Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 11 Ólafur ólafsson Dýrasti sjúk- dómurinn ÓLAFUR Ólafsson landlækuir telur starfsemina á St. Franskiskusspítalanum í Stykkis- hólmi vera af hinu góða og kveðst eiga ágæta samvinnu við yfirlækninn, Jósep Ó. Blöndal. Spurður um kostnað í sam- bandi við þessa meðferð á móti skurðaðgerð segir hann erfítt að meta slíkt fjárhagslega. Augljós- lega séu brjósklos og afleiðingar af verkjum í baki einn dýrasti sjúkdómur þjóðfélagsins. Hann segir tvennt skipta máli í sambandi við kostnað vegna sjúkdóms. í fyrsta lagi hversu lengi sjúklingur þurfi að liggja á spítala og hversu fljótt hann get- ur farið að vinna aftur. „Mesti kostnaðurinn er hinn óbeini. Mér sýnist vissar tölur benda til að þessi aðferð sem stunduð er í Stykkishólmi geti dregið úr vinnutapi, veikindafjarvistum og þar með framleiðslutapi, sem skiptir líklega meira máli en kostnaður við Ieguna,“ sagði hann. Þórlr Haraldsson Gefa á að- ferðafræð- inni tækifæri „MEÐFERÐIN á St. Fransiskus- spítalanum í Stykkishólmi hefur klárlega hjálpað einhveijum fjölda fólks. Starfsfólkið þar er í samstarfi við Landspítalann, sem er háskólasjúkrahús og á þeim forsendum fékk spítalinn 5 millj- óna króna aukafjárveitingu í lok siðasta árs,“ sagði Þórir Haralds- son aðstoðarmaður heilbrigðis- ráðherra. Hann telur að gefa eigi að- ferðafræðinni tækifæri hér á landi, enda telja margir sig hafa fengið bata af þessari meðferð. Hann bendir á að húsnæðið sé fyrir hendi og umframkostnaður sé ekki mikill. „Skurðlæknar telja brjósklosskurðaðgerð neyð- arúrræði fyrir ákveðinn hluta sjúklinga, þar sem aðrar með- ferðir dugi ekki. Þeir eru orðnir tilbúnari að velta öðrum mögu- leikum fyrir sér áður,“ sagði Þórir. Þá tók hann fram, að reynsla af svipaðri bakmeðferð hefði gef- ist vel erlendis við ákveðinn hóp sjúklinga. Jósep þegar við höfðum sest niður á skrifstofu hans, sem er í senn skoðunarherbergi, bókasafn og vinnuaðstaða. í ljós kemur einnig að vísindaleg úttekt á árangirnum á SFS sé í bígerð. íhaldssamar aðgerðir Skoðunar- og greiningaraðferðir þær sem Jósep styðst aðallega við koma frá Bretanum James Cyriax. Sá hefur verið nefndur faðir stoð- kerfisfræðanna (Orthopaedic Med- icine). Aðferðir hans eru taldar íhaldssamar og af sumum gamal- dags. Jósep viðurkennir að Cyriax hafi staðnað á ákveðnu tímabili en grunnhugmyndir hans séu vel þess virði að nota enn í dag. Meðferðin sem Jósep beitir er hins vegar margs konar og mismunandi eftir sjúklingum. Sumt er komið frá hin- um ýmsu kennimönnum í grein- inni, en annað hefur orðið til hjá honum sjálfum og samstarfsmönn- um hans. Hann bendir á að erlendar rann- sóknir á sömu eða svipuðum að- ferðum hafi sýnt fram á ágætan ár- angur. Ekki megi heldur gleyma því að mikill meirihluti brjósk- lossjúklinga lagist með lágmarks- meðferðum, enda visni brjósklos óftast, minnki eða hverfi á nokkrum mánuðum. „Ég vil taka skýrt fram, að ég hef ekkert á móti skurðaðgerðum sem slíkum. Við eigum afbragðs skurðlækna, sem hafa verið fljótir að tileinka sér nýjungar. Ég er hins vegar mótfallinn því, að gripið sé til skurðaðgerða fyrr en íhalds- söm meðferð hefur verið reynd til þrautar og alls ekki fyrr en eftir 6- 8 vikur. Jurgen Krámer, sem var skurð- læknir og forseti ISSLS, eins merkasta samfélags vísindamanna sem einbeita sér að bakvandamál- um, sagði eitt sinn í forsetaávarpi, að kæmist hann að þeirri niður- stöðu, að brjósklossjúklingur þyrfti á skurðaðgerð að halda, þá væri beðið um aðgerð hjá þeim spítala, sem hefði lengstu biðlistana. Ástæðan væri sú, að ágætar líkur væru á bata meðan sjúklingurinn biði!