Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Sérstök áhersla lögð á talmál. Nánari upplýsingar og skráning ísíma 5100 900 ogfax 5100 901. Laugavegi 103,105 Reykjavík, sími 5100 900, fax 5100 901, netfang: brefask@ismennt.is LOKSINS n ISLRNDl þjálfunsrsKölinn (Fitness Indiistry AUiance) A. F.Í.A. hefur göngu sína innan skamms. F.Í.A. Leiðbeinendaskólinn hefur haslað sér völl um skandinavíu og er viðurkenndur af A.C.E. (American Council on Exercise). F.Í.H. a Islaridi mun utskrifa: • Einkaþjálfara (F.Í.A.) • Þolfimiþjálfara (F.Í.A.) • Vatnsleikfimiþjálfara (Speedo) • Spinningleiðbeinendur • Leiðbeinendur í matarráðgjöf 80 tíma nám 2-3 helgar. Háskólamenntaðir leiðbeinendur. Einkaþjálfarar með mikla reynslu og þekkingu. Námsstjóri: Margrét K. Jónsdóttir, íþróttalífeðlisfræðingur (M.A.). Kennarar uið skólann uarða: RonnyKvist heilsufræðingur ■ 1 Jónína Ben íþróttafræðingur J Yesmine Olsen F.Í.A. einkaþjálfun \r Vaigeirsson akennari ÓlafurKr. Valdimarsson kfnversk leikfimi Isabella dos Santos vatnsleikfimi Vigdis Sverrisdóttir [þróttakennari Þetta nám gerir fólk öruggara, vandvirkara og áncegðara í starfi. Menntun er máttur. Hringið eftir frekari upplýsingum í síma 588 1700. Við sendum ykkur viðeigandi gögn. FÓLK í FRÉTTUM CARTMAN, Stan, Kenny og Kyle eru engir venjulegir níu ára strákar - Stan hefur verið klónaður og á hund sem er samkynhneigður, Kyle hefur átt fíl sem gæludýr og Cartman er yfirgengilega feitur og fjöllynd móð- ir hans hefur birst á forsíðu tímarits- ins „Crack Whore“. Síðan er það Kenny - aumingja Kenny, sem alltaf er lokaður inni í Hekluúlpunni sinni og deyr kvalafullum dauðdaga í hverjum einasta þætti. Það fær Kyle til að hrópa frasann sem orðinn er að máltæki meðal bandarískra ung- linga: „Guð minn góður! Þeir drápu Kenny!“ Þessi vinahópur býr í smábænum South Park í Colorado - smábæ sem er yfirfullur af geimverum, brjáluð- um vísindamönnum, geðklofa kenn- urum, heilalausum löggum, svo ekki sé minnst á vinalegan lítinn kúk sem heitir Mr. Hankey - kannski er eng- in furða að drengirnir séu létt rugl- aðir á köflum - þeir búa jú í þorpi þar sem næstum því allt fullorðna fólkið er snarklikkað. Kokkur og kvennabósi Einn af þeim fáu, nokkurn veginn heilbrigðu yfir níu ára aldri, er kokk- urinn í skólanum, svertinginn Chef. Hann lítur eftir drengjunum þegar Ein helsta skemmtun háskólakrakka í Banda- ríkjunum þessa dagana, er að setjast fyrir fram- an sjónvarpið á mið- vikudagskvöldum og horfa á South Park - grófgerða teiknimynda- þætti um fjóra rudda- lega og óheflaða níu ára stráka. Hvers vegna? Eins og Björn Malmquist, fréttaritari Morgunblaðsins þar vestra útskýrir, er ástæðan sennilega sú að þættirnir eru einfald- lega með því fyndnara sem sést hefur á skerm- inum 1 háa herrans tíð. Svo spillir heldur ekki fyrir að þeir eru bann- aðir innan 18 ára. Guð minn um hvor þeirra eigi meira í jólunum (Kenny deyr auðvitað í látunum - al- veg óvart). Jólagjafírnar voru reynd- ar aldrei sendar út, en myndbandið varð að snöggsoðinni klassík, gekk á milli fræga fólksins í Hollywood og lifir núna góðu lífí á Alnetinu. Eftirsóttir í Hollywood Nú voru drengirnir orðnir eftir- sóttir í Hollywood og tilboðin komu á færibandi, en eftir að Comedy Central lýsti yfir áhuga sínum á kúkabröndurum, var framtíð South Park ráðin. Fyrsti þátturinn var á dagskrá í ágúst síðastliðnum, og síð- an þá hefur ýmislegt borið til tíðinda í South Pai-k. Barbara Streisand (eða léleg eftirmynd hennai' öllu heldur) hefur misþyrmt drengjunum og breyst í illa innrætt vélmenni; kennarinn í South Pai-k High hefur reynt að skjóta Kathie Lee Gifford með langdrægum riffli, frá áttundu hæð bókageymslunnar í bænum (man einhver efth’ Dallas, 1963?) og í nýlegum þætti reyndu