Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG * Handleiðsla * I hugvekju dagsins segir Heimir Steins- son m.a.: Þegar Guð vitrast þér í leyndar- dómi er hinn upprisni Kristur sjálfur að tala til þín. í SKÍRNINNI er hvítvoðung- ur helgaður Kristi með tákni hins heilaga kross bæði á enni og brjóst og þrívegis ausinn vígðu vatni í nafni Guðs, Föður, Sonar og Heilags anda. Engan vel- gjöming stærri á ég að þakka en þann, að þetta skyldi fram við mig koma ómálga. Allar götur síðan hefur hinn krossfesti og upprisni Drottinn Jesús Kristur verið eigandi minn og leitt mig sér við hönd. Bernskuár í frumbernsku læra böm bænir við móðurkné eða föður. Fátt er dýrmætara en þessar bænir. Þær vitja mannsins síðar á ævinni og eru honum hald og traust í stormum lífsins. Mér er það ógleymanlegt, er móðir mín sat við rekkjustokk minn og kenndi mér Faðir vor. Sjálfur fór ég með Drottinlega bæn ásamt sonardætrum mínum nú fyrir nokkrum kvöldum, en þær hafa lært bænina af foreldrum sínum. Þannig flyzt arfleifð heil- agrar kirkju frá manni til manns, kynslóð eftir kynslóð. Vér eigum því láni að fagna, að hér á landi kennir skólinn börnum kristin fræði um nokk- urra ára skeið. Með þeim hætti kynnast aliir íslendingar veiga- mesta hlutanum af menningar- sögu Vesturlanda. Jafnframt eiga bömin þess kost að rækja trú sína bg iðka hana hvert í sínu lagi og í samfélagi kristinna manna. Barnastarf kirkjunnar kemur í síðast greindu efni til móts við þarfir allra. Með reglu- bundnum hætti eru bömin kvödd til helgrar þjónustu. Þannig starfa menntastofnanim- ar skóli og kirkja saman að handleiðslu ungmenna í umboði Krists. Fertning íslenzkir unglingar eru upp til hópa fermdir að hætti kristinna manna. Við það tækifæri verða þáttaskil. Barnið kynnist grund- vallaratriðum kristinnar trúar og nýtur vegsagnar prestsins síns við iðkun trúarinnar. Alla daga verður hún minnisstæð glíman, sem fermingamndirbún- ingurinn hafði í fór með sér. Það var sem leyndardómum lífsins væri bmgðið upp fyrir augum barnanna og þau hvött til að ganga á hólm við hinztu rök til- vemnnar. Að loknum fermingamndir- búningi feta bömin nú á dögum hvítskrýdd upp að altari Drottins. Þar heita þau því að hafa frelsar- ann Jesúm Krist að leiðtoga lífs- ins. Hann sem áður tók oss að sér í heilagri skím gjörist á ferming- ardegi leiðtogi vor að fullu. Hann fylgir mönnum fram á leið. Hversu mjög sem aðrir áhrifa- valdar hafa bömin að spotspæni næstu árin er Kristur jafnan nærstaddur og yfirgefur engan. Fram eftir ævi Æskuárin em að jafnaði tími margs konar endurskoðunar. Einstaklingurinn stendur and- spænis sundurleitum tiiboðum. Oft er vegið að kristnum verð- mætum í brjósti hans. Við slík tækifæri verður það ljósara en nokkm sinni, að Guð er í nánd. Hann yfirgaf mig aldrei, þótt ég um stund þættist snúa baki við honum á yngri ámm. Um síðir kvaddi hann mig aftur á sinn fund og beindi mér inn á rétta braut. Hið sama sé ég hann gjöra hverju sinni sem hjónaefni koma fram fyrir altari Drottins og þegar foreldrar bera börn til skímar og fylgja þeim til bama- starfs kirkjunnar og fermingar síðar. Þar með era þó aðeins