Morgunblaðið - 02.04.1998, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1998 73
„Breakdansinn hefur
þróast í gegnum árin“
EVO hefur verið breakdansari í mörg ár og er margfaldur
Bretlandsmeistari.
BREAKDANSARINN Evo er
margfaldur Bretlandsmeistari sem
vann sinn fysta titil fimmtán ára
gamall á hápunkti breakæðisins
fyrir tólf árum. Hann er kominn til
landsins ásamt félaga sínum
Tough Tim Twist en þeir tilheyra
sýningarhóp sem kallast UK Rock
Steady.
„Ég æfi mun meira núna en ég
gerði áður og ferðast víða til að
sýna og dæma. Ég var á tónleika-
ferðalagi fyrir skömmu með
Prodigy og hef dansað í tónlistar-
myndböndum. Ég er þó fyrst og
fremst í þessu vegna ánægjunnar
og hugsa ekki um peninga því ann-
ars er dansgleðin fljót að hverfa,"
sagði Evo þegar blaðamaður sló á
þráðinn til hans. Hann segist í dag
reyna að takmarka ferðir sína til
útlanda vegna fjölskyldunnar en
hann er giftur og tveggja bama
faðir. „Ef ég ætlaði að hfa af dans-
inum þyrfti ég að vera einhleypur
og geta ferðast eins mikið og vinn-
an krefst."
Evo segir að engar sérstakar
reglur séu til sem farið er eftir þeg-
ar dæmt er í breakdanskeppni.
„Dómaramir hafa einhverja þekk-
ingu á dansinum sem þeir miða við
og þeir leita eftir ákveðnum stfl,
hæfiii eða innlifun hjá keppendum
sem gerir dansinn skemmtílegan og
góðan. Sumir gera svokallaðar
krafthreyfingar, aðrir byggja meira
á stílhreyfingum og enn aðiir
blanda þessum hreyfingum saman.“
Breakdans hefur legið niðri á
Islandi í nokkur ár og því leikur
forvitni á að vita hvort hann sé
kominn í tísku aftur. „Þegar nýja
Run DMC myndbandið var sýnt í
sjónvarpi hugsuðu allir: Vá,
breakið er komið aftur! Það er
alls ekki rétt því breakdans hefur
verið vinsæll í Evrópu í
þónokkurn tíma og við sem iðkum
hann höfum verið í þessu lengi.
Það skiptir okkur engu máli hvort
breakið er í tísku eða ekki, við
höldum okkar striki. Margt ungt
fólk finnur sig í breakinu og það
er ákveðinn stíll eða töffaraskap-
ur sem íylgir því.“
Dansstíll Evos hefur breyst með
ámnum og hann segist vera betri
en nokkra sinni fyrr. Hann skilji
dansinn betur og hlusti meira á
tónlistina þegar hann semur spor-
in. „Breakdansinn hefur þróast í
gegnum árin og það er ein ástæð-
an fyrir því að hann er tekinn al-
varlegar nú en áður af öðram
dönsurum.“
4
Hver er dð
1 gja?
Numerabirtir
Nú getur þú séð númer þess
sem er að hringja, áður en þú
lyftir símtólinu.
Skjárinn sýnir dagsetningu,
tíma hvers símtals og fjölda
símtala sem hafa borist.
Tækið geymir síðustu 50
símanúmer og virkar þannig
sem símböði, ef þú nærð ekki
að svara.
Verslanir Símans:
Ármúla 27, sími 550 7800 • Kringlunni, sími 550 6690
Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000
Afgreiðslustaðir íslandspósts um land allt
LANDS SÍMINN
Geimfarar Tom Hanks
► LEIKARINN
Tom Hanks stillti
sér upp með leik-
aranum Brian
Cranston og geim-
faranum Buzz
Aldrin þegar þeir
mættu til frumsýn-
ingar á „From The
Earth To The
Moon“. Um er að
ræða stutta þátta-
röð sem Hanks
framleiðir og
Cranston leikur
geimfara sem fjallað er um. Eig-
inkona Hanks, Rita Wilson, og
lcikkonan Elizabeth Perkins
leika einnig í þáttunum sem
verða sýndir á HBO sjónvarps-
stöðinni í Bandaríkjunum í apríl.
Leitaðu ekki lan$t
yf ir skammt
Sparnaðarlíítrygging Samlífs er íslensk
söfnunarlíftrygging sem gerir þér kleift að
leggja fyrir reglulega og njóta líftryggingar
um leið í skjóli öflugra íslenskra bakhjarla.
Hringdu í síma 569 5400 ogfáðu sendan
kynntngarbeekling.
SAMLIF
Kringlunni 6 • Pósthólf3200 • 123 Reykjavík
Simi 569 5400 • Grant númer 800 5454 • Fax 569 5455
(fptvenœr t / y, v
ftkhtu f,ér stiml fr^frQ gjjfö
þeifttum tpma
?
Manstu hvað það var gott? Þeyttur rjómi er galdurinn sem lyftir heitu kakói
qg súkkulaði upp á æðra plan. Prófaðu þessar uppskriftir að góðum kakó-
qg súkkulaðidrykkjum - og ekki gleyma þeytta rjómanum!
Heitt kakó með rjóma
2 dl vatn Hitið 2 dl af vatni að suðu. Hrærið saman
4 msk kakó kakó og sykur með 1 dl af vatni og hrærið
4-5 msk sykur saman við sjóðandi vatnið. Hitið að suðu,
1 dl vatn hrærið frá botni. Hellið mjólkinni saman
11 mjólk við qg sjóðið í 2-3 mínútur. Bætið smjöri
2 tsk smjör og salti út í. Hellið í bolla og setjið þeyttan
1 /2 tsk salt rjóma ofan á.
þeyttur rjómi
Heitt súkkulaði með rjóma
150-200 g suðusúkkulaði
2 dl vatn
1 1 mjólk
1 /4 tsk salt
þeyttur rjómi
Hitið vatnið pg látið súkkulaðið
bráðna í því. Hrærið í á meðan.
Bætið mjólkinni út í, látið hitna
að suðu og saltið. Berið fram
með þeyttum rjóma.
<^iýóminn
et gatöhitinn