Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjúkrasjóður Verslunarmannafélags Reykjavíkur
Bætur til barna vegna
andláts margfaldaðar
AKVEÐIÐ hefur verið að hækka
bætur úr sjúkrasjóði Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur til bama
undir 21 árs aldri vegna andláts
foreldris úr 160 þúsund krónum í
800 þúsund krónur vegna hvers
bams.
Til þessa hafa verið mismunandi
bætur greiddar eftir því hvort við-
komandi lést af slysföram eða ekki,
en hér eftir verða greiddar jafnhá-
ar bætur í báðum tilvikum. Þetta
þýðir svo dæmi séu tekin að bætur
frá sjóðnum til eftirlifandi maka
með eitt barn nema 1.200 þúsund
krónum og bætur til maka með tvö
böm 2 milljónum króna. Fyrir
breytinguna hefðu bætumar numið
700 þúsund krónum til maka með
tvö böm.
Tryggingafræðileg úttekt
Magnús L. Sveinsson, formaður
VR, sagði að farið hafi verið ítar-
lega yfir reglugerð sjóðsins að
undanfömu. Meðal annars sé nú
kveðið á um að ekki sjaldnar en
fimmta hvert ár skuli trygginga-
fræðingur gera úttekt á sjóðnum
til að meta hver staða hans sé. Það
sé nauðsynlegt vegna þeirra skuld-
bindinga sem sjóðurinn hafi tekið
á sig vegna réttinda félagsmanna.
A hverjum tíma þurfi að vera
tryggt að sjóðurinn eigi fyi'ir
skuldbindingum sínum í framtíð-
inni.
Sjúkrasjóður VR hefur einnig
nýverið aukið greiðslur til foreldra
vegna langvinnra veikinda barna.
Frá 1. janúar síðastliðnum era
greiddar bætur í allt að níutíu daga
vegna þess að foreldri þarf að vera
heima hjá sjúki bami, en áður vora
greiddir 30 dagar.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Kletturinn
felldur
Vík. Morgunblaðið
GRÍÐARSTÓR klettur sem stóð
skammt frá Hótel Vík í Mýrdal
var felldur í fyrrakvöld. Talið
var að mikil hætta stafaði af
klettinum þar sem hann var
sprunginn frá berginu.
Ingimar Björnsson vörubíl-
stjóri setti vörubílstjakk í
sprunguna og tjakkaði. Féll
kletturinn um hálfan metra en
bjargið, 20-30 metra hátt og 6-8
metrar að breidd, féll fram yfir
sig og dreifðist í allt að 20 metra,
út á bflastæðið við Hótel Vík en
olli ekki tjóni.
Fastafloti
NATO í
höfn
FASTAFLOTI Atlantshafsbanda-
lagsins er nú í Sundahöfn í Reykja-
vík, alls átta skip frá sjö ríkjum
Nato með samtals um 1.600 sjóliða
um borð.
Almenningi gafst kostur á að
skoða skipin í gær og í dag, sunnu-
dag, verða þau til sýnis frá klukkan
13 til 16.
Skipin eru frá Bandaríkjunum,
Bretlandi, Hollandi, Kanada, Nor-
egi, Spáni og Þýskalandi. Þau fara
héðan á mánudag.
Einsöngs-
tónleikar
Þórunnar
Stefáns-
dóttur
ÞÓRUNN Stefánsdóttir mezzó-
sópran og Ólafur Vignir Albertsson
píanóleikari halda einsöngstónleika
í Hafnarborg, Hafnarfirði, í kvöld
kl. 20.30. Tónleik-
arnir era loka-
áfangi burtfarar-
prófs Þórannar frá
Söngskólanum í
Reykjavík. Að-
gangur er ókeypis
og þllum heimill.
Á efnisskránni
era íslensk sönglög
eftir Áma Harðar-
son, Gunnar Reyni
Sveinsson og Sig-
valda Kaldalóns, erlendir ljóða-
söngvar meðal annars eftir Benja-
min Britten, Samuel Barber og Ric-
hard Strauss og óperuaríur, meðal
annars úr La Favorita eftir Don-
izetti og Spaðadrottningunni eftir
Tsjækovskíj.
