Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 02.04.1998, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR + Ragnheiður Jó- hannsdóttir, hús- freyja á Bakka í Ölf- usi, fæddist á Breiða- bólsstað á Síðu 7. maí 1916. Hún lést á Landspítalanum 17. mars sfðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hveragerð- iskirkju 28. mars. Mig langar með þessum línum að minnast nágranna- konu og vinkonu okk- ar hjóna, til margra ára, Ragn- heiðar Jóhannsdóttur frá Bakka í Ölfusi. Ég mun hafa verið að flytja mjólk í Hveragerði á skröltandi hestakerru, strákur innan við fermingu, að ég tók eftir að hún reið fram með kerrunni, stelpusnáði 10-11 ára, berbakt, með ljósgult flaksandi hár. Við horfðum forvitnilega hvort á ann- að. Ég á heimaslóðum, en hún ný- komin í sveitina. Hvorugt sagði orð. Allt í einu var hún horfin eins og álfkona. Foreldrar hennar voru nýfiutt í Ölfusið að Núpum, bæinn undir fjallinu vestan við Kamba, með alla búslóð og bamahóp alla leið aust- an úr Skaftafellssýslu, í sveitina, sem fjöllin skýla fyrir norðanátt- inni á tvo vegu, þar sem Ölfusfor- imar sáu til þess að aldrei skorti gras, og Þorlákshöfn sá búendum fyrir nógu sjávarfangi, þótt harð- indi og hungur væri víða á landinu. Sveitina þar sem 2 forsetar lýð- veldisins og mesta sagnaskáld þjóðarinn- ar eiga nokkrar rætur. Jóhann faðir Ragn- heiðar gerðist fljótlega umsvifamikill bóndi og mikill félagsmálamað- ur. Hleypti lífi í gömul félög og gekkst íyrir stofnun nýrra, m.a. ungmennafélags. Þar man ég eftir Ragn- heiði næst því við vor- um meðal stofnenda. En því miður lést faðir hennar langt um aldur fram. Öllum harmdauði. Svo liðu árin. Ragnheiður fór á Laugarvatnsskólann, sem var ekki lítið átak þá, mitt í kreppunni. Og enn liðu ár. Og allt í einu var hún gift einum bóndasyni úr sveitinni, nýútskrifuðum búfræðingi frá Hvanneyri, Engilbert Hannessyni. Þau hófii búskap í Reykjavík, en fluttu sem betur fór fljótlega aftur í sveitina sína. Tóku sem sé við jörðinni af föður Engilberts, Bakka í Ölfusi. Jörðinni sem býr yfir svo mikilli hitaorku, að hún gæti hitað upp heila borg, en sér nú allri Þorlákshöín og flestum býlum í Ut-Ölfusi fyrir nægum hita. Ungu hjónunum vegnaði strax vel, enda voru þau í öllu samtaka er að búsýslu laut. Byggðu m.a. upp öll hús á jörðinni. Fljótt hlóð- ust opinber störf á þau. Hann að sjálfsögðu í karlastörf svo sem búnaðarfélag, hreppsnefndarstörf o.m.fl. En hún aftur virkur þátt- + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HEIÐBJÖRT GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR, Akralandi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 3. apríl kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Rauða kross íslands. Eysteinn Fjölnir Arason, Katrín Óskarsdóttir, Pétur Arason, Ragna Róbertsdóttir, Jón Arason, Hólmfríður Sigvaldadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkaer móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA BJÖRNSDÓTTIR, Gnoðarvogi 30, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 3. apríl kl. 13.30. Hjördís Björnsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Guðlaug S. Sigurðardóttir, Ragnar J. Kristinsson, Ásgeir S. Sigurðsson, Sigrún Ögmundsdóttir, Árni R. Sigurðsson, Lovísa Jónsdóttir og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, FRIÐGER EIÐSSON, Víðilundi 24, < Akureyri, sem lést laugardaginn 28. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.30. Ása A. Kolbeinsdóttir, Kolbrún Friðgeirsdóttir, Kristján Jóhannesson, Ása Arnfríður, Hilmar, og Friðgeir Jóhannes. takandi í safnaðarstörfum og kvenfélagi. Það var því oft gest- kvæmt á Bakka og mönnum þótti gott að koma þar. Þar fengu snauðir og auðugir jafnt viðmót hjá húsfreyju. Hún fór ekki í manngreinarálit. Ragnheiður var af skaftfellskum kjarnaættum, komin út af Jóni Steingrímssyni eldpresti, og náfrænka þeirra landsfrægu Klaustursbræðra. Þau hjón eignuðust 3 dætur, sem hafa reynst hinir mestu kvenkostir og eru giftar og með afkomendur. Snemma myndaðist góður kunn- ingsskapur og vinátta á milli heim- ilanna á Bakka og á Hrauni, og hefur haldist jafnan síðan. Við hjónin viljum votta Engil- bert og öðrum aðstandendum okk- ar dýpstu samúð við fráfall þessar- ar einstöku sómakonu. Olafur og Helga, Hrauni, Ölfusi. í dag verður til moldar borin Ragnheiður Jóhannsdóttir á Bakka í Ölfusi, eða hún Edda á Bakka, eins og hún var ævinlega kölluð. Við fráfall Eddu reikar hugur- inn til baka til æskuáranna. Ég var 10 ára strákur þegar Heklugosið árið 1947 breytti innanverðri Fljótshlíð í eyðimörk á einum degi. Foreldrar mínir bjuggu þá í Niku- lásarhúsum í Fljótshlíð, en jörðin var brattlend og erfið og mátti ekki við áföllum. Var því ekki um annað að ræða en flýja staðinn og leita annarra úrræða til lífsviður- væris. Niðurstaðan varð að flytja að Bakka í Ölfusi. Það var því hálf- gerð flóttamannafjölskylda sem ungu hjónin í hinum bænum á Bakka í Ölfusi, þau Ragnheiður Jóhannsdóttfi’ og Engilbert Hann- esson, tóku á móti með opnum örmum á fardögum 1947. Ég man glöggt fyrstu hughrifin þegar ég sá Eddu. Hávaxin kona höfðingleg í framgöngu jafnvel há- tíðleg. Ef til vill var það skaft- fellski hreimurinn sem gerði hana svona hátíðlega. En hafi mér fund- ist Edda hátíðleg þá var sá hátíð- leiki ekki fráhrindandi, enda geisl- aði persónuleikinn af glaðværð og dillandi hlátri sem laðaði alla til sín. Hún sagði okkur líka strax að hún væri ævinlega kölluð Edda; Ragnheiður væri of hátíðlegt. I augum okkar varð hún aldrei ann- að en Edda á Bakka. Allir einstaklingar eru einstakir, en sumir eru þó einstakari en aðrir og Edda var einmitt ein af þeim. Hún hafði hlotið góðar gáfur og glaðlyndi í vöggugjöf, var hrein- skiptin og hispurslaus og reyndi alltaf að sjá björtu hliðarnar á til- verunni. Við systkinin höfum oft velt því fyrir okkur hversvegna tengslin við Eddu og Engilbert á Bakka urðu svona sterk, en við áttum þar heima aðeins í 8 ár. Ég held að það liggi í því hvað þau hjón höfðu góða návist og því togaði það alltaf í mann að koma við á Bakka, ef leiðir lágu um Suðurland. Og þó fjarlægðir yrðu miklar, jafnvel heimshöfin skildu að, þá skiptumst + Gunnhildur Ólafsdóttir fædd- ist í Keflavík 10. september. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja 9. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkur- kirkju 14. mars. Frá hugans djúpi merlar mynd þín skær og morgunbjört sem lindin silfurtær, er blærinn kyssti bemskusporin þín og bylgjur hafs þér kváðu ljóðin sín. Og gjöful sveit í fógrum fjallahring með fyrirheit um sól og berjalyng varð yndi þitt og hjartans heilög vé, þar hafa um aldir vaxið lífsins tré. við alltaf á kveðjum, að minnsta kosti jólakveðjum. Og kortin frá Eddu á Bakka voru ekki fjölprent- aður verksmiðjutexti, heldur kort skrifað eigin hendi með stuttri lýs- ingu á högum þeirra hjóna ásamt persónulegum árnaðaróskum. Þau hlýjuðu ætíð um hjartarætur. Édda átti við erfið veikindi að stríða síðustu ár ævinnar. Aldrei heyrðist hún kvarta, heldur hélt hún þeim hætti sínum að horfa ætíð á björtu hliðarnar, eins og hún hafði gert alla tíð. Ég minnist þess heldur ekki að hafa heyrt hana hallmæla nokkrum manni. Rétt eins og hún leitaði björtu hliðanna á tilverunni, þegar erfið- leikar sóttu að, leitaði hún alltaf að góðu hliðunum á hverri manneskju sem leiddist af leið, hitt leiddi hún hjá sér. Að lokum vil ég fyrir mína hönd og Katrínar konu minnar, systkina minna og þeirra fjölskyldna, þakka Eddu fyrir órofa tryggð og vináttu allt frá fyrstu kynnum. Þá viljum við systkinin fyrir hönd móður okkar, Soffíu Gísladóttur, þakka þeim hjónum Engilbert og Eddu fyrir vináttu þeirra og einstaka góðvild við hana alla tíð. Hún saknar Eddu nú sárt í hárri elli. Við vottum eftirlifandi eignmanni Engilbert, og dætrunum, Jóhönnu, Valgerði og Svövu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Við andlát Eddu er Bakki breyttur og Ölfusið ekki hið sama. En hugurinn mun halda áfram að leita þangað í þögulli þökk til for- sjónarinnar, fyrir árin sem ég átti þar. Guð blessi minningu Eddu á Bakka. Gísli G. Auðunsson. Heiðurskonan Ragnheiður Jó- hannsdóttii', húsfreyja að Bakka í Ölfusi, er látin. Oft er sagt: „Góður er hver genginn.“ Þau orð eiga svo sannarlega við um Ragnheiði. Ragnheiður eða Edda eins og við kölluðum hana alltaf ólst upp á Núpum í Ölfusi. Elstu Núpasystk- inin sóttu skóla að Hjalla. Þangað var styttri leið en að Sandhóli þar sem einnig var skóli. Þessa leið fóru börnin fótgangandi á hverjum degi, því enginn var bíllinn og eng- in hesthús við þessa skóla. Hrædd er ég um að nútímafólk, sem vant er lífsgæðakapphlaupi og fjöl- miðlafári, talaði um það sem „vandamál" að komast á milli þess- ara staða. + Einar Magnús Albertsson fæddist á Búðarnesi í Súðavík 12. júlí 1923. Hann lést Sjúkra- húsi Siglufjarðar 9. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðarkirkju 17. mars. Góðvinur minn Einar M. Alberts- son er allur. Dauðinn kom óvænt. Við sem eftir lifum virðumst ekki í brosi duldist drauma þinna svið, sem dagsins erill snerti ekki við. Og hljóðlát varstu, hetja í böli og sorg þér hentaði’ei að bera slíkt á torg. Svo kvaddir þú er kaldur vetrar snjór og kyljuþytur yfir landið fór. Já, einmitt þá varð augnablikið hljótt, þig örmum hvíldar vafði’in langa nótt. Ég veit þér, frænka, friðsæld búin er, samt finnst mér líkt og þú sért ennþá hér því fyrir vit mér blómaangan ber, sá blómailmur vorsins fylgdi þér. Lóa Þorkelsdóttir. Allir voru í sama bekk á aldrin- um frá átta til fjórtán ára. Kennari