Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ þriðja allra litningafrávika með ástungunni. Ég get nefnt að af al- gengasta litningafrávikinu Down syndrome greinast aðeins um 2 til- felli af hverjum 6 á ári. Hin tilfellin koma fram hjá yngri konunum og spumingin er hvað sé hægt að gera fyrir þann hóp. Annars vegar er hægt að hugsa sér að öllum þunguð- um konum væri boðin legvatns- á- stunga. En miðað við eitt fósturlát fyrir hverjar 100 ástungur verður fjöldi fósturláta alltof mikill fyrir hvert greint litningarfrávik. Þess vegna er ekki hægt að mæla með því að fara þessa leið. Betra væri að fara sömu leið og nágrannaþjóðir okkar hafa gert og bjóða öllum konum upp á svokallað þrípróf," segir Reynir. Hann útskýrir að þrípróf felist í því að gera lífefnalega mælingu á próteini í blóði móður sem komi frá fylgju og fóstri. „Með mælingunni fást ákveðnar vísbendingar um áhættuna á litningafráviki í fóstr- inu. Ef áhættan er talin yfir meðal- lagi með tilliti til aldurs konunnar stendur henni til boða að fara í frek- ari rannsóknir. Einn liðurinn felst í legvatnsástungu og annar felst í því að leita eftir einkennum litningafrá- viks með aðstoð sónartækis. Með því að taka upp þríprófið væri hægt að greina 4-5 af 6 litningafrávikum á ári. Ástungum myndi væntanlega fækka í um 60 fyrir hvert greint til- felli sem yrði mikil framför frá því sem nú er þegar um 260 ástungur þarf fyrir hvert greint tilfelli. Und- irbúningurinn undir að taka þrí- prófið í notkun er þegar hafinn með námskeiðum í blóðskimuninni og starfsfólk fósturgreiningardeildar- innar er á fórum til Bretlands til að fá þjálfun í því að greina litningafrá- vikin með aðstoð sónartækni. Áður en boðið verður upp á þjónustuna verður svo að skoða nokkur tilfelli hér heima. Við erum sem sagt að nota tímann til að þjálfa starfsfólkið á meðan beðið er eftir viðunandi að- stöðu sem mun skapast fyrir erfða- og fósturgreiningarskor þegar mæðravemdin flyst á Heilsuvemd- arstöðina við Barónsstíg," segir Reynir og nefnir aðra tækninýjung í tengslum við fósturgreiningu. „Nú hafa niðurstöður rannsóknarverk- efnis sýnt fram á að með nýjum lit- unaraðferðum sé á litningarann- sóknarstofunni hægt að greina Down syndrome sjúkdóminn á 2 til 3 dögum í stað tveggja til þriggja vikna. Við verðum auðvitað að hafa möguleika á að þróa svona nýjung- ar. Slíkt er hins vegar mjög erfitt í ríkjandi andrúmslofti inni á spítöl- unum þar sem stöðugt er verið að tala um sparnað." Leitað að stökkbreytingum Reynir segir að við greiningu á litningafrávikum á fósturskeiði sé leitað að fráviki á heilum litningi og þvi sé hægt að greina vandamálið með smásjá. Greining á stökkbreyt- ingu vegna sjaldgæfari erfðasjúk- dóma á borð við beinbrots-, blæð- ara- og taugasjúkdóma sé lengra ferli og geti gefið ítarlegri upplýs- ingar. ,Agætt dæmi felur í sér þró- un í greiningu á sjaldgæfum vöðva- rýmunarsjúkdómi. Mæðumar eru heilbrigðir arfberar og bera sjúk- dóminn til sona sinna. Lengi vel var aðeins hægt að bjóða upp á kyn- greiningu og því fæddust sjaldnast drengir í fjölskyldunum. Með grein- ingu á því hvort sveinbamið hefur erft stökkbreytinguna eða ekki hef- ur orðið sú breyting að hægt er að vita hvort sjúkdómurinn hefur erfst,“ segir hann. Hann segir að í gegn- um tíðina hafi talsverður áhugi verið fyrir erfða- rannsóknum hér á landi. Margt af því hafí hins vegar verið í samstarfi við erlenda vísindamenn og ekki komið að fullum notum hér á landi. „Sýni vora send út og komu gagni við að SLÍMSEIGJUSJÚKDÓMURINN er mun sjaldgæfari hér en erlendis. Alls hafa tuttugu íslensk börn greinst með sjúkdóminn á 38 ára tímabili. Átta börn létust innan við 15 ára og 8 börn og ungmenni innan við 36 ára eru á lífi. íslenskar rannsóknir kynntar á erlendri