Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 37 hafði þolinmæðina við ástundun íþrótta sem nauðsynleg er ef menn ætla að ná árangri. Þó var Gummi að einu leyti mjög óþolinmóður ef óþolinmæði skyldi kalla. Það fór í taugarnar á honum þegar hann varð þess var að menn lögðu sig ekki eins vel fram í leik og starfi og hann taldi að hver og einn hefði hæfileika til. Hann gaf nefnilega allt sitt í hlutina og gat því ætlast til þess sama af öðnim. En meðan áiin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeini yfír, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilífiega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar gullnu fegurð lifír. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu á gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Elsku Anna. Þó að þér og drengjunum finnist eflaust sorgin yfir þessum mikla missi óyfirstíg- anleg þá er víst að bjarta vorið hans Gumma á eftir að blómgast enn og ævinlega í hugum okkar allra. I fyllingu tímans mun minn- ingin um Gumma vekja gleði þeirra er nutu þeirra forréttinda að þekkja hann. Við Dagrún sendum þér og öll- um aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu ljúflingsins Guðmundar Jónasar Jóhannssonar. Halldór. Vantrú og djúp sorg voru óneit- anlega þær tilfinningar sem hæst bar þegar fréttin um andlát fram- kvæmdastjórans okkar barst fóstu- daginn 17. apríl síðastliðinn. Stórt skarð er höggvið f hópinn okkar þegar ungur maður í blóma lífsins er kallaður burt og fólki verður svarafátt þegar það spyi’ sig um tilgang æðri máttarvalda. Eftir lifir í hjörtum okkar minning- in um góðan samstarfsmann. Um leið og við kveðjum Gumma með þessum ljóðlínum Jóhannesar úr Kötlum, viljum við votta Önnu og sonum þeirra, foreldrum hans og tengdaforeldum, Mugg og Diddu, svo og öðram aðstandend- um, okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Er hnígur sól að hafsins djúpi og hulin sorg á brjóstin knýr, vér minnumst þeirra, er dóu í draumi um djarft og voldugt ævintýr. Þá koma þeir úr öllum áttum, með óskir þær, er flugu hæst, og gráta í vorum hljóðu hjörtum hinn helga draum, sem gat ei ræst. Og þá er eins og andvörp taki hin undurfagra sólskinsvon, og allir kveldsins ómar verði eitt angui’ljóð um týndan son. Og hinsti geislinn deyr í djúpið, en daginn eftii- röðull nýr oss kveikir sama dýra drauminn um djaift og voldugt ævintýr. Samstarfsfóik Meleyri hf. og Voninni ehf. Dauðinn ber að dyrarn hjá ungum og hraustum manni öllum að óvör- um. Fljúga því ýmsar hugsanir í gegnum huga manns og ýmsar til- finningar fara úr skorðum sem erfitt er að gera skil. Reiði, sökn- uður og óréttlæti og raunveruleik- inn stöðvast; að hann Gummi sé horfinn úr þessari jarðvist. En veg- ir Guðs eru órannsakanlegir. Ég kynntist Gumma í nóvember 1995 er ég hóf störf hjá Meleyri hf. á Hvammstanga. Þá strax varð mér ljóst hversu ljúfur, góður og yfirvegaður drengur hann var. Vil ég því þakka honum hér okkar góða samstarf og þær samvera- stundir er við áttum. Elsku Anna og synir, Muggur og Didda, svo og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur samúð mína og vona að Guð styrki ykkur á þessum erfiðu tímum. Guðfinna Ingimarsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þeni tregatárin stríð. (V. Briem) Það vora hörmulegar fréttir að fá, að góðvinur minn og féþagi, Guðmundur Jóhannsson frá ísa- firði, hefði orðið bráðkvaddur. Hvernig mátti þetta vera? Þessi stóri og hrausti drengur, íþrótta- maður og reglumaður, nautsterkur og vel á sig kominn. Við nafni kynntumst þegar báðir stunduðum nám við Menntaskól- ann á Isafirði sem var og hét. Það- an urðum við samstúdentar 1979 ásamt fleiri góðum félögum. Nafni hafði því sjálfskipaða hlutverki að gegna að hóa saman hópnum ár- lega til mannfagnaðar, þá gjaman þorrablóts. Ræktarsemi og góðvild vora honum eðlislæg. Veiðiferðir okkar félaganna frá MI era minnisstæðar. Þar fór sam- an til veiða strákahópm' sem var misákafur við veiðiskapinn, það skal játað, en samveran og útiver- an var okkur allt. Við nafni vorum jafnan sammála um hinn gullna meðalveg í þessum ferðum, og höf- um ávallt tryggt félögum okkai’ fæði og annan kost þar til heim skyldi halda. Okkar síðasta ferð á liðnu hausti í Dalina var yndisleg og mun lifa meðal okkar sem eftir stöndum. Þar var mikið hlegið og margar sögur sagðai’ eins og ávallt. Guðmundur Jóhannsson var vin- ur vina sinna, sannur heiðursmað- ur. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti hann að og kveð góðan dreng. Elsku Anna, við Mar- gi'ét sendum þér og sonunum inni- legustu samúðarkveðjur okkar. Blessuð sé minning Guðmundar Jóhannssonar. Guðmundur Jón Matthíasson. Það var erfitt og óraunveralegt að frétta að Gummi vinur okkar væri fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Tekinn frá konu og börnum í blóma lífsins löngu áður en dags- verki hans var lokið. Það er óskilj- anlegt að hann sé búinn að kveðja en enginn fær breytt því sem orðið er. Skömmu fyrir andlátið höfðum við verið í sambandi við Gumma. Þá var hugsað um framtíðina - hvort hægt væri að skipuleggja sumarið þannig að við gætum allir komist í veiði saman, eins og svo oft áður. Nú vitum við að þessi framtíð er ekki til og það svíður sárt. Minningar um fortíðina er það sem lifir. Minningar um dag- legar samverustundir í mennta- skóla og stöðugan vinskap síðan era margar og góðar. Minningam- ar um Gumma lifa. Þær era fjár- sjóður sem við eigum það sem eftir er og aldrei gleymist. Gummi var góður vinur. Hans skarð verður aldrei íyllt. Hann átti stærstan þátt í að lítill vinahópur hefur haldið svo vel saman sem raun ber vitni og einnig stærstan þátt í að menntaskólaárgangurinn safnast enn reglulega saman tæp- um 20 árum eftir útskrift. Gummi var góður íþróttamaður. Við nutum þess ríkulega á mennta- skólaárum okkar. Eftir það var hann kominn það mikið fram úr okkur að við fylgdumst með úr fjarlægð og skipti ekki máli hvort um fótbolta eða körfubolta var að ræða. Þær vora ófáar stundirnar sem við lékum okkur í hraðskák. Gummi var alltaf í liði menntaskól- ans í skák. Gummi stofnaði heimili með konu sinni Önnu Guðmundsdóttur, íyrst í Breiðholti en síðar í Grafar- vogi, þeim leið alltaf vel saman. Þau vora gestrisin og til þeirra var alltaf gott að koma, hvort sem maður var boðinn eða bauð sér sjálfur. Gagnvart harmi Önnu og sonanna stöndum við máttlausir. Megi Guð gefa