Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ákvörðun ríkissij órnarinnar Engar hvalveiðar á þessu ári HVALVEIÐAR verða ekki hafnar að nýju í sumar þar sem veiðamar hafa ekki verið undirbúnar nægilega vel fyrir þessa vertíð, að sögn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Davíð sagði að óháð því hvenær hvalveiðar hæfust væri sú stefna stjómvalda óbreytt að íslendingar hefðu rétt til að nýta þessa auðlind sjávar með varfærnum hætti. Hann sagði að megin ástæða þess að ákveðið var að hefja ekki hvalveiðar í sumar væri sú að ekki var talið hægt að tryggja bestu fáanlegu veiðitæki. „Þar emm við ekki að hugsa um veiðitæki, sem ná mestum árangri við veiðamar, heldur þau sem gera veiðamar sem mannúðlegastar, ef svo má segja,“ sagði forsætisráð- herra. ------------- N eytendasamtökin Jóhannes kjörinn formaður JÓHANNES Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, hefur verið kjörinn formaðui- samtakanna og Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður varaformaður. Kynnt var niðurstaða úr stjómar- kjöri á þingi Neytendasamtakanna upp úr hádeginu í gær. „Þingstörfín hafa gengið mjög vel og þrátt fyrir ólgu innan samtak- anna, sem vart varð fyrir þingið, þá hafa menn hér, viðtakandi stjómar- menn og aðrir, fallist í faðma og lýst yfir einlægum vilja til að vinna sam- an að framgangi hagsmunamála neytenda," sagði Jón Magnússon, varaformaður samtakanna, í gær. -----♦ ♦♦---- Lést í vinnuslysi MAÐURINN sem lést í vinnuslysi í Vestmannaeyjum sl. fóstudagskvöld hét Hákon Steindórsson til heimilis að Engihjalla 1 í Kópavogi. Hákon var á 56. aldursári. Hann lætur eftir sig fjórar uppkomnar dætur. Morgunblaðið/Ásdls DANSKIR grunnskólanemendur skoðuðu íslensku handritin á Árnastofnun sl. föstudag. Stóraukinn áhugi norrænna nemenda á Arnastofnun ÓVENJUMARGIR erlendir hóp- ar, ekki síst norrænir mennta- skóla- og grunnskólanemendur, hafa heimsótt Stofnun Áma Magnússonar undanfarinn mán- uð, að því er fram kemur í sam- tali við Svanhildi Gunnarsdótt- ur, safnkennara stofnunarinnar. Hún segir að nemendurnir sýni íslensku handritunum yfírleitt mikinn áhuga og að norsku nemendumir biðji sérstaklega um að fá að sjá handrit Gunn- laugssögu ormstungu, enda sé sú saga mikið lesin í norskum skólum. Svo virðist sem þessi aukna aðsókn að Áraastofnun haldist í hendur við æ fleiri heimsóknir norrænna menntaskóla- og grunnskólanemenda hingað til lands, m.a. á vegum nemenda- skiptaáætlunar Norrænu ráð- herranefndarinnar, sem nefnist Nordplus-junior. Sú áætlun styrkir stuttar námsferðir nor- rænna menntaskólahópa milli Norðurlandanna og að sögn Sig- urlínar Sveinbjaraardóttur, framkvæmdastjóra Norræna fé- lagsins, er sífellt meiri áhugi á að koma hingað til lands. Fastráðinn leiðsögumaður Á Árnastofnun hefur Svan- hildur Gunnarsdóttir það hlut- verk að taka á móti íslenskum og erlendum hópum og sýna þeim handritin sem þar eru varðveitt, en til að mæta aukinni aðsókn var hún fast- ráðin nú í byrjun apríl. Svan- hildur segir að átta hópar nor- rænna grunn- og framhalds- skólanema, alls 222 nemendur, hafí heimsótt Áraastofnun frá 20. mars til 24. apríl en það er mun meiri fjöldi en á sama tíma á síðasta ári. „Nemendurnir virðast yfirleitt áhugasamir um að skoða þær bækur sem íslensk þjóðmenning byggist á,“ segir Svanhildur, en bætir því við að það sé alltaf viss kúnst að láta krakka verða uppnumda yfir því að horfa á gamla bók í glerkassa. Áhuginn sé vissulega mismikill, en flest virðast þau þó þekkja ýmsar bækur eins og til dæmis Kon- ungsbók Eddukvæða og Snorra- Eddu. Einnig hafi norskir grunn- og menntaskólanemend- ur mikinn áhuga á að sjá hand- rit Gunnlaugssögu ormstungu, enda sé sú saga mikið lesin í norskum skólum. Þá segir Svanhildur að norrænu nemendumir séu margir hverjir ófeimnir við að spyrja nánar út í handritin og séu til dæmis forvitnir um skinnverkun og liti. Einnig spyrji þau til dæmis um það hvenær handritin hafi verið skrifuð og hveraig þau hafi varðveist í tímans rás. Sviptur netaðgangi tímabundið eftir að hafa fjölsent 112 síðna skjal í tölvupósti Póstkerfi HI kiknaði undan álagi ÁKVEÐIÐ hefur verið að svipta háskólanema aðgangi að tölvukerfi Háskóla íslands tímabundið eftir að hann sendi á miðvikudagskvöld yfir 4.000 háskólanemum tölvupóst sem innihélt 112 síðna skjal, alls 1,8 megabæt að stærð. Tölvupóstkerfi HI þoldi ekki álagið og tapaði hluti háskólanema póstsendingum auk þess sem margir urðu fyrir öðrum óþægindum innan skólans, að sögn Douglas A. Brotchie forstöðumanns Reiknistofnunar HÍ. Sendingin