Morgunblaðið - 02.04.1998, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
I hugarheimi
listarinnar
MYMMLIST
Hafnarborg
MÁLVERK SIGURÐUR ÞÓRIR
Opið alla daga nema þriðjudaga
frá 12-18. Til 6. apríl.
YFIRLITSSÝNINGAR á verkum
samtíðarmanna okkar hafa ekki
verið fyrirferðarmiklar í sýningar-
sölum á undanfórnum misserum og
frekar er dauft yfír útgáfu á bókum
um íslenska myndlist. Sigurður
Þórir hefur metið það svo að það
þýddi ekki að bíða eftir því að hon-
um yrði boðið að halda yfirlitssýn-
ingu, svo hann hefur ákveðið að
standa að henni sjálfur, enda eru ís-
lenskir listamenn vanir því að sjá
um framkvæmd og fjármögnun eig-
in sýningarhalds.
Nú stendur Sigurður Þórir á
fímmtugu og hefur þótt við hæfí að
staldra við og líta yfir afrakstur
starfsferilsins, sem hófst um miðjan
áttunda áratuginn. Ekki hefur dug-
að minna en allir salir Hafnarborg-
ar og gangai', enda um fjölmargar
myndir að velja eftir 35 einkasýn-
ingar og jafnmargar samsýningar.
Sýning Sigurðar Þóris vekur til um-
hugsunar um hvort ekki sé kominn
tími á sambærilegar sýningar ann-
arra íslenskra myndlistarmanna.
Mér detta í hug Magnús Kjartans-
son, Sigurður Órlygsson, Magnús
Tómasson, Rúrí, og svo mætti
áfram telja.
Sigurður Þórir lætur sér ekki
nægja að setja upp viðamikla yfír-
litssýningu á verkum sínum í Hafn-
arborg, heldur hefur hann ráðist í
að gefa út veglega bók um list sína
og lífshlaup, „í hugarheimi", og er
vandað til hennar í alla staði. í bók-
inni eru hvorki fleiri né færri en 80
litprentaðar myndir, flestar þein-a
heilsíðumyndir, sem spanna allan
hans listamannsferil. Auk þess er
formáli eftii' Jón Proppé, sem
skyggnist á skilningsríkan hátt inn í
myndheim Sigurðar, og Ólafur
Haukur Símonarson hefur skráð
frásögn Sigurðar af lífshlaupi sínu
og starfsferli, sem hann rekur á yf-
irlætislausan hátt. Sigurði verður
ekki mjög tíðrætt um myndlist sína
eða annarra, en bókin bregður samt
talsverðu ljósi á myndlist hans og
hvernig hún hefur þróast. Þar kem-
ur glögglega fram hvílík barátta
það er að vera listamaður á Islandi.
Sú mynd sem er dregin upp af
listamanninum er að sumu leyti
dæmigerð: hann fær köllun á unga
aldri, sem að nokkru má rekja til
veikinda sem hann á við að stríða
sem bam; ákveður að leggja út á
listabrautina þrátt fyrir mótlæti,
sýnir einstakt þolgæði frammi fyrir
basli og skilningsleysi, en missir
aldrei trúna á mikilvægi listarinnar.
Svo gæti virst sem það væri mik-
ið oflæti að ráðast í svo viðamikla
yfirlitssýningu á eigin verkum og
gefa svo út bók um sjálfan sig í of-
análag. En mér sýnist þetta gert af
einlægri þörf hans fyi'ir að deila ást
sinni á listinni með öðrum. Af frá-
sögn Sigurðar má ráða að hann hafí
alltaf leitast við að gera það sem
honum hefur þótt þurfa í hvert sinn.
Ferill Sigurðar skiptist í nokkra
kafla. Fyrstu árin fæst hann við póli-
tískt myndefni, sem endurspeglar
áhuga hans á vinstripólitík áttunda
áratugarins, og raunsæjar „atvinnu-
lífsmyndir", sem hann kallar svo.
Umskiptin verða síðan árið 1983, á
umbrota- og endurskoðunartímum í
myndlist, bæði hér á landi sem ann-
ars staðar. Hann snýr sér frá kald-
ranalegum „heimsósómamyndum",
eins og hann kallaði þær í viðtali, og
einbeitir sér að því að endurupp-
götva fegurðina í málverkinu. Um
sinnaskiptin segir hann í bókinni:
„Nú vildi ég venda mínu kvæði í
kross, vega að ljótleikanum og niður-
lægingunni með því einasta vopni
sem alltaf er skírt og biturt: fegurð-
inni eins og hún birtist í Ijósi, form-
um og litum manngerðra hluta, í
náttúrunni og ekki síst í manneskj-
unni sjálfri."
