex mönnum lenti
saman fyrir utan veitingastað í
Ólafsvík aðfaranótt sunnu-
dags. Upphófust þar handalög-
mál og fékk maðurinn, sem
lagði fram kæruna, ofan-
greinda áverka í kjölfarið.
Ekki er ljóst hver veitti mann-
inum áverka samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu, en þol-
andinn er utanbæjarmaður.
Málið er í rannsókn.
s
Vinnuslys
1 Vogum
MAÐUR meiddist illa á tveim-
ur fmgi-um í vinnuslysi í Vog-
um á Vatnsleysuströnd
skömmu fyrir hádegi í gær.
Maðurinn var við vinnu sína
hjá fiskverkunarfyrirtækinu
Sæstjörnunni í Vogum þegar
óhappið varð. Vinstri hönd
hans lenti í blaði bandsagar
sem hann var að vinna við með
þeim afleiðingum að hann
skaddaðist talsvert á tveimur
fingrum.
Hann var fluttur á sjúkra-
hús í Keflavík og þaðan til
Reykjavíkur, þar sem hann
gekkst undir aðgerð í gær
samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu.
BRESKUR dráttarbátur er nú með hina nýju flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar sf. í togi á leið til landsins.
Lögreglan í Reykjavík vísar gagnrýni vegna viðbragða við aðvörunarboðum á bug
Lögregla segir bank-
ann bera ábyrgðina
JÓNMUNDUR Kjartansson, yfirlögregluþjónn
hjá lögreglunni í Reykjavík, kveðst telja að lög-
reglumenn hafi brugðist rétt við þegar boðum
frá viðvörunarkerfi Búnaðarbanka í Mjódd var
svarað á sunnudagsmorgun. Bankastjóri Bún-
aðarbanka gagnrýndi viðbrögð lögreglu í Morg-
unblaðinu í gær og sagði hana ekki hafa sinnt
boðum með réttum hætti.
Hefðu átt að fá þakkir
Jónmundur segir að bankinn verði að axla
sjálfur á því ábyrgð að innbrotsþjófurinn komst
fyrirhafnarlítið inn í bankann og að ekki tókst
að gera neinum starfsmanni bankans viðvart.
„Ég flokka þessi mál undir öryggismál og
harma því og undrast að bankastjórinn skuli
hafí kosið að ræða þau opinberlega. Mér hefði
þótt skemmtilegra að bankastjóri Búnaðar-
banka þakkaði okkur íyrir að upplýsa málið svo
fljótt, í stað þess að saka okkur um slóðahátt,“
segir hann. „Það er óheppilegt en þar sem svo
er komið verður lögreglan að svara fyrir sig,“
segir Jónmundur.
„Þegar lögreglumenn fóru á staðinn virtist
ekkert vera að, þar sem innbrotsþjófurinn opn-
aði anddyri bankans með korti sínu og komst
síðan inn í bankann með vægast sagt afspymu
auðveldum hætti. Mér skilst að hann hafi spennt
upp innri hurð með skrúfjámi. Það er með ólík-
indum að ekki þuríí meira til og þyrfti bankinn
og kannski fleiri stofnanir væntanlega að huga
að þessum atriðum. Af þeim sökum voru engin
ytri ummerki um innbrot sem lögreglumenn
gátu komið auga á þegar þeir skoðuðu húsið.
Þar að auki hefur þetta kerfi hringt áður þrí-
vegis á þessu ári, fimm sinnum í fyrra og fjómm
sinnum árið 1996, vegna m.a. mistaka starfs-
manna, og það er ekkert nýtt að slík kerfi fari í
gang,“ segir Jónmundur.
Gömul og úrelt númer
Kerfí bankans er tengt við stjómstöð Securit-
as og þaðan við aðallögreglustöð. Þegar boðin
bámst lögreglu birtust jafnframt upplýsingar
um símanúmer hjá þremur tengiliðum innan
bankans sem hafa á samband við í tilvikum sem
þessum.
„Bankinn lét Securitas seinast fá þessi síma-
númer 7. apríl í fyrra og fyrirtækið setti þau inn
á þann hluta kei’fisins sem að okkur snýr. Það
er rangt að aðeins hafí verið hringt í eitt númer
eftir að boð bárast, hringt var í öll þrjú en ekki
svaraði í neinu þeirra. Þau vora annað hvort
orðin úrelt eða um ranga aðila var að ræða. Við
höfðum ekki símanúmer hjá næturvörðum Bún-
aðarbanka, en höfum hins vegar í kjölfar þessa
atburðar gert ráðstafanir til að þau verði sett
inn á kerfið," segir Jónmundur.
Lögreglan í Reykjavík handtók innbrots-
þjófinn fyrir hádegi sama dag og innbrotið upp-
götvaðist. Jónmundur segir rétt hjá bankastjóra
Búnaðarbanka að myndavélar bankans hafí náð
góðri mynd af innbrotsþjófinum, en rangt sé að
hún hafi orðið til þess að maðurinn var handtek-
inn. „Maðurinn var ekki til í myndasafni hjá
okkur og hefði sennilega tekið lengri tíma að ná
honum ef okkur hefðu ekki borist upplýsingar
frá glöggskyggnum vegfaranda," segir hann.
Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Securitas, segir um misskilning hjá bankastjóra
Búnaðarbanka að ræða sem hann kunni ekki
skýringar á, en hann hyggist ræða við forsvars-
menn bankans vegna málsins. Fyrirtækið ann-
ist margháttuð öryggismál fyrir Búnaðarbanka
en á meðal þein-a sé ekki gæsla hjá Búnaðar-
banka í Mjódd. Fyrirtækið beri því enga ábyrgð
á að innbrotið í útibúið uppgötvaðist ekki fyrr
en sólarhring eftir að það átti sér stað.
„Oryggiskerfi Búnaðarbankans á Reykjavík-
ursvæðinu era langflest beintengd til lögreglu
og við komum ekki nálægt þessu kerfi að öðra
leyti en sjá um árlegt viðhald. Við förum ekki í
útkall eða sjáum um næturvöktun," segir Hann-
es. „Hins vegar erum við með stóran hluta af
þeirra öryggismálum, þannig að ekki er óeðli-
legt að nafn okkar komi upp í huga manna þeg-
ar þau mál ber á góma.“
Hann segir að hefði viðvörunarkerfið verið
tengt við stjórnstöð fyrirtækisins hefði starfs-
maður verið sendur á vettvang til að grennslast
fyiir um boðin, en hins vegar sé ekki hægt að
fullyrða að árangur hefði orðið annar en hjá lög-
reglu.
slnnbrot
uppgötvast oftast
„Sem betur fer er það ákaflega sjaldgæft,
hvort sem um lögreglu eða öryggisgæslufyrir-
tæki er að ræða, að innbrot uppgötvist ekki. Ég
man einungis eftir einu eða tveimur slíkum til-
vikum á þeim 19 áram sem okkar fyrirtæki hef-
ur verið starfrækt,“ segir hann.