drengirnir að búa til afsprengi fíls og svíns - hér verður ekki nánar farið út í aðferðina - fyrir bekkjarverkefni um klónun. Þannig má lýsa mestu af húmorn- um í South Park - mest af honum gengur út á grófa og barnalega brandara, sem stundum eru tvíræð- þeir lenda í vandræðum, og hann lít- ur líka vel eftir konunum sem koma fyrir í þáttunum - venjulega heillar hann þær með djúpri röddinni og verúlega tvíræðum söng sínum. Um daginn endaði hann uppi í rúmi með sjónvarpsstjörnunni Kathie Lee Gif- ford, sem kom til South Park til að ÞEIR DRÁPU KENNY! ir, en samt á mjög barnalegan hátt. Eins og strákarnir fatti ekki alveg hvað þeir eru að tala um, þegar þeir stríða Cartman á því að mamma hans sé fjöllynd í ástamálum, eða að Stan eigi samkynhneigðan hund. Strákamir eru ruddalegir, en samt saklausir eins og aðeins níu ára strákar geta verið. Auk þess fer afskaplega lítið fyrir pólitískri rétthugsun í þátt- unum, sem er sennilega ein af aðalástæðunum fyrir vinsældum þeirra meðal ungs fólks. Frændi Stans, hinn byssuóði Jimbo, hef- ur aldrei hitt skepnur sem hann vildi ekki leggja í út- rýmingarhættu og Jesús kemur af og til fram sem hippalegur gaur sem stjómar sjónvarpsþætti á kapalkerfi bæjarins. Alvaran á bakvið En undir öllum klósetthúmornum og gauraganginum í South Park er oft á tíðum að finna alvarlegri skila- boð til áhorfenda. í þættinum þar sem Stan kemst að því að hundur- inn hans er samkynhneigður, lærir drengurinn að bera virðingu fyrir þeim sem eru öðruvísi en hann og í nýlegum þætti komst gengið að því að það væri ljótt að drepa dýr sér til skemmtunar. Sú niðurstaða kom að vísu ekki fram fyrr en Jimbo, frændi Stans hafði skotið dádýr með eldflaugabyssu og Stan hafði sjálfur skotið vinalega ófreskju í hausinn - sem sýnir kannski hvern- ig þeir Parker og Stone taka á al- varlegum málefnum líðandi stund- ar...eða þannig. hon og kúkabrönduram - og urðu strax vinir. „Við vorum þeir einu í deildinni sem ekki voru uppteknir af því að gera listrænar svart/hvítar kvikmyndii' um lesbíur," sagði Par- ker í samtali við fréttatímaritið Newsweek, sem skartaði South Park á forsíðu fyrir nokkrum vikum. Fyrir þremur áram fluttu þeir til Los Angeles og eftir nokkrar mis- heppnaðar tilraunir til að selja teiknimynd um slagsmál milli Snæfinns Snjókarls og Jesús, þá komust þeir í kynni við yfirmann hjá kvikmyndafyrirtækinu Fox, Brian nokkurn Grader. Grader þessi réð félagana til að búa til teiknimynd sem hann ætlaði að senda starfsfé- lögum sínum í jólagjöf - Parker og Stone bjuggu til „The Spirit of Christmas" eða í anda jólanna, þar sem Jólasveinninn og Jesús berjast afhenda verðlaun í ritgerða- samkeppni (þar sem Cartman hafði reyndar svindlað sér í fyrsta sæti). Síðan South Park þættirnir fóru í loftið síðasta sumar, hafa þeir notið ótrúlegra vinsælda hér í landi. Þættirnir eru á kap- alrásinni Comedy Central, og þrátt íyrir að sú rás nái aðeins inn á um 47 milljónir heimila (CNN nær inn á 60 milljónir), þá er South Park vinsælasta sjón- varpsefnið á kapal, með um fimm milljónir áhorfenda - og eini þáttur- inn í sjónvarpi sem merktur er „TV -MA“ (Mature Audience); merking sem venjulega er sett á ljósbláar myndir og þýðir að mælst er til þess að áhorfendur séu ekki yngri en 18 ára. Samt sem áður er talið að um fjórðungur áhorfenda séu yngri - það hefur valdið foreldram og uppalendum slæmum höfuðverk og nokkur dæmi eru til um barnaskóla, þar sem allt sem minnir á Cartman & Co. er harðbannað. Jólasveinninn og Jesús í slag Höfundar South Park eru tveir rúmlega tvítugir strákar frá Colorado, Matt Stone og Trey Par- ker. Þeir kynntust í kvikmyndadeild- inni í Colorado háskóla, uppgötvuðu sameiginlegan áhuga á Monty Pyt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.