Morgunblaðið - 02.04.1998, Page 38

Morgunblaðið - 02.04.1998, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ———————— Auðlindagjald og Utirauðsmýringar JÓN Sigurðsson, fyrrv. forstjóri Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga og áð- ur ráðuneytisstjóri, helgar mér síðari hluta greinar sem hann ritar í Morgunblaðið sl. fimmtudag. Þakka ég heiðurinn. Tilefnið eru orð sem ég viðhafði í viðtali í sama blaði nokkru áður um auð- lindatillögu okkar al- þýðubandalagsmanna. Ég mun hafa sagt, sem er mín skoðun, að nálg- un okkar alþýðubanda- lagsmanna í nefndri til- Steingrímur J. Sigfússon Iögu sé hófsamleg og skynsamleg. Ég hef í ræðu og riti undanfarin ár fyrst og fremst varað við óraun- hæfum og hættulegum kenningum um að unnt sé að taka stórfellda fjármuni, jafnvel milljarðatugi, út úr sjávarútveginum án þess það komi nokkurs staðar við. Ég hef bent á þá augljósu staðreynd að slíkt myndi veikja greinina, draga úr getu hennar til að tæknivæðast, endurnýja alltof gamlan flota, borga niður skuldir (sem eru á annað hundrað milljarðar kr.) o.s.frv. Slík fjártaka út úr greininni myndi að sjálfsögðu einnig hafa áhrif í átt til lakari launakjara þeirra sem starfa í sjávarútvegi og öðrum greinum sem tengjast afkomu hans. Sú er ugglaust m.a. ástæðan fyrir því að forsvarsmenn fískverkafólks, sjó- manna og sjávarútvegsbyggðarlaga hafa yfirleitt verið slíkum stórfelld- um skattlagningarhugmyndum and- vigir. Ég hlýt því að fagna því að undanfarið sjást þess merki að um- ræða um þessi mál hefur verið að nálgast jörðina. Grundvallarspurningar um sam- eiginlegar auðlindir, nýtingarrétt og mögulega hófsamlega gjaldtöku eru allt annar hlutur. Þær hef ég ekki skorast undan að ræða og er áfram tilbúinn að ræða við þá sem það vilja á málefnalegum nótum. Ég hef, öfugt við það sem reyndar var haldið fram í leiðara Morgunblaðs- ins 13. febrúar sl., aldrei hafnað al- farið að slík gjaldtaka gæti átt rétt á sér, enda væri hún hófsamleg og almenn, en ekki stórfelld og sértæk á sjávarútveginn. Mörkinni 3 • simi 588 0640 E-mail: casa@islandia.is •www.cassina.it • www.roset.de • www.zanotta.it • www.artemide.com • www.flos.it • www.ritzenhoff.de • www.alessi.it • www.kartell.it • www.fiam.it • www.fontanaarte.it Stjórn fiskveiða Mér leiðast hins veg- ar ósköp tilraunir hinna trúuðu í þessari umræðu til að mála heiminn annars vegar kolsvartan og hins veg- ar alhvítan. Ef þú ert ekki 100 prósent sam- mála mér ertu alger- lega ósammála mér, ef þú ert ekki algerlega í mínu liði ertu óvinur- inn sjálfur eða a.m.k. handbendi hans. Til þess að segja það einu sinni enn þá er ég ekki stuðningsmaður þess að hafa allt óbreytt í sjávarútvegsmálum. Sennilega hafa ekki margir núlifandi íslend- ingar skrifað meira en undirritaður um einmitt þær breytingar sem gera þarf eða hefði átt að gera allt frá upptöku kvótakerfísins, sem er nálægt því jafngamalt og vera mín Uppboð eða leiguútboð á veiðiheimildum er, að mati Steingríms J. Sig- fússonar, verri kostur- inn af tveimur sem virðast koma til greina ef taka á upp veiðileyfagjald. á Alþingi er orðin löng. Fyrir Al- þingi liggur frumvarp frá