Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ * GRENSÁSDEILD 25 ÁRA ENDURHÆFINGAR- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er 25 ára um þessar mundir. Afmælis- dagurinn er tengdur komu fyrsta sjúklingsins á deildina 26. apríl 1973. Fyrstu vísarnir Fyrsta vísinn að end- urhæfingarstarfsemi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur má annars vegar rekja til hjúkrunar- og endurhæf- ingardeildar í Heilsu- vemdarstöðinni í Reykja- vík og hins vegar til ráðn- ingar fyrsta sjúkraþjálf- arans að Borgarspítalanum. Hjúkr- unarspítali tók til starfa í Heilsu- vemdarstöðinni árið 1955. Starf- semin var aðallega bundin við smit- sjúkdóma og almennar lyflækning- ar. I desember 1967 fluttist þessi starfsemi í nýbyggðan Borgarspít- alann í Fossvogi og varð að lyflækn- ingadeild spítalans. I Heilsuvemd- arstöðinni hófst þá rekstur hjúkmn- ar- og endurhæfingardeildar sem var starfrækt þar til í desember 1996 að hún var lögð niður. Fyrsti sjúkraþjálfari Borgar- spitalans hóf störf í september 1969. Það var Kalla Malmquist nú- verandi forstöðusjúkraþjálfari SHR. Fyrsta sjúkraþjálfunarein- ingin var staðsett í tumi spítalans. Nýkomin sending af mexikóskum sveitahúsgögnum. Nýbýlavegi 30 (Dalbrekkumegin), sími 554 6300. Stofnun Grensás- deildar Framkvæðið að stofnun Grensásdeildar áttu þeir Haukur Bene- diktsson fyrram fram- kvæmdastjóri Borgar- spítalans og dr. Jón heitinn Sigurðsson borgarlæknir. Þeir höfðu gert sér grein fyrir því að bráða- og slysaspítali eins og Borgarspítalinn gæti ekki verið án endur- hæfingarlækninga. Það væri ekki nóg að veita bráðaþjónustu heldur væri nauð- synlegt að beita nútímalegum með- ferðarúrræðum til hjálpar þeim sem sjúkdómur eða slys höfðu skilið eft- ir fatlaða eða lamaða. Markmiðið væri ekki aðeins að koma fólki í gegnum bráðaveikindi heldur einnig að stuðla að því að það kæm- ist aftur heim til sín og út í lífið á nýjan leik væri þess nokkur kostur. Húsnæðið Grensásdeildin er nefnd eftir staðsetningu sinni uppi á Grensásn- um í Reykjavík. Útsýni er fagurt til allra átta enda er Grensásinn jafn- hár Öskjuhlíðinni. Arkitektar húss- ins vora þeir Sigurjón heitinn Sveinsson og Þorvaldur Krist- www.mbl.is Ásgeir B. Ellertsson Hyundai Grandeur Tii sölu Hyundai Grandeur árgerð 1992, V6 3000, 205 hö sjálf- skiptur. Ekinn aðeins 65 þús km. Sá eini sinnar tegundar á landinu. Glæsilega útbúin bifreið með; ABS, spólvörn, rafstýrðri miðstöð með ioftkælingu, fullkomnum hljómflutningstækjum með geisla- spilara, miðstöð og hljómflutningstæki stillanleg úr aftursæti, kælihólf, o.fl. Verð 1.790.000 Bifreiðar& landbúnaðarvélar notaðirbílar Suðurlandsbraut 14, sími 575 1230/575 1200 * A Grensásdeild kemur til endurhæfíngar þyngsti sjúklingaefni- viðurinn. Ásgeir B. Ell- ertsson reifar hér sögu deildarinnar, en hún er 25 ára um þessar mundir. mundsson. Þama vora lengi vel tvær sjúkradeildir með alls 60 rúm- um og 10 dagvistunarplássum. Af ýmsum ástæðum eins og spamaði, hjúkrunarfræðingaskorti, marg- breytilegum ákvarðanatökum og svo framvegis hefur rúmum fækkað og era nú 32. Helmingur rúma er rekinn á fimm daga granni þannig að sjúklingar fara heim um helgar. Hinn hluti sjúklinga er ófær til heimferðar vegna sjúkdómsástands eða fötlunar. 28 rúm standa ónotuð í dag. Fyrirhugað er að efla og auka starfsemina á ný og verður þá hús- næðið aftur nýtt til fulls. A Grensásdeild er einnig taugarannsóknastofa, einingar í iðju-, sjúkra- og talþjálfun, félags- ráðgjöf og taugasálfræði. 