Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ * .«4 + Alúðarþakkir til þeirra fjölmörgu sem auð- sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar hjartkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, ÞURÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, áður Suðurgötu 39b, Hafnarflrði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða og Sjúkrahúss Vestmanna- eyja fyrir frábæra umönnun og væntumþykju. Sigríður Karlsdóttir, Björgvin Magnússon, Halldóra Hallbergsdóttir, Jón Ingólfsson, Birgir Magnússon og fjölskyldur þeirra. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, systur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR VIGFÚSDÓTTUR frá Flögu í Skaftártungu, Hjarðarhaga 60, Reykjavík. Sveinbjörn Guðmundsson, Gísli Dagsson, Sigríður Valdís Sigvaldadóttir, Margrét Sigvaldadóttir, Kristján Sigvaldason, Sveinbjörg Vigfúsdóttir, Gísli Vigfússon, Friðrik H. Vigfússon, Sigríður V. Vigfúsdóttir, Lilja Margrét Möller og langömmubörn. + Þökkum hjartanlega fyrir samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR skipamiðlara, Eskihlíð 26, Gróa Ólafsdóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Sigtryggur R. Eyþórsson, Margrét Guðmundsdóttir, Ólafur Ágúst Þorsteinsson, Sigríður Björg Guðmundsdóttir, Baldvin Már Guðmundsson, barnabörn og langafabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug, við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS BJARNASONAR vélstjóra, Rauðalæk 30, Reykjavík. Árný Árnadóttir, Stella Ester Kristjánsdóttir, Hreinn Pálsson, Elísabet Erla Kristjánsdóttir, Reynir Brynjólfsson, afabörn og aðrir vandamenn. + Við þökkum innilega alla samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar föður okkar og afa, BJÖRNS SV. BJÖRNSSONAR. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Brynhildur Georgía Björnsson, Hjördís Björnsdóttir, Guðrún Jónsdóttir. Lokað Vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR FRÍMANNSDÓTTUR, píanókenn- ara, fellur öll kennsla niður í Tónmenntaskóla Reykjavíkur þriðju- daginn 28. apríl frá kl. 13.00—16.00. Skólastjóri. FRANKLÍN ÞÓRÐARSON + Franklín Þórðar- son, bóndi á Litla-Fjarðarhorni í Strandasýslu, fædd- ist á Broddanesi 22. janúar 1938. Hann lést á Landspítalan- um 11. apríl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Kolla- fjarðarneskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Síðustu dagana hafa nokkur minningabrot löngu liðins tíma leitað á hugann og birst þar eins og myndir á tjaldi eða skjá. Hugurinn hverfur aftur til ársins 1947, uppburðarlítill drenghnokki á leið á næsta bæ í fylgd einhvers fullorðins. Þangað hefur fyi-ir skömmu komið nýtt fólk og í hópnum er drengur á líku reki, eiginlega alveg jafngamall, aðeins munar rúmum þremur vik- um. Þennan jafnaldra sinn hefur hann ekki áður séð svo veitt hafi hann eftirtekt. Ekki eru níu ára kappar uppburðarmiklir við fyrsta samfund, en félagsskapur verður til og feimnin fer fljótlega af og í hönd fer dýrðlegur tími, hamingju- rík ár. Nokkum hluta þessara minningarorða um gamlan vin minn og jafnaldra ætla ég að helga föður hans Þórði Franklínssyni, sem lést í byrjun árs 1991. Hjónin Þórður Franklínsson og Ingibjörg Bjarnadóttir flytja þetta haust búferlum frá Broddanesi að Litla-Fjarðarhorni í sömu sveit með fjögur börn sín og hefja þar búskap. Ekki er nú hátt risið í bú- skap þessarar sveitar á haustdög- um 1947. Fjárstofn bænda hefur allur verið skorinn niður vegna mæðiveiki þetta haust og fjárskipti hafa farið fram. Allt eru það því lömb sem sett eru á vetur að þessu sinni og aðeins hluti af þeim fjár- stofni sem fyrir var, aðeins nokkr- ir tugir á flestum bæjum. Að auki eru svo tvær, þrjár kýr á hverjum bæ, og þá er nær allur bústofninn upptalinn. Það þætti lítið nú til dags þegar flestir telja að ein- hverja milljónatugi þurfí til bú- skaparstofnunar, en á þeirri