“ Spítalinn hékk saman á veggfóðrinu - Hvernig kom þessi áhugi þinn á bakvandamálum til? „Ég vildi starfa úti á lands- byggðinni og var skurðlæknir á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar á árun- um 1984-90. Því fylgdi að ég varð að taka að mér að vera heimilis- læknir. Ég áttaði mig fljótlega á að ég kunni ekkert á hreyfikerfið. Ég var góður í að kippa í liði og gera við beinbrot, en það sem snerti ekki skurðaaðgerðir eða gifs kunni ég ekki. Ungu læknamir, sem ný- komnir vom úr skóla kunnu ekkert meira en ég. Ég sá að þarna var pottur brotinn.“ Enn var Cyriax í huga hans, svo að Jósep fann út hvar hann átti heima og hringdi. Því miður varð hann of seinn, því Cyriax hafði lát- ist nokkrum mánuðum áður. Jósep komst þó í samband við ekkju hans og fékk hana til að útvega sér pláss á spítala sem sérhæfði sig í þessum aðferðum. Fyrr en varði hafði hann hafið nám á spítala í East End í London. „Spítalinn var alveg að hmni kominn, hékk nánast saman á veggfóðrinu, en asskoti kunnu þeir sitt fag vel,“ segir hann með aðdáun. Eftir þetta fór hann í gegnum ýmis námskeið á mismun- andi spítölum á árunum 1986-1992 og kenndi meðal annars á nám- skeiðum í London. Einnig fylgdist hann með og aðstoðaði lækna, sem starfað höfðu með Cyriax, svo sem Henry Sanford og Michael Wright í Harley Street. Einnig fékk hann inni hjá frægum áströlskum bak- skurðlækni á Cromwell-sjúkrahús- inu, Harry Crock, sem hann segist hafa lært mikið af. Umburðarlyndir Vestfirðingar Jósep segir að umburðarlyndi fólksins á Vestfjörðum og traustið sem það sýndi, hafi verið algjört lykilatriði í þróun hans í meðferð bakverkja. „Maður lærir þessar að- ferðir ekki með því að lesa um þær heldur verður maður að þreifa sig áfram. Fyrstu þrjú árin varð ég að sjá um alla sjúkraþjálfunina sjálf- ur, því að engir sjúkraþjálfarar voru á staðnum. Þegar mig rak í vörðurnar fór ég til London og lærði meira. Seinna fékk ég snilld- ar nuddara, Sólveigu Magnúsdótt- ur, til að annast sérhæfða nudd- meðferð. A SFS erum við svo lánsöm að hafa þrjá afbragðs þjálf- ara.“ Tveir þeirra útlendinga, sem Jósep hefur alltaf haldið sambandi við, eru Nigel Hanchard og Henry Sanford. Þeir hafa komið hingað árlega frá 1992 og haldið námskeið. Jósep segir að þeir þrír séu ekki viðmælandi þá viku, sem þeir eru á íslandi. „Við gerum ekki annað en tala um sjoppuna," segir hann með glampa í augunum og ekur sér í stólnum. Námskeiðin standa í sex daga og eru aðallega ætluð heimilislæknum og sjúkraþjálfurum. Jósep segir að með því að kenna þessum tveimur hópum saman sé verið að reyna að fá stéttirnar til að tjá sig meira hvora við aðra og kenna þeim sameiginlegt tungumál. Margir læknar hafi ekki haft hugmynd um hvað