nefnd einstök dæmi um það, að ævinlega er Kristur að verki og býður hverjum og einum búsetu í faðmi sér. Honum eiga menn það að þakka, að þeim tekst að koma fyrir sig fótum í lífsbaráttunni, eignast heimili og fjölskyldu, ævistarf og aðra nytsama iðju. Þegar vér komum börnum vor- um áfallalaust á legg í svipti- vindasömum heimi skyldum vér muna eftir að lofa Guð fyrir handleiðslu hans í öllum hlutum. í hádegisstað Ég þakka Guði þau andartök, er hann lætur mig skynja návist sína. Ég er staddur á fömum vegi ellegar í stofunni heima hjá mér. Skyndilega er Guð hjá mér, fer um hugskot mitt eins og blíð- ur vindblær eða bregður fyrir innri augu líkt og leiftri. Þessum stundum verður ekki með orðum lýst. Þær hafa í fór með sér ör- yggi og styrk, yfirsýn og jafn- vægi, eilífðarvissu og einfald- leika. Vitranir tengjast á stundum bæn og hugleiðslu eða helgihaldi kirkjunnar. Oftar ber þær þó að höndum með öldungis óvæntum hætti. Andinn blæs hvar og hvenær sem Guði þóknast. Þeg- ar minnst vonum varir tekur Drottinn til máls við eyra þér. Það er Guð, sem þar er að veki einn og sjálfur. Undirbúningur þinn varðar litlu, en fmmkvæði Krists öllu. Lengi vel hélt ég, að vitranir væm fyrirboði einhverra sér- stakra tíðinda á æviveginum. Smám saman hefur mér lærzt, að svo er ekki. Vitranir em eink- um til marks um nærvem Guðs. Markmið Guðs er það, að þú og ég lifum öllum stundum „í Kristi“. Með vitmnum gefur hann forsmekk þessa ævarandi samfélags. Páll postuli orðar þetta þannig, að andi Guðs vitni um það með vomm anda, að vér erum Guðs böm (Róm. 8:16). Þetta gjörist hverju sinni sem Guð ávarpar þig. Guðs börn emm vér, - og þar með systkin Krists, bróðurins bezta. Hann hefur með kross- dauða sínum friðþægt fyrir syndir vorar og með upprisu sinni leitt í ljós líf og ódauðleika. Þegar Guð vitrast þér í leyndar- dómi er hinn upprisni Kristur sjálfur að tala til þín. Stjömustundir Kristinn maður spyr Drottin, hvers vegna stjömustundir guð- legrar návistar séu jafn fáar, stopular og skammvinnar og raun ber vitni. Við því gefast engin svör. Guð beinir því hins vegar til mannsins, að hann reyni að lifa lífi sínu í samræmi við stjömustundimar, að hann láti andartök upphafningarinnar móta hugsun sína og innri vem ævinlega. Jafnframt ætlast Drottinn til, að vér í umgengni vorri við samferðamenn sýnum öryggi og styrk, yfirsýn og jafn- vægi, eilífðarvissu og einfald- leika. Guð vill, að vér þjálfum oss í samfélagi við hann og föm- nauta vora. Markmið slíkrar þjálfunar er það, að lífið allt og eilífðin, sem vor bíður, verði oss og bræðmm vomm og systmm ein samfelld stjömustund. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sýnum gott fordæmi VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „í Morgunblaðinu sunnudaginn 19. apríl var frásögn og mynd af kenn- umm í grunnskólum og fjölskyldum þeirra þar sem farið var á langskipi út á Engeyjarsund til að undirbúa vorferð gmnn- skólanemenda á sama stað. Það sem vakti athygli mína á þessari mynd var að börnin á langskipinu vora öll án björgunarvesta. Nú á ég barn á gmnn- skólaaldri og hef ég vanið það á að í bílum notar mað- ur bílbelti og í bátum notar maður björgunarvesti. Það sýnir ekki gott fordæmi að bömin á myndinni vom ekki í björgunarvestum. Ahyggjufull mððir.