tíð var viðhorfið annað, kröfumar minni. Segja má að lítið hafi verið látið nægja og lífinu samt enginn kveið. Koma þessa fólks í nágrenn- ið varð mér sem öðrum á mínu heimili mikil gæfa. Góðvild og hjálpsemi þess verður aldrei full- þökkuð. Fyrir komu þess að Litla- Fjarðarhorni hafði ég í nokkur skipti hitt Þórð svo ég vissi vel hver hann var. Líklega hefur hann verið forðagæslumaður einhver ár og þess vegna komið tvívegis á hverju ári í heimsókn. I skilarétt sveitarinnar hafði hann og gefið sig á tal við mig, þangað vildi ég fara kornungur og fékk það oft og fannst mikið til koma. Á þessum árum var heldur ekki óþekkt að komið væri á bát frá Broddanesi yfir fjörð- inn að Hlíð, oft var það í sambandi við sel- veiðar. Þá voru Broddanesbændur að vitja um net sín á firð- inum, rera þá yfír og komu þá færandi hendi. Mér er það vel minnisstætt að alltaf gerði Þórður sér far um að tala við okkur krakkana, jafnvel nær ein- göngu. Þær stundir vora okkur ánægjulegur tími. Barnssálin er söm við sig, hún nemur vel þá hlýju sem frá nærvera og viðmóti góðra manna stafar. í huga Þórðar vora böm ekki hópur sem sérstak- lega þurfti að þilja utan um og hafa sér í samfélagi manna, eins og síðar hefur orðið ríkjandi í þjóðfé- laginu. Samskiptin við börn vora honum einlæg og ljúf, þessa nutu börnin á nágrannabænum ekki síst, þeim var þessi hlýja í fram- komu hans og Ingibjargar konu hans meira virði en í fljótu bragði mætti ætla. Hún var að mínu mati stór þáttur í lífsláni okkar systkin- anna. Á fyrstu áram mínum eftir tvítugt, þegar ég fór að vinna á Hólmavík þegar næði gafst frá bú- störfunum heima, sagði einn vinnufélagi minn, ung kona, frá því að til sonar hennar sem var ungur að aldrei hefði komið bóndi úr Kollafirðinum þar sem drengurinn var að leik á götunni. Hefði hann spjallað við hann nokkra stund, spurt hann m.a. um foreldra, systkini og hverjir væra afar hans og ömmur. Eftir spjallið hefði hann siðan opnað buddu sína, tekið úr henni einhverja aura og rétt þá barninu. Þetta var Þórður Frank- línsson sem í kaupstaðarferð gaf sig á tal við ókunnugt barn og gladdi það í leiðinni. Þessu óvenju- lega viðmóti ókunnugs manns gleymdi barnið ekki eða móðir þess. Öll ár Þórðar var starfrækt sím- stöð þar á bæ. Var komin nokkru áður. Var Þórður stöðvarstóri og er þá komið að einum mikilvæg- asta þættinum í þjónustu þessa fólks við sveitunga sína. Á þessum áram var áberandi hvað fólk á ís- landi var flokkað niður eftir búsetu þess. Þetta var að því er mig minn- ir þriðja flokks stöð sem þýddi að afgreiðslutíminn var stuttur hvern dag, þetta tvær til þrjár klukku- stundir og líklega eitthvað styttra um helgar. Nú átti fólk oft brýnt erindi við fólk í fjarlægum byggð- um utan þessa afmarkaða tíma. Það fór því eftir lipurð þess fólks sem við símstöðvarnar starfaði hvort eitthvað var greitt fyi'ir brýnum erindum þess. í Litla- Fjarðarhorni var þetta aldrei neitt vandamál. Væri einhver inni við var erindum fólks jafnan sinnt væri það hægt, sama var hver heimilismanna átti í hlut. Þessi oft einstaka lipurð var margra pen- inga virði, og það sem meira virði var, gat stundum skipt sköpum varðandi heilsu eða jafnvel líf fólks. Á æsku- og unglingsáram okkar Franklíns voram við mikið saman um flesta hluti. Áhugamálin enda oftast þau sömu. Við fylgdumst al- veg að í skóla, voram báðir níu mánuði samtals í farskóla og þar með lauk okkar skólagöngu. Á ár- unum á milli 1950-1960 var mikill íþróttaáhugi meðal ungra fslend- inga, þó menn væra ekki endilega að ná árangri Gunnars Huseby eða Clausen-bræðra, en afrek þeirra kveiktu mikinn áhuga hjá okkur. Hvoragur gerði sig þó nokkurn tíma breiðan á þessum vettvangi og ekki frekar í skák eða brids sem vora okkar vetrarleikir ásamt þátttöku í leikstarfi, sem var heill- andi og skemmtilegur tími. Frank- lín lagði sig ungur eftir sérkennum í fari fólks og