Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ sögum hans í blöðum og þóttu vel gerðar og hann talinn búa yfír góð- um eiginleikum á því sviði og hafa alla kosti til að ná langt, hefði hann gefið sér eða haft nægan tíma og lagt sig eftir því. A heimili hans undi fólk sér löngum við bóklestur þegar næði gafst. Bókhneigð var þar mikil, þar talaði fólk bæði skýrt og auðugt mál og varð jafn- an ekki orðs vant. Fræði fornsagn- anna voru honum hugleikin. Mjög undi hann sér löngum við lestur þeirra og kunni nánast utan að sumar sögurnar og ritaði allnokk- uð um efni þeirra sem birtist í blöðum og tímaritum. Hann hefði staðið sig afbragðsvel ef kunnátta hans hefði verið prófuð og metin af fræðimönnum á sviði þeirra. Ekki eru mörg ár síðan hann sagði mér að hann læsi Njálssögu jafnan einu sinni á vetri hverjum. Þá voru þjóðfélags- og stjórnmál honum ungum mjög hugleikin. í þeim efn- um sem svo mörgum öðrum dró hann fólk til fylgis við skoðanir sínar enda sannfæringarkraftur- inn mikill. Mig leiddi hann nánast við hlið sér í þeim efnum sem svo mörgum öðrum. Átök þess tíma á milli hugmyndafræði austurs og vesturs í stjórnmálum og vera varnarliðs á Islandi var honum einkar hugleikið umræðuefni og var lítið hikandi í afstöðu sinni til þeirra mála. Hann kynnti sér margt sem ritað var á þessum ár- um um þetta efni og stjórnmál yf- irhöfuð og heillaðist af því. Rétt eftir tvítugsaldurinn skildi leiðir okkar nokkuð snögglega í þessum efnum. Ég hætti þá skyndilega að sjá ljóma austur-evrópsks stjórn- arfars þótt sú birta hafi þá um nokkur ár skinið mér skært. Hún vitjaði mín aldrei aftur. Hann tók skyndilega afstöðubreytingu mína nokkuð nærri sér en nú voru æskuleikir og æskubrek nokkuð að baki, ný og breytt umhugsunar- og viðfangsefni að taka við, alvara fullorðinsáranna, og lífið hélt áfram að vera spennandi. Franklín gerði ekki miklar kröf- ur sjálfum sér til handa, mjög fjarri huga hans og gerð var að hafa auðsöfnun að lífsstefnu. I fjölda ára vann hann búi foreldra sinna án annars endurgjalds en að hann átti nokkrar kindur. Samt heyrðist hann aldrei kvarta yfir kjörum sínum eins og þá fór að vera lenska nær alls staðar í þjóð- félaginu. Jörð sína eignaðist hann mjög seint eða aðeins fyrir örfáum árum. Þótt búskapur yrði hans lífs- og ævistarf er ekki víst að hann hafi verið það sem hentaði honum best. Jafnan sinnti hann þó vel skepnum sínum og farnaðist í raun ekki verr en öðrum þeim sem töldu sig meiri áhuga- og kunn- áttumenn í þeirri grein. Hann sótti frekar lítið vinnu út fyrir heimilið enda var dýr búnaður honum á ár- um áður ekki sama efnahagslega áþjánin og mörgum öðrum. Bú- störfin nýttust honum hins vegar mjög vel við þá huglegu iðju sem var stór hluti af lífi hans. Við úti- vinnuna, gegningastörfin fæddust hugverkin. Þegar heim kom var allt fullskapað í höfði hans og hann þurfti ekki að liggja yfir hlutunum og ritvinnslan var þá auðveld. Eft- ir að hann fullorðnaðist hélt hann sig meira til hlés en áður hafði ver- ið og blandaði ekki mikið geði við fjöldann, en hann átti mjög trygg- an kunningjahóp sem hann veitti óumbeðið af auðlegð anda síns. Mjög kært var á milli hans og for- eldranna, einkum móðurinnar, og unni hún honum heitt. Þess varð greinilega vart eftir að hún komst á efri ár og var hætt allri vinnu. Þá dvaldi hún til skiptis hjá eigin- manninum, sem var í nokkur ár á sjúkrahúsinu á Hólmavík, og hjá syninum í Litla-Fjarðarhorni. Það er nánast óásættanlegt að Guð skuli hafa kallað Franklín til sín, annað af uppkomnum börnum hennar, á undan henni. Það verður mörgum erfitt að skilja eins og svo margt af dýpstu rökum tilveru okkar. Fyrir fimmtán árum breyttist líf