grund REYNIR og Atli Dagbjartsson, yfírlæknir á vöku- deild Landspitalans, ætla að kynna niðurstöður úr tveimur íslenskum rannsóknum á þingi erfðafræð- inga undir yfirskriftinni European Society of Hum- an Genetics í Lissabon í Portúgal næsta mánuði. Reynir segir að rannsókn Atla fjalli um sjaldgæf- an og alvarlegan efnaskiptasjúkdóm. Að sjúkdóms- ins sé leitað með þvf að taka blóðsýni úr hæl allra nýfæddra bama. „Atli hefur haft eftirlit með böm- um með sjúkdóminn og hefur í samvinnu við danska lækna rannsakað sjúkdóminn sérstaklega. Hann ætlar að kynna niðurstöðumar og segja frá því að fundist hafi 13 stökkbreytingar, þar af ein sérís- lensk. Stökkbreytingin hefur því orðið eftir að land byggðist. Þama er því komið ágætt dæmi um hvern- ig við þurfum að afla upplýsinga um íslenska erfða- sjúkdóma. Við þurfum að þekþja orsakirnar og hvemig sjúkdómurinn hegðar sér,“ segir Reynir. Hann segir að langflestir forfeður núlifandi sjúk- linga komi frá litlu svæði i Vestur-Skaftafellssýslu. „Við eram svo heppin að til er lækning við sjúk- dómnum, þ.e. ákveðið fæði, og frá því farið var að leita eftir honum hefur ekkert bam orðið vangefið vegna hans, þ.e frá 1972. Fyrir þann túna urðu nán- ast öll böm með sjúkdóminn alvarlega vangefin. Þetta er auðvelt að sjá því að til era upplýsingar um alla sjúklinga á 50 ára timabili. Slíkt er nánast eins- dæmi i heiminum." Sjáifur segist hann ætla að tala um rannsóknir á svokölluðum slimseigjusjúkdómi eða einum algeng- asta erfðasjúkdómi í hvíta kynstofninum á norður- hjaranum. „Sjúkdómurinn er svo algengur að í Bretlandi er boðið upp á skimun fyrir sjúkdómnum. Með því geta verðandi foreldrar komist að því hvort þeir séu arfberar fyrir stökkbreytingamar. Rannsóknir okkar hafa leitt í ljós að hér á íslandi orsakast sjúkdómurinn aðeins af 3 stökkbreyting- um af 300 sem greinst hafa í heiminum. Nú er því hægt að bjóða fólki sem á á hættu að eignast börn með sjúkdóminn upp á greiningu," segir Reynir og tekur fram að eins og fram hafi komið varðandi efnaskiptasjúkdóminn hafi verið hægt að styðjast við upplýsingar um öll tilfelli á íslandi á 40 ára skeiði. Nokkurn veg- inn jafnt hlut- fall var á milli sykursjúkra og heilbrigðra í fjölskyldunni aðarsamt að greina stökkbreyting- ar,“ segir hann. „Hingað er t.d. ekki óalgengt að fólk komi og segi að sýni úr sinni fjölskyldu hafi verið sent út, skrifuð grein um tilfellið og hvaðeina en þegar betur er að gáð kemur í ljós að dæmið hefur aldrei verið alveg klárað." Fyrir höndum er því stórt verk- efni við að greina stökkbreytingar í íslenskum erfðasjúkdómum. „Enn hefur ekki verið sköpuð aðstaða til að hægt sé að vinna að verkefninu á skipulagðan hátt. Ein ástæðan gæti verið að fólk með einstaka sjald- gæfa erfðasjúkdóma er ekki sterkur þrýstihópur. Hópurinn virðist hafa orðið útundan og kvartar yfir því að rekast á veggi í kerfinu og fá t.a.m. ekki'sömu þjónustu og fatlaðir. Mér finnst mikilvægt að hópurinn geti leitað hingað í eins konar miðstöð erfðafræði, fengið greiningu og upplýsingar um ákveðna sjúk- dóma,“ sagði Reynir og tók fram að þrátt fyrir lélega aðstöðu hefði tek- ist að greina 2 til 3 nýja en sjald- gæfa séríslenska erfðasjúkdóma á deildinni á síðastliðnu ári. Um væri -------- að ræða útlitsgalla í tengslum við önnur vandamál og væri hægt að rekja sjúkdómana til ákveðinna landsvæða. Endurtekinn fæðingar- krampi vísbending Reynir hefur ásamt að miklu kortleggja sjúk- dómsgen í hinum ýmsu erfðasjúk- dómum. Eftir að komist hafði verið að því hvar sjúkdómsgenið lægi á hverjum litningi var farið að rann- saka starfsemi gensins og eðlilegt framhald var að spyrja hvaða stökk- breyting þar væri á ferðinni. Þama völdu erlendu vísindamennimir fremur sínar fjölskyldur en íslensk- ar