Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 S MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVALA ÞÓRISDÓTTIR SALMAN » JL Svala Þórisdótt- I ir listmálari fæddist í Reykjavík 28. júlí 1945. Hún lést í Washington D.C. 28. mars síðast- liðinn. Minningarat- höfn um Svölu fór fram í Neskirkju 21. apríl. í sjónvarpsfréttum sunnudagskvöldið 29. ^mars síðastliðinn var brugðið upp stuttri lýsingu á vorkomu í Washington og New York. Sýnd var svipmynd þaðan af kvenlistmál- ara að störfum. Mér varð hugsað til Svölu og þreks hennar gagnvart krabbameininu sem hafði sótt að henni af svo mikilli hörku. Líkt og í viðureign vors og vetrar er oft lengi mjótt á mununum um hvorum veiti betur. Eg hafði verið að vona að Svölu auðnaðist að koma til Islands með vorinu. Frekari kynning á verkum hennar hér á landi hefur einnig verið mér ofarlega í huga. Skammri stund síðar þetta sama kvöld barst mér fregnin um lát ,hennar deginum áður. Svölu fylgdi alltaf fersk birta og ylur vorsins. Svo sem sólin brosir á vorin og eykur öllum lífverum kjark, færði hlýtt og glaðlegt yfír- bragð Svölu okkur hinum ávallt aukinn kraft. Eftir vináttu allt frá barnsaldri, sem aldrei bar hinn minnsta skugga á, þrengja fjöl- margar myndir sér inn i hugann á kveðjustund - allar ljúfar eins og vorið - en einnig sterkar eins og máttur Ijóssins og sólarhitans. .Tvær litlar telpur að fínkemba fjör- una í leit að fallegum kuðungum og skeljum til að líma á öskjur og gera úr þeim skrín, samverustundir á heimilum hvorrar annarrar, leikir og vinna í görðunum, ferðalög og jöklaferðir hér áður fyrr, minning- ar frá námsárum á Englandi eða bara rabbi okkar. Æskuheimili Svölu er mjög fal- legt og listrænt og þangað var ávallt notalegt að koma. Ber það merki listfengis foreldra hennar sem eru bæði látin, Þóris Baldvins- sonar arkitekts og Borghildar Jónsdóttur en hún lést fyrir aðeins rúmum þremur mánuðum. Hugur Svölu stóð snemma til myndlistar -*og stundaði hún nám við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík í tvo vetur. Haustið 1964 lá svo leiðin í frekara myndlistarnám fyrst í London í einn vetur og síðan í Ox- ford þar sem hún stundaði nám við Ruskin Sehool of Art og lauk þaðan prófí árið 1968. A námsárunum í Oxford kynntist Svala fyrri manni sínum John Ritch sem var bandarískur háskólanemi þar. Eftir að Svala lauk námi sínu í Ox- ford dvaldist hún um tíma í Suður-Kóreu þar sem John gegndi herþjónustu og fluttist síðan með honum til Washington DC. Eftir skilnað þeirra bjó hún áfram í Washington. Seinni eiginmaður Svölu er Melhem Salman sem starfað hefur við Aiþjóðabank- ann í Washington. Sonur þeirra, aðeins fímmtán ára, er Daoud eða Davíð eins og Svala var vön að bæta við þegar hún minntist á litla sólargeislann sinn. Þungbær er raun þeirra feðga, fyrst að taka þátt í langvinnum veikindum upp á líf og dauða og síðan missir elsku- legrar eiginkonu og móður. Þó að Svala hafi verið búsett í Bandaríkjunum í hartnær þrjátíu ár og áður verið við nám í Bret- landi, reyndi hún að koma til Is- lands eins oft og færi gafst. Hún reyndi að dvelja sem allra mest með fjölskyldunni og ferðast um landið og oft heimsótti hún líka Hrafn bróður sinn og fjölskyldu hans sem búsett eru í Belgíu. Eftir- tektarvert var hversu vel henni tókst að forðast að fá amerískan hreim enda