sjúkra- þjálfarar hafa verið að gera og kannski ekki borið alltof mikla vh-ðingu fyrir því. „Menntun sjúkraþjálfara hefur breyst mikið á 10-15 árum og við læknarnir höf- um ekki fylgst með. Þeir eru orðnir hámenntaðir og kannski hættir að bera virðingu fyrir okkur. Það felur þá hættu í sér, að sjálfvirkni hlaupi í sjúkra- þjálfunina. Læknar eiga að gefa fyrinnæli um meðhöndlun en ekki skrifa bara „bakverkir" og „sjúkra- þjálfun". Það er eins og að senda sjúkling með lyfseðil út í apótek og skrifa á hann „lyf við asthma" eða „meðal við gyllinæð". Ef menn treysta sjúkraþjálfara sínum geta þeir einnig, eins og ég geri stundum, lagt í hendumar á þeim hvaða aðferð þeir telja besta. Það er gífurlegur styrkur fyrir lækni að kunna sjálfur þær aðferð- ir sem verið er að biðja þjálfarana að beita. Meðferðin verður mark- vissari og komið er í veg fyrir að sjúklingar séu að dandalast mán- uðum saman hjá fólki, sem er að beita gjörsamlega marklausri með- ferð. Þetta á við um hreyfikerfis- vandamál almennt." Dregur forvarnagildi íþrótta í efa Þegar talið berst að forvörnum segir Jósep að þar standi hnífurinn í kúnni. Auðvitað væri best að fá fullfrískt fólk til að læra stellingar, líkamsbeitingu og gera æfingar til að koma í veg fyrir bakverk. „En til þess þarf að sannfæra það um að það verði ríkara, grennra eða sexý,“ segir hann og kiprar augun. „Það hlýtur að vera á einhvers konar forsendum af því tagi, sem fólk stundar líkamsræktarstöðv- arnar. Ég á erfitt með að skrifa undir, að fólk stundi líkamsrækt um þrítugt til að verða heilbrigðara um sjötugt. Manneskjan er ekki þannig," segir hann sposkur. „Ég held því ekki fram að lík- amsrækt sé óholl, en ég er á móti því að menn klifi sífellt á því að íþróttir hafi sjálfkrafa forvarna- gildi. Ég tel að sú tegund líkams- og heilsuræktar sem tröllríður öllu núna geri ekkert meira gagn en að hjóla eða ganga ferða sinn dags daglega, synda reglulega eða stunda dans. Enda hefur enginn sýnt fram á það með rannsóknum. Annað hvort eru menn fullkomlega sannfærðir um að líkamsræktin sé svona holl eða að þeir óttast niður- stöðumar. Hingað kemur fjöldi manns sem hefur í líkamsræktar- stöðvum verið að gera æfingar sem við bönnum. Það merkilega er að æfingamar gerir fólkið undir eftir- liti. Ég tek það fram að mjög mis- jafnt er hvað fólk sem rekur lík- amsræktarstöðvar veit um líkams- beitingu. Sumir virðast vita afskap- lega lítið eins og Jónína Benedikts- dóttir hefur meðal annars bent á.“ Hann leggur áherslu á að mann- eskjan sé sköpuð til að ganga og synda og leggur blessun sína yfir hjólreiðar. „Vel þjálfaður maður getur gengið endalaust og ganga er sennilega besti streitueyðirinn sem hægt er að hugsa sér. Aftur á móti erum við lélegir hlauparar, því við nýtum orkuna mun verr. Við erum líka ágætlega sköpuð til að synda. Alla vega virðumst við hafa meðfædda eiginleika, sem tengjast busli í vatni. Sumir mannfræðingar halda því jafnvel fram að einn for- feðra okkar hafa verið sundapi, sem lifði í ósum fljóta." Iþróttaþjálfarar og heimilislækn- ar lykilmenn Jósep leggur áherslu á að verði hægt að fá fólk til að stunda al- mennilegar for- varnir og kenna því hvernig það