Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vaxandi stjórnmálaólga í Suður-Amerfkuríkinu Paraguay I fjötrum sögnnnar? Gífurleg spenna ríkir nú í stjórnmálum Paraguay og því hefur verið spáð að valda- rán kunni að vera á næsta leiti. Ásgeir Sverrison segír frá ástandinu í þessu fá- tæka Suður-Ameríkuríki þar sem lýðræð- isþróun síðustu ára gæti verið í hættu. PARAGUAY hefar löngum verið líkt við afskipta frændann, sem ættmenn- in reyna að sniðganga í fjölskylduboðunum. Lýðræðisþró- unin er hvergi skemur á veg komin í ríkjum Rómönsku Ameríku en þar. Landsmenn eru annálaðir fyr- ir að vera stórtækustu smyglarar álfunnar og misskipting auðsins er líkast til hvergi meiri í þessum heimshluta. Nú beinist athygli manna að Paraguay vegna þess mikla óróleika sem þar ríkir á stjórnmálasviðinurvinsælasti stjómmálamaður landsins hefur til skamms tíma stýrt kosningabar- áttu sinni úr fangaklefa og margir telja að valdarán kunni að vera á næsta leiti. Valdamenn í Paraguay hafa síð- ustu mánuðina verið önnum kafnir við að hefta framrás herforingja eins sem stóð fyrir mislukkuðum samblæstri gegn stjórnvöldum fyr- ir tveimur árum og hyggst nú verða næsti forseti landsins. Stjómmálakreppan, sem ríkt hefur er almennt talin alvariegasta ógn- unin, sem fram hefur komið við lýðræðið í landinu og stóð það þó veikum fótum fyrir. Prófkjörsraunir forsetans Um 5,5 milljónir manna búa í Paraguay en landið er rúmir 150.000 ferkílómetrar að stærð. Það komst undir spænsku kninuna á 16. öld en hlaut sjálfstæði árið 1811. Colorado-flokkurinn hefur farið með völdin í Paraguay síðustu 50 árin. Alfredo Stroessner var ein- ráður í landinu í heil 35 ár, frá 1954 til 1989 er honum var steypt í valdaráni hersins. Við völdum tók einn samsærismannanna, Andrés Rodriguez hershöfðingi, sem síðar var kjörinn forseti. Fyrsti forset- inn úr röðum óbreyttra borgara frá því fyrir daga Stroessners, Juan Carlos Wasmosy, tók við því emb- ætti í maímánuði 1993. Hann og undirsátar hans höfðu ákveðið hver arftakinn skyldi verða en þá hljóp óvænt snurðra á þráðinn. I próf- kjöri flokksins fyrir forsetakosn- ingarnar, sem fram eiga að fara 10. næsta mánaðar, var fulltrúa flokksvélarinnar hafnað en Lino Cesar Oviedo, fyrrum yfirmaður heraflans, reyndist njóta mestra vinsælda. Tilskipunin hundsuð Þetta var í september í fyrra en Oviedo hafði löngum gert Wa- smosy forseta lífið leitt. Forsetinn rak Oviedo úr embætti í apríl 1996 en hershöfðinginn hunds- aði þá tilskipun og leit- aði eftir stuðningi í því augnamiði að steypa stjórn Wa- smosy áður en hann lét loks undan þrýstingnum og hætti störfum. Wasmosy virtist hafa fyrgefið hon- um óhlýðnina, alltjent lét hann ekki nægja að taka í hönd hans þegar Oviedo kvaddi herinn í beinni sjónvarpsútsendingu heldur taldi forsetinn einnig ástæðu til að faðma hann að sér. Eftir sigurinn í forkosningum Colorado-flokksins gaf Wasmosy skyndilega út handtökutilskipun á hendur Oviedo vegna þeirrar Ástandinu líkt við borgara- stríðið 1947 ákvörðunar hans að hundsa fyrir- mæli yfirboðara síns árið 1996 auk þess sem hann var sakaður um að hafa ógnað öryggi ríkisins. Forset- inn valdi síðan sjálfur menn til setu í herdómstóli þeim sem fjalla skyldi um mál herforingjans fyrr- verandi. Dómstóllinn lauk störfum í byrj- un marsmánaðar og var Oviedo dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa sýnt yfirboðara heraflans mótþróa. Jafnframt var Raúl nokkur Cubas, sem verið hafði meðframbjóðandi Oviedo, útnefnd- ur fulltrúi flokksins í forsetakosn- ingunum. Trúlega taldi forsetinn að með þessu væri málinu lokið en annað átti eftir að koma á daginn. Oviedo boðaði að hann myndi halda áfram kosningabaráttuni - úr fangaklef- anum og stuðningsmenn hans hafa verið duglegir við að halda fram málstað hans. Colorado-flokkurinn hefur reynt að fá kosningunum frestað en gegn því hafa dómstólar lagst. Forsetinn varð fyrir áfalli er sérstakur dóm- stóll úrskurðaði að framboð Oviedo