Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Sjónvarpið ► 15.00 Margreyndur sjónvarpsmyndaleikari og -leik- stjóri stýrir Elgnum (Salt Water Moose) (‘95) náttúrulífsmynd fyrir böm og unglinga, (frumsýning). Segir af 12 ára strák og elgsdýri í hremmingum. Með Timothy Dalton (Bond) og Lolitu Davidovich (B1- aze), sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð að festa sig í úrvals- deild Hollywood. Myndin fær góða einkun hjá IMDb, 8.3 Stöð 2^16.45 Michelle Pfeiffer leikur Lurene Hallett, konu sem helst af öllu vildi vera í sporum Jacqueline Kennedy í Ferð og fyr- irheit (Love Field) (‘92), dulítið for- vitnilegri og óvenjulegri vegamynd. Hallett heldur útá þjóðveginn til að nálgast forsetann sinn, stingur af frá eiginmanninum og lendir í ævin- týrum og ógöngum. Pfeiffer sannar hér, sem oftar, að hún er ekki að- eions glæsileg kona heldur einnig hæfíleikarík. Jonathan Kaplan leik- stýri með láði. ★★14. Stöð 2 ► 21.05 Hún vann Óskarsverðlaunin sem besta mynd ársins 1996, hollenska dramað Ævi Antóníu (Antonia’s Line) (‘95’). Villeke Van Ammelrooy er ein af leikkonunum sem fara með hlut- verk titilpersónunnar á löngu lífs- hlaupi, þar sem fímm kynslóðir koma við sögu. Antonia er sjálfstæð og sterk, sannkallaður kvenskör- ungur. Safnar um sig utangarðs- fólki á býlinu sínu þar sem konur ráða og skelfa. Karlmenn einskisnýtir til annars en púlsvinnu og undaneldis. Einhver fussar yfir kvenrembu. ★★★. Sýn ►21.10 Níunda kvikmynda- gerð einnar bestu unglingabókar sögunnar, Gulleyjunnar (Treasure Island) (‘90), er gerð af Heston feðgum. Fraser leikstýrir, ættar- höðinginn sjálfur fer með hlutverki Jóns Silfra, og sýnir að hann getur líka túlkað illmenni. Myndin (var gerð fyrir sjónvarp, sýnd hér og víðar í kvikmyndahúsi), er sögunni trú og fín fyrir augað. Með skemmtilegum leikhópi, mest- megnis breskum; Christopher Lee, Oliver Reed, Julian Glover, Ric- hard Johnson og Christian Bale. ★ ★>/2 Sjónvarpið ► 22.10 Það á vel við að sýna gamanmyndina Á sama tíma að ári (Same Time, Next Ye- ar) (‘78), meðan enn er verið að sýna leikritið í borginni, við miklar vinsældir. Persónurnar eru aðeins tvær, (Alan Alda og Ellen Burstyn) í framhjáhaldi í röskan aldarfjórð- ung, láta sér nægja að hittast einu sinni á ári í sama hótelherberginu. Lýsir á skemmtilegan og skorinorð- an hátt sveiflum í mannlífínu um og þjóðfélagsbreytingunum um og eft- ir miðja öldina. Alda og Burstyn eru toppleikarar sem gera sitt vel að vanda. (Siggi Sigurjóns og Tinna Gunnlaugsdóttir skila sínu jafn vel í vesturbænum). ★★★ Stöð 2 ► 23.40 Mynd kvöldsins: Rottukóngurinn (King Rat) (‘65) Sjá umsögn í ramma. Sýn ►0.05 Harðjaxlinn (Best of the Best 3) (‘96). Fyrsta myndin var vond, önnur illskárri, þessi verst, segir AMG um þriðju myndina um harðjaxlinn Tommy Lee, sem lumbrar á illþýði. GefurAVá Sæbjörn Valdimarsson Skugga- gróður Hún er í miklu áliti sem hin mætasta skemmtun, fanga- búðadramað Rottukóngurinn (King Rat) (‘65). Lýsir fádæma vel hvernig og hverjir eru klókastir að þrauka af undir slíkum kringumstæðum - enda er metsöluhöfundurinn, James Clavell, að lýsa eigin reynslu. Hér eru það fangar í japönsk- um stríðsfangabúðum í Singa- pore á tímum síðari