Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA
Sjónvarpið ► 15.00 Margreyndur
sjónvarpsmyndaleikari og -leik-
stjóri stýrir Elgnum (Salt Water
Moose) (‘95) náttúrulífsmynd fyrir
böm og unglinga, (frumsýning).
Segir af 12 ára strák og elgsdýri í
hremmingum. Með Timothy Dalton
(Bond) og Lolitu Davidovich (B1-
aze), sem eiga það sameiginlegt að
hafa ekki náð að festa sig í úrvals-
deild Hollywood. Myndin fær góða
einkun hjá IMDb, 8.3
Stöð 2^16.45 Michelle Pfeiffer
leikur Lurene Hallett, konu sem
helst af öllu vildi vera í sporum
Jacqueline Kennedy í Ferð og fyr-
irheit (Love Field) (‘92), dulítið for-
vitnilegri og óvenjulegri vegamynd.
Hallett heldur útá þjóðveginn til að
nálgast forsetann sinn, stingur af
frá eiginmanninum og lendir í ævin-
týrum og ógöngum. Pfeiffer sannar
hér, sem oftar, að hún er ekki að-
eions glæsileg kona heldur einnig
hæfíleikarík. Jonathan Kaplan leik-
stýri með láði. ★★14.
Stöð 2 ► 21.05 Hún vann
Óskarsverðlaunin sem besta mynd
ársins 1996, hollenska dramað Ævi
Antóníu (Antonia’s Line) (‘95’).
Villeke Van Ammelrooy er ein af
leikkonunum sem fara með hlut-
verk titilpersónunnar á löngu lífs-
hlaupi, þar sem fímm kynslóðir
koma við sögu. Antonia er sjálfstæð
og sterk, sannkallaður kvenskör-
ungur. Safnar um sig utangarðs-
fólki á býlinu sínu þar sem konur
ráða og skelfa. Karlmenn
einskisnýtir til annars en púlsvinnu
og undaneldis. Einhver fussar yfir
kvenrembu. ★★★.
Sýn ►21.10 Níunda kvikmynda-
gerð einnar bestu unglingabókar
sögunnar, Gulleyjunnar (Treasure
Island) (‘90), er gerð af Heston
feðgum. Fraser leikstýrir, ættar-
höðinginn sjálfur fer með hlutverki
Jóns Silfra, og sýnir að hann getur
líka túlkað illmenni. Myndin (var
gerð fyrir sjónvarp, sýnd hér og
víðar í kvikmyndahúsi), er sögunni
trú og fín fyrir augað. Með
skemmtilegum leikhópi, mest-
megnis breskum; Christopher Lee,
Oliver Reed, Julian Glover, Ric-
hard Johnson og Christian Bale.
★ ★>/2
Sjónvarpið ► 22.10 Það á vel við
að sýna gamanmyndina Á sama
tíma að ári (Same Time, Next Ye-
ar) (‘78), meðan enn er verið að
sýna leikritið í borginni, við miklar
vinsældir. Persónurnar eru aðeins
tvær, (Alan Alda og Ellen Burstyn)
í framhjáhaldi í röskan aldarfjórð-
ung, láta sér nægja að hittast einu
sinni á ári í sama hótelherberginu.
Lýsir á skemmtilegan og skorinorð-
an hátt sveiflum í mannlífínu um og
þjóðfélagsbreytingunum um og eft-
ir miðja öldina. Alda og Burstyn
eru toppleikarar sem gera sitt vel
að vanda. (Siggi Sigurjóns og Tinna
Gunnlaugsdóttir skila sínu jafn vel í
vesturbænum). ★★★
Stöð 2 ► 23.40 Mynd kvöldsins:
Rottukóngurinn (King Rat) (‘65)
Sjá umsögn í ramma.
Sýn ►0.05 Harðjaxlinn (Best of the
Best 3) (‘96). Fyrsta myndin var
vond, önnur illskárri, þessi verst,
segir AMG um þriðju myndina um
harðjaxlinn Tommy Lee, sem
lumbrar á illþýði. GefurAVá
Sæbjörn Valdimarsson
Skugga-
gróður
Hún er í miklu áliti sem hin
mætasta skemmtun, fanga-
búðadramað Rottukóngurinn
(King Rat) (‘65). Lýsir fádæma
vel hvernig og hverjir eru
klókastir að þrauka af undir
slíkum kringumstæðum - enda
er metsöluhöfundurinn, James
Clavell, að lýsa eigin reynslu.
