Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Herða verður leitina i að stökkbreytingum Ef einhver hefur haldið að tími kraftaverk- anna á sviði læknavísinda værí liðinn hefur sá hinn sami væntanlega rangt fyrir sér. Með framförum á sviði genalækninga eru horfur á því að hægt verði að lækna ýmsa alvarlega erfðasjúkdóma í byrjun næstu aldar. Galdurinn verður fólginn í því að hafa með nýju geni eða lyfjum áhrif á stökkbreytt sjúkdómsgenið. Ein meginfor- sendan fyrir því að hægt verði að gera ná- kvæma sjúkdómsgreiningu og nota lækn- ingaraðferðina felst í því að hafa uppi á stökkbreytingunni eins og Anna G. Ólafs- dóttir komst að í samtali við Reyni Arn- grímsson dósent í erfðalæknisfræði og sér- fræðing í erfðalæknisfræði og erfðasjúk- dómum við Landspítalann. OFAN á skrifborðinu liggja handrit í snyrtilegum bunkum og upp við vegg- inn svigna hillumar af ósamstæðum vísindaritum. Aðeins gamaldags teketill og nokkrir kass- ar af telaufum gefa skrifstofunni heimilislegt yfírbragð. Reynir Arn- grímsson er heldur enginn venjuleg- ur vísindamaður eða læknir í hvítum sloppi. Hann stundar læknisfræði- lega erfðafræði eða eina af yngstu sérgreinum læknavísindanna. Læknisfræðileg erfðafræði tengist langflestum sviðum læknisfræðinn- ar og gengur út á að nýta upplýsing- ar í mannerfðafræði í læknavísind- um, þ.e. þjónustu við sjúklinga. Reynir stundaði sérfræðinám í erfðalæknisfræði við Glasgow-há- skóla og Royal Hospital for Sick Children í Glasgow í Skotlandi á ár- unum 1990 til 1994. Hann hlaut sér- fræðiviðurkennmgu í erfðalæknis- fræði og erfðasjúkdómum árið 1994 og lauk doktorsprófí ári síðar. Að námi loknu hóf hann störf við rann- sóknir og erfðaráðgjöf innan erfða- og fósturgreiningaskorar Landspít- alans. Reynir útskýrir að íyrsta skrefíð í læknisfræðilegri erfða- fræði felist í því að greina erfða- sjúkdóma á öllum sérsviðum lækn- isfræði, t.d. hjartalækninguin og bamalækningum. „Á meðan beðið er eftir því að draumar um gena- lækningar rætist felst starfíð að mestu í ráðgjöf, nákvæmum sjúk- dómsgreiningum og kortlagningu stökkbreytinga," segir hann. „Ráð- gjöfín felst í því að veita upplýsing- ar um sjúkdóminn, eðli hans og hvað hægt er að gera til að greina hann hjá núlifandi og komandi kyn- slóðum, þ.e. fjölskyldumar vilja fá upplýsingar um hvaða líkur séu á að ófædd börn erfí sjúkdóminn. Grein- ing á fósturskeiði fer oft fram í tengslum við alvarlega erfðasjúk- dóma. Ef fóstrið virðist hafa erft sjúkdóminn taka foreldrarnir ákvörðun um hvort þunguninni er haldið áfram eða ekki. Við áfram- haldandi þungun getur greiningin gefið vísbendingar um viðeigandi viðbrögð, t.d. við fæðingu bams með hjartagalla." Krabbameinserfðaráðgjöf verði boðin Reynir segir að aðeins sé fengist við sjaldgæfa erfðasjúkdóma og meðfædd vandamál á Landspítalan- um. „Ekki hefur enn verið farið út í erfðaráðgjöf í tengslum við algeng- ari vandamál á borð við krabbamein eins og víða hefur verið gert í ná- grannalöndunum. Vonandi líður ekki á löngu þar til við sjáum okkur fært að feta í þau spor. Ein rökin fyrir því að eðlilegt er að huga að því að koma á fót erfðaráðgjöf vegna krabbameins er hvað aðgang- ur almennings að DNA-greiningu er orðinn greiður. Konur geta jafn- vel fengið erfðafræðigreiningu í tengslum við áhættuna á brjóstakrabbameini í gegnum Net- ið. Við teljum eðlilegra að fólki gef- ist kostur á hlutlausum upplýsing- um um hvaða upplýsingar greining- in gefi og hvaða þjónusta standi til boða eftir að meiri áhætta á erfða- sjúkdómi hafi greinst áður en tekin er ákvörðun um að fara í erfða- greiningu. Ekki er t.a.m. sama að vera greindur í hærri áhættu á að fá sjaldgæfan erfðasjúkdóm og fá brjóstakrabbamein enda er krabba- meinið