Morgunblaðið - 02.04.1998, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 02.04.1998, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 61 I I I I I Það dimmdi snögglega eins og við steypiregn Eg stóð í herbergi er rúmaði sérhveija andrá í fiðrildasafni. Og samt var sólin jafnsterk og áður. Óþreyjufullir penslar máluðu heiminn. (Þýð. Njörður P. Njarðvík) Mæt kona er fallin frá. Maðurinn með ljáinn hefur mundað vopn sitt, sá er engu eirir, sá er að jafnaði fær sínu framgengt. Ég átti því láni að fagna að kynnast Jensínu Jóhannsdóttur þegar á barnsaldri og héldust þau góðu kynni langt fram á eldri ung- lingsár. Atvikin höguðu því svo að ég og dóttir hennar, Gerður Elín, gerð- umst „kærustupar" um árabil og var ég því heimagangur hjá fjöl- skyldunni í Lyngbrekkunni í Kópa- vogi. Þetta voru harla viðburðarík ár, sem skildu eftir margar og ljúf- ar minningar. Húsráðendur, þau Jensína og hennar gagnmerki bóndi, Hjálmar Elíesersson, skip- stjóri og útgerðarmaður, voru okk- ur ungviðinu bæði mild og skiln- ingsrík, enda þótt Pink Floyd, Led Zeppelin og viðlíka hávaðaseggir hafi stundum gert usla á heimilinu og væntanlega orðið óbilgjarnari húsráðendum þyrnir í augum. Jensína stýrði heimili þeirra hjóna af myndugleika og fágætum skörungsskap, en Hjálmar var, sök- um starfa sinna, oft fjarverandi. Hann hafði hins vegar einkar sterka „nærveru" og segja má að andi hans hafi jafnan svifið yfir vötnum, enda þótt hann hafi oft verið fjarri góðu gamni. Hjálmar var gáfu- og bók- menntamaður og það varð okkur ungmennunum rík reynsla að heyra hann í heyranda hljóði fara með heilu ljóðabálkana, jafnan með til- finningu og einkar leikrænum til- þrifum. Jóhannes úr Kötlum og Bólu- Hjálmar voru „hans menn“, enda sló hjarta Hjálmars með lítilmagn- anum. Jensína naut þess ríkulega að heyra bónda sinn flytja þennan magnaða kveðskap, svo áheyrilega að unun var á að hlýða. Var þá oft stutt í brosið hjá þessari tilfinn- ingaríku og skapheitu konu. Það er því engum þeim er til þekkir undrunarefni að afkvæmi þeirra hjóna hafa mörg hver hneigst til lista og sum raunar gerst atvinnulistamenn. Ungu fólki er það hollt að kynn- ast traustum persónuleikum og menningarfólki og fæ ég seint full- þakkað þann velvilja og þá rausn andans er ég, á unga aldri, varð að- njótandi á menningarheimilinu við Lyngbrekku. Börnum Jensínu og afkomendum öðrum votta ég ein- læga samúð. Henni sjálfri óska ég góðrar heimkomu. Lárus Már Björnsson. Okkur hjónin og Eirík son okkar langar til að minnast Jensínu, þess- arar konu sem kom okkur til hjálp- ar nokkuð við aldur. Veik hafði hún verið á besta aldri og beið þess aldrei bætur. Hjálmar, mann sinn, missti hún sviplega liðlega fimm- tug. Hún var fimm barna móðir. Makamissirinn særði hana holsári sem aldrei greri. Til okkar kom hún til að sjá um lítinn dreng, og dreng- urinn naut ástar hennar, sem var henni svo eiginleg og sjálfsögð. Dætur okkar tvær, eldri, mátu hana mikils. Hún ræddi við dreng- inn, sat á gólfi, og lék við hann, m.a. í playmobil, og var barnsglöð. Drengurinn ungur sagði við móður sína eitt sinn: „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur, mamma, Jensína kemur.“ Við þökkum fyrir að hafa kynnst Jensínu, svo ólgandi af reynslu og ástríki, og áhuga fyrir að verða aft- ur með barninu barnið í sjálfri sér. Okkur var hún ómetanleg. Við sendum öllum ættingjum hennar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Jensínu Jóhannsdóttur. Eiríkur Gunnsteinsson, Agnes Engilbertsdóttir, Gunnsteinn Gunnarsson. + Dagmar Guð- munda Sigurð- ardóttir, húsmóðir í Heiðarholti 34 í Keflavík, fæddist á Lækjarmótum í Sandgerði 8. sept- ember 1929. Hún lést á Landspítalan- um 2. apríl 1997. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Odd- fríður Bjarnadóttir frá Tryggvaskála á Selfossi, f. 28.9. 1900, d. 19.5. 1961, og Sigurður Guðmunds- son frá Melabergi í Romshvals- nesi, f. 9.2. 1902, d. 15.8. 1967. Systur Dagmar eru: Kristín, f. 22.2. 1921, og Ester, f. 24.11. 1925, d. 30.8. 1990. Dagmar ólst upp á Sólvöllum í Sandgerði. Hinn 25. febrúar 1950 giftist Öll við berum hyldjúpt hjartans sár. Hrynja af augum brennheit sorgartár. Enginn veit nær ævidegi hallar, allir verða að hlýða er dauðinn kallar. Alltof stutt var ævi þinnar tíð eftir lifir minning ljúf og blið. Kæra vina, sofðu vært og rótt, í sælu, Drottins faðmi, góða nótt. Kveðja frá eiginmanni og niðjum. í dag, árí eftir að þú fórst frá mér, á ég léttara með að skrifa nið- ur nokkrar línur. Þetta tóm sem hefur verið í brjósti mínu er loksins að hverfa, þótt ég finni fyrir því að þú sért ekki til staðar. Eg sakna þeirra stunda þegar ég kom til þín Dagmar eftirlifandi eiginmanni sínum, Friðjóni Þorleifssyni frá Naustahvammi í Neskaupstað, f. 13.8. 1928. Foreldrar hans voru Þorleifur As- mundsson frá Vaðla- vík í Reyðarfirði, f. 11.8. 1889, d. 10.10. 1956, og María Jóna Aradóttir frá Nausta- hvammi í Neskaup- stað, f. 4.5. 1895, d. 23.12. 1973. Börn Dagmar og Friðjóns eru: 1) Þorleifur Már, f. 19.7. 1948, maki hans er Bryn- hildur Njálsdóttir, börn þeirra: Dagmar og Friðjón, og Snædís sem er frá fyrra hjónabandi Þorleifs. 2) Guðfinnur, f. 26.8. 1952, maki hans er Lilja Bára Gruber, börn þeirra eru: Helgi til að spjalla um heima og geima. Það var svo gott að koma til þín, elsku mamma. Ég veit að þú þráðir þetta, að komast til æðri heima vegna veikindanna, sem voru búin að hrjá þig í mörg ár. Ég hélt að þetta væri ekki svo alvarlegt fyrr en undir það síðasta, en ég vonaði samt að það fengist lækning við þessu meini. Því ég vildi hafa þig hjá mér í fjölda mörg ár til viðbótar. Við ætt- um svo mikið eftir að gera. En það sem ég get gert í dag er að blessa miningu þína og þakka þér íyrir aHt sem þú gerðir fyrir mig. í öll þessi ár sem mínir ei-fiðleikar steðjuðu að varstu alltaf til staðar til að hjálpa mér, hvað sem á bjátaði. Mamma, ég þakka þér alla þá umhyggju sem þú sýndir mér í Jónas og Astrid, Svava Björg er frá fyrri sambúð Guðfinns. 3) Sigurður Guðbjörn, f. 3.11. 1956, maki hans er Ingibjörg Aradóttir, börn þeirra: Unnar og Haukur. 4) Guðmunda, f. 30.6. 1959, maki Kristinn Sör- ensen, börn þeirra eru: Krist- inn, Margrét Rut og Leó Rúnar. 5) Guðbjörg Oddfríður, f. 3.7. 1962, maki Sigurður Svein- björnsson, barn þeirra er: Dag- ur Mar, og Sigurður sem er frá fyrra hjónabandi Guðbjargar. 6) Karen Ásta, f. 15.8. 1969, maki Guðmundur Sigurðsson, börn þeirra eru: Sigurður, Sindri Þór, og Þórdís Lára sem er frá fyrra hjónabandi Karen- ar. Barnabörn Dagmar og Frið- jóns eru 16 og 4 barnabarna- börn. Dagmar og Friðjón hófu bú- skap á Vatnsvegi 33 og svo á Miðtúni 7 í Keflavík. Þau bjuggu flestöll árin í Keflavík nema nokkur ár í Neskaupstað. Utför Dagmar fór fram frá Keflavíkurkirkju 7. aprfl. gegnum árin. Ég þakka þér allt umburðarlyndið í minn garð, þótt augnbrúnimar hafi stundum sigið yfir mínum uppátækjum, en þú fyrirgafst mér alltaf og sýndir að þú elskaðir mig og mín systkini. Ég sakna þín mikið og ég mun alla tíð minnast þín. Pabbi, ég veit að þetta er erfitt, en þú veist að þú getur alltaf leitað til mín. Minn faðmur stendur þér alltaf opinn eins og þið mamma kennduð