Þórann er fædd í Reykjavík en
hefur verið búsett í Hafnarfirði
undanfarin ár. Hún lauk 8. stigi í
söng árið 1996 frá Tónlistarskóla
Garðabæjar og hóf sama ár fram-
haldsnám við Söngskólann í
Reykjavík og tók burtfararpróf ári
síðar. Eru tónleikamir nú lokaá-
fangi prófsins. Snæbjörg Snæbjam-
ar hefiir frá upphafi verið aðalkenn-
ari Þórannar, en jafnframt hefur
hún sótt námskeið hjá Helene Kar-
usso og André Orlowitz, bæði hér
heima og erlendis.
-' ' ■ msM
Nauðsynleg
áhugafólki
um gardrækt
• Jafnt fyrir
byrjendur sem vana
garðyrkjumenn.
• 550 blaðsíður í
stóru broti.
• 3.000 litmyndir og
skýringarteikningar.
0
FORLAGIÐ
Laugavegi 18 • Sími 615 2500 • Siftumúla 7 • Sfmi 510 2500
Þórunn
Stefánsdóttir
VIKAN 19/4 - 25/4
►LÆKNAFÉLAG fslands og
læknadeild Háskóla íslands
vilja að frumvarpi
heilbrigðisráðherra um
gagnagrunna á heilbrigðis-
sviði verði frestað til næsta
þings, en ekki keyrð í gegn í
vor eins og stefnt er að á
Alþingi. Læknafélagið telur
frumvarpið gallað og það
yrði ógæfumál ef það næði
fram að ganga, því þá muni
bæði vérðmæti og mann-
réttindi jafnt sem vísinda-
umhverfi og fjármagn
glatast.
►JÓHANN Ársælsson
fulltrúi Alþýðubandalags
sagði af sér störfum í
bankaráði Landsbankands á
fimmtudag. Anna Margrét
Guðmundsdóttir fulltrúi
Alþýðuflokks tilkynnti hins
vegar að hýn myndi sitja
áfram í bankaráðinu, eftir að
hafa hugleitt alvarlega að
segja sæti sfnu lausu.
►VALUR varð íslands-
meistari í handknattleik
karla þegar þeir lögðu Fram
27:23 í þriðja leik liðanna.
Þetta er í 8. sinn á tíu árum
sem Valsmenn hljóta titilinn.
Njarðvfkingar sigruðu KR í
úrslitaleik íslandsmeistara-
mótsins f körfuknattleik
106:94, og tryggðu sér þar
með íslandsmeistaratitilinn f
tfunda sinn í efstu deild karla
frá upphafi.
►SPARISJÓÐUR
Ólafsíjarðar var rekinn með
316 milþ'óna króna tapi á
sfðasta ári. Tapið stafar
aðallega af því að
nauðsynlegt þótti að leggja
388 miHjónir króna í
afskriftareikning útlána, 100
milljónum meira en gert var
ráð fyrir í björgunar-
aðgerðum sl. haust.
Flotkví slitnaði úr togi
dráttarbátar
FLOTKVÍ sem verið var að flytja frá
Skotlandi til íslands slitnaði úr togi
dráttarbátsins öðru sinni sl. sunnudag.
Kvína rak um 200 sjómílur vestur af
Reykjanesi undan sterkri austanátt.
Um tíma var óljóst hvaða aðilar tækju
að sér að draga kvína að landi á ný en á
þriðjudag tók Landhelgisgæslan að sér
verkið og sendi tvö varðskip á staðinn.
Vegna slæms veðurs komu varðskips-
menn ekki taug í kvína fyrr en á fóstu-
dag og náðu þar með að stöðva rek
hennar.
Orsök matareitrunar
fundin
BAKTERÍAN sem olli hópmatareitrun
á höfuðborgarsvæðinu um páskana
greindist í vikunni. Bakterían er ein
helsta orsök svonefnds ferðamannanið-
urgangs sem helst verður vart í heitaií
löndum, en hefur aldrei áður valdið
hópsýkingu hér á landi. Bakterían þarf
að vera í miklu magni í matvælum til að
valda sýkingu og eins og aðrar þarma-
sýkingar kemur hún helst upp þar sem
hreinlæti er ábótavant. Um 150 gestir
fimm fermingarveislna sem haldnar
voru á skírdag fengu matareitrun.