enda er bæði tímafrekt og kostn- fleiram unnið að verkefni í tengslum við of háan blóðþrýsting og tilhneig- ingu til meðgöngueitranar og fæð- ingarkrampa hjá íslenskum konum frá árinu 1990. „Fyrsti hlutinn tengdist því að einkennin virðast oft leggjast í ákveðnar fjölskyldur og fólst í því að rekja saman tengsl kvennanna. Annað skrefið felst í genaleit og hefur þegar skilað því að við virðumst hafa komið niður á tvö genanna í samspilinu. Þama er nefnilega ekld aðeins á ferðinni breyting á einu geni eins og við sjaldgæfa erfðasjúkdóma heldur flókið samspil margra gena. Enn er eftir talsverð vinna við staðfestingu rannsóknanna og nánari greiningu á því hvaða hlutverki genin tvö gegna í heildarþróuninni," segir hann. Hinn hluti rannsóknanna felst í því að kanna hvort einkennin hafi haft áhrif á heilsu kvennanna síðar á ævinni. „Fyrsta rannsóknin var gerð í samvinnu við Hjartavemd og fólst í því að fara í gegnum gamlar skýrslur til að komast að dánaror- sök kvennanna. Við komumst að því að konurnar höfðu hlutfallslega oft- ar en almennt gerist í þjóðfélaginu dáið úr hjarta- og æðasjúkdómum og um helming umframdauðsfall- anna mátti rekja til kransæðastíflu. Konurnar vora að deyja úr kransæðastíflu á aldrinum 40 til 60 ára eða áður en kransæðasjúkdóm- ar eru almennt farnir að koma fram í konum. Hér gátum við ekki látið staðar numið og höfum í framhald- inu verið að kanna hvort konurnar hafi haft eitthvað af þessum klass- ísku áhættuþáttum kransæðasjúk- dóma.“ Rannsóknin fór fram í samvinnu við Pittsburgh-háskóla á síðastliðnu ári. „Við byrjuðum á að safna sýn- um úr konum með sögu um fæðing- arkrampa. Niðurstaðan varð sú að konur með sögu um endurtekinn fæðingarkrampa vora mun líklegri en konur almennt til að hafa trafluð fituefnaskipti og hafa átt við vanda- mál vegna hás blóðþrýstings að stríða. Eftir að farið hafði verið í gegnum sýnin vora tekin sýni úr konum með sögu um meðgöngueitr- un, þ.e. skrefi vægari einkenni en fyrri hópurinn, og er enn verið að vinna úr sýnunum. Ef litið er yfir niðurstöðumar hingað til virðist með réttu vera hægt að segja að trafluð fituefnaskipti geti haft áhrif á háan blóðþrýsting og fæðingar- krampa og sett konur í sumum til- fellum í hættu síðar á ævinni. Eðli- legt er að bragðist verði við með því að fylgjast betur með þessum kon- um, mæla blóðþrýsting og gefa ráð- ieggingar í sambandi við blóðfitu,“ segir Reynir og ekki kemur á óvart að niðurstöðumar hafi vakið athygli á alþjóðlega vísu. Hann var m.a. fenginn til að skrifa kafla um með- göngueitranina í bandaríska kennslubók um erfðalæknisfræði á dögunum. Honum hefur verið boðið að kynna rannsóknirnar á alþjóð- legu sérfræðingaþingi í Japan í haust. Erindi hans verður aðalinn- gangserindi ráðstefnunnar. 50% sykursjúk í íslenskri íjölskyldu Reynir segir að verið sé að vinna afar áhugavert verkefni í tengslum við sykursýki. „Læknar úr öðram sérgreinum vísuðu til okkar fjöl- skyldu með sterka tilhneigingu til sykursýki til að hægt yrði að kanna hvort orsökin yrði rakin til undir- liggjandi genagalla eða stökkbreyt- ingar. í kjölfarið leituðu nokkrir fjölskyldumeð- limir eftir erfðaráðgjöf og með þeirra aðstoð var dregið upp ættartré. Með því komumst við að raun um að óvenjumargir í fjölskyldunni þjáðust af sykursýki. Þama þjáðust " ekki aðeins systkinapör af sykur- Tveir til þrír sjaldgæfir ís- lenskir erfða- sjúkdómar voru greindir í fyrra daga. Eftir að genið hefur verið fundið verður kannað hvort genið er sama genið og valdið hefur sykur- sýki í sambærilegum erlendum fjöl- skyldum. Með framföram á sviði genalækninga er ekki ólíklegt að hægt verði að lækna sykursýkina enda auðveldast þegar aðeins er um brenglun í einu geni að ræða. Hins vegar er ljóst að sykursýkin heldur áfram