Franklíns mikið, þá kemur til hans kona með ungan son sinn og hún er komin til að vera. Þórdís Krist- jánsdóttir heitir hún og sonurinn Steinar. Öfugt við það sem stund- um gerist myndaðist fljótlega gott samband á milli Franklíns og hins unga drengs enda var gerð hús- bóndans sú að hann laðaði að sér börn ekki síður en foreldrar hans. Börnum þótti einkar þægilegt að leggja litla hönd í lófa hans og fá hann til að ganga með sér um ná- grennið og hlýða á frásagnir hans um náttúruna, skepnumar og smá- vini fagra foldarskart. Aðrir synir Þórdísar nutu einnig hlýleiks hans þótt dvöl þeirra í Litla-Ejarðar- horni yrði skemmri og ekki sam- felld. ' Nú þegar ég skoða hug minn finn ég ekki að neitt hafi verið óút- kljáð okkar á milli, að minnsta kosti ekkert sem mun íþyngja mér. Færi betur að fleiri temdu sér að geyma ekki úrlausn sinna mála til þeirrar nætur þegar eng- inn getur lengur unnið. Sá einn sem reynir veit hvers virði það er að vera jafnan í sátt við sitt sam- ferðafólk. Það getur orðið mikil- vægara margri vitneskjunni um lítilsverða hluti þegar betur er skoðað. Síðustu árin sátum við saman í sveitarstjóm Broddanes- hrepps, í fyrsta sinn í henni sam- an. Hann var oddviti hennar þegar hann lést. Af ólíkri gerð okkar hlaut það að leiða að oft var uppi ágreiningur okkar á milli; að segja annað væri ósatt, en án þess að nokkuð væri um það rætt eða um það samkomulag gert, þá varð sá ágreiningur aldrei til að skaða samband heimila okkar. Það var ekki bara vilji annars okkar, tvo þurfti til. Ekki man ég lengur hvernig við heilsuðum hvor öðmm þegar við fyrst sáumst, en síðustu kveðjuorðin vom að við sögðum tvívegis blessaður, hvor við annan. Það var óvenjulegt, vissi þó hvor- ugur að hverju dró. Alllangt er síð- an merkja mátti að heilsan var ekki eins góð og vænta mátti hjá ekki eldri manni. Greinilegt var að þrekið fór minnkandi. Mitt mat er að að sumu leyti hafi hann ekki lif- að heilbrigðu lífi en í þeim efnum ræður oftast hver sinni ferð. Þórdísi, Steinari og öllum öðrum nánum vinum hans og ættingjum votta ég innilegustu samúð. Guðfínnur Finnbogason. Öllu er afmörkuð stund. Ætíð hefur heillað mig sögnin um þær stöllur Urði, Verðandi og Skuld, hvar þær sitja og greiða örlaga- þræði okkar mannsbarna, bregða svo klippum sínum þá okkar stund er öll. En oftlega er þeim klippum bragðið ótímabært á loft og óvæg- ið. Svo þótti mér er ég frétti af láti þess er ég hér minnist í fáum, fá- tæklegum orðum. Öllum er okkur sveitungum hans og vinum að vonum brugðið, því enginn gat í raun gert sér í hugarlund, hversu helsjúkur Franklín var orðinn. Allt framund- ir síðustu stund gekk hann til sinna starfa, með aðstoð konu sinnar og má slíkt í ljósi þess sem Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. MINNINGAR nú er orðið teljast óskiljanleg þrautseigja, og segir mikið um persónu hans. Kynni okkar hófust er ég flutti í heimbyggð mína til búskapar 1979, eftir nokkra búsetu í Reykjavík. Það vor var napurt og sumar einnig en umhverfið gamalkunn- ugt og fólkið hlýtt. Fljótlega heim- komin gekk ég til liðs við bjartsýn- isfólk, er sett hafði á stofn lítinn leikflokk. Þar var hann Franklín í essinu sínu og framarlega í flokki. Þrátt fyrir sína meðfæddu hlé- drægni var hann afbragðsleikari og mjög áhugasamur um þau mál. Hann gaf sig í verkefnið af lífi og sál og var sannarlega ósínkur á tíma sinn. Mér verður ætíð minnis- stætt er við settum upp „Drottins dýrðar koppalogn". Þar fór Frank- lín á kostum og mikið var hlegið allan æfingatímann og ekki urðu leikferðirnar síðri. Franklín var afar mikill húmoristi, fljótur að koma auga á hið skondna í tilverunni, var enda oft til hans leitað um