Morgunblaðið - 02.04.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 02.04.1998, Síða 32
32' FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ný skóla- stefna Markmið „listkennslu“ Sjónmenntavettvangur Um það verður ekki deilt, að skilgreina þarf gaumgæfilega markmið for- og grunnnáms sem miðar að undirstöðu- þekkingu í þeim fræðum sem skara, list- ------------------------------------ kennslu, (myndmennt) segir Bragi As- geirsson. Helst á eins einfaldan og skil- virkan hátt og unnt er, skapa þeim sterka burðargrind. Morgunblaðið/Arni Sæberg JÓHANNA Þ. Ingimarsdóttir, myndlistarkennari (önnur frá hægri), með nemendum við fullbúið listaverk, sem unnið er úr pappír. EG HEF litið í skýrslur for- vinnuhópa á námssviði upplýsinga og tækni- mennta og list- og verk- greina, og þar sem opinberlega hef- ur verið óskað eftir umræðu um þessi mál fysir mig að leggja orð í belg. Hér er meðai annars á ferð um- fjöllun um markmið og innihald „listakennslu, rökstuðningur um þörf og tilgang markaðra náms- sviða, tillögur um lokamarkmið námsgreina á grunnskóla- og íram- haldskólastigi, og er liður í mótun nýrrar menntastefnu. Um það verður ekki deilt, að skil- greina þarf gaumgæfílega markmið for- og grunnnáms sem miðar að undirstöðuþekkingu í þessum fræð- um i aðalnámskrá. Helst á eins ein- faldan og skilvirkan hátt og unnt er, skapa þeim sterka burðargrind. Skiptir þá miklu, að um raunhæfa yfirsýn og borðleggjandi staðreynd- ir sé að ræða, þannig að innan hand- ar sé að framkvæma ályktanir for- vinnuhópanna og helst hafa svig- rúm til að gera betur. Síður sé verið að reisa nemendum, kennurum og ráðuneytinu hurðarás um öxl með marklausri, óframkvæmanlegri ósk- hyggju og tillöguvaðli reglugerða- fíkla. Námskrámar þrengi hvorki að nemendum, kennurum né frjálsri sköpunargleði, í þá veru að námið verði hreint skyldustagl, hemill á ímyndunaraflið. Mun ég að sjálfsögðu einungis halda mig við afmarkað þekkingar- svið mitt, myndmennt og myndlist- arkennslu. Allur er lesturinn um markmið listkennslu hinn fróðlegasti og er talinn upp fjöldi gamalkunnra stað- reynda sem öllum ættu að vera ljós- ar en láðst hefur að jarðtengja ís- lenzku menntakerfi. Vett- vangskönnun og skilgreining allra þátta skapandi atriða eru veigamikil stefnumörk, en sá háttur að gera það á þann veg að svo er sem mönn- um hafí ekki verið kunnugt um þau áður er tiltölulega nýtt fyrirbæri sem hófst um 1970, og hleður stöðugt á sig. Lagði þó Platon áherslu á mikilvægi listar í uppeldi íyrir meira en 2300 árum, taldi hana grunnþátt allrar menntunar. Þá er það einnig nýtt, að menn telja sig geta leyst vandamálin á skrifstof- um, ekki síst með tölvum og funda- höldum, sem áður var gert með blóði, tárum og svita í kennslustof- um ásamt beinum rökræðum við nemendur. Öll útlend gögn sem lögð eru fram í slíkri forvinnu eru að sjálf- sögðu góð og gild, hinu má þó ekki gleyma, sem er sérstaða okkar Is- lendinga, hún mun þó minnka á tím- um margmiðlunar. A annan veg mun lega landsins verða sú sama og ákveðin tilhneiging jaðarþjóðfélaga til einangrunar og alhæfingar áfram við lýði, komi ekki til sveigjanlegri og þróaðri hugsunarháttur. Það sem allar stærri þjóðir Evr- ópu eiga og hafa átt um aldir hefur ekki enn náð hingað nema að tak- mörkuðu leyti, sem er sjónmennta- fræðsla á akademískum grunni sem til skamms tíma byggðist öðru fremur á skynrænum þroska. Það er stærri glompa á íslenzku menntakerfí en margur hyggur, einnig að við höfum ekki sinnt list- iðnaði, almennri hönnun og iðn- hönnun nema að mjög takmörkuðu leyti. Iðnhönnun er ekki einu sinni viðurkennd til námslána, en það mun hins vegar hársnyrting! Er auðvelt að færa rök að því að þessi vanræksla hefur orsakað öfugþróun og að þjóðarbúið verður af tugmillj- ónum þó frekar milljörðum í erlend- um gjaldeyri á ári hverju. Einfald- lega eru íslendingar það vel af guði gerðir, að þeir teljast engir eftirbát- ar norræna þjóða á þessum sviðum, nema að síður sé, en þær flytja út hugvit í þessum greinum í stórum stfl. Skilningur menntakerfísins á vægi hand- og sjónmennta hefur þannig lengstum verið afar tak- markaður, einnegin hinir dýpri þættir myndræns þroska sem aldrei hefur komið betur fram en á næst- liðnum árum. Þetta hafa vel