Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að helsta verkefni sitt á ráðherrastdl sá að viðhalda stöðugleika í ríkisQármálum,
I góðærinu á
að búa í haginn
GEIR Hilmar Haarde er 47
ára Reykyíkingur, sonur
hjónanna Önnu Steindórs-
dóttur Haarde og Tomasar
Haarde símafræðings, sem kom
upp fyrstu sjálfvirku símstöðvunum
hér á landi. Faðir hans féll frá þeg-
ar Geir var aðeins 11 ára. Hann bjó
fyrstu 17 ár ævinnar í Vesturbæn-
um og fór svipaða leið og aðrir
krakkar þar; í tímakennslu hjá
Þórði Jónssyni á Melhaga, var þrjá
vetur í gamla Vesturbæjarskólan-
um, svo í Melaskóla, Hagaskóla og
tók stúdentsprófíð frá Menntaskól-
anum í Reykjavík. Og þegar hann
sparkaði bolta var það að sjálfsögðu
innan vébanda KR. Þar var hann í
5. og 4. flokki en segir sjálfur að
hann hafí ekki talist til mestu af-
reksmanna í íþróttum, hvorki í fót-
boltanum né körfuboltanum, sem
hann æfði um hríð.
Geir stundaði nám við máladeild
MR, en ákvað að fara í háskólanám
í hagfræði. Bandarískur háskóli
varð fyrir valinu. „Þegar ég var í 6.
bekk í MR sá ég að Islensk-amer-
íska auglýsti námsstyrki frá banda-
rískum háskólum. Ég ákvað að
sækja um og fékk góða aðstoð gam-
als kennara míns, Ottó heitins Jóns-
sonar, sem var erindreki íslensk-
Geir H. Haarde þingmaður Reykvíkinga
settist í stól fjármálaráðherra fyrir tíu dög-
um. I samtali við Ragnhildi Sverrisdóttur
segist hann svo lánsamur að koma að góðu
búi, en engin hætta sé á að hann láti góð-
ærið glepja sér svo sýn að hann missi sjón-
ar á nauðsyn þess að greiða niður skuldir
ríkissjóðs. Nú sé ekki tími til að bruðla,
heldur rétta úr kútnum eftir mögru árin.
ameríska í þessum málum. Ég var
mjög lánsamur og fékk ríflegan
námsstyrk í góðum háskóla í
Boston, Brandeis University.“
Vart var um einskæra heppni að
ræða, því Geir var með góðar ein-
kunnir í skóla. Eftir að hann hóf
nám úti kynnti hann sér nánar
styrkveitingar skólans til útlend-
inga, hafði samband við Guðna Guð-
mundsson rektor MR og benti hon-
um á að stúdentar þaðan gætu nýtt
sér þessa styrki. „Við gátum komið
því þannig fyrir að Menntaskólinn í
Reykjavík sendi um langt árabil
einn nemanda á ári til náms við
Brandeis. Fyrir utan hefðbundið,
akademískt nám er skólinn með
tónlistar-, myndlistar- og kvik-
myndadeildir, svo nemendahópur-
inn frá íslandi var fjölbreyttur. Sá
sem kom út næst á eftir mér var
Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld,
síðar einnig Ólafur Jóhann Ólafsson
rithöfundur og margir fleiri. Ég get
með góðri samvisku sagt að ég hafí
komið þessu á og er stoltur af.“
Geir tók ýmsa kúrsa í háskólan-
um, sem ekki tengdust hagfræði-
náminu beint, til dæmis í tónlist og
frönsku. Eftir BA-próf ákvað hann
að söðla um og tók MA-próf í al-
þjóðastjórnmálum frá Johns Hopk-
ins University í Washington D.C.
árið 1975. MA-prófi í hagfræði lauk
hann svo tveimur árum síðar, frá
University of Minnesota.
Einhvem tíma var haft á orði um
stjórnmálamann að hann hefði
menntað sig tii embættis forsætis-
ráðherra. Var Geir að mennta sig til
embættis fjármálaráðherra?
„Ég hugsaði nú um það eitt að
afla mér góðrar menntunar, sem
gæti nýst mér sem víðast. En auð-
vitað var ég ekki bara að byggja til
framtíðar. Menntun er líka ánægju-
leg neysla á meðan á námi stendur
og þarf ekki öll að nýtast mönnum
beint síðar. Ég vann á Morgunblað-
inu á sumrin á háskólaárunum og
fann að námið hjálpaði mér í störf-
um mínum þar. Eg fékk mikinn
áhuga á ýmsum þjóðmálum þegar
ég var á Morgunblaðinu, sem er
einn skemmtilegasti vinnustaður
sem ég hef kynnst."