yfirfýllti svokallaðan póstgeymslustað, disk sem tölvu- pósturinn hefur til umráða. Dou- glas segir þetta hafa valdið notend- um miklum óþægindum en menn telji þó að póstur hafi ekki glatast nema í nokkrum tugum tilvika samkvæmt fyrirliggjandi upplýs- ingum. Skjalið sem notandinn sendi inni- hélt, að sögn Douglas, kosninga- upplýsingar frá Sjálfstæðisflokkn- um í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Ekki sé ljóst hvort hann hafi sent skjalið óumbeðinn eða ekki. „Þetta var mjög myndarleg sending og það umfangsmikil og fagmannlega unn- in að ég myndi halda að hún hafi verið unnin á auglýsingastofu," seg- ir Douglas. Var gert í óþökk Sjálfstæðisflokksins Samkvæmt upplýsingum Ágústs Ragnarssonar, á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins, var skjalið sent í óþökk Sjálfstæðisflokksins. Um var að ræða kosningaáherslur sem Arni Sigfússon frambjóðandi flokksins hafði sent til hóps stuðn- ingsmanna sinna með tölvupósti. Umræddur háskólanemi er í þeim hópi og tók hann það upp hjá sjálf- um sér að framsenda skjalið á net- fangaskrá háskólanema. „Þetta var gert í óþökk okkar. Þarna var um að ræða of duglegan ungan mann sem gerði þetta í grandaleysi og það olli vandræðum. Þetta átti ekki að gerast svona, þetta eru ekki okk- ar vinnubrögð," sagði Ágúst. Douglas kveðst telja að áður hafi póstur verið sendur á alla skráða notendur, en þetta tilvik sé hins vegar umfangsmeira en önnur til- vik sem upp hafi komið. Um PowerPoint-skjal var að ræða sem innihélt glærur og var hver glæra á að giska fimm síður. „Þetta var virkilega óþægilegt og olli okkur rekstrarerfiðleikum, bæði aukinni vinnu hjá starfsfólki sem reyndi að bjarga skjölum af öryggisafritum til að lágmarka fjölda þeirra gagna sem töpuðust og hjá nemendum. Sendingin olli því að póstþjónustan dó hjá okkur með fullum diski og var óvirk þar til kerfisstjóri kom á vettvang og bjargaði málunum. Við þurftum að endurbyggja póstkerf- ið, en það er tjón sem við verðum að bera,“ segir hann. Um 5.500 nemendur í HÍ eru með skráð netfong, en nemandan- um tókst ekki að senda á alla nem- endur áður en brugðist var við. Aðvörun ef brot er ítrekað „Þetta er brot á notkunarreglum Reiknistofnunar HÍ og hegðunar- reglum, auk þess að vera brot á reglum Intís. Við munum loka fyrir frekari notkun þessa notanda tíma- bundið og ég mun taka hann á ein- tal og útskýra fyrir honum að þessi hegðun sé óheppileg," segir Dou- glas. „Ef hann er svo kærulaus að brjóta af sér aftur fær hann aðvör- un hjá stjórnarformanni Reikni- stofnunar. Hins vegar hafa mál að- eins tvívegis á sjö árum farið svo langt og yfirleitt hefur dugað að veita fólki tiltal." Dýrasta heilbrigðis- vandamái í heimi ►Kostnaður hér á landi vegna bakvandamála skiptir milljörðum á ári. /10 í fjötrum sögunnar? ►Vaxandi stjórnmálaólga í Suður-Ameríkuríkinu Paraguay. /14 í góðærinu á að búa íhaginn ►Nýi fiármálaráðherrann Geir H. Haarde í viðtali. /20 Byggjum á langri reynslu ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Erlend Hjaltason, framkvæmdastjóra ut- anlandssviðs Eimskips. /30 B ► 1-20 Bær Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkja ►Sumarið 2000 verða mikil hátíð- arhöld í Brattahlíð á Grænlandi í tilefni þess að þá verða 1000 ár liðin frá því að Leifur heppni fann Ameríku. ►l&lO-ll Leiklistin er lífsmiðill ►Birgir Sigurðsson hefur stigið fram á leiksvið Þjpðleikhússins með nýtt leikrit, Óskastjörnuna, eftirll áraþögn. /4 Þrjátíu ára ferill ►Björgvin Halldórsson, söngvari, tónskáld, tónlistarmaður og mark- aðsráðgjafi lítur yfir farinn veg. /12 FERÐALÖG ► 1-4 Hraunin við Straumsvík ►Á þessum árstíma þegar vorið kaliar fólk til útivistar er oft ástæðulaust að leita langt yfir skammt. /3 íslendingar hafa ekki uppgötvað Búdapest ►Rútuferðir um Evrópu og leigu- flug til Búdapest og Prag með Guðmundi Jónassyni. /4 BÍLAR____________ ► 1-4 Kaupendamarkaður í Bandaríkjunum ►Vísbendingar um að nokkurra verðlækkana sé að vænta. /2 Reynsluakstur ►Léttur Grand Vitara með væn- um búnaði. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Starfsnám Hins hússins hafið ►Sjöunda starfsnám Hins hússins hófst sl. mánudag, 20. apríl. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak ídag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjömuspá 50 Reykjavíkurbrét 32 Skák 50 Skoðun 34 Fólk í fréttum 54 Minningar 36 Útv./sjónv. 52,62 Myndasögyr 48 Dagbók/veður 63 Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 7b Hugvekja 50 Mannlífsstr. 14b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.