Morgunblaðið - 02.04.1998, Side 50

Morgunblaðið - 02.04.1998, Side 50
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Þankabrot um gerð og* notkun íslenskra þjóðbúninga Samstarfsnefnd uin íslenska þjóðbúninga Á undanförnum áratugum, eftir að dagleg notkun ís- lenskra búninga var að heita má engin orð- in, hafa nokkrir aðilar sem telja sér málið . "’okyit reynt að móta stefnu í þjóðbúninga- málum, greina á milli búningagerða frá 20. öld, 19. öld og lokum 18. aldar, og gera mönnum kleift að koma sér upp búning- um af þessum gerðum. Störf af þessu tagi eru unnin alls staðar á Norðurlöndum, víðast hvar með mjög gagnrýnum hætti. Um langt skeið hefur til dæmis verið til op- inber nefnd í Noregi sem fengist hefur við að leiðbeina og jafnvel úrskurða um gerð búninga. Hér á landi hófst starf af þessu tagi •^ormlega árið 1970 þegar komið var á fót óopinberri nefnd, Sam- starfsnefnd um íslenska þjóðbún- inga, en aðilar að henni eru Heimilisiðnaðarfélag íslands, Kvenfélagasamband Islands, Þjóðdansafélag Reykjavíkur og Þjóðminjasafn íslands. Þegar nefndin hóf starfsemi voru konur, eins og fyrr segir, að mestu leyti hættar að klæðast íslenskum búningum hversdagslega, og þekking almennings, einkum þó æskufólks, á þjóðbúningunum mjög farin að týnast niður, ekki síst í þéttbýlinu. Nefndin hefur starfað eftir föngum nú í aldar- fjórðung. í fáein ár gat hún starf- rækt leiðbeiningastöð en varð að hætta því sökum fjárskorts. Þá hefur hún ýmist gefið út eða Elsa E. Guðjónsson stuðlað að útgáfu leiðbeiningabæklinga um íslenska þjóðbún- inga og, með höfðing- legri gjöf fyrsta for- manns síns, Sigríðar Thorlacius, látið gera myndband um sama efni. Rétt orðanotkun I frásögnum og umræðum um þjóð- búninga er þýðingar- mikið að rétt orð og orðasambönd séu notuð um þá og ein- staka hluta þeirra, en því miður vill þetta oft bregðast nú orðið eftir að dagleg notkun þeirra lagðist niður. Til dæmis má æði oft í fjölmiðlum - liggur við að segja megi að staðaldri - sjá og heyra getið peysufata þeg- ar í raun er um upphlut, þ.e. búninginn með því nafni, að ræða. Annað dæmi er orðið beltispör. Orð þetta er haft í fleirtölu í þessari samsetningu svo sem sjá má til dæmis í prent- uðum skýrslum um gripi Þjóð- minjasafnsins eftir Sigurð Guð- mundsson málara og Sigurð Vig- fússon, gullsmið og fornfræðing, og einnig í orðabók Sigfúsar Blöndal: beltispör. Nú á dögum er þetta fært úr lagi, líklega sök- um ókunnugleika um málvenju; sem dæmi má nefna að á undan- förnum árum hafa birst í dag- blöðum auglýsingar um kvensilf- ur (búningasilfur), til dæmis 26.3. 1995, þar sem orðið er ranglega haft í eintölu: beltispar. Algengt er núorðið að skyrta (upphlutsskyrta) sé nefnd blússa, peysa, þ.e. stakkpeysa, nefnd treyja og upphlutur nefndur vesti, nú síðast í viðtali í dægur- málaútvarpi Rásar 2 20.3. 1998. Þá er upphafleg merking orðsins samfella einnig mörgum ókunn (enda hefur orð þetta á síðustu árum í auglýsingum verið haft um kvennærfat, bol og nærbuxur í einu lagi), en í sambandi við ís- lenska þjóðbúninga merkir orðið samfella pilsið við skautbúning- inn, en ekki bæði pils og skaut- treyju saman eins og stundum hefur raunar sést á prenti þegar um þann búning hefur verið skrif- að á seinni árum. Iðulega er kyrt- ill nú nefndur skautbúningur, en þó svo að höfuðbúnaður þessara tveggja búninga sé einn og hinn sami, skaut (faldur, skautafald- ur), er um tvo aðgreinda hátíða- búninga að ræða. Þjóðbúningar, arfleifð sem ber að virða og vernda í „Þjóðbúningaspjalli" sem birtist í tímariti Kvenfélagasam- bands íslands, Húsfreyjunni, 1982, ræddi ég um notkun ís- lenskra þjóðbúninga í nútíman- um, minntist á atriði sem að mínu áliti mættu stundum betur fara og á ýmiss konar „nýbreytni" í gerð og efnisnotkun sem enga stoð ætti í hefð. Hér skulu nefnd fáein dæmi um slíkt varðandi upphlut: prjónaðar skyrtur og svuntur, tískublússur, jafnvel með hálfermum („kvartermum") og hvítir eða ljósleitir sokkar. Ekkert af þessu hæfir íslenskum upphlut. Aldrei má gleyma því að þjóð- búningar