mennt- aðir einstaklingar rekið sig á um áratugaskeið er þeir snúa heim eftir langt og strangt listnám erlendis, og eins og svífa í lausu lofti. Kem að þessum staðreyndum í framhjáhlaupi til nánari skilnings, en hef lengi reynt að vekja athygli á þeim í skrifum mínum, og sú er bjargfóst trúa mín að þetta sé ástæða yfirgengilegrar fáfræði al- mennings og ungs fólks á sjón- menntum sem svo neyðarlega kem- ur fram í spumingaþáttum. Skarp- greind ungmenni vita jafnvel minna um stórmeistara listsögunnar en fjarlægar reikistjörnur í himin- hvolfinu og eru hér langt, langt á eftir jafnöldrum sínum á sama menntasviði í útlandinu. Eina undantekningu veit ég frá reglunni, nemendur Handíða- og myndlistaskólans á áram áður, er hann var sjálfstæð menntastofnun. Komu margir lærimeisturam sínum ytra á óvart með meiri yfirsýn, for- vitni og opnari huga á listir almennt en skólafélagar þeirra. Að því leyti var skólinn einstakur, en er það því miður ekki lengur og nemendur hans fátíðari gestir á sýningum í höfuðborginni en áður gerðist. Ljúka jafnvel forrituðum meistara- gráðum í listaskólum stórborga án þess að hafa litið inn á listasöfn þeirra eða hafa yfirsýn yfir það sem raunveralega er að gerast í þeim! Sagt er að listnemar víða að sem era á hægri bakka Signu viti ekki hvað er að gerast á þeim vinstri eða öfugt og það sem verra er hafa ekki áhuga á því. Nýskólastefnan ytra, sem samkvæmt fréttum er að drukkna í skrifræði, skilgreiningum og útlistunum, hefur átt drjúgan þátt í að skapa þetta ástand og er þá spurn hvort við eigum að fiska eftir enn frekari fáfræði og ólæsi á sjónlistir. Eða laga okkur að hér- lendum aðstæðum og leggja metnað og stolt í að gera íslenzk ungmenni betur úr garði jafnöldrum þeirra ytra. Era hér grunn- og framhalds- skólarnir þýðinganniklir áfangar og til þeirra þurfa að veljast gagn- menntaðir og áhugasamir kennarar. Svo er komið að myndlistin er orðin að almennu kennslufagi, er lýtur sömu lögmálum og önnur há- skólafög, með stórauknu vægi bók- náms, en er ekki lengur akademísk lífsreynsla og þjálfun skynfæra og hugsæis eins og áður tíðkaðist. Það sem menn ráku sig snemma á í listaskólum íyrir 250 árum, var að þeir vora að fremja hluti sem ekki vora áþreifanlegir og lutu allt öðr- um lögmálum en venjuleg námsfög. Tæknilegu hliðina var hægt að kenna og þroska innsæi nemanda á liti og form ásamt því að örva þá til dáða. Hins vegar vora menn sam- mála um, að list væri ekki mögulegt að kenna, í öllu falli ekki sem al- mennt fag því hún væri huglægt og óáþreifanlegt hugtak. Síst þarf að skilgreina lestur á bókmál en hins vegar er það til sem nefnist sjón- lestur, að sjá og upplifa umhverfið, og það er gildur hlekkur í öllu raun- hæfu myndlistarnámi. Ætla mætti að sjónlestur og jafn- framt sjónlistasaga samtíðarinnar væra meginásarnir í menntun kenn- araefna í myndlist, en svo er illu heilli ekki. Kennaraháskóli íslands menntar grannskólakennara, al- mennt inntökupróf er stúdentspróf, námið tekur þrjú ár. í almenna kennaranáminu geta nemarnir gert upp á milli valgreina og fá þá rýmri tíma til að stunda þær en almennar námsgreinar. Gert er ráð fyrir að nám í þessum valgreinum nemi ein- um þriðja af kennaranáminu eða einu námsári. Er ýmislegt athugun- arvert í tengslum við handmennta- greinamar. Nemar Kennaraháskól- ans eru flestir með almennt stúd- entspróf þegar þeir stíga inn fyrir þröskuld hans. Stúdentsprófið byggist aðallega á bóklegum grein- um, alls ekki á mynd- og hand- menntagreinum. Era langflestir einungis með grunnskólapróf í þeim efnum þegar þeir hefja kennaranám á háskólastigi og eftir það sem svar- Útilífspakki 2 Wynnster 2ja manna tjald 9.900,- Wynnster svefnpoki Elite Sl. 1 4.880,- Wynnster 55 lítra bakpoki 6.890,- Einangrunardýna 790,- Samtals 22.465,- Fermingartilboð 19.990,- BUÐgjS.U^S.ptr’ |opp skíöa- 09 brettapakkar Fermingartilboð Skíðapakkar fyrir unglinga frá: 16.900,- stgr. Fermingartilboð Brettapakkar 136: 29.900,- stgr. Brettapakkar 142-147:32.900,- stgr. UTILIF MuniA eftir Fríkortinu!! GLÆSIBÆ • S: 581 2922 Wynnster svefnpoki Elite Sl. 1 4.880,- Wynnster 45 lítra bakpoki 5.190, - Einangrunardýna 790,- Samtals 10.865,- Fermingartilboð 9.780,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.