1985 var tekin í notkun meðferðarlaug á staðnum, arkitektar Magnús Guð- mundsson og Þorvaldur Krist- mundsson. Hún er 10x17 metrar og með tveimur heitum pottum og ljósabekkjum. Nokkrir þingmenn og borgarfulltrúar vora í farar- broddi um byggingu laugarinnar og má þar einkum nefna Eggert G. Þorsteinsson, Einar Agústsson, Jó- hann Hafstein, Magnús Kjartans- son og Albert Guðmundsson sem þá sat í borgarstjórn. Sjúklingarnir Um 14.000 sjúklingar hafa leg- ið á Grensásdeild í gegnum árin. Stór hópur hefur einnig komið þangað í sjúkraþjálfun án innlagnar á deildina. Yngsti sjúklingurinn var 5 ára telpa sem fékk mænuskaða eftir umferðarslys og sá elsti 105 ára kona með heilabilun. Hjá !4 sjúklinga er ástæða innlagnar af- leiðingar ýmiss konar slysa, hinir komu inn vegna sjúkdóma. Flestir koma frá öðram deildum SHR. Stærsti hópurinn er af Reykjavík- ursvæðinu en sjúklingar era hvaðanæva af landinu. Starfsemin Starfseminni má læknisfræði- lega skipta í tvennt, í endurhæfing- arlækningar og taugalækningar. Stór hluti þeirra sjúklinga sem til SHR leita era með einkenni frá stoð- og taugakerfi. Fæmiskerðing er oft áberandi hjá þeim og því eðli- legt að endurhæfingarlækningar sjúkrahússins hafi einkum beinst að þessum hópi fólks. Starfsemi deildarinnar er tals- vert frábragðin öðram endurhæf- ingarstofnunum í landinu. Á deild- ina kemur til endurhæfingar þyngsti sjúklingaefniviðurinn. Flestir þarfnast sjúkrahúsvistar all- an sólarhringinn er þeir koma á deildina. Ákveðin verkaskipting hefur myndast milli endurhæfingar- stofnana hér á suðvesturhluta landsins. Grensásdeild hefur til dæmis ekki tekið að sér endurhæf- ingu hjarta- og lungnasjúklinga og fleiri hópa sem Reykjalundur sinn- ir. Þjálfimarþáttur endurhæfingar, sérstaklega sjúkraþjálfun, er aftur á móti veittur sjúklingum hinna ýmsu deilda SHR á bráðastigi og einnig á göngudeildargrunni eftir þörf hverju sinni. Vegna fjölþættra einkenna sjúklinga og flókinna vandamála þeirra næst besti árangur í grein- ingu, mati, meðferð og endurhæf- ingu með góðri samvinnu margra sérhæfðra starfsstétta. Auk lækna, hjúkranarfræðinga og sjúkraliða starfa við deildina sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, talmeinafræðingur, fé- lagsráðgjafar og taugasálfræðingur. Náin samvinna er við sérfræðinga sjúkrahússins á hinum ýmsu svið- um. Aðkeypt er aftur á móti vinna stoðtækjasmiða. Þess má geta að fyrsti hjúkranarfræðingur, Sólrún Ragnarsdóttir, sem réðst að deild- inni fyrir 25 áram er þar enn að störfum. Hjá líkamlega fötluðum ein- staklingi skiptir gerð fötlunarinnar, sálarlegt ástand og félagslegs staða sjúklings svo og tímaþáttur miklu að því er varðar endurhæfingar- horfur og árangur. Þess vegna þarf endurhæfing að hefjast sem fyrst og í beinum tengslum við nýtfikom- inn sjúkdóm eða slys. Þyngstu end- urhæfingarsjúklingamir þarfnast sólarhringsrúma á sjúkrahúsi. Strax og færi gefst er farið heim um helgar. Framhaldið er svo endur- hæfing á dagdeild eða á göngudeild- argranni. Samfella í öllu endurhæf- ingarferlinu er nauðsynleg. Kann- anir hafa sýnt það ótvírætt. Enginn á að vera í sjúkrarúmi á stofnun nema ástand viðkomandi krefjist þess. Mænuskaðar og fjöláverkar Allt frá stofnun Grensásdeildar hefur á deildinni verið lögð áhersla á þjónustu við sjúklinga er þurfa á mikilli sérhæfðri endurhæfingu að halda. Þekktust er deildin fyrir end- urhæfingu þeirra sem lent hafa í al- varlegum slysum. Allir þeir sem hlotið hafa mænuskaða vegna slysa koma á deildina til endurhæfingar strax og bráðameðferð er lokið á sjúkrahúsinu í Fossvogi. Hefur þessi starfsemi verið til fyrirmynd- ar og vel sambærileg við það besta sem til þekkist. Sem betur fer er hópur mænuskaddaðra ekki stór, þó hafa um 120 mænuskaðar komið á deildina frá því hún tók til starfa. Af þeim hefur um helmingur orðið hjólastólsbundinn. Þrátt fyrir þessa fótlun lifa þeir nú hefðbundnu lífi úti í samfélagi okkar sér og öðram til gagns og ánægju. r r r BARNANAMSKEIÐ I JUNI MÁLASKÓLAR í BRETLANDI ALLIR KENNARAR SK< qKKAR mal MAÍMÁMCifCin í Dnm MAINAMSKEIÐ I BOÐI ÁHERSLA Á TALMÁL OG UPPBYGGING ORÐAFORÐA