Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ f IHINUM vestræna heimi er talið að 75-85% fólks fái í bak- ið og hátt í 40% fólks á vinnu- aldri eigi við langvarandi og/eða endurtekin bakvanda- mál á stríða. Menn hafa jafnvel sagt að bakvandamál væri eitt dýrasta heilbrigðisvandamál í heimi. Engar tölur eru um hvað það kostar íslenskt þjóðfélag, en vitað er að upphæðin hleypur á nokkrum milljörðum, líldega ekki undir 5-6 og þá sennilega vægt áætlað. Þar af er beinn kostnaður heilbrigðiskerfísins talinn að lág- marki um þriðjungur. Inni í þess- ari tölu má reikna vinnutap, ýmiss konar meðferðir, skurðaðgerðir, sjúkradagpeninga, örorkubætur, lyf og fleira. Þar fyrir utan er ótalið beint framleiðslutap þjóðfé- lagsins. Samanburðartölur sýna einnig að Islendingar beita mun oftar skurðaðgerðum við brjósklosi en þær þjóðir sem við miðum okkur við eins og til dæmis Norðurlanda- þjóðimar. Óþarfar rannsóknir Þegar heyrist af skurðlækni, sem vill draga úr brjósklosskurð- aðgerðum leggur maður ósjálfrátt við hlustimar. Ekki síst þegar Kostnaður hér á landi vegna bakvanda- mála skiptir milljörðum á ári. Að mati Jós- ✓ eps 0. Blöndal yfirlæknis væri hægt að spara tugi milljóna með því að draga úr ónauðsynlegum rannsóknum í tengslum við brjósklos og bakverki. Hann er með ákveðnar skoðanir á heilbrigðiskerfinu, vill meiri samvinnu sjúkraþjálfara og lækna og að heilsugæslulæknar sérhæfí sig í stoð- kerfísvandamálum. Hann vill sjá íþrótta- þjálfara ala unga fólkið upp sem manneskj- ur en ekki sem íþróttagarpa og einbeita sér í kennslu líkamsbeitingar, enda kosti íþróttafólk heilbrigðiskerfíð álíka mikið og reykingamenn. Hildur Friðriksdóttir blaðamaður og Ragnar Axelsson ljós- myndari skelltu sér í Hólminn. sögunni fylgir að fjöldi sjúklinga, sem ráðlagt hafði verið að fara í skurðaðgerðir, hafí sloppið við þær og fengið bata vegna sér- hæfðrar, íhaldssamrar meðferðar og sjálfshjálpar. Morgunblaðs- menn heimsóttu Jósep 0. Blöndal, sem er yfirlæknir á St. Fransiskusspítalanum (SFS) og hefur ásamt starfsfólki sínu rekið sérhæfða greiningar- og meðferð- arstarfsemi á bak- og hálsmeinum síðastliðin fimm ár. í ljós kemur að Jósep hefur ákveðnar skoðanir og megna óbeit á því þegar honum finnst peninga- lykt tengjast meðferð, hvort sem hún á sér stað innan heilbrigðis- geirans eða í jaðri hans. Hann gagnrýnir eins og margir aðrir niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu og telur að ekki sé hægt að ganga lengra nema með því að draga mikið úr starfseminni eða hætta henni. Hann telur of mikið fram- kvæmt af ónauðsynlegum, dýrum og villandi rannsóknum og of mik- ið af ónauðsynlegri og gagnslausri meðferð. Hann segir sjúkraþjálf- un oft rang- og misnotaða og að léleg tjáskipti og skilningur sé milli sjúkraþjálfara og lækna. Þá veltir hann fyrir sér hvort líkams- og heilsurækt eins og hún hefur þróast sé blekking, bisness eða hvort tveggja. Jósep talar mikið en yfírvegað og rólega og leggur áherslu á orð sín með stöku blótsyrði. Raunar segist hann geta haldið maraþon- ræðu um þetta áhugamál sitt, ef út í það sé farið. Hann er mikill húmoristi, sem skín iðulega í gegn og þá ekki síst í glettnisglampan- um sem birtist með reglulegu milli- bili í augunum. Rétt eftir að blaðamaður og ljós- myndari komu á staðinn hófst einn af fyrirlestrum Jóseps fyrir þá 15 sjúklinga sem eru til meðferðar hverju sinni. Mál sitt skýrir hann þannig, að sjúklingarnir verða mjög meðvitaðir um hvað gerist þegar líkamanum er beitt ranglega og eiga þri auðveldara með að muna það. „Fólk verður að skilja um hvað málið snýst til þess að það geti beitt sér rétt. í raun og veru er ég alltaf að hamra á því sama út frá mismunandi sjónarhornum. Al- mennt eru menn orðnir sammála um, að liðþófinn sé meginsökudólg- urinn í langflestum tilvikum bak- verkja og því leggjum við aðalá- herslu á að verja hann áföllum með fræðslu um stellingar, líkamsbeit- ingu, hreyfíngu og fleira,“ sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.