væri löglegt. Hæstiréttur landsins staðfesti síðan dóminn yfir Oviedo um liðna helgi og þar með að hann gæti ekki boðið sig fram. Daginn eftir tók mál þetta enn og aftur óvænta stefnu er Raúl Cubas lýsti yfir því að hann hygðist náða hers- höfðingjann yrði hann kjörinn for- seti. Algjör upplausn Staðan er því nú sú, að fyrrum herforingi, sem átti mikinn þátt í að steypa einræðisstjóm Stro- essners og vann sigur í löglegu prófkjöri, er nú hafður í einangmn og berst gegn lýðræðislega kjöm- um forseta og flokksvél hans, sem vændur er um einræðislega stjórn- artilburði og aðför að sjálfu lýð- ræðinu í landinu. Upplausnin er al- gjör en verra þykir þó stjórnmála- skýrendum að svo virðist sem Paraguay hafa verið bundið í sögu- lega fjötra valdbeitingar, spillingar og ráðabraggs, sem landsmenn virðist dæmdir til að fá ekki slitið. Paraguay gæti vel þegið aðra og jákvæðari ímynd á alþjóðavett- vangi. Moldríkur lýðskrumari? Bandaríkjastjórn hefur sent stjómvöldum í Paraguay sérstaka viðvöran vegna þessarar þróunar mála og lýst yfir áhyggjum sökum --------- þess að tiltekin öfl í landinu vilji hefta fram- rás lýðræðisins. Þessari orðsendingu hafa stjómvöld í Paraguay hafnað að sögn blaðsins Abc Color, sem útgefið er í höfuð- borginni, Asunción. Lino Cesar Oviedo á margt sam- eiginlegt með allmörgum stjóm- málamönnum sem látið hafa til sín taka á undangengnum misseram í Rómönsku Ameríku. Honum tókst í kosningabaráttu sinni að höfða mjög til fátækra smábænda með kjarnyrtum ræðum sínum þar sem hann fordæmdi spillinguna og mis- skiptingu auðsins í landinu. I þessu viðfangi er nærtækt að líkja honum saman við annan fyrram herfor- Pressens Bild LINO Cesar Oviedo, fyrrum yfirmaður heraflans í Paraguay, talar til stuðningsmanna sinna á kosningafundi í höfuðborginni, Asunción, í desember í fyrra. Nú hefur hæstiréttur Paraguay staðfest 10 ára fang- elsisdóm yfir Oviedo þannig að hann mun ekki geta boðið sig fram í forsetakosningunum 10. næsta mánaðar. \ v' SUÐUR Bólivía AMERÍKA' V o i ■ !f' r Capitan Pablo Lagerenza 1 Brasilía \ PARAGUAÝí O 0 Fortin Concepoiont General Diaz ,.ri Asuncion / ) Ciudad «Lf\ del Este f Argentína / í Ó Pilar ) ■—Z—r y , 200 km , KRT ingja og valdaránsmann, Hugo Chávez, sem stendur vel að vígi fyrir forsetakosningarnar í Venes- úela, er fram eiga að fara í desem- ber. Og fyrram herforingjar era víðar í sókn í stjórnmálum álfunnar m.a. í Ecuador og Kólombíu auk þess sem lýðræðislega kjörinn for- seti Bólivíu, Hugo Bánzer, var ein- ræðisherra frá 1971-1978 og ríkti þá í skjóli hersins. Oviedo, sem er 54 ára, er þekkt- ur maður í Paraguay, varð reyndar þjóðhetja 3. febrúar 1989 er hann handtók Alfredo Stroessner, vopn- aður handsprengju og batt þar með enda á einræðið. Stjórnmála- ferilinn hóf hann í raun skömmu síðar er hann varð yfirmaður her- aflans, þótt manni í þeirri stöðu hefði öllu að jöfnu verið meinað að láta til sín taka á þeim vettvangi enda mælir stjómarski'á landsins skýrlega gegn því. Oviedo hefur tekist að skapa sér þá ímynd að hann sé „maður fólksins" og ýmsir hafa líkt honum við Juan Perón, hinn vinsæla forseta Argentínu á fimmta og sjötta áratugnum. Oviedo talar Guarani reiprennandi en um 90% landsmanna skilja indíánatungu þessa, sem er opin- bert mál Paraguay ásamt spænsku. Forðum var hann höf- uðsmaður í riddaraliðinu og margir dá hann fyrir glæsilega framgöngu á þeim vettvangi enda var hann í eina tíð Paraguay-meistari í hindr- unarstökki. Kannanir hafa sýnt allt að 45% stuðning við framboð Oviedo en óvíst er um áreiðanleika þeirra. Hins vegar fer ekki á milli mála að afdráttarlausar yfirlýsingar hans um spillinguna sem fengið hefur að þrífast í landinu og misskiptingu auðsins hafa fallið í frjóan svörð. A hitt ber og að líta að hann er maður auðugur þótt enginn treysti sér til að fullyrða um hvaðan þeir fjár- munir eru komnir. Sagt er að hann hafi óspart beitt mútugjöfum og hugvitsamlegu skrami í kosningabaráttunni og