mér að gera. Þinn sonur Sigurður. Það er erfit að trúa því að mamma mín sé dáin. Allt sem við vomm búnar að tala um að gera verður víst ekkert af. En ég má þakka þér hvernig rættist úr öllu hjá mér. Alltaf varstu til staðar ef það bjátaði einhvað á og gafst mér byr undir vængi til að halda áfram. Það vai’ eifitt að koma heim úr páskafríi og heyra þá frétt að þú værir alvarlega veik. En ég hugsaði með bjartsýni um það að þú myndir ná þér. Aldrei hugsaði ég til þess að nóttina á eftir myndir þú kveðja okkur fyrir fullt og allt. En svona er lífið. Elsku mamma, þín er sárt saknað af öllum í fjölskyldunni og ekki síst af mér. Einn daginn eigum við eftir að hittast að nýju. Elsku pabbi, ég veit að þetta ár hefur ver- ið mjög erfitt fyrir þig en eins og þú veist áttu okkar stuðning og ást og alla okkar umhyggju sem til er. Svæfill minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín en aðra breið þú ofan á mig er mér þá værðin rósamlig. (Sig. Jónsson.) Þín ástkæra dóttir Karen Ásta. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns hans. (Úr Davíðssálmum) Með þessum fátæklegum orðum kveðjum við þig, kæra mamma, tengdamamma og amma. Missir okkar var mikill og söknuður sár og allt þar til nú hefur okkur verið tregt um tungu. Við þökkum allar samverustund- irnar og varðveitum minninguna um þig í hjörtum okkar. Megir þú hvíla í friði. Már, Hilda, Dagmar, Friðjón og Bjarki. DAGMAR GUÐMUNDA SIG URÐARDÓTTIR + Eiginmaður minn, faðir, sonur okkar og bróðir, SVAVAR GYLFASON, fæddur 21.12. 1967, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 26. mars. Jarðarförin fór fram frá Nærbö kirkju í Noregi þriðjudaginn 31. mars. Við þökkum veitta samúð. Olaug, Jane Elin, Gunn Helen, Hanna Sigga og Gylfi, Andrea, Laufey, Halla, Rut, Friðbjörg og Þórður. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN M. TULINIUS, áður til heimilis á Skothúsvegi 15, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudag- inn 3. apríl kl. 15.00. Magnús J. Tulinius, Agla Tulinius, Ása Tulinius, Jón Elís Björnsson, Þóra Sigurðardóttir, Jóhann Eysteinsson, Guðmundur Karl Sigurðsson, Auður Guðjónsdóttir Guðrún Anna Guðmundsdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, AÐÓLF FRIÐFINNSSON frá Skriðu f Hörgárdal, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstu- daginn 3. apríl kl. 13.30. Sigríður Jónsdóttir, Steinunn Aðólfsdóttir, Páll Ó. Hafiiðason, Emil Aðólfsson, Margrét Árnadóttir, Pálína H. Aðólfsdóttir, Jakob Ólafsson, Jóna A. Aðólfsdóttir, Reynir Karlsson og barnabörn. + Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN BJARNASON, vélstjóri, Rauðalæk 30, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, þriðjudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. apríl kl. 13.30 Árný Árnadóttir, Stella Ester Kristjánsdóttir, Hreinn Pálsson, Elísabet Erla Kristjánsdóttir, Reynir Brynjóifsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn. + Ástkær bróðir okkar, GUÐMUNDUR R. MAGNÚSSON fyrrum verkstjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur, áðurtil heimilis á Laugarnesvegi 61, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 3. apríl, kl. 10.30. Kristín Magnúsdóttir, Pálína Pálsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HILMAR S. EINARSSON, Sólbakka, Bakkafirði, sem andaðist föstudaginn 27. mars sl., verður jarðsunginn frá Skeggjastaðakirkju laugardag- inn 4. apríl kl. 11.00. Þórhalla Jónasdóttir, Steinar Hilmarsson, Sjöfn Aðalsteinsdóttir, Hilmar Þór Hilmarsson, Freyja Önundardóttir og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.