Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1998, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 123. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS NATO telur ekki tíma- bært að senda herlið til Albaníu Ottast að stríð sé yfir- vofandi Pristina. Brussel. Belgrad. Tírana. Reuters. SPENNA magnast í Kosovo-héraði í Júgóslavíu eftir stórskotaliðsárásir Serba á nokkur þorp og sagði _Lam- berto Dini, forsætisráðherra Italíu, að Tengslahópurinn svokallaði, sem samanstendur af Italíu, Bandaríkj- unum, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Rússlandi, þyrfti að koma saman hið fyrsta til að ræða májefni Kosovo. Akvörðun Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í gær um að senda ekki herlið til Albaníu að svo stöddu var gagnrýnd af talsmanni Ibrahims Rugova, leiðtoga Kosovo-Albana. Blóðugir bardagar hafa geisað á síð- ustu dögum og að sögn Iljaz Ram- ajli, talsmanns Rugova, er bærinn Decani nánast í rústum. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar féllu þar allt að fjörutíu manns, þar af tveir serbneskir lögreglumenn. Paskal Milo, utanríkisráðherra Alb- aníu, taldi í fyrrakvöld stríð yfirvof- andi í Kosovo ef ekkert væri gert til að koma í veg fyrir það. Þúsundir manna hafa á síðustu dögum flúið yfir landamærin til Alb- aníu vegna aðgerða Serba í Kosovo. Albönsk stjórnvöld vöruðu við því í fyrradag að þau gætu neyðst til að endurskoða stefnu sína í málefnum Kosovo þar sem Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, sýndi þess engin merki að hann hygðist hætta hemaði gegn íbúum svæðisins. A annað hundrað manns fórust í mesta lestarslysi í Þýskalandi eftir stríð Reuters LESTARVAGNARNIR köstuðust hver upp á annan og siðan féll brúin ofan á þá. Var unnið að þvf í gærkvöld að lyfta burt brúargólfinu og þótti augljóst að þá myndu fínnast enn fleiri lík. Fremst á myndinni er aftasti lestarvagninn. Aðkoman á slysstaðnum skelfílegri en orð fá lýst Eschede. Reuters. Serbneskir lögreglumenn hafna flutningi til Kosovo Dagblaðið Dnevni Telegraf greindi frá þvi í gær að eitt hundrað lögreglumönnum frá Belgrad hefði verið sagt upp störfum þar sem þeir neituðu að taka þátt í hernaðinum gegn skæruliðasveitum Kosovo-Alb- ana. TALIÐ er, að allt að 120 manns hafi látið lífið og um 300 slasast þegar þýsk hraðlest ók á 200 km hraða á vegarbrú í bænum Eschede í Norður- Þýskalandi í gærdag. Var jafnvel búist við, að tala látinna ætti eftir að hækka og mörgum hinna slösuðu var vart hugað h'f. Er þetta mesta járn- brautarslys, sem orðið hefur í sögu þýska sambandslýðveldisins, og ríkir mikil sorg í landinu. Var skelfilegt um að litast á slysstaðnum en vagnamir hrönnuðust upp, hver ofan á annan, er lestin fór út af teinunum eftir að hafa rekist á einn brúarstólpann. Ofan á þá féll síðan steinsteypt brúin. Hugsan- legt er talið, að lestin hafi ekið á bifreið, sem af einhverjum ástæðum hafði verið ekið í gegnum bráarhandriðið og síðan fallið niður á teinana. Færeyingar á erfíðum fundi Rætt um skuld- ina við Dani Þdrshöfn. Morgunblaöið. FULLTRUAR dönsku stjórnarinn- ar og færeysku landstjórnarinnar munu setjast að samningaborði í Kaupmannahöfn í dag til að ræða afborganir Færeyinga af 60 milij- arða ísl. króna skuld við danska rík- issjóðinn. Að auki verður rætt um bætur fyrir yfirtöku Færeyinga á Færeyjabanka af Den Danske Bank en færeyska landstjórnin hefur sett fram kröfu um 15 milljarða ísl. króna. I viðræðunum, sem eru einhverj- ar þær mikilvægustu, sem Færey- ingar hafa átt í, verður einnig rætt um hvert framlag danska