okkar var Hermann Eyjólfsson bóndi og síðar hreppstjóri í Gerða- koti. Hann var hvort tveggja í senn góður kennari og góður ná- granni. Seinna var stofnaður heimavistarskóli í Hveragerði. Austurbæjarhúsið á Bakka var byggt árið 1931. Steypan í húsið var hrærð á stórum palli. Sumarið sem húsið var í byggingu kom það oft fyrir að boðið var á ball á Bakka, eftir messu á Hjalla. Þá var dansað á pallinum við harmon- iku og munnhörpuundirleik. Seinna var svo dansað í kjallara nýja hússins. Alltaf voru bornar fram veitingar í boði Valgerðar og Hannesar, foreldra Engilberts. Gestrisni og hjálpsemi voru Bakkafólkinu í blóð borin. Edda og Engilbert tóku við búsforráðum á Bakka árið 1944. Auk þess að sinna búi sínu af miklum myndar- skap tóku þau þátt í ýmsum fé- lagsstörfum. Erfiðleikar steðjuðu að heimil- um þá eins og nú. Heimilisfeður dóu frá konu og mörgum ungum börnum. Þá var ekki til neitt opin- bert „félagsmálabákn" eins og nú. Þá var ekki siður að hlaupa í ann- arra manna vasa. Eftir stofnun kvenfélagsins Bergþóru breyttist margt til batn- aðar. Félagið stóð fyi'ir kaupum á prjóna- og spunavélum, auk þess að leggja ýmsum góðum málum lið, fyrr og síðar. Fyrir allmörgum árum var hald- inn fundur Sambands sunnlenskra kvenna í Hveragerði. Kvenfélagið Bergþóra sá um fundarhald. Edda og hinar konumar í félaginu hjálp- uðust að. Þegar kona kom í eldhús- ið, sem Edda þekkti ekki, kvað við: „Hvað heitir þú og hvaðan kemur þú? Við erum svo forvitnar héma.“ Síðan kynnti hún okkur allar. Út frá þessu mynduðust oft skemmti- leg samtöl og jafnvel kynni. Edda var glæsileg í íslenska búningnum, er hún sveiflaði sér í ræðustól og mælti fyrir minni karla. Ræðan var á léttum nótun eins og lundin hennar sjálfrar. Síðast kom ég að Bakka fyi'ir tveimur árum með vinkonu minni. Þrátt fyrir veikindi sín var Edda frjálsleg og hlý eins og alltaf. Við systkinin frá Hjalla vottum Engil- bert og fjölskyldu okkar innöeg- ustu samúð. Blessuð sé minning Ragnheiðar Jóhannsdóttur. Ása Sigurðardóttir. vera viðbúin komu hans. Það tekur okkur tíma að átta okkur er vinir deyja snögglega. Válynd veður komu í veg fyrir að ég fylgdi Einari síðasta spölinn og vil ég því minnast hans með nokkrum orðum. Það er mikill sjónarsviptir að Einari. Hann átti fáa sína líka að mannkostum, stálheiðarlegur, fórn- fús og ósérhlífinn, hjálpsamur og mátti ekkert aumt sjá, sannur vinur lítilmagnans. Ég kynntist Einari ekki náið fyrr en við áttum sam- starf að málum aldraðra. Hann stóð í fararbroddi fyrir stofnun FEB á Siglufirði og einnig að Landssam- bandi aldraðra. Hann setti mark sitt á landsþing Félags aldraðra. Það var hlustað á mál hans, vel framsett af skýrri hugsun og glögg- skyggni. Hann benti á hvar veilurn- ar voru, hverju var ábótavant og hvernig mætti ráða þar bót á. Hann vann þar af tryggð og trúnaði eins og öllu sem hann lagði hönd á. Ég sendi Dúddu og öllum ástvin- um Einars mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Einari þakka ég af al- hug góðvild og hjálpsemi. Blessuð sé minning Einars M. Albertsson- ar. Anna J. Magnúsdóttir. GUNNHILDUR ÓLAFSDÓTTIR EINAR M. ALBERTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.