okkar eru arfleifð sem ber að virða og vernda. Af þeim sökum er þýðingarmikið að aðilar þeir sem nú á dögum fást við að sauma þá og koma þeim á fram- færi sameinist um að standa um Þjóðbúningar okkar eru arfleifð, segir Elsa E. Guðjónsson, sem ber að virða og vernda. þá vörð svo þeir aflagist ekki, og jafnframt að sömu aðilar vinni saman gegn hvers konar afkára- skap í notkun þeirra og ýmiss konar villandi kynningu á þeim eins og því miður hefur borið á nú hin allra síðustu ár. Þegar unnið er við að koma upp þjóðbúningi - nú á dögum er oftast um upphlut eða peysuföt að ræða, þótt einnig sé þó nokkuð um að saumaðir séu kyrtlar, einkum þá sem brúðar- klæðnaður - þarf mjög að vanda til allra hluta. Snið og efni þurfa að vera í lagi, saumaskapur ekki síður, og allt skraut samkvæmt siðvenju. En ekki er nóg að hver flík þjóðbúnings sé úr efni við hæfi, snið rétt og saumur vandaður og rétt unninn. Samsetning þeirra til notkunar verður einnig að vera með hefðbundnum hætti. Sem dæmi um þetta mætti nefna, svo enn sé rætt um upphlut, að ekki er til siðs að nota sprotabelti við þann búning, aðeins svart belti með ásaumuðum doppum og pör- um eða þá stokkabelti. Sprota- belti eru einungis notuð við skautbúning og kyrtil. Þá verður það að teljast lítilsvirðing við þjóðbúninga okkar þegar hlutar af þeim eru notaðir með afbrigði- legum hætti, eins og fyrir hefur komið nú hin síðustu ár, svo sem að hafa upphlut (bol) við galla- buxur eins og sést hefur á ungum stúlkum og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum, eða þá, eins og gerð- ist nú nýverið og sást á mynd í c3 Schneider Nicam Stereo, íslenskt texta- varp, Scart i tengi, sjálf- J virk stöðva-M leitun, aðgerðir á I skjá, fjar- ■ stýring ofl. 14" skjár, minni, 2.1 GB diskur, 2 MB skjákort, 24x geisladrif, 16 bita 3D hljóðkort, hátalarar, Win '95 lyklaborð, mús ofl. HAGANUK Global Handy GSM - Léttur & nettur GSM ^sími. 168 gr. Móttek- ur og sendir SMS i&skilaboð. Númera- B birting ofl. Sími: 550-4444 • Póstkröfusími: 550-4400 Skeifan 11 ]Tj TT 9 1 1 I ' MU I L |i IBK. | W A. §91 ÍTMíf Jpí?! ff** dagblaði (20.3. 1998), að kona klæddist síðum svörtum þröngum kjól og upphlut utan yfir! Enn- fremur hlýtur að verða að for- dæma þá afskræmingu upphluts - og raunar óvirðingu við hann - sem fram kom í stutterma bómullarbol með þrykki af upp- hlut, fram og baki (illa gerðum þar að auki), sem seldur hefur verið í minjagripaverslunum und- anfarin ár. Fleiri dæmi mætti nefna, þótt ekki verði það gert hér. Ekki þykir gott að blanda sam- an búningshlutum eða einkennum búninga frá mismunandi tímum, eins og til dæmis að bera djúpa prjónaskotthúfu með nítjánda aldar lagi við nútíma upphlut, eða hafa á honum mislita baldýraða upphlutsborða. Verra er þó þegar búnar eru til og teknar upp að geðþótta óhefðbundnar, afbrigði- legar eða alveg nýsmíðaðar bún- ingagerðir, en nokkur tilhneiging hefur verið til þess nú hin síðari ár. Hér hefur þegar verið minnst á prjónaðar upphlutsskyrtur og - svuntur. En í þessu sambandi skal þó sérstaklega nefna „þjóð- hátíðarbúninga“ fyrir konur sem nokkuð bar á um og eftir 1974 og „hátíðarbúning“ (þjóðhátíðarbún- ing) fyrir karlmenn 1994, en í báðum tilvikum var í upphafi ætl- un þeirra sem að þeim stóðu að búningar þessir yrðu kynntir sem þjóðbúningar. Tekið skal fram að karlmannsbúningur þessi er að því er best verður séð í engu snið- inn eftir íslenskum klæðnaði karla; hins vegar mun mega sjá þar nokkurt sambland af þjóðleg- um norskum og sænskum fötum karla frá fyrri tímum. íslendingar hafa sett sér lög og reglur um notkun íslenska fán- ans. Skyldi ekki vera orðið tíma- bært að setja þjóðbúningum okk- ar einhverjar skorður, að minnsta kosti hvað varðar notkun þeirra á opinberum vettvangi, hvort held- ur innanlands eða utan? Höfundur er textíl- og búningafræð- ingur. Nýtt verð á GIRA Standard. Gæði á góðu verði. Gæði á góðu verði. S. GUÐJÓNSSON ehf. Lýsinga- og rafbúnaður Auðbrekka 9-11 • Sími: 554 2433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.