mér og fleiri þingmönnum Alþýðubanda- Iagsins um margvíslegar ráðstafan- ir í sjávarútvegsmálum. Þar er m.a. að fínna útfærðar tillögur um að skattleggja söluhagnað af kvóta, banna leigubraskið og koma við- skiptum með varanlegan afnotarétt í siðaðra manna horf. Bæta um- gengni um auðlindina (leyfa löndun tiltekins afla utan kvóta), styrkja stöðu fiskvinnslunnar með því að allur afli sem ekki fer beint til vinnslu innanlands hjá sama aðila og veiðir hann, fari á fiskmarkað. Loks tel ég að taka eigi upp sér- stakt stjórnkerfí fyrir bátaflotann og grunnslóðaveiðina, svo nokkuð sé nefnt. Ég nálgast sem sagt mál- in út frá þeim blákalda veruleika sem við erum stödd í og hvernig sé hægt að gera breytingar til bóta, í stað þess að skammast yfír því að vitlaust hafi verið gefið fyrir 15 ár- um þegar kvótakerfíð var tekið upp. Og vel á minnst, Jón Sigurðsson, hverjum átti að úthluta veiðiréttin- um 1. janúar 1984? Versluninni? Iðnaðinum? Prestastéttinni? Hvað fékk sjávarútvegurinn á silfurfati þann dag? Var það ekki tilkynning um að menn mættu veiða 20% minna af þorski en árið áður? Sjáv- arútvegsráðuneytið ákvað veiði- heimildir í þorski upp á 242 þúsund tonn fyrir árið 1984, en veiðin varð reyndar nokkuð meiri. Árið 1983 voru veidd 300 þúsund tonn, 388 þúsund árið 1982 og lítil 468 þúsund árið 1981 sem reyndar var metár um árabil á Islandsmiðum. Uppboð veiðiheimilda hættulegasta hugmyndin Jón Sigurðsson hefur ekki, þrátt fyrir mikla leit, að eigin sögn, (hvar var leitað er ekki tekið fram), fund- ið neina betri eða réttlátari leið en uppboð eða leiguútboð á veiðiheim- ildum. Það er, að mínu mati, verri og hættulegri kosturinn af þeim tveimur sem aðallega virðast koma til greina ef taka á upp veiðileyfa- gjald. Hitt er skattlagning eða gjald á úthlutaðar og/eða keyptar veiðiheimildir eins og þær eru. Slíku uppboði myndi fylgja mikill Hrunadans. Þeir efnahagslega sterkustu myndu hreppa hnossið í byrjun og í næstu umferð yrðu færri um hituna. Samþjöppun veiðiheimilda og fækkun eininga, sem er fyrir mikið áhyggjuefni, yrði enn hraðari. Síðast en ekki síst yrði allt starfsumhverfi greinarinn- ar miklu ótryggara. Tökum sem dæmi aðstæður fyrirtækja til að fjárfesta í landvinnslu, ef þau eru í bullandi óvissu a.m.k. til lengri tíma litið, um hvort þau nái nokkrum veiðiheimildum á uppboð- um komandi ára. Er ekki nóg að glíma við sveiflur og óvissu tengda lífríkinu og mörkuðum? Hvernig væri að reka orkufrekan iðnað sem á t.d. 2-3 ára fresti yrði að keppa á uppboði um rafmagn og gæti átt á hættu að fá engan straum ef fyrir- tækið yrði undir í kapphlaupinu. Gefa þeir ekki eitthvað lítið af sér kaldir ofnarnir? Útirauðsmýringur sjálfur Mér er bæði ljúft og skylt að rök- ræða við Jón Sigurðsson á málefna- legum nótum um sjávarútvegsmál. Hitt þótti mér lakari hlutinn af grein hans að skrifa mig inn í snilld- arverk Nóbelsskáldsins okkar, og blessuð sé minning þess, á stað sem ætlaður var mér til _ minnkunar. Þ.e.a.s. sem einn af Útirauðsmýr- ingunum eða a.m.k. lítilsiglt hand- bendi þeirra sem ekki kastaði tú- kalli í keldu. Slíku er aðeins hægt að svara í sömu mynt og þannig: Einn langafa minna var einmitt bláfátækur skáldmæltur kotbóndi á heiðarbýli um aldamótin síðustu ekki langt frá þeim slóðum sem Nóbelsskáldið er m.a. talið hafa sótt sér fyrirmyndir. I æðum mín- um rennur ábyggilega ekkert minna af blóði fátækra bænda, sjó- manna og verkafólks en ráðuneyt- isstjórans og forstjórans fyrrver- andi. Sjálfur getur hann eins verið Útirauðsmýringur og þeim var heldur ekki alls varnað. Þeir rækt- uðu jú gott fé. Höfundur er þingmaður Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi eystra og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. Ryðgaða fallbyssan í 61. tölublaði Morg- unblaðsins, birtist lítil frétt um fallbyssu, sem hefur ryðgað í mylsnu á Þjóðminjasafni Islands undanfarin ár. Frétta- flutningur hefur síðan verið nokkur um fall- stykki þetta í öðrum fjölmiðlum. Allmargar rangfærslur og yfírlýs- ingar koma fram í frétt- inni, sem kalla á leið- réttingar og athuga- semdir. Það hollenska skip, sem sökk í Flateyjar- höfn árið 1659, hét Melkmeyt. Það útleggst Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson á íslensku Mjaltastúlka, og er nafn- ið bein tilvísun til stjörnuhiminsins, nánar tiltekið til Orions. Skipið hét því ekki Mjallhvít, eins og fram kom í fréttinni. Sumarið 1992 hélt einn núverandi starfsmanna Þjóðminjasafnsins því / Eg sá fallstykkið, segir Vilhjálmur Örn Vil- hjálmsson, ári eftir að það fannst og var það þánokkuð illafarið. fram að leirdiskur, sem fundist hafði í höfninni í Flatey, væri frá 19. öld. Ég sá diskinn og sá þegar að hann var öllu heldur frá 17. öld. Greindi ég Guðmundi Magnússyni þjóðminjaverði frá því, þegar átti að fara að tilkynna áhugasömum fréttamönnum að diskurinn í Flatey væri frá 19. öld. Þá var ákveðið að hefja rannsóknir í Flatey. Bjarni Einarsson sá um stjórn rannsókn- arinnar á vettvangi, en því miður var aðeins rannsakað eitt sumar. Bjarni leysti öll vandamál varðandi rannsóknina á mjög góðan hátt mið- að við frumstæðar aðstæður og gaf síðan út skýrslu um rannsóknir sín- ar. Foi'varsla gripanna fékk for- gang og skipaði þjóðminjavörður, að leirmunir þeir sem fundust í flaki Melkmeyt yrðu forvarðir. Kristín Huld Sigurðardóttir fyrrverandi forvörður á Þjóðminjasafni leysti það verkefni á mjög skömmum tíma. Veit ég einnig að hún hafði miklar áhyggjur af fallstykkinu úr Melkmeyt. Eg sá fallstykkið, eða nánar tiltekið brotið af fallstykkinu, ári eftir að það fannst og var það þá nokkuð illa farið. Afar merkur fundur Það vekur furðu að þjóðminja- vörður lýsi því yfir að fallbyssan hafí sennilega verið ballest úr skipi. Af teikningu Bjarna Einarssonar af brotinu virðist svo sem um sé að ræða 17. aldar fallstykki. Ballárann- áll greinir frá því að um borð í skip- inu hafí verið 14 fallstykki og hafí þeim öllum verið bjargað. Það sann- MORE Stærðir fró 44-58 Jakkar fró 5.900 Buxur fró 2.900 Pils fró 2.900 Blússur fró 2.800 r- og sumarlínan frá Brandtex er komin Jakkar fró 5.900 Buxur fró 2.900 Pilsfrá 2.900 Blóssur fró 2.800 Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. ar samt ekki að fall- stykkin hafi ekki verið fleiri. Skip af sömu stærð og Melkmejd, svo