að erfast því að ekki era horf- ur á því að nokkurn tíma verði gefið leyfi fyrir því að hróflað verði við kynfrumum,“ segir Reynir. Kraftaverkið var víkingasj úkdómur Á meðan Reynir var enn í námi og kom hingað í frí bað hann Krist- ján Guðmundsson, heilsugæslu- lækni á Blönduósi, að kanna fyrir sig hvort hann gæti fundið íslenska karla með lófakreppu, þ.e. kreppta fingur, og fjölskyldusögu um lófa- kreppu. „Ekki leið á löngu þar til Kristjáni hafði upp á fjölskyldu með sögu um mjög kreppta fingur og voru dæmi um að fingur hefðu verið teknir af karlmönnum í fjölskyld- unni. Við öfluðum upplýsinga um fjölskyldurnar og fengum að rann- saka sýni eftir að hnútamir vora teknir af með skurðaðgerð. I bútun- um kom fram talsverð litninga- brenglun og þegar farið var að kanna blóð kom í ljós að ónæmis- kerfið hegðaði sér öðruvísi hjá körlunum, þ.e. hvítu blóðframurnar virtust allar vera í árásarfasa, vænt- anlega til að svara áreiti í tengslum við uppsöfnun hnúta og bólguvið- bragða. Okkur lék forvitni á að vita hvað vandamálið er algengt og komumst að því að ekki vora til aðrar upplýs- ingar þar að lútandi nema hvað einn hópur í Hjartavemd hafði verið skoðaður með tilliti til vandamálsins. Ekkert hafði hins vegar orðið úr frekari rannsókn. Núna höfum við verið að nýta upplýsingamar og kanna dánarorsakir þessa hóps. Fyrstu niðurstöður sýna að 20% ís- lenskra karla og 5% kvenna era með sjúkdóminn og að krabbamein er talsvert algengara í þessum hópi en almennt í þjóðfélaginu. í framhaldi af því verður farið í að kanna um hvers konar krabbamein sé að ræða,“ segir hann og tekur fram að gaman sé hvemig læknisfræði og sagnfræði mætist í rannsóknum á sjúkdómnum. „í sögunni virðist vera nokku klárt hvemig sjúkdómurinn breiðist út frá Noregi um Norður- löndin á sama tíma og víkingar era að ferðast á milli og því er sjúkdóm- urinn kallaður víkingasjúkdómurinn. Á hann er minnst í nokkram Islend- ingasögum og hægt er að nefna að eitt af kraftaverkum Guðmundar góða á að hafa verið að lækna gamla konu af sjúkdómnum. Guðmundur góði kippti fætinum að sér þegar konan var að færa hann úr sokkun- um. Fóturinn virðist hafa farið inn í kreppuna og rétt úr fingranum.“ Kenningar um orsakir klofins góms Eins og að framan má ráða hefur Reynir komið víða við í rannsóknum sínum. Nú tekur hann þátt í evr- ópsku rannsóknarsamstarfi á skörð- um í vör og gómi. Á næstunni verð- ur gerð grein fyrir því í virtu vís- indariti hvemig niðurstöður rann- sókna Reynis og samstarfsmanna hans í Skotlandi, sem studdar era af European Science Founciations, sýna hvaða áhrif ákveðnir erfða- þættir hafa á andlitsfall og myndun skarða. Þar er m.a. sýnt fram á hvemig samspil þriggja stökkbreytinga á ákveðnu geni, sem mikilvægt er fyrir myndun gómsins, geti stuðlað að myndun skarða í samspili við önn- ur gen sem hafa minni- háttar áhrif og ein sér duga ekki til að valda L sýki, eins og stundum sést, heldur frændur og frænkur. Tíðnin var svo há að nokkum veginn jafnt hlutfall var á milli veikra og heilbrigðra í fjölskyldunni í heild. Jafn hátt hlut- fall gefur sterkar visbendingar um að ein stökkbreyting valdi sjúk- dómnum. Sem hluti af meðferðará- ætlun þessara einstaklinga fer fram ieit að geninu og er ekki ólíklegt að leitin beri árangur innan nokkurra | ■ I E E 1 ( t ! ! I sjúkdómnum. I greininni verður kynnt kenning Reynis á því hvernig alvarleiki sjúk- dómsins getur m.a. ráðist af því frá hvora foreldri barnið erfir þessar stökkbreytingar. Þannig virðist ein- sýnt að ef meginstökkbreytingin erfist frá móður verði um alvariegri sjúkdóm að ræða og bæði gómur og vör verði klofin en þegar gena- afbrigðið komi frá föður verði að- eins um klofinn góm að ræða. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.