Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.04.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1998 27 Hamas- samtökin vöruð við PALESTÍNSKIR embættis- menn vöruðu Hamas-samtök herskárra múslima við því í gær að gera lítið úr rannsókn palestínskra yfirvalda á andláti Hamas-sprengjusmiðsins Mu- hyideen al-Sharifs. Sjálfstjórnaryfirvöld Palest- ínumanna hafa átt í hörðum deilum við talsmenn Hamas að undanförnu um það hverjir hafi staðið að baki morðinu á Sharif. Þessar deilur hafa varpað ljósi á djúpstæða valdabaráttu tveggja helztu fylkinga Palest- ínumanna, sem standa annars vegar með PLO að sjálfstjóm- inni, og hins vegar Hamas, sem vilja enga friðarsamninga við Israela. Akvörðun um kjarnavopn eftir könnun GEORGE Femandes, vamar- málaráðherra Indlands, sagði 1 gær að ríkisstjómin myndi taka ákvörðun um hvort hún hygðist koma upp kjarnorkuvopnabúri eða ekki eftir að ýtarleg könn- un á vamarþörfum landsins hefur verið gerð. Fernandes tjáði blaðamönnum í Nýju-Del- hi þetta, en hann sagði ekkert um hvað ætlað væri að þessi könnun tæki langan tíma. Reuters BORGARSTARFSMAÐUR mokar snjó á Rauða torginu í Moskvu í gær. Snjókoma og rigning víða um Evrópu París, Moskvu, London. Reuters, The Daily Telegraph. SNJOKOMA og rigning olli miklu umferðaröngþveiti í Frakklandi á mánudag og eru að minnsta kosti sex dauðsfóll rakin til þessa. Gífur- legur umferðarþungi var á þjóð- vegum er fólk sneri heim á leið úr páskafríi og urðu víða fjölda- árekstrar, í tveim tilfellum skullu hátt í þrjátíu bílar saman. Verst var ástandið í Vosgeshéraði þar sem jafnfallinn snjór var 30-40 cm og mörg þúsund heimili voru án rafmagns um tíma. I Englandi létust fimm manns af völdum einhverra mestu flóða sem komið hafa í manna minnum. Úr- koma var gífurleg og að sögn veð- urfræðinga var hún nærri monsún- mörkum. Þúsundir urðu að yfir- gefa heimili sír. vegna veðurhams- ins í Miðlöndum og Austur-Anglíu. Veðurfræðingar voru hóflega bjartsýnir á að það versta væri af- staðið, en sögðu þó að búast mætti við nokkurri snjókomu næstu daga. Þá myndu nokkrir dagar líða áður en yfirborðshæð í ám yrði komin í eðlilegt horf. Talsmaður bresku veðurstofunn- ar sagði að flóð sem þessi væru eðlileg veðurfyrirbæri í norð-vest- urhluta Evrópu á 15-20 ára fresti þegar sumarið nálgaðist. And- rúmsloftið væri að hlýna, en enn væri kalt í efstu lögum þess og þvi skapaðist óstöðugleiki. Þetta sé svipað því sem gerst hafi 1983. I Moskvu snjóaði óvænt um helgina og gerði það borgarstjór- anum svo gramt í geði að hann hót- aði að hætta viðskiptum við Veður- stofu Rússlands, en veðurfræðing- ar þar höfðu spáð blíðviðri. Fulltrúi borgarstjórans, Júrís Lúsjkovs, sagði: „Samskiptum okkar kann að verða hætt ef þessum blekkingum verður haldið áfram. Svona villandi upplýsingar hafa borist oftar en einu sinni á nýliðnum vetri.“ A sunnudag var jafnfallinn snjór 16 cm í Moskvu, en spáð hafði verið 9-11 stiga hita og rigningu. Lúsjkov er einn þeirra sem þykja líklegir til forsetaframboðs 2000 og er kunnur af raunsæjum viðhorf- um. Á mánudag hótaði hann að stofna veðurstofu borgarinnar vegna þessa máls. Rússneskir veðurfræðingar báru hönd fyrir höfuð sér og bentu á að engin veðurstofa í heiminum hefði spáð þeirri snjókomu sem varð í Moskvu á sunnudag. Talsmaður Veðurstofunnar sagði að það væri óhjákvæmilegt að spár gengju ekki alltaf eftir. Hann viðurkenndi enn- fremur að samdráttur í fjárveit- ingu til Veðurstofunnar undanfarin fimm ár hefði komið niður á starf- seminni. OLIS ef þú verslar með Vildarkorti Visa og Flugleiða á Olísstöð olÍ5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.