I stjórnmálin
og Seðlabankann
Á meðan Geir var við háskólanám
í Bandaríkjunum lét hann íslensk
stjórnmál lönd og leið, en þeim
hafði hann fengið mikinn áhuga á í
menntaskóla. ,Á- menntaskólaárun-
um var ég í stjórn Heimdallar og
kynntist ýmsum, sem hafa verið að
stússast í þessu síðan, til dæmis vini
mínum Kjartani Gunnarssyni. Ég
sat á þeim tíma tvo landsfundi og
þing Sambands ungra sjálfstæðis-
manna og kynntist í starfínu mörg-
um sem ég hef unnið með síðan, til
dæmis Friðriki SSophussyni og Hall-
dóri Blöndal. Ég hef nú stundum
haft orð á því, þegar Friðrik og
Halldór hafa tekist á í þingflokkn-
um, að ég hafi hlustað á þá rífast í
30 ár! En það er ekkert áhyggju-
efni; þeir takast á af hreinskilni
samherja."
Geir kynntist líka nokkuð skóla-
bróður sínum, Davíð Oddssyni, enn
einum sem hann átti eftir að hafa
mikil samskipti við síðar.
Þegai’ Geir kom heim frá námi
fór hann ekki til starfa á Morgun-
blaðinu, heldur í alþjóðadeild Seðla-
bankans. Hann hóf þó fljótt afskipti
af stjórnmálum á ný, settist í stjórn
Varðar og tók mikinn þátt í störíum
Varðbergs. Hann var sjálfkjörinn til
formennsku á þingi SUS á ísafirði
árið 1981, en árin á undan höfðu
verið miklar sviptingar innan sam-
takanna. „Þetta voru erfiðir tímar
fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þegar
hluti af þingflokknum var í ríkis-
stjómarsamstarfi, en stærstur hluti
flokksins í stjómarandstöðu. Ungir
sjálfstæðismenn ákváðu hins vegar
að slíðra sverðin og hætta að berj-
ast innbyrðis."
Geir h'kaði ágætlega í Seðlabank-
anum þau fimm ár sem hann starf-
aði þar. „Yfirmaður minn var Sigur-
geir Jónsson, sem nú stýrir Lána-
sýslu ríkisins. Verkefnin vora marg-
vísleg, til dæmis sáum við um er-
lendar lántökur fyrir ríkissjóð. Það
var ekki alltaf auðvelt á þessum ár-
um, 1977-1983, því efnahagsástand-
ið var með þeim hætti að ísland
þótti ekki alltaf fysilegur kostur
fyrir erlenda lánardrottna. Þar kom
Jóhannes Nordal bankastjóri til
skjalanna. Hann var andlit íslands í
alþjóðlegum fjármálaheimi og vann
gríðarlega mikilvægt starf, sem og
kollegi hans, Davíð Ólafsson.“
Geir var ritari svonefndrar olíu-
viðskiptanefndar árin 1979-1980.
„Svavar Gestsson, þáverandi við-
skiptaráðherra, kom nefndinni á
laggimar. Hana skipaði einn maður
frá hverjum flokki, Ingi R. Helga-
son frá Alþýðubandalagi, Kristján
Ragnarsson frá Sjálfstæðisflokki,
Björgvin Vilmundarson frá Alþýðu-
flokki og Valur heitinn Amþórsson
frá Framsóknarflokki, en Jóhannes
Nordal var formaður nefndarinnar.
Það var ákaflega lærdómsríkt og
skemmtilegt að starfa með þessum
mönnum. Ég kynntist þeim öllum
vel og fékk innsýn í ýmis málefni ut-
an hins formlega nefndarstarfs."
Aðstoðarmaður
tveggja íjármálaráðherra
Árið 1983 var enn komið að
breytingum hjá Geir H. Haarde. í
lok maí það ár var mynduð ríkis-
stjórn Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks, undir forsæti Stein-
gríms Hermannssonar. Albert heit-
inn Guðmundsson varð fjármálaráð-
herra og hann leitaði til efnahags-
nefndar Sjálfstæðisflokksins og
spurði menn hvort þeir vissu um
vænlegan kandidat í starf aðstoðar-
manns ráðherra. Þar var samhljóða
bent á Geir H. Haarde í Seðlabank-
anum.
Albert varð svo iðnaðarráðherra
haustið 1985 og Þorsteinn Pálsson
tók við fjármálaráðuneytinu og erfði
aðstoðarmanninn. „Það gafst ágæt-
lega. Ég þekkti til hér í ráðuneyt-
inu, menntun mín nýttist mér ágæt-
lega og ég var kunnugur pólitískri
hlið starfans. Aðstoðarmenn ráð-
herra þurfa ekki síst að veita póli-
tíska aðstoð og ég hafði nóg að
starfa á meðan ég var í fjármála-
ráðuneytinu, enda var þá unnið að
miklum breytingum á skattkerfinu,
bæði með því að taka upp virðis-
aukaskatt og staðgreiðslukerfi."
Starfið í fjármálaráðuneytinu
sneri þó ekki eingöngu að breyting-
um á skattkerfinu, því Geir vann við
undirbúning fjárlaga og segir að
þar hafi þurft að huga að ótal smá-
atriðum. „Ég sat líka í samninga-
>
I
►
)
i
i