Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI INGIMUNDARSON, Vfðilundi 12i, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 30. apríl kl. 10.00. Auður Kristinsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Ólafur Huxley Ólafsson, Kristín S. Árnadóttir, Friðrik Vagn Guðjónsson, Árni Huxley Ólafsson, Elisabeth Andersen, Finnur Friðriksson, Kristín Sóley Björnsdóttir, Auður Inga Ólafsdóttir, Hildur Friðriksdóttir og langafabörn. + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GUÐRÚN FRÍMANNSDÓTTIR píanókennari, Lálandi 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 28. apríl kl. 13.30. Ferdinand Alfreðsson, Margrét Stefánsdóttir, Frímann Ari Ferdinandsson, Sigurveig Ágústsdóttir, Helga Margrét Ferdinandsdóttir, Kristinn Alfreð Ferdinandsson, Guðrún Ósk Frímannsdóttir, Hanna Frímannsdóttir, Höskuldur Frímannsson. + Elskulegur faðir, tengafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON málarameistari, Kópavogsbraut 10, sem andaðist mánudaginn 20. apríl síðast- liðinn, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 28. apríl kl. 15.00. Samúel Guðmundsson, Ásta Guðmundsdóttir, Einar Þór Samúelsson, Ásta Hjördfs Valdimarsdóttir, Tanja Dögg Einarsdóttir, Guðmundur Jónsson, Sigurður Jónsson, Kristján Jónsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY OTTADÓTTIR, Vesturgötu 41, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavik þriðjudaginn 28. apríl kl. 15.00. Finnur Kolbeinsson, Guðrún Pálsdóttir, Anna Lovísa Johannessen, Jóhannes Johannessen, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sonur minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir og afi, SIGURKARL ELLERT MAGNÚSSON vörubifreiðastjóri, frá Hólmavfk, Mörkinni 8, Reykjavík, lést á Landspitalanum þriðjudaginn 21. apríl. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 30. apríl kl. 13.30. Arndís Sigurðardóttir, Ragnheiður Sigurkarlsdóttir, Arnar Andersen, Hafdís Björg Sigurðardóttir, Óskar Ásgeirsson, Sigrún Magnúsdóttir, Erna Magnúsdóttir, Örlaugur Elíasson, Ingi Þór Arnarson, Birkir Arnarson, Svanur Arnarson, Valdfs Ingunn Valdimarsdóttir. HERMANN SAMÚELSSON + Hermann Samú- elsson fæddist í Valhöll á Patreks- flrði hinn 24. apríl 1938. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík 15. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Samúel Jónsson frá Suður- eyri í Tálknafirði, f. 11.1. 1969, og Helga Magnúsdóttir frá Patreksfirði, f. 17.1. 1920. Síðar hóf Helga sambúð með Ara Vilbergssyni frá Stöðvar- firði, f. 6.5. 1925, d. 10.8. 1988. Hermann ólst upp á Patreksfírði til 12 ára aldur en þá flutti hann til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Hann var elstur sex systk- ina sem eru Björgvin, f. 7.1.1942, d. 18.12. 1985, Ásdís, f. 21.3. 1945, Jón Sævar, f. 17.12. 1950, tílfar, f. 3.12. 1953, og Jónína, f. 20.9. 1955. Hinn 1.12. 1962 kvæntist Her- mann Sigrúnu Garðarsdóttur húsmóður og starfsstúlku á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ. Hún er dóttir Þóru Sigtryggs- dóttur frá Akureyri, f. 02.02.1919, og Garðars Hólm Pálssonar frá Skagafirði, f. 2.1. 1916, d. 31.7. 1984, en þau slitu samvistum. Fósturfaðir hennar er Páll Þórir Jóhannsson frá Stokkseyri. f. 9.9. 1921. Hermann og Sigrún eignuðust þijú börn. Þau eru : 1) Helga Björg, kennari, f. 18.7. 1962, gift Guðmundi Þ. Guðmundssyni gagnastjóra RB og handknattleiksþjálf- ara. Synir þeirra eru Hermann, f. 9.1. 1990, Guðmundur Lúðvík, f. 15.6. 1992, og Arnar Gunnar, f. 4.7. 1996. 2) Páll Þórir pípulagninga- maður, f. 16.5. 1964, giftur Ástu Mósesdóttur húsmóður. Þeirra börn eru Móses, f. 23.9. 1988, og Sigrún, f. 29.12. 1990. 3) Samúel pípulagningamaður, f. 31.5. 1970. Hermann lærði pípulagnir hjá Helga Guðmundssyni pípulagn- ingameistara í Reykjavík (d. okt. 1973) og lauk sveinsprófi 1964. Hann fékk meistararéttindi 19.11. 