Hér eru það fangar í japönsk-
um stríðsfangabúðum í Singa-
pore á tímum síðari heims-
styrjaldarinnar sem gengur
misvel að skrimta. Engum
betur en „Rottukóngnum"
(George Segal), Bandaríkja-
manni, bláköldum í svarta-
markaðsbraski við kúgara sína
og viðskiptum við samfangana.
Þessari manngerð sem þrífst
best undir ófrjálsum kringum-
stæðum, en hverfur í fjöldan
þegar allt er einsog það á aða
vera, er einkar vel lýst og Ge-
orge Segal hefur ekki verið í
annan tíma betri. Aðrir leikar-
ar eru traustir, enda komnir
úr innsta hring breskra stór-
leikarar; Denholm Elliott,
Tom Coui-teney, James Fox og
John Mills. Þessum úrvals-
mannskap stýrir Bi-yan For-
bes í sinni bestu mynd. Nokk-
uð löng en aldrei langdregin.
★★★14
Varðveisla
kvikmynda
mikilvæg
LEIKKONAN Lauren Bacall
og leikstjórinn Martin Scor-
sese mættu saman til að
kynna á galaltvöldi í Folger
Shakespeare bókasafninu í
Washington á dögunum.
Tilefhið var opnun sjöttu
árlegu varðveisluhátíðar
klassískra bandarískra
kvikmynda. Lögð er
áhersla á sögulegt mikil-
vægi þess að varðveita kvik-
myndir og þess að muna fortíðina
og varðveita hana fyrir framtíðina.
Loksins Gordon
setter-got á íslandi
Hvolpamir eru 8 vikna og til-
búnir að takast á við lífið og
tilveruna.
Allar uppl. í s. 561 0402.
NÁMSMANNASTYRKIR
Námsmannalínufélagar muniö að umsóknarfrestur til
aö sækja um námsstyrk rennur út 1. maí
Veittir verða 12 styrkir hver að upphæð
125.000 krónur
Styrkirnir skiptast þannig:
* útskriftarstyrkir til nema í Háskóla íslands
* útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/
sérskólanema
* styrkir til námsmanna erlendis
Einungis félagar í Námsmannalínunni eiga rétt
á að sækja um þessa styrki
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef
Búnaðarbankans www.bi.is og í öllum útibúum bankans
NÁMS
LÍNAN A
Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. maí til
Búnaðarbanki íslands hf.
Markaðsdeild, Austurstræti 5
155 Reykjavík
(S)bijnaðarbankinn
Traustur banki
SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 55
lilcND
Með því að nota TREND naglanæringuna
færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar
svo þær hvorki klofna né brotna.
| TREND handáburðurinn
j með Duo-liposomes.
hlý tækni i framleiðslu
. \ ■ v’BKfe húðsnyrtivara. fallegri,
fteygjanlegri, þéttari húð.
Sérstaklega græðandi.
EINSTÖK GÆÐAVARA
TrjEHÐ
t _ COSMF. TICS
Fást i apótekum og snyrti-
I vöruverslunum um land allt.
L
|
Ath. naglalökk frá Trend fást í tveimur stærðum
PIÐ^ _ í Kringlunni
1-5
VELKOMIN í KRINGLUNfi I OfiG!
Það verður létt
sunnudagsstemmning
í Kringlunni í dag fyrir
alla fjölskylduna.
Opið frá kl. 1 til 5.
SUMRRVÖRUR
í Kringlunnt
SKEMMTUN * GJRFIR • HEIMILI . LIFSSTILL
Isborinn
við Kringlubid
Barnaisinn vinsæli,
Kalli kötlur. Oili
isalfur. Sambó litli
og Smart-isinn.
Aðeins 75 krönur.
Fyrir fullorðna.
filusnauöur jogúrt is
með ávöxtum.
Áður 390
og nú 320 krónur.
VERSLflNIR OPNflR I DflG:
Body Shop
Eymundsson
Galaxy / Háspenna
Gallabuxnabúðin
Hagkaup matvöruverslun
Hagkaup sén/öruverslun
Hans Petersen
Ingólfs Apótek
ísbarinn við Kringlubíó
(slandía
Kaffihúsið
Kaffitár
Kókó
Kringlubíó
Jack & Jones
Lapagayo
Musik Mekka
Nýja Kökuhúsið
Penninn
Sega leiktækjasalur
Skífan
Sólblóm
Sportkringlan
Stefanel
Vero Moda
KRINGMN
\
F