Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðherrafundur EFTA í Reykjavík Fríverzlunarviðræður við Kanada að hefjast ÁRLEGUR vorfundur utanríkis- ráðherra hinna fjögurra aðildar- ríkja Fríverzlunarsamtaka Evrópu, EFTA, fór fram í Reykjavík í gær. Ráðhen-arnir fógnuðu því að við- ræður um fríverzlunarsamning við Kanada væru í þann mund að hefj- ast en það er fyrsta fríverzlunar- samband við ríki handan Atlantsála sem stofnað er til. Halldór Ásgrímsson, sem stýrði fundi ráðherranna, sagði að honum loknum að ákveðið hefði verið að formlegar viðræður við Kanada- menn hæfust 29. þessa mánaðar í Ottawa, en á undanförnum mánuð- um hafa farið fram allítarlegar óformlegar undirbúningsviðræður. „Verkefnið framundan er hið markverðasta sem EFTA-ríkin hafa tekizt á hendur frá því að EES-samningurinn var til lykta leiddur," sagði í yfirlýsingu sem gefin var út í lok fundarins. Hall- dór Ásgrímsson sagði þetta skref vera „upphafið að raunverulegri hnattvæðingu stefnumörkunar EFTA“. Pótt aðildarlönd EFTA séu ekki mörg vega þau allþungt í alþjóða- viðskiptum. Samanlagt er hlutdeild EFTÁ-ríkjanna fjögurra - Islands, Noregs, Sviss og Liechtenstein - í alþjóðaviðskiptum um 3%; í fyrra námu viðskipti þeirra við útlönd 247 milljörðum dollara, um 17.800 milljörðum króna. í yfirlýsingunni frá ráðherrunum minna þeir á að áframhaldandi Félag rækju- og hörpu- diskframleiðenda 25 ár frá stofnun AÐALFUNDUR Félags rækju- og hörpudiskframleið- enda hefst í dag kl. 14 á Hótel Loftleiðum, en 25 ár eru nú lið- in frá stofnun forvera félags- ins. Á fundinum flytur Lárus Ægir Guðmundsson, formaður Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda, ræðu, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, flytur ávarp og Pétur Bjarna- son, framkvæmdastjóri félags- ins, flytur ræðu. Áð loknum hefðbundnum aðalfundarstörf- um verða flutt eríndi um ástand fiskistofna og uppruna- reglur. samningagerð EFTA við ríki, sem liggja að Miðjarðarhafinu, skapi nauðsynleg skilyrði fyrir fyrírtæki með aðsetur í EFTÁ-ríkjunum til að taka þátt í fríverzlunarsvæði Evrópu og Miðjarðarhafslanda í framtíðinni, en þessi ríki hafa nú þegar fríverzlunarsamninga við ESB. Náið fylgzt með stækkun ESB og EMU Ráðherramir ræddu tengsl EFTA við ESB, einkum innan ramma EES. Oumdeilt er að stækkun ESB og fyrirhuguð stofn- un Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) munu hafa mikil áhrif á EFTA-ríkin og því var það áréttað, að náið verði fylgzt með gangi mála á þessum sviðum. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort ráðherrarnir hefðu velt því fyrir sér hvort fýsilegt væri fyrir EFTA-ríkin að nýta sér þann vett- vang sem kallaður er Evrópuráð- stefnan til að fylgjast með stækk- unarferlinu. Að Evrópuráðstefn- unni, sem kom fyrst saman í marz sl., eiga öll núverandi og tilvonandi aðildarríki ESB aðild. Andrea Willi, utanríkisráðheiTa Liechtenstein, svaraði þessu á þann veg, að vissu- lega hefðu ráðherrarnir velt þess- um möguleika fyrir sér og að minnsta kosti þætti EFTA-ríkjun- um í EES þetta athyglisverður kostur, sem vert sé að hafa í huga þegar fram í sækir, en ekki þyki tímabært að taka neina ákvörðun um þetta að sinni. Knud Vollebæk, utanríkisráð- herra Noregs, benti á að þótt Norð- menn hefðu kosið að standa utan við ESB styddi stjórnin viðleitni Mið- og Austur-Evi’ópuríkjanna til að gerast aðilar að ESB, þar sem það væri fyrir öllu að hindra að nýj- ar klofningslínur mynduðust í Evr- ópu. Vegna hinnar miklu reynslu Norðmanna af samningaviðræðum við ESB (Norðmenn hafa tvisvar fellt tilbúinn ESB-aðildarsamning) reyndu þeir nú að aðstoða þau ríki sem um þessar mundir sæktust eft- ir ESB-aðild með því að miðla þeim af þessari reynslu sinni. Þingmenn og aðilar vinnumarkaðar þinga einnig Loks vakti Halldór Ásgrímsson athygli á því, að auk utanríkisráð- herra EFTA-ríkjanna fjögurra komu í gær saman þingmanna- nefnd EFTA og hin svokallaða ráð- gjafarnefnd EFTA, sem er skipuð