mun flóknari sjúkdómur. Sumar konur hafa kosið að láta fjar- lægja af sér brjóstin eftir að hafa greinst með meiri áhættu á að fá brjóstakrabbamein. Með því er ekkd girt fyrir möguleikann á krabba- meini því að krabbameinsgenið get- ur valdið breytingum í öðrum vefj- um líkamans og er þar hægt að nefna eggjastokka. Aigengara er að konur í sömu stöðu taki ákvörðun um að vera undir sérstöku eftirliti vegna áhættunnar á að fá krabba- mein,“ segir Reynir en þess má geta að hann hefur verið fenginn til að halda fyrirlestur um krabba- meinsráðgjöf í tengslum við kynn- ingar- og fjáröflunarátak Krabba- meinsfélags íslands næstkomandi miðvikudagskvöld. Lengi vel var afar takmörkuð erfðafræðiráðgjöf veitt á Landspítal- anum enda var starfseminni sinnt af lækni í hlutastarfi. Fyrir um einu og hálfu ári tók Reynir svo við erfðaráð- gjöfinni. Hann segir að íslendingar hafí verið fremur seinir að taka við sér varðandi erfðafræðiráðgjöfina. „Heilbrigðisyfirvöld í nágrenni við okkur voru langt á undan okkur í að þrýsta á að erfðafræðiráðgjöf yrði komið á fót í löndunum. Rökin voru þau að þannig væri auðveldara að þróa þjónustuna áfram með sívax- andi þörf á næstu árum. Þróunin felst svo væntanlega í því að þjónust- an færist að hluta til inn í sérgrein- Morgunblaðið/Þorkell REYNIR Arngrfmsson hefur verið sérfræðingur í erfðalæknisfræði og erfðasjúkdómum við Landspítalann frá árinu 1996. LÓFAKREPPA hefur verið nefnd víkingasjúkdómurinn enda ku hann hafa breiðst út um heiminn með víkingum. Litla fíngur hægri handar á myndinni varð að Qarlægja með skurðaðgerð. amar í framtíðinni. Annars verður áfram nauðsynlegt að reka ákveðna grunnstoðdeild á sviði erfðafræði fyrir aðrar deildir. Meginhlutverk deildarinnar yrði að þjálfa starfsfólk og safna saman upplýsingum um erfðasjúkdóma til hagnýtingar í genalækningum framtíðarinnar. Eiginlega þyrfti að koma upp skrá á borð við krabbameinsskrána með upplýsingum um íslenska erfðasjúk- dóma,“ segir Reynir. „Ég get í því sambandi nefnt að eðlilegt væri að safna saman upp- lýsingum um hvaða stökkbreyting- ar geta valdið svokölluðum slím- seigjusjúkdómi enda má búast við að meðferðin verði mismunandi og fari eftir því hvaða stökkbreytingar verði á ferðinni. Lækning við einni tegund slímseigju getur falist í lyfjameðferð á meðan eðlilegt getur verið að gera ráð fyrir því að nýju geni verði að koma fyrir í frumum til að lækna aðra tegund." Reynir segir að í gegnum sínar hendur hafi farið um 1.000 tilfelli úr á bilinu 350 til 400 fjölskyldum enda er ekki óalgengt að fólk úr sömu fjölskyldum leiti eftir ráðlegging- um. „Ef vel ætti að vera þyrfti að vera starfandi teymi tveggja lækna og sérmenntaðra hjúkrunarfræð- inga eða ljósmæðra á deildinni. Enn hefur eklri verið þróað nám fyrir að- stoðarmenninna. Horfur eru á því að úr því rætist fljótlega enda vinn ég ásamt fleirum í norrænni nefnd að því að móta námið. Með teymisvinnunni er eðlilegt að fari fram rannsóknarstarf. Núna er starfandi litningarannsóknar- stofa á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og vonir standa til að í samvinnu við rannsóknadeild Land- spítalans verði hægt að koma á fót einingu til að sjá um DNA grein- ingu. Hingað til hefur þurft að senda öll sýni til greiningar í út- löndum. Ekki er hægt að mæla með því til lengdar enda í senn kostnað- arsamt og tímafrekt ferli.“ Nýjunga í fósturgreiningu að vænta Nýjunga er að vænta í tengslum við fósturgreiningu hér á landi. „Nú er þunguðum konum, eldri en 35 ára, boðið að fara í legvatnsástungu til að hægt sé að greina litningafrávik á fósturskeiði. Gallinn er bara sá að aðeins er hægt að greina um einn > > \ ► í > i \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.