Morgunblaðið - 15.04.1998, Síða 27

Morgunblaðið - 15.04.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 27 Hamas- samtökin vöruð við PALESTÍNSKIR embættis- menn vöruðu Hamas-samtök herskárra múslima við því í gær að gera lítið úr rannsókn palestínskra yfirvalda á andláti Hamas-sprengjusmiðsins Mu- hyideen al-Sharifs. Sjálfstjórnaryfirvöld Palest- ínumanna hafa átt í hörðum deilum við talsmenn Hamas að undanförnu um það hverjir hafi staðið að baki morðinu á Sharif. Þessar deilur hafa varpað ljósi á djúpstæða valdabaráttu tveggja helztu fylkinga Palest- ínumanna, sem standa annars vegar með PLO að sjálfstjóm- inni, og hins vegar Hamas, sem vilja enga friðarsamninga við Israela. Akvörðun um kjarnavopn eftir könnun GEORGE Femandes, vamar- málaráðherra Indlands, sagði 1 gær að ríkisstjómin myndi taka ákvörðun um hvort hún hygðist koma upp kjarnorkuvopnabúri eða ekki eftir að ýtarleg könn- un á vamarþörfum landsins hefur verið gerð. Fernandes tjáði blaðamönnum í Nýju-Del- hi þetta, en hann sagði ekkert um hvað ætlað væri að þessi könnun tæki langan tíma. Reuters BORGARSTARFSMAÐUR mokar snjó á Rauða torginu í Moskvu í gær. Snjókoma og rigning víða um Evrópu París, Moskvu, London. Reuters, The Daily Telegraph. SNJOKOMA og rigning olli miklu umferðaröngþveiti í Frakklandi á mánudag og eru að minnsta kosti sex dauðsfóll rakin til þessa. Gífur- legur umferðarþungi var á þjóð- vegum er fólk sneri heim á leið úr páskafríi og urðu víða fjölda- árekstrar, í tveim tilfellum skullu hátt í þrjátíu bílar saman. Verst var ástandið í Vosgeshéraði þar sem jafnfallinn snjór var 30-40 cm og mörg þúsund heimili voru án rafmagns um tíma. I Englandi létust fimm manns af völdum einhverra mestu flóða sem komið hafa í manna minnum. Úr- koma var gífurleg og að sögn veð- urfræðinga var hún nærri monsún- mörkum. Þúsundir urðu að yfir- gefa heimili sír. vegna veðurhams- ins í Miðlöndum og Austur-Anglíu. Veðurfræðingar voru hóflega bjartsýnir á að það versta væri af- staðið, en sögðu þó að búast mætti við nokkurri snjókomu næstu daga. Þá myndu nokkrir dagar líða áður en yfirborðshæð í ám yrði komin í eðlilegt horf. Talsmaður bresku veðurstofunn- ar sagði að flóð sem þessi væru eðlileg veðurfyrirbæri í norð-vest- urhluta Evrópu á 15-20 ára fresti þegar sumarið nálgaðist. And- rúmsloftið væri að hlýna, en enn væri kalt í efstu lögum þess og þvi skapaðist óstöðugleiki. Þetta sé svipað því sem gerst hafi 1983. I Moskvu snjóaði óvænt um helgina og gerði það borgarstjór- anum svo gramt í geði að hann hót- aði að hætta viðskiptum við Veður- stofu Rússlands, en veðurfræðing- ar þar höfðu spáð blíðviðri. Fulltrúi borgarstjórans, Júrís Lúsjkovs, sagði: „Samskiptum okkar kann að verða hætt ef þessum blekkingum verður haldið áfram. Svona villandi upplýsingar hafa borist oftar en einu sinni á nýliðnum vetri.“ A sunnudag var jafnfallinn snjór 16 cm í Moskvu, en spáð hafði verið 9-11 stiga hita og rigningu. Lúsjkov er einn þeirra sem þykja líklegir til forsetaframboðs 2000 og er kunnur af raunsæjum viðhorf- um. Á mánudag hótaði hann að stofna veðurstofu borgarinnar vegna þessa máls. Rússneskir veðurfræðingar báru hönd fyrir höfuð sér og bentu á að engin veðurstofa í heiminum hefði spáð þeirri snjókomu sem varð í Moskvu á sunnudag. Talsmaður Veðurstofunnar sagði að það væri óhjákvæmilegt að spár gengju ekki alltaf eftir. Hann viðurkenndi enn- fremur að samdráttur í fjárveit- ingu til Veðurstofunnar undanfarin fimm ár hefði komið niður á starf- seminni. OLIS ef þú verslar með Vildarkorti Visa og Flugleiða á Olísstöð olÍ5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.