heims- styrjaldarinnar sem gengur misvel að skrimta. Engum betur en „Rottukóngnum" (George Segal), Bandaríkja- manni, bláköldum í svarta- markaðsbraski við kúgara sína og viðskiptum við samfangana. Þessari manngerð sem þrífst best undir ófrjálsum kringum- stæðum, en hverfur í fjöldan þegar allt er einsog það á aða vera, er einkar vel lýst og Ge- orge Segal hefur ekki verið í annan tíma betri. Aðrir leikar- ar eru traustir, enda komnir úr innsta hring breskra stór- leikarar; Denholm Elliott, Tom Coui-teney, James Fox og John Mills. Þessum úrvals- mannskap stýrir Bi-yan For- bes í sinni bestu mynd. Nokk- uð löng en aldrei langdregin. ★★★14 Varðveisla kvikmynda mikilvæg LEIKKONAN Lauren Bacall og leikstjórinn Martin Scor- sese mættu saman til að kynna á galaltvöldi í Folger Shakespeare bókasafninu í Washington á dögunum. Tilefhið var opnun sjöttu árlegu varðveisluhátíðar klassískra bandarískra kvikmynda. Lögð er áhersla á sögulegt mikil- vægi þess að varðveita kvik- myndir og þess að muna fortíðina og varðveita hana fyrir framtíðina. Loksins Gordon setter-got á íslandi Hvolpamir eru 8 vikna og til- búnir að takast á við lífið og tilveruna. Allar uppl. í s. 561 0402. NÁMSMANNASTYRKIR Námsmannalínufélagar muniö að umsóknarfrestur til aö sækja um námsstyrk rennur út 1. maí Veittir verða 12 styrkir hver að upphæð 125.000 krónur Styrkirnir skiptast þannig: * útskriftarstyrkir til nema í Háskóla íslands * útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/ sérskólanema * styrkir til námsmanna erlendis Einungis félagar í Námsmannalínunni eiga rétt á að sækja um þessa styrki Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef Búnaðarbankans www.bi.is og í öllum útibúum bankans NÁMS LÍNAN A Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. maí til Búnaðarbanki íslands hf. Markaðsdeild, Austurstræti 5 155 Reykjavík (S)bijnaðarbankinn Traustur banki SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 55 lilcND Með því að nota TREND naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. | TREND handáburðurinn j með Duo-liposomes. hlý tækni i framleiðslu . \ ■ v’BKfe húðsnyrtivara. fallegri, fteygjanlegri, þéttari húð. Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA TrjEHÐ t _ COSMF. TICS Fást i apótekum og snyrti- I vöruverslunum um land allt. L | Ath. naglalökk frá Trend fást í tveimur stærðum PIÐ^ _ í Kringlunni 1-5 VELKOMIN í KRINGLUNfi I OfiG! Það verður létt sunnudagsstemmning í Kringlunni í dag fyrir alla fjölskylduna. Opið frá kl. 1 til 5. SUMRRVÖRUR í Kringlunnt SKEMMTUN * GJRFIR • HEIMILI . LIFSSTILL Isborinn við Kringlubid Barnaisinn vinsæli, Kalli kötlur. Oili isalfur. Sambó litli og Smart-isinn. Aðeins 75 krönur. Fyrir fullorðna. filusnauöur jogúrt is með ávöxtum. Áður 390 og nú 320 krónur. VERSLflNIR OPNflR I DflG: Body Shop Eymundsson Galaxy / Háspenna Gallabuxnabúðin Hagkaup matvöruverslun Hagkaup sén/öruverslun Hans Petersen Ingólfs Apótek ísbarinn við Kringlubíó (slandía Kaffihúsið Kaffitár Kókó Kringlubíó Jack & Jones Lapagayo Musik Mekka Nýja Kökuhúsið Penninn Sega leiktækjasalur Skífan Sólblóm Sportkringlan Stefanel Vero Moda KRINGMN \ F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.