skemmtiefni fyrir innansveitarsamkomur, en hann var helst til hlédrægur og hef ég gran um að helst til oft hafi hann sett ljós sitt undir mæliker. Þrátt fyrir annríki daganna skrifaði hann þó gegn um árin tals- vert, birtust eftir hann smásögur í blöðum fyrram. Auk þess var hann prýðilega hagmæltur, átti létt með að kasta fram stökum og vora þær þá gjarnan í glettnari kantinum. Franklín var víða og vel lesinn og stálminnugur á það sem hann las. Islendingasögumar skipuðu hjá honum stóran sess og sagnir úr daglega lífinu, með honum hverfur mörg góð sagan af fyrritíðarfólki og háttum þess. Það er ætíð missir að þeim er fer. Eftirlifandi ástvinir syrgja hoi-fínn vin. Lítil sveit saknar eins af börnum sínum, bónda sem allan sinn búskap erjaði sitt land og barðist fyrir sínu lifibrauði við harðnandi kjör, líkt og við hin sem eítir lifum í okkar litlu byggð. I dreifbýlinu skiptir hver og einn miklu máli og nándin verður sterkari við grannann. Öll eram við hlekkur í keðju sem síðari árin hefur verið að veikjast. Nú eram við einum okkar manna fátækari. Vorið er komið, jörðin opnar faðm sinn mót hlýjurn geislum sól- ar og litlir gróðursprotar, sem gægjast feimnir upp úr sverðinum, minna okkur á hina undursamlegu hringrás náttúrunnar. Megi hlýr faðmur vaknandi jarðar búa hinu þreytta barni sínu hvílu að leiðarlokum. Guð geymi eftirlifandi ástvini og blessi minningu Franklíns Þórðar- sonar. Óla Friðmey Kjartansdóttir. SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 41^ + Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MAREN ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, lést 20. apríl. Reynir Pálsson, Sigríður Björnsdóttir, Bergur Reynisson, Helga Valgeirsdóttir, Unnur Reynisdóttir, Páll Reynisson, Guðlaugur Hlífar Bergsson. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSA ÞÓRÓLFSDÓTTIR frá Fjarðarhorni í Gufudalssveit, sem lést á dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, mánudaginn 20. apríl sl., verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir vandamenn. + Einlægar þakkir færum við öllum þeim, sem heiðruðu minningu elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐFINNU GUÐLAUGSDÓTTUR frá Vík í Mýrdal, Kleppsvegi 62, Reykjavik, Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks hjúkrunarheimilisins Skógar- bæjar, Árskógum 2, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Björgvin Ólafsson, Anna Ólöf Björgvinsdóttir, Jón Reynir Eyjólfsson, Oddný Hrönn Björgvinsdóttir, Gunnar M. Gröndal, Bryndís Dagný Björgvinsdóttir, Guðbrandur Þorvaldsson, Guðmundur Már Björgvinsson, Júlíana Þorvaldsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Svala Ólafsdóttir, Guðlaug Björgvinsdóttir, Halldór Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Við viljum þakka þeim fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURÐAR RANDVERS SIGURÐSSONAR kennara, Lambhaga 19, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við Kennarasambandi Suðurlands og öðrum þeim, sem veittu okkur ómetanlegan stuðning á erfiðri stund. f Kolbrún Guðnadóttir, Gerður Halldóra Sigurðardóttir, Benedikt Þór Axelsson, Katrín Gróa Sigurðardóttir, Guðbrandur Randver Sigurðsson, Þórhildur Edda Sigurðardóttir, Axel Benediktsson, systkiní og tengdafólk. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EWALDS ELLERTS BERNDSEN, Ránargötu 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 7A, Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir góða umönnun. Hulda Knútsdóttir, Baldvin Berndsen, Sigurður Berndsen, Edda Guðmundsdóttir, Ellert Berndsen, Eydís Mikaelsdóttir, Björgvin Berndsen, Birgir Berndsen, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.