Nýtt stjórnskipurit
Landsbanka fslands
HALLDÓR J. Kristjánsson nýráðinn
bankastjóri Landsbanka íslands hf.
kynnti nýtt stjómskipurit bankans á
starfsmannafundi á fóstudag og öðlaðist
það þegar í stað gildi. Samkvæmt
skipuritinu verður rekstri bankans
skipt í fjögur svið og munu fram-
kvæmdastjórar þeirra bera ábyrgð
gagnvart aðalbankastjóra. Þá mun
starfsmannadeild heyra beint undir að-
albankastjóra og formaður endurskoð-
unardeildar heyrir beint undir banka-
ráð.
Dúman samþykkir
Kíríjenkó
NEÐRI deild rússneska þingsins,
Dúman, staðfesti á fóstudag útnefn-
ingu Sergeis Kíríjenkós í embætti for-
sætisráðherra er greidd vora atkvæði
um hana í þriðja og síðasta sinn. Hefði
Dúman hafnað Kíríjenkó hefði Jeltsín
neyðzt til að leysa þingið upp og boða
til kosninga. Úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar, sem var leynileg, voru afger-
andi - Kíríjenkó hlaut stuðning 251
þingmanns en 25 voru á móti. 39 sátu
hjá. í fyrri atkvæðagreiðslunum
tveimur hafði honum verið hafnað með
töluverðum meirihluta atkvæða.
Kommúnistar höfðu beitt sér harðast
gegn útnefningu Kíríjenkós og sagt
hann of ungan og skorta reynslu til
þess að geta leyst þann gífurlega efna-
hagslega og félagslega vanda sem við
blasir í Rússlandi nú. Jeltsín hafði hins
vegar hvergi hvikað frá því að Kíríj-
enkó, sem er 35 ára, fyrrverandi
bankastarfsmaður og orkumálaráð-
herra, væri rétti maðurinn til þess að
fara fyrir nauðsynlegu umbótastarfi.
Kíríjenkó mun kynna ráðherralista
nýrrar ríkisstjómar fyrir forsetanum
fyrir miðja vikuna.
Vonir bundnar við
Lundúnafund
NIÐURSTAÐA viðræðna Tony Bla-
irs, forsætisráðherra Bretlands, í for
hans til Mið-Austurlanda í upphafi vik-
unnar varð sú, að Madeleine Albright,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
mun stýra friðarviðræðum ísraela og
Palestínumanna í Lundúnum 4. maí
nk., þar sem hún mun eiga fundi með
Yasser Arafat, forseta heimastjómar
Palestínumanna, og Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra ísraels. Á
fundinum verða ræddar tillögur
Bandaríkjamanna er miða að því að
koma friðarumleitunum fyrir botni
Miðjarðarhafs af stað á ný. Efasemdir
eru þó um að árangur verði af viðræð-
unum.
►BREZK stjórnvöld viður-
kenndu á þriðjudag að þau
hefðu fallizt á að taka við
geislayirkum úrgangi frá Ge-
orgíu og eyða honum, í því
skyni áð hindra að hann
lendi í höndum manna sem
vilja reyna að smíða kjam-
orkuvopn.
►FIMMTÍU og þrír fórust er
Boeing 727-200-flugvél, sem
Air France-flugfélagið var
með í leigu, hrapaði í fjall-
lendi skammt frá Bogota í
Kólombiú seint á mánudags-
kvöld. Fulltrúar flugfélags-
ins sögðu vélina hafa verið
nýyfirfarna og áhöfnin hafi
einnig nýlokið upprifjunar-
námskeiði er slysið varð.
►ÞÝZKU hryðjuverkasam-
tökin Rauða herdeildin
(RAF), sem einnig voru
þekkt sem Baader-Meinhof-
samtökin, hafa verið lögð
niður. Þetta var tilkynnt í
átta sfðna yfirlýsingu, sem
barst fjölmiðlum á mánudag
og þýzk yfirvöld staðfestu
síðar að væri ósvikin. Yfir 50
pólitísk morð em skrifuð á
reikning RAF, framin á tíma-
bilinu 1969-1991.
►TENGSL Færeyja og Dan-
merkur eru ofarlega á baugi
í kosningabaráttunni í
Færeyjum vegna lögþings-
kosninga 30. apríl nk. Reiði
gætti líka i vikunni í Færeyj-
um gegn Mimi Jacobsen,
leiðtoga danskra mið-
demókrata, sem hafði niðr-
andi orð um þá er hún ákvað
að styðja ríkisstjórn Pouls
Nymps Rasmussens í því ^
skyni að „leysa hana úr gísl-
ingu“ færeyska þingmanns-
ins Jóannesar Eidesgaards.