1971. Þegar Helgi féll frá stofnaði hann fyrirtækið Hitaver ásamt Þóri Bjarnasyni og Magn- úsi Einarssyni en þeir voru allir starfsmenn hjá Helga. Hermann setti á fót sitt eigið fyrirtæki í október 1989. Synir hans hafa nú alfarið tekið við rekstrinum. títför Hermanns fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánudag- inn 27. aprfl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var sorgardagur í fjölskyld- unni þegar faðir okkar greindist með illkynja krabbamein á síðast- liðnu ári sem rekja má til þess að hann hafði unnið með asbest mörg- um árum áður. Hann tók þessum fréttum með jafnaðargeði og hélt ró sinni og yfírvegun allt þar til yfír lauk. Pabbi hafði alltaf sterkar taugar til æskustöðva sinna. Hann ólst upp við góðar aðstæður í faðmi fjölskyldunnar og náttúru Vest- fjarða. Mörg sumur fór hann með móðurömmu sinni, Björgu Bjarna- dóttur, að Botni í Geirþjófsfirði þar sem hún var ráðskona eftir að Hild- ur systir hennar lést frá mörgum börnum. I Botni var hann yngstur margra bama og talaði hann oft um hvað honum leið vel þar. Honum fannst hann vera mikils metinn þar sem hann fékk ákveðin hlutverk til að inna af hendi eins og að reka kýmar, sækja hestana og vinna við heyskap. Eftir að pabbi fluttist til Reykja- víkur fór hann á sumrin til afa og ömmu sinnar á Suðureyri í Tálkna- firði og þar átti hann góðar stundir með frændsystkinum sínum, ömmu og afa. Hann fór sína fyrstu ferð til Suðureyrar aðeins hálfsmánaðar gamall þegar hvalstöðin var í fullum gangi og allt iðaði af mannlífí. í Reykjavík bjó pabbi í Ferjuvogi sem var rétt hjá Hálogalandi og var það hans aðal viðvemstaður næstu árin og þar hófst hans íþróttaferill. Hann spilaði með meistaraflokki ÍR í handknattleik frá 1953 og síðar einnig með íslenska landsliðinu. Hann var góður íþróttamaður og fylgdist vel með öllu sem var að ger- ast í íþróttum. Þegar við elstu systkinin komum í heiminn hætti hann að stunda handknattleik til að geta sinnt fjölskyldu sinni betur. Pabbi og mamma voru samrýnd og mikið útivistarfólk og munum við eftir mörgum skemmtilegum útileg- um í hvíta botnlausa tjaldinu. Veiði- stöngin var þá ávallt með í för og góða skapið hans pabba. Foreldrar okkar reistu sér sumarbústað í Ketlubyggð fyrir austan Hellu og þar urðu samverustundir fjölskyld- unnar margar í veiði, útiveru og spilamennsku. Þar útbjó afi sér- stakt leiksvæði fyrir afabörnin og sinnti þeim af mikilli kostgæfni. Hann fór í margar gönguferðir með þau um nágrenni bústaðarins og oft komu bömin til baka rennandi blaut og skítug eftir að hafa fengið að sulla og vaða með afa. Það var alltaf hlýlegt og gott að koma í heimsókn til pabba og mömmu hvort sem það var í sumarbústaðinn eða í Hraun- bæinn. Við bræðumir störfuðum með föður okkar og áttum við alltaf gott samstarf. Hann miðlaði sinni miklu þekkingu af kostgæfni og munum við búa að reynslu og verkkunnáttu hans um ókomna framtíð. Pabbi var vinamargur og kynnt- ist mörgum góðum vinum í gegnum vinnunna. Samskipti hans við annað fólk og heiðarleiki var alla tíð til fyr- irmyndar. Við systkinin fengum gott vega- nesti frá föður okkar sem gaf okkur ást og kærleika. Við emm mjög þakklát fyrir hversu mikinn tíma pabbi gaf sér til að sinna okkur. Ailtaf gátum við leitað til hans með öll okkar vandamál því hann var góður hlustandi og átti auðvelt með að gefa okkur góð ráð. Við viljum þakka Heimahlynningu Kraþba- meinsfélagsins, öilu frændfólki og vinum sem hafa sýnt okkur hlýhug og stuðning í þessum erfiðu veikind- um föður okkar. Við kveðjum föður okkar með miklum söknuði og viljum þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyr- ir okkur. Elsku mamma og amma Helga, guð styrki ykkur og leiðbeini í þess- ari miidu sorg. Helga Björg, Páll Þórir og Samúel. Þegar ég settist niður til að skrifa minningargrein um tengdaföður minn var mér nokkur vandi á hönd- um, því mig langaði að segja svo margt um þennan einstaka mann sem við erum nú að kveðja. Fyrsta orðið sem kom upp í hugann var orðið „góður“. Já, því að Hermann Samúelsson var svo sannarlega góð- ur maður. Hann var góður