þeim og öðram í fjölskyldu Gumma stuðning í sorg sinni og kraft til að takast á við nýjan raunveruleika. Við kveðjum Gumma með harmi og ósáttir yfii' því hve fljótt hann var tekinn frá okkur. Megi honum líða vel í nýrri veröld og hver veit nema þráðurinn verði tekinn upp að nýju síðar. Við erum stoltir af að hafa átt Gumma fyrir vin. Hannes Hrafnkelsson, Hallgrímur Kjartansson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. Margs er að minnast, mai’gt er hér að þakka. Guði sé lof íyTÍr liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Farþúíffiði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Kær vinur er fallinn frá. Með fáum orðum vil ég minnast vinar míns og skólabróður, Guð- mundar Jónasar Jóhannssonar, sem kvaddur verður hinstu kveðju á morgun, og þakka honum sam- fylgdina og vináttu um langt árabil. Guðmundur eða Gummi eins og við kölluðum hann alltaf, varð bráð- kvaddur á Hvammstanga aðfara- nótt 17. apríl sl. og því aðeins 38 ára gamall þegar hann er tekinn frá okkur í blóma Hfsins. Gummi fæddist á Isafirði og sleit þar barnsskónum. Eftir landspróf lá leiðin í Menntaskólann á Isafirði sem lauk með stúdentsprófi vorið 1979. Minningar frá þessum uppvaxt- aráram eru mjög bjartar og á þar Gummi drjúgan þátt. Hann var glettinn og átti auðvelt með að sjá spaugilega hluti tilverannar, hvort heldur í athöfnum eða orðum. Gummi varð snemma töluglöggur svo af bar. Hann gat reiknað í hug- anum hin flóknustu dæmi og þá oft með nokkram aukastöfum. Síma- skrá var nær óþörf ef Gummi var nálægur, því hann kunni öll nauð- synleg símanúmer. Gummi var góður skákmaður og tefldi mikið á menntaskólaárunum. Á þessum áram var algengt að ungt fólk, allt frá 12 ára aldri starf- aði á sumrin í frystihúsum. Gummi vann mörg sumur í hraðfrystihúsi Norðurtangans hf. á skólaáranum. Hann var duglegur og kraftmikill og vel liðinn af yfirmönnum sínum og samstarfsfólki. Gummi stækkaði vel á þessum áram og varð á endanum tæpir tveir metrar á hæð. Hann var grannur vexti, þó þrekinn enda sterkur. Hann stundaði íþróttir af kappi og hóf ungur að leika knatt- spyrnu með liði Isfirðinga. Enda þótt Gummi væri vel liðtækur í knattspymu má segja að körfu- boltinn hafi þó átt meira við hann, enda hafði Gummi hæðina þar með sér. Á Isafjarðarárunum lék Gummi með KFI, en eftir að hann flutti sig suður, lék hann körfu- bolta með meistaraflokkum Vals, ÍS og KR. Vorið 1987 útskrifaðist Gummi sem útgerðartæknir frá Tækni- skóla íslands. Þá hóf hann störf hjá Lífeyrissjóði sjómanna og starfar við lífeyrismál til ársins 1995, að tveim áram undanskildum er hann starfaði hjá útgerðarfélagi. Árið 1995 hóf Gummi störf hjá Meleyri hf. á Hvammstanga, sem er í eigu tengdaforeldra hans, og var fram- kvæmdastjóri félagsins er hann lést. Fagran haustdag árið 1991 gekk Gummi í hjónaband með Aðalheiði Önnu Guðmundsdóttur frá Hnífs- dal. Minningin, er þau saman gengu inn kirkjugólf Háteigs- kirkju, falleg og geislandi af ham- ingju, er afar skýr. Hjónaband þeirra var mjög farsælt. Anna og Gummi áttu vel saman, voru sam- hent og góðir vinir. Þau höfðu búið sér og sonum sínum fallegt heimili að Funafold 7 í Reykjavík. Þau vora höfðingjar heim að