Þessi orð má skoða sem leiðarstef
í allri myndlist hans síðan. Mann-
eskjan og náttúran eru sífellt nálæg í
myndunum, en það sem er áberandi
og einkennandi fyrir list Sigurðar er
nálægð listarinnar sjálfrar. I mál-
verkum hans má hvarvetna fínna
myndbrot sem kalla fram minningar
úr ólíkustu áttum: Matisse, Picasso,
Kandinsky, Cocteau, og svo fí'á þeim
sem nær okkur standa, Gunnlaugi
Scheving og jafnvel Helga Þorgils.
En þótt ótviræð samlíking sé milli
myndlistar Sigurðar Þóris og Gunn-
laugs Schevings, nú seinni ár, þá nær
það ekki lengra. Sigurður Þórir er
ekki nýr Gunnlaugur Scheving, ekki
enn að minnsta kosti.
Þótt maður skynji að í myndunum
felist leit að tímalausu jafnvægi og
harmóní fegurðarinnar gerir návist
sögunnar og íyrirmyndanna þær of
tímabundnar, og sögulegar fyrir-
myndir eru ávallt nærri til að minna
okkur á þá skuld sem þær eiga að
gjalda. Það er einna líkast því að í
myndunum felist viðurkenning á
vanmætti þeirra frammi íyrir hinum
miklu meisturum listarinnai' og að
þær leitist við að öðlast ofurlitla
hlutdeild í snilld þeÚTa. Kannski er
hér á ferðinni draumurinn um hina
miklu list, sem er alltaf rétt utan
seilingar, einstæð sýn í fjarska, sem
verður aldrei fyllilega höndluð ann-
ars staðar en í draumsýn.
I æviágripi hans kemur skýrt
fram að Sigurður hefur ávallt verið
hugsjónamaður og borið með sér
einlæga trú á siðmenntandi mátt
listarinnar. Hins vegar lifum við á
miklum efasemdar- og óvissutímum
í myndlist, þar sem neikvæðni er
áberandi. Það ber ekki mikið á ein-
lægri sannfæringu um að list geti
breytt fólki til hins betra. Mikið af
samtímalistinni snýst um að finna
stall þar sem hægt er að láta í ljós
andspyrnu, leita að mótvægi, þar
sem kaldhæðni og tvíræðni er alls-
ráðandi gagnvart hlutverki og gildi
listarinnar.
Vera má að kynslóð Sigurðai' Þór-
is hafí hafi ekki orðið kápan úr því
klæðinu að kollvarpa borgaralegri
menningu, með allri þeirri upphafn-
ingu á hinni háu list og snillingnum,
sem henni fylgdi. En getur verið að
hún hafi átt þátt í því að næsta kyn-
slóð á eftir glataði trúnni á þessi
sömu gildi? Nú eru aUir á varðbergi
gagnvart óraunhæfum hugsjónum
og fagurgala. Allir vilja fá ávinning-
inn gi-eiddan út í hönd, og treysta
ekki innstæðum sem lagðar eru inn
á reikning framtíðarríkis, jafnvel
þótt lofað sé betri ávöxtun. Sigurður
Þórir syndir því móti straumnum,
hvað þetta varðar, innan myndlist-
arheimsins, en á sér vafalaust fjöl-
marga skoðanabræður utan hans.’
Gunnar J. Arnason
Fimmtíu
sýningar á
Fiðlaranum
SÝNINGAR á Fiðlaranum á þakinu
eru nú komnar yfír fímmtiu og út-
lit á að sýningar standi fram á vor.
Föstudaginn 20. mars var
fimmtugasta sýning á Fiðlaranum
og aðstandendur fögnuðu að
tjaldabaki að sýningu lokinni.
Fiðlarinn var frumsýndur fyrir
tæpu ári og hefur gengið síðan
fyrir fuliu húsi. Nokkrar breyt-
ingar hafa orðið á hlutverkaskip-
an á þessum tíma, Ragnheiður
Steinsdóttir hefur tekið við hlut-
verki Goldu af Eddu Heiðrúnu
Backman, Margrét Ákadóttir tók
við hlutverkum ömmu Tzeitel og
Rivku hattagerðarkonu, Atli Rafn
Sigurðarson leikur nú Fyedka, og
söngvararnir Valdimar Pálsson
og Snorri Wiium hafa tekið við
hlutverkum Rússa.
Með hlutverk mjólkurpóstsins
Tevje fer Jóhann Sigurðarson
sem fyrr.