fulltrúum aðila vinnumarkaðarins í EFTA-löndunum. Ráðgjafamefnd EES kom enn- fremur saman á Hótel Sögu í gær, en í henni sitja fulltrúar aðila vinnumarkaðarins frá öllum aðild- arríkjum EES, þ.e. bæði frá Evr- ópusambandsríkjunum og EFTA- ríkjunum þremur sem eiga aðild að EES. Á dagskránni voru þróun innri markaðarins, fyrírhuguð stækkun ESB og umhverfismál. Ritstjórn 19. júní Ætla að gefa út sitt eigið tímarit RITSTJÓRN 19. júní, tímarits Kven- réttindafélags íslands, hyggst gefa út tímarit undii’ heitinu Sterkar sam- an eftir að upp úr samstarfi ritstjórn- ar og kvenréttindafélagsins slitnaði. Ásdís Olsen, ritstjóri blaðsins Sterkai- saman, segir að hún hafí ver- ið ráðin sem verktaki til að stýra blaðinu en síðan hafi Kvenréttindafé- lag íslands ekki treyst sér til að taka þátt í útgáfu blaðsins, m.a. vegna kynlífskönnunar sem ritstjórnin gekkst fyrir. Hún segir ekki útilokað að um framhald á útgáfunni verði að ræða. „Það sem konur eru að gera virðist vera vanrækt umfjöllunarefni svo það er af nógu að taka. Þetta er mikil vinna og illa launuð, en það er mikill áhugi í kvennahópum allt í kringum okkur að gera eitthvað í framhaldi af þessu. Hugsanlega verður stofnaður hópur enda fjöllum við mikið um samstöðu kvenna og tengslanet í blaðinu. Tengslanet eru þekkt í mörgum öðrum löndum þar sem kon- ur nýta samtakamátt sinn til að standa að baki konum sem eru að gera góða hluti í pólitík og atvinnu- lífi,“ segir Ásdís. Hún segh’ hugsanlegt að starfið innan blaðsins verði vísir að nýiri, þverpólitískri og nútímalegri kvenna- hreyfingu. Morgunblaðið/Jón Svavarson BJÖRN Margeirsson dúx Menntaskólans við Sund. Útskrift stúdenta frá Menntaskólanum við Sund BRAUTSKRÁNING nemenda frá Menntaskólanum við Sund fór fram 29. maí síðastliðinn. Þetta var í 26. sinn sem stúdentar eru brautskráðir frá skólanum sem hét reyndar Menntaskólinn við Tjörnina fyrstu árin. Fyrstu stúdentar skólans héldu því upp á aldarfjórðungsafmæli. Alls brautskráðust 155 nemendur í þetta skiptið, 82 stúlkur og 73 drengir. Björn Margeirsson úr eðíis- fræðideild var dúx skólans en hann hlaut 9,5 í lokaeinkunn. Aðrir sem hlutu ágætiseinkunn voru Ragnar Freyr Bragason sem útskrifaðist með 9,3 í aðal- einkunn, Hildur Guðmundsdóttir sem hlaut 9,2 í aðaleinkunn og Aðalheiður Sigbergsdóttir sem hlaut 9,1. Eiríkur G. Guðmundsson rekt- or íjallaði í ræðu sinni m.a. um þátttöku Menntaskólans við Sund í samstarfsverkefni um mat á skólastarfi sem framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hleypti af stokkunum síðastliðið vor. Menntaskólinn við Sund var valinn til þátttöku af íslands hálfu ásamt Fjölbrautaskóla Suð- urlands. Rektor sagði vinnu við verkefnið hafa sett svip sinn á allt starfið í vetur og hefðu allir nemendur og starfsmenn með einhverjum hætti átt þess kost að leggja verkinu lið. Sem dæmi um það má nefna að viðhorf nem- enda og starfsmanna til ýmissa sviða skólastarfsins voru könnuð í þremur könnunum og var þátt- taka mjög almenn. í ræðu rektors kom einnig fram að félagslíf var blómlegt og farsælt undanfarið ár. Meðal þess sem nemendur tóku sér fyr- ir hendur var tónleikahald og uppsetning leikritsins Pilsaþyts. Fulltrúar eldri stúdenta ávörp- uðu samkomuna og færðu skól- anum gjafir. Þau Pétur Óskars- son og Brynhildur Georgsdóttir komu fram fyrir hönd 10 ára stúdenta. Þau færðu skólanum myndskanna. Fyrir hönd 20 ára stúdenta mælti Tryggvi Axelsson en 20 ára stúdentar færðu skól- anum hljóðskúlptúr eftir Finn- boga Pétursson. Fyrir hönd 25 ára stúdenta flutti Hlín Agnars- dóttir tölu og færði skólanum 50.000 kr. gjafabréf fyrir hljóð- bókum. 