ásetti hún sér að leggja sérlega vel rækt við íslenskuna. Við, vinir og fjölskylda, kveðjum nú yndislega og góða konu með söknuði yfir að hafa ekki fengið að njóta mannkosta hennar lengur. Þrátt fyrir öra þróun læknavísind- anna á þessu sviði megnuðu þau ekki að gefa henni lengra líf. Vetur- inn hafði af okkur nýtt vor í návist Svölu. Jafnframt vitum við þó að minning hennar lifir ávallt í lista- verkunum sem voru henni í svo rík- um mæli leið til að tjá tilfinningar sínar. I list sinni hafði Svala ákaf- lega sérstæðan og persónulegan stíl sem ég hef alltaf talið aðals- merki sanns listamanns. Eg þakka samfylgdina og vináttuna og sendi eiginmanni og syni, Beru, Hrafni og fjölskyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guðrún Sigurðardóttir. Brennið þið vitar! Lýsið hverjum landa, sem leitar heim - og þráir höfn. (Davíð Stefánsson) Lengst af var Svala frænka mín miklu eldri en ég. Eg dáðist að henni úr fjarlægð. Hún var svo flott manneskja. Há og grönn með sítt hár, há kinnbein, breitt og fallegt bros, tígulegt yfirbragð. Hún var listmálari. Mig langaði að vera eins og hún. Hún bjó í útlöndum og þeg- ar hún kom til Islands sagði hún manni ótrúlegar sögur af ótrúlegu Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- t ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. fólki sem maður ákvað samt að trúa til þess að hún héldi áfram að segja frá með glettni í augum. Miklu seinna hitti ég svo Svölu frænku mína í Washington eða Þvottaborg eins og hún nefndi stundum borgina sem hún bjó í lengst af. Það var árið 1982. Karla- kórinn Fóstbræður átti að syngja í Kennedy Center, hún ætlaði að hlusta á þá syngja. „Við hittumst þá hjá hausnum“ sagði Svala. Það var stór skúlptúr af höfði Kennedy. Við Jón Þorsteinn hittum Svölu hjá hausnum og Svala sagðist varla geta hætt að gráta vegna söngs Fóstbræðra. Hún sagðist alltaf gráta þegar hún heyrði „Brennið þið vitar.“ Eg þekkti fleira svoleiðis fólk. Við hættum samt að skæla og héldum af stað niðrí Georgetown. Jón Þorsteinn í kjólfötunum eftir sönginn, ég í bláum hippakjól með hvítri blúndu og flatbotna skóm og Svala glæsileg í þröngum hlébarða- buxum og háhæluðum skóm! Svala taldi okkur trú um að við myndum ekkert skera okkur úr, enginn tæki eftir okkur, það væru allir svo skrítnir þarna. Fólk sneri sér samt við og hrópaði „Where do you fancy people come from“! Þessu hafði Svala mjög gaman af. Þennan sól- arhring í Washington urðum við Svala jafnöldrur. Kynntumst upp á nýtt. Fundum frænkur úr fornöld,. Hlógum og grétum. Að skilnaði færði Svala mér gjöf frá þeim Mel- hem, Hringadrottinssögu Tolkiens og fagurt hálsmen frá Líbanon, mér til hamingju. Svona minnist ég Svölu frænku minnar með virðingu og söknuði. Hún hefur nú, eftir erfið veikindi síðustu fimm ára fundið höfn. Við Jón Þorsteinn sendum Mel- hem og Daoud, Beru, Hrafni og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Margrét Birgisdóttir. Það voru mikil forréttindi að þekkja Svölu. Eg sá hana fyrst á Islendingafagnaði í Washington fyrir 25 árum. Það leyndi sér ekki við fyrstu kynni, að þarna var á ferð einstök kona, sem var ekki bara gullfalleg, en líka bráð- skemmtileg og vel gefin. Það var oft eins og að lesa spennandi ævin- týrabók að tala við hana, þvi að hún bjó yfir botnlausu hugmyndaflugi samtvinnað góðri