Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hitalögn í gangstétt í Pósthús- stræti LAGNING hitalag’na við Reykjavíkurapótek í Pósthús- stræti stendur nú yfir. Morgun- blaðið vakti athygii á því í vetur að engin hitalögn var í gang- stéttinni við Reykjavíkurapó- tek. Þá sagði Sigurður Skarp- héðinsson gatnamálastjóri það venju að leggja hitalagnir þeg- ar gangstéttir væru endurnýj- aðar. Nú hafa gatnamálayfir- völd tekið til hendinni og er verið að endurnýja þessa gang- stétt og leggja hitalagnir. Gangandi vegfarendur geta því vænst þess að næsta vetur gangi þeir á auðum stéttum á þessum slóðum, hvernig sem viðrar. Morgunblaðið/Golli UNNIÐ að lagningu hitalagna í Pósthússtræti. Frumvarp um loftferðir samþykkt með viðauka við umdeilda setningu Hættulegt fordæmi að sögn formanns málnefndar FRUMVARP til laga um loftferðir, ásamt breytingatillögu við 140. grein þess þar sem fjallað er um birtingu ákvarðana Flugmála- stjórnar í flugmálahandbók, var samþykkt á Alþingi í fyrradag. Setningin óþörf í breytingatillögunni fólst við- auki við setninguna í 140. gr. „skulu þær vera á íslensku eða ensku eftir því sem við á“, sem Is- lensk málnefnd hafði gert athuga- semdir við og vildi fella út úr laga- textanum. Með samþykkt fi-um- varpsins og tillögunnar hefur máls- liðurinn: „Samgönguráðherra er heimilt að höfðu samráði við Is- lenska málnefnd að kveða nánar á um útgáfu þeirra með reglugerð," bæst við fyrrnefnda setningu. Kristján Árnason formaður ís- lenskrar málnefndar sagði að málið gæti verið fordæmisgefandi. „Hættulega fordæmið er það að það skuli standa í íslenskum lögum að einhverjar reglur sem menn verða dæmdir eftir skuli vera á ensku. Að óbreyttum lögum þá fínnst mér óþarfí að vera að taka það fram sérstaklega að við einstök tækifæri sé hægt að dæma menn fyrir að fylgja ekki reglum sem eru ekki á íslensku. Setningin er ef til vill hreinlega óþörf að mínu mati,“ sagði Kristján. Einar K. Guðfinnsson, formaður samgöngunefndar, sem flutti breytingatillöguna, sagði að með breytingunni væri brugðist við at- hugasemd stjómar íslenskrar mál- nefndar. „Rökin fyrir þessu eru mjög einfóld. Landsréttur er á ís- lensku og við eigum í fæstum til- vikum neitt val um það hvort að eigi að þýða þær reglur sem okkur er skylt að hrinda í framkvæmd og eru hluti af Evrópuréttinum sem okkur er skylt að taka upp. Það er auðvitað ljóst að lagareglur á að birta á íslensku með formlegum hætti. Hitt er það að það getur komið til að það sé vafí á því hve langt eigi að ganga í þýðingu og al- mennri birtingu á reglunum," sagði Einar. Hagsmunir tungunnar tryggðir I síðari hluta ábendinga Is- lenskrar málnefndar er sagt m.a.: Telji menn af einhverjum gildum ástæðum óhjákvæmilegt að leyfa að tilteknar reglur um flugrekstur, sem hér hafa gildi, megi birtast á ensku, er nauðsynlegt að skýrt komi fram í lagatextum við hvaða aðstæður það skuli heimilað. Og verði þá kveðið svo á í lögum að leita beri samráðs um þessi mál við þar til bæra aðila, bæði um réttar- stöðu tungunnar og þegnanna. „Ég tel að með þessu ákvæði sem felst í breytingatillögunni sé komið til móts við síðari hluta ábendingar Islenskrar málnefndar. Ég tel að með þessari viðbót séu hagsmunir tungunnar tryggðir og fjármunum varið skynsamlega," sagði Einar. Ari Páll Kristinsson, forstöðu- maður Islenskrar málstöðvar, seg- ir að sér fínnist ákaflega skammt farið til móts við óskir Islenskrar málnefndar í frumvarpinu. Þerney með 110 millj. kr. aflaverðmæti Hásetahluturinn eftir veiðiferðina 1,1 millj. kr. Morgunblaðið/Þórður Magnússon TROLLIÐ tekið inn í veiðiferðinni góðu hjá Þerney. Norður- Hérað hlaut flest atkvæði Vaðbrekku, Jökuldal. SKOÐANAKÖNNUN um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Jökuldals, Hlíðar og Tungu- hreppa fór fram samhliða sveitarstjómarkosningunum á dögunum. Sameiningamefnd gerði tillögu um þrjú nöfn, Brúarhrepp, Jökulsárhrepp og Norður-Hérað, auk þess sem kjósendum gafst kostur á að setja fram eigin tillögu að nafni. AUs tóku um 190 þátt í skoð- anakönnuninni um nafnið og hlaut nafnið Norður-Hérað flest atkvæði eða 116, Jök- ulsárhreppur hlaut 41 atkvæði og Brúarhreppur 13 atkvæði. Aðrar tillögur er kjósendur