Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 31 Þú kemst í góð efni hjá okkur! , ■ .... . ■■ ' i'v' aSSSHteÉ CSSS® Voile f/l! Toppurinn i dag! < Litir: Grænt, jLL . vínráutt, gult, blátt og kremað. dpBÍj breidd 150 sm, gjKI 100% polyester. BEjll Verð pr. m.: Rykktar pífur í stíl. Verö pr. metra: lalleg blúndumillistykki i eldhús I*"* 09 tre™£199 . p, metra. I B,e,dP 50 sm, »««• »“• U***^ Bveiod 60 sm, verð: Rórnantiskt blúnduefni með englamunstri i Breidd 150 sm, 100% polyester. Verð.499,- pr. metra. nSS® Mbímiúk poiyester satin efm ö dokkqræ^'v,nrauu' ______ v,prö:690,-PnrneUa' qmáratorg' ^ \ Skeifunni13 Noröurtanga3 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum jlk ° _ i/An5t\lOQ\ i 108Reykjavík 600Akureyri 220 Hafnarflörður v/Holtaveg 200*°»,a ” l 568 7499 462 6662 565 5560 104Reykjavík 510 7000 588 7499 Arðsamur flutningarekstur erlendis mun styrkja stöðu félagsins heima fyrir og gera því kleift að bjóða við- skiptavinum hagkvæma þjónustu hvort sem er innanlands eða utan AÐSENDAR GREINAR NYK sem er eitt stærsta skipafélag í heimi. „Með þessum samningi tekur MGH Ltd. og dótturfélög þess í Lettlandi og Rússlandi að sér umboð fyrir gámaflutninga NYK Line í Lettlandi, Litháen og öðrum hlutum Sovétríkjanna fyrrverandi sem nota hafnimar Ríga, St. Pétursborg og Klaipeta. NYK er að stækka mark- aðssvæði sitt og hefur sett sér það markmið að verða virkur þátttak- andi í hinum ört stækkandi flutn- ingamarkaði í Austur-Evrópu og ná traustri fótfestu í löndum Sovétríkj- anna fyrrverandi,“ segir Erlendur. „Samningurinn er mikilvægur fyrir dótturfélög Eimskips á þessu svæði og styrkir verulega þá starfsemi sem þegar fer þar fram. Einnig gerði Eimskip samning við norska flutningafyrirtækið Wilhelms- sen A/S en það er eitt af öflugustu skipafélögum í heimi og sérhæfir sig í rekstri ekjuskipa og bflflutningafeija- Wilhelmsen samsteypan annast einnig gámaflutninga og aðra sér- hæfða flutningastarfsemi á tilteknum markaðssvæðum og hafa þeir undan- farið verið að treysta sig í sessi á rússneska flutningsmarkaðnum. Með samningnum tekur MGH í Rússlandi að sér umboðsmennsku fyrir Wilhelmsen. Verkefni MGH snúast fyrst og fremst að móttöku og afhendingu innflutningsvara til við- takenda á Moskvusvæðinu. Þá hefur Eimskip gengið frá samn- ingi við hollenska flutningafélagið I. M. Interhavens um að annast um- boðsþjónustu fyrir fyrirtækið í Sví- þjóð og Rotterdam. Interhavens er skipafélag í eigu hollenska flutninga- félagsins International Muller BV í Rotterdam en það hefur með höndum fjölbreytta flutningastarfsemi og á meðal annai-s 30% í ECT gámahöfn- inni í Rotterdam, sem er ein stærsta gámahöfn í heimi. Interhavens er að hefja reglulegar áætlunarsiglingar milli Gautaborgar og Rotterdam með viðkomu í Hamborg, Antwerpen í Belgíu og Felixtowe í Bretlandi. Með samningnum við Interhavens taka Eimskip í Gautaborg og MGH í Bretlandi að sér umboðsmennsku fyrir þessa flutninga á viðkomandi svæðum. Siglingar hafa þegar hafist og verða í byrjun á milli Gautaborg- ar, Rotterdam, Hamborgar og Gautaborgar. Tvö skip verða í fórum og þrjár viðkomur í hverri viku. Þessir samningar munu treysta rekstur Eimskips/MGH á viðkom- andi stöðum og skjóta fleiri stoðum undir þá starfsemi sem fyrir er.“ Oguð vinnubrögð Erlendur er spurður að því hvaða þekkingu Eimskipsmenn búi yfir sem geri þeim mögulegt að keppa á þessum hörðu mörkuðum? „Flest flutningskerfin innan fyrir- tæksins hafa verið þróuð og mótuð í langan tíma. Hafa þau reynst vel og á þeim byggir félagið er það stofnar til nýrra viðskipta erlendis. Vinnu- brögð hjá Eimskip eru einnig mjög öguð og má nefna að við byggjum á ákveðnum markaðsáætlunum 1-3 ár fram í tímann. Einnig leggjum við mikla áherslu á hópvinnu en þannig nýtum við best margþætta reynslu þeirra sem vinna á hinum mismun- andi mörkuðum hér heima og er- lendis. Flutningamarkaður á Vestur- löndum er mjög þróaður og þar hef- ur byggst upp afar lífleg samkeppni. Það sem við þurfum að gera til að geta haldið áfram að vaxa er einfald- lega að vera betri en keppinautamir sem eru margir og öflugir.