faðir, eiginmaður, bróðir, sonur, tengda- faðir og afi og hann var líka góður vinur. Það var fyrir átján árum sem ég hitti Hermann fyrst og eftir því sem við kynntumst betur varð mér ljóst hversu góðan mann hann hafði að geyma. Hann var ætíð yfirvegað- ur og rólegur og það var þægilegt að vera návistum við hann. í öll þessi ár sá ég hann aldrei missa stjóm á skapi sínu, sama á hverju gekk. Ég átti því láni að fagna að eiga tvö sameiginleg áhugamál með tengdafóður mínum, en það voru handbolti og stangveiðar. Hann fylgdist mjög vel með handboltan- um og þær vom ófáar stundirnar sem fóra í að ræða um handbolta. Hermann lék á árunum 1953-1964 með meistaraflokki karla í IR og var aðeins 15 ára þegar hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik. Her- mann var valinn í íslenska landsliðið árið 1958 og lék með því til ársins 1961. Hann tók meðal annars þátt í Heimsmeistarakeppninni í A- Þýskalandi árið 1958, en það var í fyrsta skiptið sem íslenska landshð- ið tók þátt í slíkri keppni. Hermann var einkar laginn veiði- maður og áttu árnar á Suðurlandi hug hans allan. Sjóbirtingurinn var í miklu uppáhaldi hjá honum og þeir vora margir boltafiskamir sem hann hafði landað um ævina. Ég man alltaf þegar hann sýndi mér í fyrsta skipti fallega veiði úr uppá- halds ánni sinni sem samanstóð af fallegum og mjög vænum sjóbirt- ingum og sagði: „Sjáðu, svona eiga þeir að vera, spikfeitir og bjartir." Ég tel það mikil forréttindi að hafa fengið tækifæri til að veiða með Hermanni, því í veiðinni sameinuð- ust svo margir af hans miklu mann- kostum. Ég gleymi aldrei yfirveg- uninni og tillitsseminni við veiðarn- ar. Það var aldrei um að ræða að hann æsti sig yfir því þó hann væri búinn að setja í stóran fisk heldur tókst hann á við fiskinn af rósemi og yfirvegun. Mér er líka minnisstætt hversu mikið hann gladdist yfir veiði annarra. Ég lærði mikið um leyndardóma stangveiðinnar í þau skipti sem ég fór með honum til veiða og mér þótti mikið til þess koma hversu góður hann var í því sjá út veiðistaði þar sem annaðhvort var að finna lax eða sjóbirting. Hennann var sérstaklega barn- góður og nærgætinn maður og nutu bamabömin þess mjög vel að vera samvistum við hann. Þær vora ófá- ar stundimar sem hann varði með þeim í leik og hann sat oft löngum stundum með þeim við að sulla í eld- húsvaskinum, teikna eða púsla. Son- um mínum þótti alltaf spennandi þegar heimsækja átti afa Hermann og ömmu Sigrúnu, hvort sem það var í Hraunbæinn eða í sumarbú- staðinn, vegna þess að þeir vissu að það yrði tekið svo vel á móti þeim. Samband Hermanns og Sigrúnar var einstakt og var hjónaband þeirra með þeim hætti að aldrei bar skugga á. Gangkvæm virðing, til- litssemi og umhyggja einkenndi þeirra samband alla tíð. Þau áttu sameiginleg áhugamál sem voru stangveiðin og það að dvelja í sælu- reit þeirra hjóna skammt frá Gunn- arsholti. Hermann hafði lagt mikla vinnu í smíði þessa sumarbústaðar og ber bústaðurinn og næsta um- hverfi hans vott um dugnað hans og elju. Það var fyrir tæpu ári að Her- mann greindist með þann banvæna sjúkdóm sem síðan dró hann til dauða. Ég heyrði hann samt aldrei kvarta eða barma sér þó svo að ég vissi að honum liði oft á tíðum mjög illa. Hans andlegi styrkur kom greinilega fram í baráttunni við þennan erfiða sjúkdóm. Elsku Sigrún, Helga Björg, Palli, Sammi, Helga amma, systkini og aðrir ættingjar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð því að missir ykkar er mikill. En minningin um þennan einstaka mann mun ætíð lifa þótt hann sé nú horfinn á vit feðranna. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. _ (Ur Hávamálum) Guðmundur Þ. Guðmundsson. Hann Hemmi er dáinn löngu fyrir aldur fram. Einhverjum gæti fund- ist ekki eiga við að segja svona um nær sextugan mann en Hemmi átti svo mikið eftir af andlegu og líkam- legu atgervi og hafði svo margt að gefa. Ég kynntist Hemma fyrir 25 ár- um þegar ég flutti ásamt fjölskyldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.