írásagnargáfu. Svala var listakona án landamæra, eins og endurspeglað- ist í mörgum verkum hennar. Hún fór ekki troðnar slóðir á listabraut- inni fremur en í ýmsu öðru, sem hún tileinkaði sér. Það kom skýrt í ljós í viðureign hennar við brjóstakrabbamein á undanfórnum árum. Þrátt fyrir að þessi sjúkdóm- ur hafi lagst mjög þungt á hana strax í upphafi taldi hún þetta áhugaverða reynslu, sem hún ætl- aði að túlka í málverkum sínum. Stundum lýsti hún því fyrir mér hvernig mismunandi krabba- meinslyf verkuðu á sig, hvað varð- aði liti og form. Svala gat nýtt sér þessa þjáningarfullu reynslu til að skapa stórfengleg listaverk, sem geisluðu af gleði og trú á bjarta framtíð. Svala var umkringd ást og um- hyggju sonarins Daoud og manns- ins síns, Melhem, sem tók sér frí frá störfum síðastliðið eitt og hálft ár til að annast hana. Eg og fjölskylda mín sendum þeim feðgum og systkinum Svölu innilegar samúðarkveðjur. Unnur Pétursdóttir. Af mörgu er að taka ef minnast skal æskuvinkonu sem vert er. Minningamar staldra við í barna- skóla, en kynni okkar Svölu hófust þar, við ungar að árum, nemendur í Melaskóla og í sama bekk. Líkt og svo mörg kynni á þeim næmu ár- um, er barnsleg einlægni ræður ríkjum í viðmóti og vináttu, þá var til þeirra stofnað á þann veg að vin- átta og kærleikur hefur staðið síðan þá. Þessi barnaskólaár og síðan gagnfræðaskólaár í Hagaskóla í vinahópnum voru eins og óður til h'fsins og gleðinnar í návist Svölu, en í kringum hana ríkti gleði og birta. Við ólumst upp á Melunum, urð- um vitni að uppbyggingunni á Hög- unum og þangað, nánar tiltekið á Fornhaga, flutti Svala og fjölskylda hennar. Ævintýralandið var fjaran við Ægisíðu, fiskihjallar og bátar, grásleppur, pollar og krabbar og allt lífríki fjörunnar. Stundum voru dýrin veidd og borin heim tO sýnis þeim sem áhuga höfðu. Ofáir voru hjólatúrarnir um Vesturbæinn og Skerjafjörðinn og ef farið var út á Seltjarnarnes, dugði ekki minna en að hafa með sér nesti í svo langt ferðalag. Þetta voru dýrmæt ár og ógleymanleg, þegar Vesturbærinn var í raun ennþá dálítil sveit, Grímstaðaholtið að byggjast og stutt að fara út í ósnortna náttúruna. Heimili Svölu var okkur alltaf opið þar sem Borg- hildur og Þórir tóku okkur af ein- stakri hlýju og áhuga, ræddu um áhugamál okkar og hvöttu til dáða. Eftir að hafa lokið landsprófi og hafið nám í Menntaskólanum í Reykjavík ákvað Svala að snúa sér að listnámi, en hún sýndi snemma mikla hæfileika í þá átt. Hún fór í Myndlista- og handíðaskóla íslands og síðan lá leiðin til Bretlands, í Ruskin School of Art í Oxford og lauk hún þaðan námi 1968. Leið hennar lá út í heim, þar sem hún eignaðist nýja vini, en alltaf var hún trygg sínum gömlu vinum. I áraraðir hafa lönd og heimsálfur skilið okkur að. Á sumrin, þegar hún kom heim til Islands og lét vita af sér, styrktust aftur böndin og tíminn sem liðið hafði síðan síðast við hittumst var eins og afmáður. Við ræddum það stundum að vin- átta, sem stofnað er til á þann veg í bernsku er sérstök og erfitt að skýra hana. Svala var afar glæsileg og það sem gerði hana svo einstaka var gleðin og hlýjan sem hún bjó yfir og endurspeglaðist í björtu, fallegu brosi hennar, sem var engu líkt og gat ekki látið neinn ósnortinn. Hún hafði sérstaka sýn á hlutina og lag á að finna spaugilegu hliðarnar á ýmsum málefnum