INNRITIIN STENDUR YFIR Í SÍMA 588 0303 eða 588 0305. HRINGDU OG FÁÐU FREKARI UPPLÝSINGAR skólinn Endurhæfing heilaskaddaðra er oft erfið og tímafrek. Einstaka sinnum verða þessir einstaklingar ekki endurhæfðir nema að litlu marld og þurfa á langvistun að halda allt lífið. Oftast er þetta til- tölulega ungt fólk. Þjónusta deildar- innar við brotasjúklinga og þá sem hlotið hafa fjöláverka eftir slys er einnig kunn. Á deildina koma sjúk- lingar eftir gerviliðaísetningar, gigtarsjúklingar og fólk með ýmis liða- og stoðkerfisvandamál. Heilablóðföll og fleira Á seinni áram hefur hluti taugasjúklinga vaxið mjög í starf- semi deildarinnar ásamt þjónustu við aðrar deildir sjúkrahússins á því sviði. í byrjun ársins 1991 tók deild- in að sér að sinna bráðavöktum í taugalækningum vaktadaga sjúkra- hússins. Þá tók til starfa eina heila- blóðfallseining landsins. Með til- komu hennar hefur verið brotið blað í meðferð heilablóðfallssjúk- linga hérlendis. Hefur þetta skilað sér vel bæði fyrir viðkomandi sjúk- linga og þjóðfelagið í heild. Legu- tími á sjúkrahúsinu hefur styst og sjúklingar náð hámarksfæmi á skemmri tíma en ella. Sjúklingar með Parkinsonsveiki, miðtaugasigg (MS), verkjasjúklingar og ýmsir aðrir með einkenni frá heila og taugakerfí koma á deildina. Meðferðaráætlun Þegar sjúklingur kemur til endurhæfingar er mfidlvægt að gera sér fljótt grein fyrir þeim markmiðum sem stefnt er að og gera áætlun um tímalengd endur- hæfingarinnar og endanlegan árangur í hverju tilfelli. Slík áætlun gerir sjúklinginn raunsærri í af- stöðu sinni í daglegu endurhæfing- arstarfi og undirbúningi undir hugsanlegar nýjar aðstæður. Áætl- unin er einnig aðhald fyrir starfs- fólk og undirbýr jarðveginn fyrir útskrift með nægum fyrirvara. Á Grensásdeild vinnur starfsteymið vel saman. Til að fylgja markmiðum eftir og hafa yfirsýn yfir gang mála era haldnir fundir einu sinni í viku hverri þar sem fulltrúar allra starf- stétta hússins hittast og ræða um hag sjúklinga. Þá er farið yfir stöðu einstakra þátta endurhæfingarinn- ar og jafnframt hugað að sálrænum og félagslegum vandamálum, svo og andlegum þörfum. Sjúkdómar og slys geta haft í för með sér veralegar breytingar á lífsvenjum fólks. Með endurhæfing- unni er reynt að lagfæra það sem aflaga hefur farið að því marki sem unnt er og bæta fyrir þá fötlun sem orðið hefur með viðeigandi ráðstöf- unum. Sem sé að koma viðkomandi einstaklingi í eins gott ástand og nokkur kostur er og hugsanlega að kenna honum að lifa við ákveðna fótlun. Framtíðarhorfur Hérlendis er allt gert og engu til sparað til að lækna fólk er slasast og þá sem fá bráðasjúkdóma. End- urhæfingin er ekki síður mikilvæg til að flýta bata, stytta dvöl á sjúkrahúsi og aðstoða fólk við að komast út í lífið á nýjan leik. Allt þetta er til hagsbóta fyrir viðkom- andi einstakling og þjóðfélagið í heild. Því miður hefur starfsemi Grensásdeildar verið á hálfum dampi síðustu árin. Um helmingur rúma deildarinnar hefur verið ónot- aður. Á meðan bíða sjúklingar á bráðadeildum sjúkrahúsanna í Reykjavík endurhæfingar. Það er mál að þessu linni. Stjóm Sjúkra- húss Reykjavíkur hefur nú ákveðið að efla starfsemina á Grensásdeild á ný. Á 25 ára afmæli deildarinnar verða tímamót. Breytingar verða á starfseminni þannig að tvær sjálf- stæðar deildir, endurhæfingardeild og taugalækningadeild verða nú reknar á Grensásnum í stað einnar endurhæfingar- og taugadeildar. Allt verður gert til þess að starf- semin geti blómgast á nýjan leik sjúklingum til heilla og þjóðfélaginu til góðs. Grensásdeild hefur átt marga velunnara í gegnum árin. Margir hafa stutt við bakið á starfseminni á ýmsan hátt. Starfsfólk deildarinnar kann þeim öllum bestu þakkir. ■4 FAXAFENI 10 108 REYKJAVÍK Höfundur er dr. med. yfírlæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.