Morgunblaðið - 02.04.1998, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 02.04.1998, Qupperneq 66
66 FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk SOME OFIT WA5 WHITE, 50ME6REEN ANP 50ME KIND OF ORANOE..15N T THAT 50METHIN6? vll Hæ, stjóri. .. Hvað nú? Við höfðum Sumt af því var Hvernig gengur leikurinn? tortellini í matinn í gær- grænt og sumt að því kvöldi. var einhvern veginn appelsínugult . . . er það ekki merkilegt? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Söngkennsla í skólum er íslenskukennsla Frá Guðmundi Norðdahl: NÝ skólastefna! Þetta hefur heyrst áður og er það af hinu góða að ein- hverjir hugi að skólamálum. Ég held að allir menntamálaráðherrar í minni skólatíð hafi þurft að láta ljós sitt skína með aðstoð nefnda, starfs- hópa og umsagnaraðila. Gerðar hafa verið skýrslur og ályktanir í þykkum bunkum. Námskrár hafa verið gefn- ar út og ræður haldnar á Alþingi og öðrum þingum. Annað mál er fram- kvæmdin. Fyrir framan mig liggur eitt slíkt plagg, það er ,Aðalnámskrá grunn- skóla, tónmennt. Menntamálaráðu- neytið, skólarannsóknardeild, ágúst 1976.“ Þetta er hið merkasta plagg að mörgu leyti, en hefur aldrei komist í gagnið nema að litlu leyti, frekar en margt annað. Margt hefur skeð í skólunum á þessum 22 árum og þörf er á endurbótum. Þarnar hefur verið tekið upp hið virðulega nafn „tónmennt“ í staðinn fyrir söngur, sem var áður á stunda- skránum. Þessi pistill er skrifaður vegna þeirrar umræðu, sem nú er í gangi um „Nýja skólastefnu og nýjar námskrár“. Ég held að lítil eða engin breyting verði á vinnubrögðum eða árangri í mínu fagi, þ.e. tónmennt í grunnskól- um eða (forskólum tónlistarskóla). Þótt ný plögg verði samin eða nýjar aðgerðir samdar, (sem sýna aðeins að kennarar eru sífellt að læra og miðla af lærdómi sínum og reynslu og er það vel), þá vantar það sem skiptir máli. Athugasemdir Nútímalíf snýst mjög um peninga! Sveitarfélögin hafa tekið að sér rekstur og uppbyggingu grunpskól- anna og tónlistarskólanna. Ég sé ekki að ríkisvaldinu komi málið mik- ið við. Sá sem borgar vill að sjálf- sögðu ráða hvernig hann ráðstafar fé sínu. Ef þeim í ráðuneytinu dettur í hug að nú skuli kenna ijórar stundir vikulega í einhverju fagi í stað einn- ar áður, getur það þýtt mikil fjárút- gjöld o.s.frv. Stundaskrá (viðmiðunarstunda- skrá) er stórt orð. Til dæmis ef ákveðið er að fjölga tímum, það er að leggja meiri áherslu á einhverja grein, þá kostar það peninga nema það sé látið bitna á öðrum greinum. Nú hefur heildarramminn stækkað og mun jafnvel stækka meira með tilkomu „heilsdagsskólans" og meira svigrúm er fyrir skipulagningu á skólatímanum. Ef söngkennslu yrðu ætlaðar minnst þrjár stundir í viku í sex, sjö, átta og níu ára deildunum (sem undirritaður telur vera hið eina rétta, sjá síðar) þá kostar það pen- inga. Fjölga þyrfti kennurum og auka menntun þeirra og þjálfun. (Væntanlega í ríkisreknum stofnun- um KHí og kennaradeildum TR.) í fyrrnefndri námski'á tónmennta frá 1976 er á bls. 23 minnst á hljóð- færakennslu í grunnskólum. Þar stendur meðal annars: „Uppeldislegt gildi hljóðfærakennslu í grunnskóla getur orðið mjög mikið.“ Nú er það svo, að í dag eru skóla- hljómsveitir og skólakórar öflugasti þáttur tónlistaruppeldis ungmenna í landinu! Tillögur Samanber athugasemd um yngstu árgangana. Minnst 3 stundir viku- lega í söng (tónmennt). Þetta verði algerlega og skipulega tengt og sam- þætt móðurmálskennslu. Lögð verði rík áhersla á orðskýringar, kenning- ar og skilning á þeim textum sem sungnir eru. Einnig framburð, vinnusiðfræði og aga. Ef við Islend- ingar viljum við halda og efla tungu- mál okkar „íslenskuna“ þá er þetta ein áhrifan'kasta aðferðin til þeirra hluta, einmitt á þeim tíma, sem mál- þroski og skilningur vex hröðum skrefum hjá unga fólkinu. Fram- haldið hjá efri deildum væri auðveld- ur ef grunnurinn er góður. Um þessi atriði er nokkuð fjallað í „Tónmennt, námskrá 1976“ (bls. 5). „Söngur á að vera aðaluppistaðan í tónlistariðkun nemenda. Hann er einkum iðkaður í tónmenntatímum o.s.frv. bls. 15: „Sem dæmi um tengsl tónmenntar við aðrar greinar má hér taka móðurmálið: Eitt af megin- markmiðum móðurmálskennslu er að nemendur séu færir um að tala skýrt og áheyrilega með góðum framburði. Taltækni byggist á eðli- legri öndun, réttri raddbeitingu og greinilegum framburði, þáttum sem eru einnig gi'undvallaratriði fyrir alla söngiðkun." Einnig: „Tengsl tón- menntar við móðurmálskennslu, samfélagsfi-æði, myndmennt og handmennt og íþróttir eru einna mikilvægust...“ Eða: „Tengsl tónmenntar og ann- arra námsgreina eru tvíþætt: Ann- ai-s vegar meðæfíng, og er hér átt við það að þjálfun í ákveðnum þáttum annarrai- greinarinnai' nýtist í hinni greininni (framburðarþjálfun í söng hefur t.d. áhrif á framburð í mæltu máli). I annan stað er um að ræða beina samvinnu þar sem kennarar beggja greina vinna saman að ákveðnu verkefni." Og: „Tilviljunarkennd tengsl ein er'u ekki trygging fyrh' því að raun- hæf uppeldisleg not verði að slíkri samverkan námsgi'einanna. Skilningur á orðum og hugtökum á að vera í fyrirrúmi. Merkur ís- lenskur rithöfundur hefur sagt að hraðlestur ætti að banna í skólum og er ég því að mestu samþykkur. Tónmenntakennsla, kórar, skóla- hljómsveitir og kennsla í tónlistar- skólum eru undirstaðan fyrii- hina miklu þróun tónmennta á íslandi. Við höfum á hálfri öld þeyst yfir mörg hundruð ára þróun annarra Vesturlanda og teljum okkur standa öðrum þjóðum jafnfætis á þessu sviði í dag. Skólahljómsveit ætti að vera í öll- um grunnskólum! Skólakór ætti að vera í öllum grunnskólum! Tónlistar- skólar ættu að vera framhaldsskólar og kenna nemendum sem skara framúr. GUÐMUNDUR NORÐDAHL, Hverfísgötu 90a, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.