eigi að með- höndla verkina sjálft sé mikið unnið. Mjög skiptar skoðanir séu um gagnsemi forvarna hjá fullorðnu fólki, nema það hafi þeim mun meiri einkenni. Hins vegar ætti forvarnarstarf meðal barna og unglinga að geta skilað árangri. Þar telur hann íþróttakennara og þjálfara vera geysimikilvæga. Þeir séu í bestri aðstöðu til að stunda forvarnir í skólum og íþróttafélögum, en til þess þurfi hugarfarsbreytingu. „Eins og er virðist megináhersl- an lögð á keppnisíþróttir og ein- hverja afreksmannaframleiðslu, sem gagnast líklega aðeins örfáum þegar til lengdar er litið. Það væri stórkostlegt, ef þetta ágæta fólk einbeitti sér fyrst og fremst að kennslu í líkamsbeitingu og reyndi að ala unga fólkið upp með framtíð þess sem manneskna í huga en ekki framtíð þess sem íþróttagarpa. Auk þess skilst mér að íþróttafólk kosti heilbrigðiskerf- ið álíka mikið og reykingamenn, enda er orðin til heil íræðigrein sem heitir „Sports Medicine“.“ Of mikið af ónauðsynlegum rannsóknum Þegar kemur að greiningu og meðferð einfaldari bakvandamála segir Jósep að allt standi og falli með því að heimilislæknarnir kunni þessi fræði. Þeim sé nauðsynlegt að hafa með sér sjúkraþjálfara, enda eigi að vera sjúkraþjálfari við hverja H2-heilsugæslustöð sam- kvæmt reglugerð. „Heimilislækn- arnir gætu orðið hinir einu, sönnu sérfræðingar í stoðkerfisvandamál- um og þá sér í lagi bakverkjum, sem eru önnur eða þriðja algeng- asta orsök komu til læknis. Þetta eru yfirleitt lágtæknivandamál og krefjast oft þess eins, að tekin sé nákvæm sjúkrasaga og gerð ræki- leg skoðun. Hins vegar á að vísa krónískum og endurteknum bak- verkjum til sérfræðings. Þessi til- högun myndi spara heilbrigðiskerf- inu óhemju fjármuni og vinnu, því hér er um svo ofboðslega stórt vandamál að ræða, sem verður ein- hverra hluta vegna alltaf verra.“ Jósep gagnrýnir að alltof mikið sé tekið af ónauðsynlegum rönt- genmyndum, segulómunum og sneiðmyndum. Með því að draga úr þeim slær hann á að hægt sé að spara tugi milljóna króna á ári. Hann hefur verið í samráðshópi á vegum landlæknisembættisins, sem nýlega sendi frá sér leiðbein- ingar til lækna um greiningu og meðferð hryggvandamála með taugarótareinkennum, þ.e. brjósk- losi, með þetta í huga. „Sagt er í skákinni, að þeir skáki sem lítið kunna. Svíarnir segja, að þeir taki röngtenmyndir sem lítið kunna. Það á ekki að taka röngtenmyndir, sneiðmyndir, segulómanir eða mænumyndir nema læknar óttist að um sýkingu, krabbamein eða galla í hrygg sé að ræða eða þeir séu vissir um að skurðaðgerð sé nauðsynleg. I langflestum tilfellum er hægt að greina brjósklos á sjúkrasögunni og staðfesta grein- JÓSEP heldur því fram að maðurinn sé ekki skapaður til að silja né beygja bakið, enda má sjá hvemig hann og sjúkraþjálfarinn Lucia de Korte beita líkamanum. Það á ekki að taka röntgenmyndir, sneiðmyndir, segul- ómanir eða mænu- myndir nema læknar óttist að um sýkingu, krabbamein eða galla í hrygg sé að ræða eða þeir séu vissir um að skurðaðgerð sé nauðsynleg. í langflestum tilfellum er hægt að greina brjósklos á sjúkra- sögunni og staðfesta greininguna með ná- kvæmri skoðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.