kallaðar Flautur (Fluit), gátu haft allt að 20 fallstykki um borð að sögn sérfræðinga við sjóminjasafn Hollands í Amsterdam. Enn meiri undrun vekur að þjóðminja- vörður telji byssuna aldrei hafa verið notaða í neinni orustu eða skothríð. Þetta lýsir lít- illi kunnáttu á menn- ingarsögu. Siglingar Hollendinga á 17. öld voru ein löng styrjaldarsaga. Gullöld landsins var á 17. öld og var hún oft dýru verði keypt. Astæðan fyrir því að Melkmeyt hafði fall- byssur um borð var sú, að skipið gat sífellt orðið fyrir árásum óvinveittra herja og sjóræningja. Vantrú þjóðminjavarðar á gildi fundanna úr Flateyjai’höfn minnir á sögu um annað skip. I einum frétta- tíma sjónvarps íyrir mörgum árum handfjatlaði þjóðminjavörður jám- keðju, sem fannst á Skeiðarársandi og féllst á að gullskipið væri nú loks fundið. Keðjan var hömruð saman en ekki steypt, og taldi þjóðminjavörð- ur því víst að hún væri þess vegna úr skipi frá 17. öld. Síðar kom í Ijós að keðjan var úr þýskum togara. Hamr- aðar keðjur voru búnar til fram yfír síðari heimsstyrjöld. Keðja þessi var greinilega meiri gersemi í augum þjóðminjavarðar en fallstykkið úr Flatey. Menn eltast við hillingar eins og gullskipið, en sjá ekki að það er gullskip sem liggur í Flateyjarhöfn. Verið getur að þjóðminjavörður telji ekki ferðir erlendra manna við Island sérstaklega áhugaverðar, en það er engin afsökun fyrir aðgerð- arleysi við forvörslu giipa, sem á að framkvæma samkvæmt þjóðminja- lögum. Meira merkilegt Sumarið 1995 veitti þjóðminja- vörður mér styrk til að dvelja í nokkra daga í Amsterdam til að rannsaka leirkersbrotin, sem fundust í flaki Melmeyt. Sérfræðingar við Rijksmuseum og borgarminjasafnið í Amsterdam hafa gefið álit sitt á leir- mununum. Þeir munu flestir vera hollenskir, ættaðir frá borginni Hai-- lem. Rannsókn á leir noklunTa brot- anna sýna, að einnig hafi verið ítalsk- ir leirmunir með í farminum. Ymsar stofnanh- í Amsterdam og Rotterdam hafa sýnt fundinum mikinn áhuga og bauðst sjóminjasafn Hollands í Am- sterdam til að vera innan handar, t.d. með sérfræðinga ef rannsóknum yrði haldið áfram. Safn í Rotterdam sýndi áhuga á sýningu um ferðir Hollend- inga við ísland. Mikið verk hefur ver- ið unnið af undirrituðum og Ragn- heiði Ti-austadóttur fornleifafræðingi við skráningu leirvörunnar úr Melk- meyt. Lofað hafði verið nokkurra mánaða vinnu aðstoðarmanns til að vinna að skráningu leirmunanna árið 1996. Ekkert hefur orðið úr því, eftir að þeim er þetta skrifar var vikið úr starfi á Þjóðminjasafni íslands árið 1996 og sagt að hann myndi ekld fá yinnu við Þjóðminjasafn framvegis. Ég hef enn ekki fengið skýinngu á at- vinnubanninu, sem m.a. hefur komið niður á rannsóknum mínum á forn- gripum úr Melkmeyt. Skýringar eru oftast fáar ellegar engar á Þjóð- minjasafni. Þegar hinar mörgu brotalamir safnsins eru gagnrýndar er snúið út úr og bjargað fyrir horn, með klunnalegum aðferðum, í stað þess að taka á málunum. Það er sorg- arsaga, sem vegna áhugaleysis og skammsýni stjómvalda fær leyfí til að halda áfí’am. Höfundur er fomleifafræðingur og býr í Kaupmannaböfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.