“ Er Eimskip að bjóða útlendingum lægra verð en íslendingum á sams- konar flutningum? „Nei, íslenskir og erlendir aðilar njóta sömu kjara á samskonar flutn- ingum. Arðsamur flutningarekstur erlendis mun styrkja stöðu félagsins heima fyrir og gera því kleift að bjóða viðskiptavinum hagkvæma þjónustu hvort sem er innanlands eða utan.“ Samskip hafa keypt sig inn í flutningsfyrirtækið Bischoff Group. Eru Samskip og Eimskip að keppa á sömu mörkuðum úti í hinum stóra heimi? „Við þekkjum ágætlega þá mark- aði sem Samskip eru á í Noregi, Bretlandi og í Eystrasaltsríkjunum. Væntanlega getur orðið einhver samkeppni við Bischoff Group nú sem endranær." Islensk skipafélög hafa verið að færa sig yfir á erlenda markaði, eru einhver teikn á lofti um að erlend skipafélög vilji sækja inn á íslenska markaðinn? „í flutningarekstri ríkir frjáls samkeppni. Erlend flutningafyrir- tæki bjóða nú þegar þjónustu sína á íslenska markaðnum, til dæmis í stórflutningum.“ Að lokum spyijum við Erlend hvernig hann sjái framtíðina fyrir sér? „Við hjá Eimskip erum sífellt að kanna áhugaverða kosti á flutninga- sviðinu og vonandi ganga einhverjir þeirra eftir. Hverjir þeir eru get ég ekki látið uppi að svo stöddu. Okkar markmið er að bæta sífellt þjónust- una og afkomuna af starfsemi okkar á erlendri grund.“ Konan, sem skrifar í föstudagsblað DV, þekkir náið fjármála- sögu Alþýðubanda- lagsins, segir Sverrir Hermannsson, og ætti því að vera vön vænum tölum. um sínum, ættu þau að vinda sér í að gera grein fyrir stórfúlgu tapi, sem Landsbanldnn mátti sitja uppi með samkvæmt því sem haldið hef- ur verið fram í opinberum umræð- um, vegna viðskipta við Alþýðu- bandalagið og reyndar í lokin vegna beinna brigða þeirra manna sem í fyrirsvari voru í kompaníinu, þar með talinn Einar Karl Haraldsson, samkvæmt því sem einnig hefur verið haldið fram opinberlega. Þjóðin bíður nefnilega öll eftir svari. Og gefist ekkert svar verður vafalaust krafizt opinberrar rann- sóknar á þessum viðskiptum. Nið- urstaðan af slíkri rannsókn kann að leiða til þess að hjónin Steinunn og Einar Karl gangi á ný til sængur og breiði upp fyrir haus - án frekari at- hafna. Höfundur er fyrrv. bnnkastjóri. Millj ónafelagið í REYKJAVÍKURBRÉFI sunnudaginn 19. apríl síðastliðinn var ritað um viðskipti Alþýðubanda- lagsins við Landsbanka Islands og nefndar háar taptölur bankans, sem undirritaður hefur ekki tök á að staðfesta. En með vöxtum hefði laus- lega áætlað verið hægt að kaupa fyrir fjárhæð- ina dagsleyfi í Hrúta- fjarðará í 500 ár. Sem betur fer var þessum milljónum sem Morgunblaðið talar um varið í miklu göfugra skyni. Þeim var sem sé varið til að gefa út blað sem boðaði fagnaðar- erindi kommúnismans á íslandi. Það var ekki Þjóðviljamönnum að kenna þótt Sovét-fs- land yrði ekki til. Þeir lögðu sig í framkróka og hefðu náð fullkomnum árangri ef ísland hefði til dæmis verið við austanvert Eystrasalt, en ekki hér norður á hjara á áhrifasvæði helvít- is amerísku heimsvaldasinnanna. Konan, sem skrifar í föstudags- blað DV, þekkir að sjálfsögðu náið alla fjármálasögu Alþýðubandalags- ins og Þjóðviljans, enda eiginkona framkvæmdastjóra Alþýðubanda- lagsins til margra ára, Einars Karls Haraldssonar. Hún ætti þess vegna að vera svo vön vænum tölum að hún léti sér ekki í aug- um vaxa einnar milljón- ar króna kaup á veiði- leyfum. Steinunn Jóhannes- dóttir kallar sig rithöf- und í DV. Undirritaður telur sig sæmilega les- inn í íslenzkum nútíma- bókmenntum, en á allt ólesið eftir hana, nema vikupistla hennar í Þjóðviijanum á sínum tíma, þar sem hún lýsti einkum úthaldsmiklum ástarleikjum þeirra hjóna og leiddi dóttur sína bemska til vitnis um aðfarimar, ef ég man rétt, sem ég man. Enda auðvelt að fletta upp í Þjóð- viljanum og ganga úr skugga um sannleik þessara orða. Þetta hafa sjálfsagt þótt framúrstefnuskrif og frjálslyndi, þótt fastheldnum manni á aðrar bókmenntir þætti nóg um. En nú, þegar líklegt má telja að þau hjón tími að gera hlé á armlög- Sverrir Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.