Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 64
 |T|N|T| Express Worldwide . 580 1010 íslandspóstur hf Hraðflutningar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Vatnstjón í Hamra- borg MIKIÐ tjón er talið hafa orðið í fimm íbúðum í fjölbýlishúsi í Hamraborg 32 í Kópavogi um sjöleytið í gærmorgun þegar slanga í þvottavél gaf sig með þeim afleiðingum að vatn flæddi um ganga og milli íbúða. Sameiginlegt þvottahús er á annarri hæð hússins og gaf sig slanga í þvottavél sem þar var. Vatn komst inn í fjórar íbúðir á þeirri hæð og í eina íbúð á næstu hæð fyrir neðan. Einnig komst vatn í stigahúsið og niður í kjall- ara. Gólfefni skemmdust á þeim fimm íbúðum sem flæddi inn í. Teppi og parket voru á gólfum í íbúðunum og var unnið að því í gærmorgun að meta skemmd- irnar. Slökkvilið kom á staðinn með Morgunblaðið/Ámi Sasberg UNNIÐ var að því í gær- morgun að fjarlægja parket af gólfum sem skemmst hafði af völdum vatnsins. vatnssugu og tók mesta vatnið af gólfum og tóku síðan starfsmenn á vegum tryggingafélaganna við. Ahrif sjómannaverkfalls á Utgerðarfélag Akureyringa Afkoman versnar um 40-50 milljónir króna VELTA Útgerðarfélags Akureyr- inga hf. minnkaði um 140 milljónir króna vegna sjómannaverkfallsins og afkoma félagsins versnar um 40-50 milljónir króna vegna þess. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir að ljóst sé orðið að sjómannaverkfallið hafi haft veruleg og neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Eg er óánægðastur með að sjá sjómenn okkar, sem við höfum átt mjög gott samstarf við í áratugi, fara í verk- fall vitandi að það gefur þeim ekki neitt í aðra hönd en við berum mjög skarðan hlut frá borði,“ sagði Guðbrandur. Hann benti á að vegna verkfallsins hefði landvinnsl- an stöðvast í tvígang og 21 veiði- dagur skipa ÚA fallið niður, sem hefði veruleg áhrif á rekstur fyrir- tækisins. Velta í landvinnslunni minnkaði um 100 milljónir króna I innanhússfréttabréfi ÚA sem út kemur næstkomandi mánudag kemur fram að vegna verkfallsins minnkaði velta í landvinnslu um 100 milljónir og um 40 milljónir á frystitogurunum, samtals varð veltutap 140 milljónir kr. Til við- bótar tapi á framlegð vegna minni veltu kemur mikið óhagræði í land- vinnslunni. „Það skiptir mjög miklu máli í bolfiskvinnslunni í landi, sem er langstærsti þátturinn í rekstrinum hjá okkur um þessar mundir, að halda stöðugleika og jöfnu flæði í gegn. Sem dæmi má nefna að fyrir verkfallið komu öll skipin inn og við fengum mikla aflatoppa inn í móttökuna. Það leiddi til þess að næturvinna varð mun meiri en eðli- legt getur talist og hlutfall hávirð- isafurða verður minna eftir því sem frá líður vegna þess að við erum að vinna sífellt eldra hráefni," sagði Guðbrandur. Hann kvaðst vera þess fullviss að sjómannaverkfallið setti með svipuðum hætti mark sitt á rekstur annarra sjávarútvegsfyrirtækja sem væru í svipaðri aðstöðu og ÚA og byggðu reksturinn á fersku hrá- efni. Lögregla veitti eftirför LÖGREGLAN í Reykjavík veitti ungum manni eftirför aðfaranótt laugardagsins. Maðurinn sinnti ekki stöðvunar- merkjum lögi'eglu en bfll hans var án afturljósa. Maðurinn ók gegn rauðu umferðarljósi og gegn akst- ursstefnu meðan á eftirfórinni stóð en náðist loks á Sæbraut. Hann er grunaður um ölvun við akstur. ------------ Bakvandamál Kostnaður þjóðfélagsins milljarðar kr. BAKVANDAMÁL kosta þjóðfélag- ið nokkra milljarða á ári, en spara mætti tugi milljóna króna eingöngu með því að draga úr ónauðsynlegum rannsóknum, að mati Jóseps Ó. Blöndal, yfirlæknis St. Fransiskus- spítalans í