Morgunblaðið - 02.04.1998, Page 71

Morgunblaðið - 02.04.1998, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ________________________________________ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna gamanmyndina „The Stupids“ með Tom Arnold í aðalhlutverki, en hann leikur ofurheimskan mann sem sér samsæri í hverju horni. Leikstjóri er John Landis. Heimskan allsráðandi STUPID-fjöskyldan saman- stendur af þeim Stanley (Tom Arnold) og Joan Stupid (Jessica Lundy) og ki’ökkunum þeirra, Buster og Petunia, en sam- an eiga þau eftir að lenda í miklum hremmingum þegar þau fara að rannsaka hver það sé sem steli alltaf' ruslinu þeirra. Fjölskyldan setur upp gildru fyrir þjófana og Stanley eltir þá á staðinn þar sem þeir losa ruslið, en þar rekst hann á snarvitlausa hermenn sem eru í miðri vopnasölu þegar hann kemur að þeim. Honum dettur strax í hug að forn óvinur hans standi á bak við þetta djöfullega ráðabrugg og ætli hann sér að stela öllu sorpinu sem fólk hefur haft svo mikið fyi’ir því að safna. Stanley hafði nefnilega unnið hjá póstinum áður, en hann var rekinn þaðan þegar hann taldi sig hafa kom- ið upp um samsæri einhvers sem héti Sender og fékk ógrynni af pósti annarra send- an til sín. Stanley er sann- færður um að nú sé ráða- brugg Senders stærra í snið- um en einungis það að ræna pósti frá fólki og nú ætli hann sér að ræna öllu sorpi þjóðar- innar. í baráttunni við að upplýsa glæpinn á Stanley eftir að komast að því að inn í málið eru flæktar ýmsar stofnanir og verur, þar á meðal matarsendl- ar, geimverur, alþjóðlegir hryðju- verkamenn, lögreglan, bæjarblöðin og að sjálfsögðu póstþjónustan. Leikstjóri myndarinnar er John Landis en hann á að baki margar af helstu gamanmyndum síðustu ára- tuga. Hann sló í gegn þegar hann leikstýrði „National Lampoon’s JOHN Landis TVÆR geimverur skjóta upp kollinum í grillveislu hjá Stanley Stupid og fjölskyldu. Tom Arnold byrjaði ferill- inn sem uppistandsgrínari og í framhaldi af því fór hann að skrifa handrit að grínþáttun- um um hina holdmiklu Ros- anne Barr sem hann var kvæntur um skeið. Þaðan lá leiðin í kvikmyndirnar þar sem hann er kannski þekkt- astur fyrir hlutverk sitt í „True Lies“ þar sem hann lék á móti Arnold Schwarzen- egger, en hann hefur einnig leikið í myndunum „Hero“ og „Nine Months" þar sem hann lék á móti Hugh Grant. Jessica Lundy hefur aðallega verið viðloðandi þætti og myndir sem gerðir hafa verið fyrir sjón- varp og verið mjög dugleg að næla sér í gestahlutverk í vinsælum þátt- um eins og Seinfeld. Hún hefur líka sést í myndum eins og „Single White Female“ og „I Love Trou- ble“. !S$Tur‘"w”»»i Animal House“ og síðan hef- ur hann leikstýrt myndum eins og „The Blues Brothers", „Trading Plaees“, „Spies Like Us“, „Three Amigos“ og „Coming To America“. Hann á einnig að baki myndir eins og „An American Werewolf In London“, „Beverly Hills Cop III“, „Oscar“ og „Innocent Blood“. Frumsýning Nr. 1 var Lag Flytjandi T. i (4) Pedal Wubble 2. i (9) Losing Hand Lhooq 3. i (1) Ashtray Din Pedals 4. i (23) Turn It Up Busta Rymes 5. : (5) Flug 666 Botnleðja 6. : (-) Meet Her at the Love Parade Da Hool 7. i (2) Treat Infany Rest Assured 8. ! (10) Watching Windows Roni Size 9. i (8) Tourniquet Headswim 10. i (28) Organ Donor Dj. Shadow 11.1(18) It's the Subta Subteranean 12.'; (13) l've Got A Feeling Ivy 13.: (12) Déj'a vu Lord Tariq & Peter Gunz 14.! (14) Hand in Youre Head Money Mark 15. i (7) Feelin'Good Huff & Herb 16..; (ii) RudeBoy Rock Lionrock 17. i (-) This is Hardcore Pulp 18. i (27) Kung Fu 187 Lockdown 19. ’; (16) Purple gusgus 20. i (-) From You're Mouth God Lives Underwater 21.: (6) The Plan Sofo Surfers 22.: (3) Timber Coldcut 23.: (17) The Force Quarashi 24.i {-) Sangue de Beirona Cesario Verona 25. i (21) Music in My Mind Adam 26.i (-) Das EFX&Redman Rap Scholar 27.i (-) Deep Inside Incubus 28. i (22) Church of Noize Therapy 29.i (-) This How the Story Ends Tin Tln Out 30.: (-) Shoulderhoulster Morcheeba í bígerð Piauóleikarinn David Helfgott, sem var Undrið í „Shine“, eign- ast brátt félaga á hvíta tjaldinu. Nýtt undur ► LEIKKONAN Barbara Hersh- ey hefur tekið að sér aðalhlut- verk í áströlsku myndinni Ástríð- ur eða „Passion“. Fjallar myndin um sérvitran pianóleikara eins og önnur áströlsk mynd, Undrið eða „Shine“, en Geoffrey Rush fékk Óskarinn fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd. Ástralskur leikari, Richard Roxburgli, fer með hlutverk Percy Grainger, sem er hvað kunnastur fyrir „Danny Boy“. Hann ólst upp í Melbourne síðla á nitjándu öld og lærði á píanó undir strangri leiðsögn móður sinnar, Rose, sem leikin er af Hershey. Þegar fyrri heimsstyrjöldin lá í loftinu og sögur um sifjaspell milli Rose og Percy komust á kreik flúðu þau til Bandaríkj- anna. Þar fraindi Rose sjálfs- morð eftir að hún hafði inisst vit- ið af völduin sárasóttar. Árið 1928 giftist Percy Ellu Strom, Iif- andi eftirmynd móður sinnar, á sviðinu í Hollywood Bowl. FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 71 STUPID-fjöIskyldan er ákaflega ánægð með sig en Iendir í hremm- ingum þegar hún fer að kanna hverjir stela ruslinu hennar. 1 ,>V.’ WJJp iL , # W' - * 0 .0*, nr AVIK RF. $TáUR«NT Tískusýning frá versluninni í kvöld, fimmtudag 2. apríl, kl. 21.00. Módelsamtökin sýna. ÖOBT B-YOIING Matseðill: Ofnbakaður lax Thermidor meS sjávarhrísgrjónum. Verðkr. 1.190 Hollensku stelpurnar Eclipse leika í kvöld Borðapantanir í síma 562 5530 eða 562 5540 Um helgina: Hálft í hvoru leika fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Allir velkomnir snyrtilegur klæðnaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.