nam vel fjölbreyti- leika málfars og mismunandi blæ- brigði í fari fólks og framkomu, honum var það áhugaverð iðja að veita því eftirtekt og ungur fór hann að festa margt slíkt á blað sem hann sá spaugilegt og sér- stakt í fari samferðafólksins. Hann heillaðist ungur af öllu sem bók- legt var. Þar skipaði leiklistin háan sess. Hún átti á þessum árum hug hans nær allan. Hann hlýddi á öll útvarpsleikrit sem hann átti tök á og fór að taka þátt í leiklistarstarfi í sveitinni. Hann lærði á þessum áram heilu kaflana í sumum leik- verkum og átti frekar auðvelt með að ná framsögn leikaranna sem hann hlýddi á og léku hin ýmsu hlutverk. Hann reyndi nokkuð að komast í leiklistarskóla og var um skeið í sambandi við mjög þekktan leikara sem stjórnaði leiklistar- skóla en vegna þess að alla undir- búningsmenntun skorti varð ekk- ert úr því. Kornungur fór hann að skrifa stutta leikþætti, aðallega gamanþætti, bæði innanhéraðs sem utan og vöktu oftast mikla kátínu og þóttu afbragðsvel gerðir þrátt fyrir að með árunum yrði hann heimakærari og sinnti minna samskiptum við fólk nema í gegn- um síma. Hnan var gæddur ríkum hæfileikum til að færa margt spaugilegt sem hann frétti af í list- rænan búning. Fyrír allmörgum árum hóf Franklín vinnu við mikið leikverk um mikinn örlagaatburð í íslands- sögunni sem gerðist á síðari hluta átjándu aldar. Hvort hann lauk því verki veit ég ekki, en þeim er sagði mér frá leist vel á þótt honum fyndist hann færast nokkuð mikið í fang. Franklín sinnti smásagna- gerð og varð einnig vel ágengt í þeim efnum og birtust nokkrar af HILMAR SIGÞÓR EINARSSON + Hilmar Sigþór Einarsson fæddist á Djúpalæk, Skeggja- staðahreppi, 12. október 1914. Hann lést á heilsugæslustöðinni á Vopnafirði 27. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skeggjastaðakirkju 4. apríl. Hilmar frændi minn er dáinn. Því miður hafði ég ekki tök á að íylgja honum hinsta spölinn og langar mig að minnast hans hér með fáeinum orðum. Hilmar var víðsýnn, greind- ur, hafði létta lund og góða kímni- gáfu en umfram allt var hann góður maður. Hann var maður framfara og markaði sín spor í sögu Bakka- fjarðar á afgerandi hátt þegar hann stofnaði saltfiskverkun á staðnum og gaf þannig möguleika á atvinnu fyrir fólk úr þorpinu og af Strönd- inni, sem áður hafði þurft að sækja vinnu í önnur byggðarlög. Þetta framtak markaði þáttaskil í at- vinpulífi þessa byggðarlags. Eg var á meðal þeirra sem nutu góðs af framsýni Hilmars, en hjá honum sté ég mín fyrstu spor á vinnumarkaðnum, þá 15 ára gömul, og hjá honum vann ég í þrjú sumur. I saltfiskverkuninni var oft glatt á hjalla og vel unnið og þar var hús- bóndinn ekki með svipuna á lofti. En kynnin urðu meiri en í gegn um vinnu, því heimili Hilmars og konu hans, Doddu, stóð mér opið og varð mér sem annað heimili. Þar fékk ég fæði og þá aðhlynningu og stuðning sem óharðnaður unglingur þarf. Þar var hlutur Doddu einnig mjög stór og tengdist ég þeim báðum sterkum böndum. Kynni okkar héldu áfram og kom ég alltaf við hjá þeim í skólafríum og síðar einnig eftir að ég stofnaði fjölskyldu og alltaf vora móttökur jafn hlýjar. Því miður hefur samband okkar verið minna hin síðari ár þar sem ferðir mínar hafa verið strjálar á heima- slóðir. Hilmar fylgdist vel með gangi þjóðmála, var réttsýnn í skoðunum og aldrei dómharður. í samræðum við hann kom ávallt fram umhyggja hans íyrir öðrum og ekki síst þeim sem minna máttu sín. Þau tengsl sem mynduðust á mótunarárum mínum við Hilmar og fjölskyldu hans era ennþá sterk þó fá tækifæri hafi gefist til samfunda í seinni tíð. Eg kveð Hilmar frænda minn með miklum söknuði og þakk- læti fyrir það sem hann var mér og öðram samferðamönnum sínum. Elsku Dodda, Steinar, Hilmar Þór og fjölskyldur, við Halldór vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Jarþrúður Þórhallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.