sækja, af- ar gestrisin og öllum leið vel í ná- vist þeirra. Saman stóðu þau fyrir mörgum góðum samverustundum skólasystkina og vina, og þá gjarn- an á heimili sínu. Minningar, tengdar veiðiferðum okkar félaganna era kærar og margar standa upp úr grámóðu hversdagsleikans. Ekki var lagt mjög mikið upp úr aflavon, heldur var um að ræða samfund félaga, ómetanlega vináttu. Jafnan var það Gummi sem stóð fyrir þessum ferðum, sem hafa verið nánast ár- legar í á annan áratug. Fyrir stuttu síðan var Gummi í sambandi við okkur, það þurfti nefnilega að fara að huga að veiðiferð sumarsins. Gummi var hár og glæsilegur maður. Hann var góðum gáfum gæddur og hvers manns hugljúfi. Að eðlisfari var Gummi ákaflega dagfarsprúður. Hann var sannur vinur vina sinna, ósérhlífinn, greið- vikinn og alltaf var gott til hans að leita. Ávallt kom maður ríkari af hans fundi, og maður fann ein- hvern veginn svo vel, hversu góður vinur hann var. Með Gumma er genginn góður og gegn borgari. Við fráfall Gumma er sár harm- ur kveðinn að Önnu, sonum og fjöl- skyldum. Elsku Anna, við Sigga vottum þér, drengjunum og öðram að- standendum, okkai’ innilegustu samúð. Af eiiífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphimiim fegri en augað sér mót öflum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Guð blessi minningu Guðmundar Jónasar Jóhannssonar. Jón Helgason. Fast þú stóðst með fjör og æskuþrótt fallinn lástu: Komin hinzta nótt. Eins og bresti bóla, hjaðni hjóm, horfið var þitt manndómsþroska blóm. Eins og mjöll og sjávarhrönn um haf hrundi blóminn kinnum þínum af. Viku af viku, nótt og dapran dag dauðans engill söng þitt vöggulag: söng og skenkti sárra kvala vin, söng og spann þitt hvíta dáins lín. Loks kom heilög hönd, sem um þig bjó himnesk rödd, er sagði: Það er nóg. (M. Joch.) Mér er orða vant og leita því á náðir skáldsins frá Skógum í Þorskafirði, sem eftirlét þjóð sinni lofsöng þann, er ber höfuð og herð- ai’ yfir þjóðsöngva milljónaþjóða. Érétt um andlát Guðmundar Jónasar Jóhannssonar er þvílíkt reiðarslag, að við stöndum hjálpar- vana og leitum í hug okkar skýr- inga á hinum órannsakanlegu veg- um Guðs. Guðmundur Jónas fæddist á ísa- firði 14. oltóber 1959. Hann var sonur valinkunnra sæmdai-hjóna, þeirra Sigrúnar Stefánsdóttur og Jóhanns T. Bjarnasonar. Jóhann var á annan áratug kaupfélags- stjóri Kaupfélags ísfirðinga, en tók síðan við starfi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hefur hann nýlega látið af störfum þar fyrir aldurs sakir. Báðum þess- um störfum gengdi Jóhann af mik- illi trúmennsku og alúð. Það er vegna sameiginlegi’a félagsstarfa með Jóhanni, sem ég kynnist Guð- mundi syni hans fyrst. Guðmundur var á þeim áram einn af liðsmönn- um „annars gullaldarliðs Isfirðinga í knattspyrnu", þ.e. á níunda ára- tugnum. Að drengjaárunum slepptum má þetta teljast upphaf að glæstum ferli hans sem íþrótta- manns. Guðmundur gekk að verki af lífi og sál í knattspyrnunni eins og öðra því, er hann tók sér fyrir hendur. Ég man, að Jóhann hafði orð á því, að það væri gaman ef hægt væri að ræða um eitthvað annað en knattspyrnu á matmáls- tímum! Guðmundur Jónas var í fimmta stúdentahópnum, sem útskiifaðist