“ Rispaður bfll í Nauthólsvík VE LVAKANDA barst eftirfarandi: „Tíl þín sem rispaðir kross djúpt í lakkið á bílnum mínum, þá stödd- um í Nauthólsvík, laug- ardaginn 4. apríl. Tilefn- ið hjá þér var ekki stórt. Það angraði þig svona að litli hundurinn minn skyldi ganga á sömu jörð og þú. Þá fannst þér það besta í stöðunni að eyði- leggja eigur mínar. Satt best að segja eftir að ég var búin að jafna mig að mestu, eftir reiðina og sársaukann sem ofbeldi þitt oUi mér, var helsta tilfinning mín meðaumk- un, með þér. Bæði vor- kenni ég þér að þú skulir ekki búa yfir getu til að gleðjast yfir kæti lítils hunds, sem nýtur þess að leika sér úti í góða veðrinu, einnig að þú skulir halda að skemmd- ir á eigum mínum veiti þér einhverja ánægju. Nei, þú vildir bara eyði- leggja gleði litla dýrsins, og eiganda þess, yfir samveru úti á góðum degi. Og það tókst þér líka. Þú settir ekki bara sár á bílinn minn, heldur á sálina mína líka, yfir því að nokkur maður skuli geta verið svona vondur við aðra. Bílinn minn hafði ég eignast að- eins um 15 dögum áður, og hafði verið mikil gleði hjá mér og börnunum mínum yfir því að við skyldum geta eignast fallegan bíl, því fjárhag- urinn er fremur þröngur, enda bara ein fyrirvinna. Bílinn verðum við að borga næstu 5 árin, og nú bætist þetta við, því ekki getum við hugsað okkur að hafa merki þitt á honum. Fagmaður seg- ir mér að þetta sé minnst kr. 15.000. Sárast þótti mér þó að sjá svipinn á börnunum mínum. Þú settir ljótan blett á trú þeirra á mannkynið líka. Að endingu vona ég í fyrsta lagi að þú sjáir þetta, og í öðm lagi að þú hugsir þig um tvisvar, næst þegar þú finnur hjá þér þörf til að dreifa sár- um á hluti, menn og dýr. Að endingu langar mig til að benda stjómvöld- um þessa lands og ekki síður borgaryfirvöldum í Reykjavík á það, að verði ekki gert eitthvað í því að bæta hið dýrafjand- samlega andrúmsloft sem hér ríkir, aðallega vegna afstöðu yfirvalda, sem stuðla dyggilega að því, öfugt við önnur lönd sem telja sig nokkurn veginn siðmenntuð, munu svona atburðir og enn verri verða æ tíðari hér, og taka á sig blæ of- sókna. Það er svo sem byrjað, en það á eftir að versna, nema gerð verði mikil bragarbót. Það er spuming sem allir lands- menn ættu að spyrja sig, og svara af hreinskilni. Viljum við ala bömin okkar upp í hatri á þeim vemm sem byggja með okkur þessa jörð, og eru Guðs sköpun, ekki síður en maðurinn? Ennfremur, hvort vilt þú, samlandi góður, vera sá sem særir hluti og menn, eða vera sá sem græðir? Konan með hundinn.“ Morgunblaðið/Sverrir ÞEGAR vorar hefst byggingarvinnan. Víkveiji skrifar... NÆSTKOMANDI fóstudagur, 1. maí, er alþjóðlegur hátíðisdagur vinnandi fólks. Vegur hans er því ærinn. Og með maímánuði, fimmta mánuði ársins, er vorið komið til að vera - og verða að sumri í fyllingu tímans. En 1. maí er fyrir fleiri sakir merkilegur dagur. Þennan dag árið 1928 var Flugfélag íslands hið eldra stofnað. Dagurinn er og fæðingar- dagur tveggja þjóðkunnra íslend- inga, Jóns Leifs