stungu uppá og fengu atkvæði vom meðal annars Brúarþing, Jökultunga, Smjörfjallabyggð, Sólarsveit og 7512 Egilsstaðir en 7512 er númer hins nýja sveitarfélags er Hagstofa Is- lands úthlutar sveitarfélögum í landinu. Nýkjörin sveitarstjóm mun ákveða hvaða nafn verður fyrir valinu þegar hún kemur saman. ÞERNEY RE landaði i gær 950 tonnum af hausskomum karfa á Japansmarkað að verðmæti um 110 milljónir króna og Hólmaborg SU setti löndunarmet þegar skipið landaði 2.723 tonnum af síld úr Sfld- arsmugunni á Eskifirði í gær. Þórður Magnússon skipstjóri á Þemey sagði að veiðiferðin djúpt úti af Reykjaneshrygg hefði tekið í heild um 40 daga og væri þetta með því mesta sem Þerney hefði veitt í einni veiðiferð. Hann sagði að veið- in hefði verið dottin niður undir lokin en meðan gaf hafi verið góð veiði. „Þetta kom okkur bara verulega á óvart og minnti á veiðiskap fyrir nokkmm ámm. I fyrra var þetta virkilega dapurt og segir manni að- eins að það em sveiflur í lífríki sjáv- ar. Þama er líka óvígur floti að djöflast á stofninum, allt upp undir 100 skip, þar af 20-25 íslensk skip,“ sagði Þórður. Hásetahluturinn á Þerney er 10 þúsund krónur af hverri milljón, 1,1 milljón kr. fyrir veiðiferðina. Hólmaborgin fékk fullfermi, 2.723 tonn, af síld á þremur dögum á Jan Mayen svæðinu og var land- anum aflað í gærmorgun. Skipið var stækkað fyrir um tveimur ámm og gat áður borið mest um 1.570 tonn. 30 tíma stím var á miðin. Sfldin var stór og þokkalega feit en áta var í henni. Hún fór öll til bræðslu. Há- setahluturinn var nálægt 350 þús- und krónur. Forsætisráðherra Óttast ekki klofning DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, segir að miðað við yfirlýsingar Sverris Her- mannssonar um fyrirhugaða stofnun nýs stjómmálaflokks muni hann helst eiga samleið með Jóhönnu Sigurðardóttur, Þingflokki jafnaðarmanna. „Ég ímynda mér að fleiri af stuðn- ingsmönnum Þjóðvaka geti komið inn í þessa umræðu,“ sagði Davíð í samtali við Morg- unblaðið í gær. I samtali við Stöð 2 í fyrra- kvöld sagðist Davíð ekki taka framboðshugmyndir Sverris mjög alvarlega. Um þá stuðn- ingsmenn og framþjóðendur sem nefndir hafa verið í tengsl- um við málið sagði hann að þetta væm nöfn sem „að jafn- aði“ væm dregin upp þegar svona framboð væm nefnd. Hann sagðist aðspurður ekki óttast að verið væri að mynda klofningsbrot úr Sjálfstæðis- flokknum, þrátt fyrir að fyrr- verandi þingmenn flokksins hafi lýst yfir stuðningi við fyr- irhugað framboð. í samtali við Moi'gunblaðið í gær sagði Davíð: „Að sjálf- sögðu verður þessu máli haldið áfram meðan Sverrir gegnir stöðu þriðja ritstjóra Morgun- blaðsins eins og hann hefur gert undanfarið.“ Ellert B. Schram Mun veita Sverri lið ELLERT B. Schram, forseti íþrótta- og ólympíusambands íslands og fyrrverandi þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segist munu veita Sverri Her- mannssyni lið ef hann stofni til framboðs byggðu á andstöðu við núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfi og gegn spillingu í stjórnkerfinu. Aðspurður úti- lokar hann ekki að fara sjálfur í framboð. „Stuðningsmenn Sverris hafa verið að orða við mig að hann ætli í framboð og ég hef sagt við þá að mér lítist vel á það. Það var ekki talað um það hvort ég færi sjálfur í framboð en ég myndi áreiðanlega veita honum eitthvert lið ef þetta verða málin sem verða á oddin- um hjá honum,“ sagði Ellert í samtali við Morgunblaðið í gær. Ellert er um þessar mundir staddur erlendis á vegum ÍSÍ. Innbrot í Ffladelfíu ÞRIR ungir menn vora staðnir að verki við innbrot í hús Ffladelf- íusafnaðarins við Hátún í Reykjavík snemma í gærmorgun. Lögregluþjónn sem var á leið til vinnu sinnar um sexleytið í gær- morgun varð mannanna var þar sem þeir vora eitthvað að bjástra í kringum húsið. Þegar lögreglubíll kom á vettvang nokkram mínútum siðar höfðu þeir komist inn í húsið en ekki náð að stela neinu. Þegar fé- lagarnir urðu lögreglunnar varir lögðu þeir á flótta en náðust á hlaupum þar skammt frá. Þeir vildu ekki við það kannast að hafa verið að verki en voru handteknir og færðir til yfirheyrslu. Á einum mannanna fannst lítilræði af fíkni- efnum, að sögn lögreglu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.