frá Menntaskólanum á Isafirði árið 1979. Hann tók því þátt í mótunar- áram skólans á tíma Jóns Baldvins og Bryndísar Schram. Að loknum skólaáram í heimahögum lá leið Guðmundar suður eins og margra annarra. Á þeim áram var hann á hátindi ferils síns, sem íþróttamað- ur. Lagði áfram stund á knatt- spyrnu og bætti síðan körfuboltan- um við. Árangur hans á íþrótta- sviðinu verður ekki tíundaður hér, en hann bar því órækt vitni, að liðsheildina munaði um hann, þeg- ar hann lagðist á árina. Guðmundur lauk prófi frá út- gerðardeild Tækniskóla íslands ár- ið 1987. Víst hefur hann þá verið álitlegur piparsveinn, og má ekki lengi við svo búið standa. Hann gengur í heilagt hjónaband 21. september 1991 með Aðalheiði Önnu Guðmundsdóttur írá Hnífs- dal. Upp úr því eru örlögin ráðin. Guðmundur fer að starfa við fyrir- tæki tengdafóður síns, Guðmundar Tryggva Sigurðssonar frá Hnífs- dal. Hann hafði eftir að hafa tekið við umsvifum fóður síns í Hnífsdal og rekið þar rækjuvinnslu um ára- bil flutt sig um set og farið að reka öfluga rækju- og skelfiskvinnslu á Hvammstanga, ásamt útgerð. Fyr- irtækið Meleyri hf. er að mestu í eigu fjölskyldu Guðmundar Tryggva. Einnig rekur fjölskyldan sölufyrirtækið Hafex ehf. í Reykja- vík. Anna Aðalheiður hefur veitt því fyrirtæki forstöðu um árabil ásamt fóðurbræðram sínum. Guð- mundur Jónas varð fljótlega öflug- ur liðsmaður í þessum rekstri og tók við framkvæmdastjórn Meleyr- ar í febrúar 1995. Kynni mín af Guðmundi Jónasi urðu nánari, þegar hann tók við rekstrinum á Hvammstanga. Ég geymi hjá mér fjölmörg samtöl okk- ar um viðsldpti, atvinnumál og einnig um lífið og tilveruna. Ég vil þó segja, að á tímum umróts og örra þjóðfélagsbreytinga, þá þarfnast at- vinnulíf okkar manna, sem hafa ai- izt upp við að temja sér gömlu dyggðimar, þ.e. orðheldni, hrein- sídptni og heiðarleika. Þetta reyndi ég allt af Guðmundi í samskiptum okkar. Mér veitist því ekki erfitt að skilja hvað fjölskylda hans hefur misst við skyndilegt fráfall hans. Ég sendi Aðalheiði Önnu og son- um þein-a innilegar samúðarkveðj- ur. Sömuleiðis fjölskyldu hans á ísafii’ði, Sigrúnu og Jóhanni, Bjarna bróður hans og fjölskyldu og tengdaforeldranum á Hvamms- tanga, Kristínu og Guðmundi Tryggva. Minning góðs drengs verður bezt varðveitt með því, að starfinu, sem hann lagði alla krafta sína í, verði haldið áfram af fullum krafti. Megi Guð styrkja góða menn í þeirri viðleitni. Ólafur B. Halldórsson. Við eldri félagarnir í fótboltan- um í KR horfum nú á eftir ijúfum og góðum dreng. Guðmundur var afar traustur félagi bæði innan vallar sem utan. Hann átti stóran þátt í velgengni okkar á áranum 1992-1995 eða þar til hann hóf störf á Hvammstanga. Við vonuðumst alltaf eftir því að fá Gumma til okkar aftur og hafði hann lýst miklum áhuga á því í samtölum við nokkra okkar. Nú hafa örlögin gripið í taumana en minningin um góðan vin og félaga mun alltaf lifa í hugum okkar. Með þessum fáu orðum viljum við þakka Gumma, eins og við köll- uðum hann alltaf, fyrir allar góðu samverastundirnar. Fjölskyldu hans og aðstandendum vottum við okkai’ dýpstu samúð. Eldri knattspyrnufélagar í KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.