og Jónasar frá Hriflu. Jón Leifs, tónskáld, var fæddur 1. maí 1899. Stjama hans sem tón- skálds er enn að rísa, þótt hann sé genginn til feðra sinna. Hún rís hærra og hærra, bæði meðal þjóðar- innar og úti í hinum stóra heimi. Kvikmynd um ævi hans, Tár úr steini, vakti verðskuldaða athygli fyrir fáeinum missemm. Jónas frá Hriflu Jónsson, f. 1. maí 1885, var einn af stofnendum Fram- sóknarflokksins og forystumaður hans lengi. Hann var og lengi skóla- stjóri Samvinnuskólans. Hann var einn þekktasti skóla- og stjómmála- maður þjóðarinnar í áratugi - og um hann léku oftar en ekki snarpir vindar. XXX YGGÐIN VIÐ BRÚNA, Selfoss, helzta vaxtarsvæði Suðurlands- kjördæmis, fékk kaupstaðarréttindi fyrir tuttugu ámm, 2. maí árið 1978. í fyrra, árið 1997, héldu Selfyssingar það á hinn bóginn hátíðlegt að fimm- tíu ár vom liðin frá því að staðurinn varð sjálfstætt sveitarfélag, en lög um Selfosshrepp öðluðust gildi 1. janúar 1947. Ölfusárbrú, byggð árið 1891, var mikið samgöngumannvirki. Hún lagði gmnninn að þéttbýli á þessum stað. Byggðin við brúna er réttnefni. Við brúna urðu krossgötur - miðstöð verzlunar, iðnaðar og samgangna fyrir Suðurlandsundirlendið. Þar búa nú meira en fjögur þúsund manns. Byggðaþróunin í landinu, sem bókstaflega kallar á fækkun og stækkun sveitarfélaga, leiddi síðan til sameiningar Selfosskaupstaðar, Stokkseyrarhrepps, Eyrarbakka- hrepps og Sandvíkurhrepps - í Ár- borg eða Árborgarbyggð. Svo örar eru breytingamar í landi okkar. Eft- ir stendur að brúin yfir Ölfusá var hinn mikli áhrifavaldur um byggða- þróun á þessu svæði - Brúarbyggð. xxx ÚSUNDIR íslendinga huga nú að garðyrkju. Trúlega er gulrót- argras þegar komið upp í stöku vel skýldum beðum. Kartöflur spíra og á kjörstöðum og bíða þess að bera ávöxt í moldu. Óhætt er að segja að áhugi á garðyrkju hvers konar sé mikill. Hann var reyndar til staðar - í smáum stíl - þegar á landnámsöld. Garðar voru að fornu kenndir til einstakra jurtategunda: grasagarð- ar, hvannagarðar og laukagarðar. Einnig vom ræktaðar bmggjurtir, malurt og mjaðarjurt. Bygg var og ræktað til ölgerðar, en öl skal til vin- ar drekka, ef marka má fornt spak- mæli. Gísli sýslumaður Magnússon (Vísa-Gísli) hóf garðyrkju að Munka- þverá í Eyjafirði upp úr miðri 17. öld. Kálrækt mun og hafa verið stunduð í Skálholti á biskupsárum Þórðar Þorlákssonar í lok þeirrar aldar. Upp úr miðri 18. öld hefja Hastfer barón á Bessastöðum og séra Björn Halldórsson í Sauðlauks- dal kartöflurækt hér á landi. Séra Birni tókst og vel upp við ræktun annarra matjurta. Garðyrkjuáhugi var þó ekki al- mennur fyrr en á 20. öldinni. Það var helzt á biskupsstólum og stórbýlum sem hugað var að matjurtum fyrr á tíð. Nú er öldin önnur. Grænir fingur prýða annan hvum mann. Enda seg- in saga að grænmeti hvers konar, að ekki sé nú minnst á kartöflumar blessaðar (en Víkverji dagsins held- ur mest upp á rauðar íslenzkar), bragðast bezt úr eigin ræktun. Það er að auki ómæld ánægja sem fylgir því að sjá eitthvað verða til, vaxa og dafna, svo að segja í eigin höndum. Gleðilegt garðyrkju- og trjáræktar- sumar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.