mörgum þykir hann lítt trúverðugur fulltrúi lýðræðisins. „Síðasta banana- lýðveldið" Krafan um djúpstæðar breyting- ar hljómar í Paraguay líkt og svo víða í Rómönsku Ameríku nú um stundir. Þessi krafa ógnar hins vegar valdakerfi, sem náð hefur að skjóta traustum rótum og styðst við stjórnarhætti, sem era í flest- um aðalatriðum ólýðræðislegir. Saga Rómönsku Ameríku er saga einræðisstjórna og valdbeitingar Víða horft til fyrrum her- foringja og því er vandrataður sá vegur sem stjórnmálaöflin í mörgum þessara landa þurfa nú að feta sig eftir í nafni lýðræðis, mannréttinda og hins frjálsa samfélags. Trúlega era aðstæður hvergi erfiðari í þessu tilliti en í Paraguay. Landið hefur verið nefnt „síðasta bananalýðveldið" í Suður-Ameríku. Aðeins eru liðin níu ár frá því að lýðræði var innleitt í landinu, ein- ræðisformið hélt hvergi velli svo lengi í álfunni. Mjög stór hluti landsmanna hefur hins vegar ekki orðið þess var að raunveralegar breytingar hafi fylgt þessum nýju stjórnarháttum. Wasmosy forseti þykir hafa leitt gjörspillta ríkis- stjórn sem einkum hafi gefið sig að því að hygla sínum mönnum og hinni rótföstu forréttindastétt í landinu. Tilraunir forsetans til að fá ógilta niðurstöðu prófkjörs eigin stjórnmálasamtaka hafa ekki orðið til þess að draga úr efasemdum þessum heldur þvert á móti aukið ringulreiðina í landinu. Dálkahöf- undar og stjómmálaskýrendur í þessum heimshluta halda því gjarnan fram að forsetanum hafi tekist að skapa viðlíka ástand í landinu og ríkti í borgarastyrjöld- inni þai’ árið 1947. í nágrannaríkjunum fylgjast menn grannt með framvindu mála og hafa hana til marks um að íbúar Paraguay tilheyri enn ekki fjöl- skyldu lýðræðisþjóðanna í Róm- önsku Ameríku. Stjómvöld í Ar- gentínu og Brasilíu hafa hótað að gera Paraguay útlægt úr Mercos- ur-efnahagssamstarfinu verði gerð aðför að lýðræðinu í landinu. Bandaríkjamenn hafa og látið það berast að valdaræningjar geti einskis stuðnings vænst láti þeir til skarar skríða og að algjör einangr- un bíði þeirra. Lýðræðið og „hin styrka stjórn“ Framtíð lýðræðisins í Paraguay kann að ráðast á allra næstu vik- um. í Suður-Ameríku nýtur sú skoðun mikils fylgis að Oviedo hershöfðingi sé í raun pólitískur fangi og hefur stjómarháttum Wa- smosy forseta verið líkt við fram- göngu þeirra Hitlers og Stalíns á þeim vettvangi. Mai-gir spá því að valdarán kunni að vera í uppsigl- ingu ýmist í hefðbundinni mynd valdbeitingar heraflans eða með því að kosningum verði frestað, stjórnarskráin numin úr gildi og dómstólar landsins leystir upp. A það hefur á hinn bóginn verið bent að túlka megi vinsældir Lino Oviedo sem áfall fyrir lýðræðið. Al- menningur telji „styrka stjórn" herforingja líklegri til að knýja fram úrbætur á flestum sviðum samfélagsins. Oviedo geti aldrei talist lýðræðissinni en alþýða manna láti það sér í léttu rúmi liggja því þráin eftir festu og ör- yggi risti dýpra. Glæpaalda Trúlega er þessi greining full einhliða og neikvæð. Vinsældir fyrram herforingja víða í álfunni er nærtækt að skýra með tilvísun til þeirrar réttnefndu glæpaöldu sem riðið hefur yfir í Rómönsku-Amer- íku á síðustu árum. Almenningur óttast um eigin öryggi enda hefur markaðsvæðing efnahagslífisins haft í för með sér félagslega upp- lausn og víða orðið til þess að auka enn muninn milli hinna allslausu og _________ hinna sem ekkert skort- ir. í þessu efni minnir ástandið í álfunni á það sem ríkir í Rússlandi nú um stundir enda verður ekki annað séð en að fyrram herforingjar séu í sókn á vígvöllum stjórnmálanna þar eystra. Flest bendir því til þess að Paraguay standi á tímamótum og vissulega kann svo að fara að lýð- ræðisfyrirkomulagið verði fyrsta fómarlambið takist stjómmálaöfl- um í landinu ekki að finna lausn á þeirri pólitísku kreppu sem ríkir. „Afskipta frændans" mun þá bíða algjör útskúfun og hann verða dæmdur til að lifa í skugga eigin fortíðar, einn og óstuddur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.