26 þingmál afgreidd á einum degi ALLS voru 26 þingmál afgreidd á Alþingi á þriðjudag. Þar af voru tólf frumvörp afgreidd sem lög frá Alþingi, en fjórtán þingsályktun- ai’tillögur afgi-eiddai’ sem ályktan- ir Alþingis. Af þeim fimmvörpum sem sam- þykkt voru á þriðjudag má nefna frumvarp um póstþjónustu, frum- varp um loftferðii’ og frumvarp um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála. Af þeim þingsályktunar- tillögum sem samþykktar voru má hins vegar nefna tillögu um skip- I un opinberrar nefndar um auð- i lindagjald, tillögu um bætt sið- ferði í opinberum rekstri, tillögu um vegtengingu milli lands og Eyja, tillögu um vegaáætlun 1998- 2002, tillögu um flugmálaáætlun 1998-2002 og tillögu um langtíma- áætlun í vegagerð. Stefnumótun Slysavarnafélags fslands samþykkt á landsþingi sem haldið var í Sandgerði f fararbroddi á sviði björg- unar- og slysavarnamála LANDSÞING Slysavarnafélags íslands var haldið í Sandgerði um síðustu helgi, þar sem samþykkt var stefnumótun fyrir félagið, en þema þingsins í ár var „Slysa- varnafélagið til nýrrar aldar“. Meðal þess sem Slysavarnafé- lagið leggur áherslu á í stefnumót- uninni er, að sögn Gunnars Tóm- assonar, forseta félagsins, að stuðla að jákvæðri ímynd félags- ins meðal almennings. „Við viljum stuðla að því að almenningur líti á félagið sem félag allra lands- manna, sem vinnur að öryggi al- mennings við leik og störf, og að almenningi finnist hann velkom- inn í virkri starfsemi félagsins, óháð því hvort hann er félagsmað- ur eða ekki,“ sagði Gunnar sem jafnframt sagði að þingið hefði tekist mjög vel, þar hefði ríkt góð- ur andi og hópurinn sem tók þátt hefði verið samstæður og sam- heldinn. Slysavarnafélagið leggur sig fram um að vera í fararbroddi á sviði björgunar- og slysavarnar- mála í landinu. Það leggur jafn- framt áherslu á að til verði öflugur gagnabanki um slys á íslandi, þar sem upplýsingar um tíðni og or- sakir slysa liggi fyrir. „Félagið hvetur til þess að heilsugæslu- stöðvar um allt land taki þátt í þessu verkefni og komi sér upp búnaði til þess að hafa til staðar samræmda slysaskráningu," sagði Gunnar, auk þess sem félagið hvetur til aukinna rannsókna á or- sökum slysa. „Slys eru eitt alvar- legasta heilbrigðisvandamál í heiminum í dag og þegar við ber- um okkur saman við nágranna- löndin kemur í ljós að við erum verr á vegi stödd en þau, en slys og sjálfsvíg eru langalgengasta dánarorsök ungs fólks hér á landi auk þess sem fjöldi ungs fólks ör- kumlast á hverju ári af völdum slysa,“ sagði Gunnar. „Við söknum þess að slysavarnamál skuli ekki vera áherslumál í stjórnmálaum- ræðu hér á landi og í síðustu sveit- arstjórnarkosningum voru slysa- varnamálin lítið rædd og sums staðar ekki neitt,“ sagði Gunnar. Félagið leggur í stefnumótuninni áherslu á að unnið verði að sam- ræmdu öryggisstjórnunarkerfi, sem tekur mið af viðurkenndum alþjóðlegum öryggiskerfum. Samræmt leitar- og bj örgunarskipulag í stefnumótuninni markaði fé- lagið sér stefnu varðandi björgun- armál. Það leggur til að komið verði á samræmdu leitar- og björgunarskipulagi, þannig að eitt skipulag taki yfir allar leitir, hvort sem um er að ræða leit og björgun á landi, lofti eða sjó. Kerfið myndi einnig eiga við þeg- ar um almannavarnaaðgerðir er að ræða og félagið vill að í þeim tilgangi verði sett á heildarlöggjöf um leit og björgun í landinu. Slík löggjöf er í vinnslu í dómsmála- ráðuneytinu, þar sem nefnd skip- uð fulltrúum Slysavarnafélagsins, , Landsbjargar, dómsmála-, fjár- mála-, heilbrigðis-, menntamála- og samgönguráðuneyta starfar að henni. Tryggingamál björgunarsveita voru mikið til umræðu á þinginu, að sögn Gunnars, og er félaginu mest í mun að endurbæta trygg- ingar á fólki og búnaði. Unglinga- mál voru einnig til umræðu, þ.e.a.s. rætt var um hvernig best væri að höfða til unglinga og fá þá | til að taka aukinn þátt í starfi slysavarnadeilda og björgunar- sveita. Félagið vill auka starfsemi æfingabúða fyrir unglinga og samræma og efla fræðslu til þeirra. „Hingað til hafa verið starfræktar sumarbúðir í Hamra- borg í Berufirði, og í sumar er áætlað að einnig verði reknar æf- ) ingabúðir á Gufuskálum á Snæ- ( fellsnesi, þannig að ennþá fleiri unglingar geti tekið þátt í starf- ' inu,“ sagði Gunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.