ríkisins til Færeyja eigi að vera á næstu árum en það er nú um níu milljarðar ísl. króna árlega. Fullveldismálin verða hins vegar ekki á dagskrá þar sem landstjórnin færeyska vill fyrst fá einhverja niðurstöðu í hinum mál- unum. Lykketoft erfiður Flest bendir til, að viðræðurnar í Kaupmannahöfn verði strembnar og Mogens Lykketoft, fjármálaráð- herra Danmerkur, sem hefur verið sakaður um að hafa vitað hvernig í pottinn var búið í bankamálinu, þykir hafa sýnt það á ýmsan hátt, að hann muni verða Færeyingum erfiður ljár í þúfu. Talsmaður þýsku jámbrautanna fór að hágráta þegar hann skýrði frá slysinu í gær og jafnvel gamal- reyndir björgunarmenn voru mið- ur sín þegar viðurstyggð eyðilegg- ingarinnar blasti við þeim, sundur- tættir járnbrautarvagnar, lík og líkamshlutar og stórslasað fólk. „Ég var við það að bugast. Ég þurfti að tína saman líkamshluta, handleggi og fætur af körlum, kon- um og börnum,“ sagði einn björg- unarmannanna, Walter Strötmann. Óljóst hvað olli slysinu ICE-hraðlestirnar eru stolt þýsku jámbrautanna og hefur aldrei neitt hent þær fyrr síðan þær voru teknar í notkun 1991. Nú var eins og lestin hefði lent í risakramlu, sem hefði rifið hana í sundur eins og leikfang og dreift brotunum út um allt. Svo virðist sem fremsti lestar- vagninn hafi verið kominn undan bránni þegar lestin fór á eða utan í bráarstólpann því að hann hélt einn áfram eftir teinunum nokkur hundrað metra vegalengd. Raunar hefur það alls ekki verið staðfest, að bifreiðin hafi valdið slysinu og hugsanlegt er, að hún hafi ekki fall- ið niður fyrr en eftir að lestin rakst á brána. Er bifreiðin grafin undir brakinu. Haft er eftir einum farþeganna, sem komust lífs af, að tveimur mín- útum fyrir slysið hafi hann orðið var við mikinn titring og skjálfta og getur það bent til, að ekki hafi allt verið með felldu með lestina sjálfa eða teinana. Farþegar á fímmta hundrað Talsmaður járnbrautanna sagði í gær, að brúin hefði flatt út þrjá vagna af 13 þegar hún féll niður og því mætti búast við, að tala látinna ætti eftir að hækka þegar tekist hefði að fjarlægja hana. Farið var með slasað fólk í þyrl- um til Hannover, sem er í 60 km fjarlægð, en meira en 1.000 manns leituðu í brakinu að lifandi fólki og látnu en talið er, að farþegarnir hafi verið á fimmta hundraðið. Var lestin á leið frá Munchen til Ham- borgar. Þetta er mesta járnbrautarslys í Þýskalandi eftir stríð en 1945, rétt eftir stríðslok, fórast 102 fyrir sunnan Munchen þegar bandarísk herflutningalest rakst á lest með þýskum stríðsföngum. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, var á Ítaiíu í gær en ætlaði að snúa strax heim vegna slyssins og Gerhard Schröder, kanslaraefni jafnaðarmanna og forsætisráð- herra Neðra Saxlands þar sem slysið átti sér stað, aflýsti ráð- stefnu, sem jafnaðarmenn ætluðu að halda í Hamborg. Út af teinunum/26 -----»♦♦------ Frakkland Hryðju- verkasam- tök upprætt París. Reuters. JEAN-Pierre Chevenement, innan- ríkisráðherra Frakklands, sagði í gær, að frönsku lögreglunni hefði tekist að fletta ofan af hryðjuverka- samtökum íslamskra bókstafstrúar- manna. Var til aðgerðanna gripið meðal annars af ótta við hermdar- verk á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Lögreglan handtók í gærmorgun þrjá menn af arabískum ættum en í síðustu viku voru 78 öfgamenn, að- allega frá Alsír, handteknir víða um Evrópu. Sagði Chevenement, að starfsemi hryðjuverkasamtakanna hefði verið lömuð en 16 þeirra, sem voru teknir í liðinni viku, eru enn í haldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.