Stykkishólmi. Jósep gagnrýnir í viðtali í blaðinu að of mildð sé um ónauðsynlegar og gagnslausar meðferðir, sjúkraþjálf- un sé oft rang- og misnotuð og að iéleg tjáskipti og skilningur sé milli sjúkraþjálfara og lækna. Þá veltir hann einnig fyrir sér hvort líkams- og heilsurækt, eins og hún hefur þróast, sé blekking, viðskipti eða hvort tveggja. ■ Dýrasta/10-12 ------♦-♦-♦--- Akureyri Drengurinn úr lífshættu SEX ára gamall drengur, sem fannst meðvitundarlaus á botni Sundlaugar Akureyrar á föstudag, er talinn úr lífshættu. Drengurinn var fluttur á gjör- gæsludeild FSA og var haldið sof- 3,ndi. Hann er enn í öndunarvél en er, sem fyrr segir, talinn úr lífshættu. Vorverkin í garðinum VEÐUR hefur verið með ein- dæmum gott suðvestanlands undanfarna daga og hefur fólk notfært sér það óspart til nauð- synlegra vorverka í görðum sínum. Þau Jytte og Birgir voru komin út í garð sinn við Elliða- vatn eldsnemma í gærmorgun með garðverkfærin. iviui gun uiauiu/tvi iu ocuuerg Viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar meðal foreldra 40% telja kennslu- stundir of fáar MEIRIHLUTI foreldra, 57,6%, tel- ur að barn sitt fái hæfilega margar kennslustundir í grunnskólanum yf- ir skólaárið en um 40% telja þær frekar of fáar eða allt of fáar. Þetta kemur fram í könnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands fyrir Samfok um viðhorf for- eldra í Reykjavík til málefna grunn- skóla. Þar kemur einnig fram að 85,6% foreldra vilja að lögð sé nokkru eða mun meiri áhersla á tölvu- og upplýsingatækni í grunn- skólum. Spurt var um viðhorf foreldra til þess þegar kennsla er felld niður, t.d. vegna starfsdaga eða foreldra- viðtala. Tæpur helmingur svarenda var frekar eða mjög óánægður. Þá kom í ljós í könnuninni að 63% foreldra vilja að lögð sé meiri áhersla á raungreinar í skólum. 26,9% töldu að þáttur raungreina mætti vera mun meiri, 36,5% töldu að hann mætti vera nokkru meiri og 35,9% töldu hann vera hæfílega mik- inn. Einnig kom fram vilji til að auka veg erlendra tungumála. 32,4% vildu leggja mun meiri áherslu á þann þátt, 31,5% nokkru meiri og 36,1% töldu hann hæfilegan. Rúmur helmingur svarenda, 57,6%, taldi hins vegar þátt móður- málsins í grunnskólanum hæfilegan, en 42% foreldra vilja að lögð sé nokkru eða mun meiri áhersla á móðurmál. Opinn fundur um grunnskólann í Reykjavík Samfok, Samband foreldrafélaga og foreldraráða í skólum Reykjavík- ur á grunnskólastigi, efnir til opins fundar með oddvitum D-lista og R- lista á Grand Hóteli nk. þriðjudags- kvöld. Þar munu Árni Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynna áherslur og framtíðarsýn og hvem- ig listarnir hyggjast framkvæma stefnu menntamálaráðuneytisins í grunnskólamálum. Fjölmennt var í mið- bænum UM 2.000 manns voru í mið- bænum aðfaranótt laugar- dagsins þegar mest var. Að sögn lögreglu var veður milt og giskaði hún á að um 200 erlendir sjóliðar hefðu verið í miðbænum og var framkoma þeima í góðu lagi. Vista þurfti tólf manns í fangageymslum vegna ölvun- ar eða annarra óspekta. Olv- un í miðbænum þótti í meðal- lagi. Þá lagði lögregla hald á tæplega 40 lítra af landa í austurbænum í götueftirliti. Patreksfjörður Háanes hf. kaupir togara HÁANES hf. á Patreksfirði hefur keypt rækjufrystitogarann Hrafnseyri ÍS 10 af Þorbimi hf. Grindavík. Togarinn, sem fær nafnið Guð- rún Hlín BÁ 122, hefur yfir að ráða 1.300 tonna þorskígildiskvóta að sögn Guðfinns Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Háaness hf. Kaup- verð fékkst ekki uppgefið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.