og henni var fjarri að láta frá sér óvandað orð um nokkurn mann. Hún valdi sér erfitt lífsstarf, stundaði það af miklum áhuga og dugnaði og uppskar vel á því sviði, eins og sjá má á þeim verkum, sem eftir hana liggja. Af einstöku æðruleysi og dugn- aði hefur hún háð baráttu við illvíg- an sjúkdóm í nær fímm ár. Bar- áttuvilji hennar var mikill, þrek og bjartsýni ráðandi, eins og sjá má af nýlegum málverkum hennar og var það afar mikill styrkur fyrir þá sem voru henni nærri. Það var henni mikilvægt að koma heim síð- asta sumar og vera með móður sinni, sem þá var einnig orðin al- varlega veik. Þegar ég nú kveð bernskuvin- konu vil ég þakka henni alla þá tryggð og vináttu sem hún alla tíð sýndi mér og fjölskyldu minni. Fjölskyldu Svölu, Melhem og Daoud og ástvinum öllum sendum við okkar innilegustu hluttekningu. Vonandi fer heimurinn mildum höndum um unga soninn Daoud sem á sorgarinnar stundu er um- vafinn kærleika fóður síns og fjöl- skyldu. Herdís. ELÍAS SIGURJÓNSSON + Elías Sigurjónsson var fædd- ur í Reykjavík 23. maí 1922. Hann lést á Landspítalanum 10. apríl siðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 20. apríl. Rs* 9* /'/Lh,AVS^' / Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn „Þetta er nú öragglega Elli, ég heyri það á hringingunni," sagði Daði Freyr eitt föstudagssíðdegi fyrir nokkru. Jú, það var Elli, mættur einn föstudaginn enn, keik- ur með Leeds-kaskeitið bláa og kominn til þess að færa sælgæti vini sínum sex ára og ná í DV og Dag/Tímann. Það þurfti líka að taka púlsinn á íþróttalífí vikunnar og segja fáeinar sögur um litríkri fortíð nútímavíkings. Leiðir okkar Guðrúnar, Hörpu Maríu og heiðursfólksins Elíasar Sigurjónssonar og Sigrúnar Eiðs- dóttur lágu saman fyrir 13 árum þegar við keyptum efri hæðina á Ásvallagötu 69. Þau sýndu okkur frá fyrstu tíð hlýhug og vináttu, Persónuleg, alhtiða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. sem vandfundin eru í garð vanda- lausra. Og sambandið hélt áfram þótt við færðum okkur um tvær götur til norðurs, á Hávallagötu. Síðan hafa böndin haldist trygg, ekki síst fyrir reglubundnar fóstu- dagsheimsóknir Ella, sem vora ávallt eins og hressileg vindhviða. Þar blés víða, ekki síst á misvitra stjórnmálamenn og dusilmenni hvar sem þau var að finna í þjóðfé- lagstiganum. En hjartahlýjan var ávallt með í fór, Daði fékk sinn sæl- gætisskammt og aðrir heimilis- menn eitthvað smálegt ef um það var að ræða. Hress og kátur, hrein- skiptinn og tryggur. Reyndar heyrði ég oftar en ekki á tal manna hjá Eimskip, þegar ég var þar sem starfsmannastjóri um árs skeið fyrir 11 áram, að í Faxa- skála væri garpur sem tæki öðrum fram. Elli þessi „víkingur, sem léti öngvan bilbug á sér finna og væri oftar en ekki tveggja manna maki. Ofurhugi til orðs og æðis“. Þá var ágætt að svara, að við Elías værum nágrannar og vinir. Á skilnaðar- stund viljum við á Hávallagötunni þakka Ella fyrir trygga vináttu og þá barnelsku, sem Harpa og Daði nutu óspart þessi ár. Harðger, áræðinn, hreinskiptinn, en þó um- fram allt hjartahlýr var þessi kappi af Guðs náð, drenglyndur íþrótta- garpur fram að hinstu stund. Sig- rúnu og ættingjum öllum sendum við samúðarkveðjur. Þeirra er söknuðurinn mestur. Ingólfur, Guðrún, Harpa María og Daði Freyr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.