AÐSTANDENDUR Fiðlarans á þakinu fögnuðu 50. sýningu að tjaldabaki.
Ytri-Njarðvík
Kennara-
tónleikar
FYRIRHUGAÐIR era tónleikar í
Ytri-Njarðvíkurkirkju nk. föstudags-
kvöld. Kennarar við Tónlistarskólann í
Keflavík standa að tónleikunum en þó
koma fram nokkrir gestir og má þar
m.a. nefna Veigai' Margeirsson,
Magnús Kjartansson og Helgu MöUer.
Á undanfómum ámm hafa kennarar
oft staðið fyrir slíkum uppákomum.
Oftar en ekki hafa þessir kennaratón-
leikar verið vettvangur fi-umflutnings
verka eftir tónskáld úr þeirra röðum.
Tónleikamir em haldnir í tUefni 40
ára afmælis skólans og að þessu sinni
er um styrktartónleika að ræða. Einn
af kennuram skólans, Steinunn Karls-
dóttir, hefur á undanfómum ámm
gengið í gegnum mjög 61450 veikindi
og aðra erfiðleika því samfara. Sam-
kennara hennar langar til að sýna
samhug sinn í verki með þessum tón-
leikum og reyna um leið að rétta henni
hjálparhönd í erfiðleikum hennar.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og
verða miðar seldir við innganginn.
Tónleikarnir gilda í tónleikasókn fyr-
ir nemendur tónlistarskólans.
SPLENDISSIMA
Skin Revolution - Bylting til húöarinnnar
Við 25 ára aldur hægir verulega á starfsemi collagen í húðinni, en við
það missir hún teygjanleikann og húðin verður slöpp.
En MARBERT hefur nú komið með byltingu í þessum efnum með
nýju meöferðarprógrammi Skin Revolution - Ambúlum,
kremi og Lifting Balmi.
Ambúlurnar notast sem meðferð, annan hvem mánuð. Þessi
kraftmikla meðferð fær húðina til að blómstra á aðeins 14 dögum.
24 tfma Skin Revolution Cream inniheldur ASC III, MAP Complex
og antiaging effect. Árangur (baráttunni við ótímabærar línur og
slappleika húðarinnar er sjáanlegur á örskömmum tíma.
Með daglegri notkun á Skin Revolution Cream verður húðin
stinnari, línur hverfa og húðin
endurheimtir æskuljómann á ný.
24 tíma Lifting Balm inniheldur
ASC III. MAP Comples og
Glycine Soya sem er
sérstaklega öflugt Lifting
effect. Með daglegri
meðferð á notkun á Skin
Revolution Lifting Balm verður
húðin fallegri strax, árangur sem
endist dag eftir dag.
Nýjar bækur
• SAMRÆDUR við söguöld, Frá-
sagnarlist Islendinga og fortíðar-
mynd, er eftir dr. Véstein Ólason
prófessor. Verkið kemur jafnft'amt
út á ensku og
nefnist Dialogues
with the Viking
age, Narration
and Representa-
tion in the Sagas
of the Icelanders.
Þýðinguna gerði
dr. AndrewWawn.
Samræður em
viðfangsefni bókar-
innar í tvennum skilningi. í fyrsta
lagi er þvi haldið fram að Islendinga-
sögui' séu samræður höfundanna við
fortíð sína, samræður miðalda við
söguöld eða víkingaöld, leit sagna-
mannanna að skilningi á heimi íyni
tíma og þar með sjálfum sér. I öðm
lagi er fjallað um samræður nú-
tímalesenda við fortíðina og tilraunfr
þeirra til að taka þátt í orðaskiptum
þeirra eldri frá sínu eigin sjónarmiði.
Bókin skiptist í fernt. I upphafi
er dreginn saman ýmis fróðleikur
sem er forsenda þess að samræður
um og við söguöld verði ekki fullar
af misskilningi og er þessi inn-
gangskafli mun ítarlegi'i í ensku út-
gáfunni en þeirri íslensku. Síðan er
fjallað um sögumar sem grein frá-
sagnarlistar og því næst er
skyggnst undir yfirborð þeirra. Að
endingu era þræðirnir dregnir sam-
an og rætt um þróun bókmennta-
greinarinnar og sérstöðu hennar og
mikilvægi fyrir nútímann.
Útgefandi er Heimskringla, Há-
skólaforlag Máis og menningai-.
Samræður við söguöld er 257 bis.
en „Diaiogues with the Viking age“
er 297 bis. Kápur gerði Erlingur
Páll Ingvarsson. Verð kr. 3.880.
Véstein Ólason