Morgunblaðið - 04.06.1998, Side 19

Morgunblaðið - 04.06.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 19 Ferðamála miðstöð Eyjafjarðar, Akureyri Guðmund- ur Birgir hættir GUÐMUNDUR Birgir Heiðarsson hefur látið af starfí forstöðumanns Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar, Akureyri. Guðmundur Birgir hefur verið forstöðumaður sl. tvö og hálft ár, eða frá stofnun ferðamálamið- stöðvarinnar en við starfi hans tók Tómas Guðmundsson, starfsmaður ferðamálamálamiðstöðvarinnar. Árni Steinar Jóhannsson, for- maður stjórnar Ferðamálamið- stöðvar Eyjafjarðar, sagði að Guð- mundur Birgir hefði sagt upp störf- um og Tómas verið ráðinn forstöðu- maður til haustsins. „Guðmundur Birgir hefur ekki verið ánægður með stefnu stjórnarinnar varðandi umræður um breytingar á rekstri Atvinnumálaskrifstofu Akureyrar- bæjar, Iðnþróunarfélags Eyjafjarð- ar og Ferðamálamiðstöðvar Eyja- fjarðar og hugsanlega sameiningu þessara stofnana. Og hann hefur ekki viljað taka þátt í þeim bolla- leggingum sem hafa verið á döfinni. Stjórnin taldi hins vegar nauðsyn- legt að unnið yrði á þeim nótum sem sveitarfélögin í Eyjafirði hafa markað varðandi framþróun at- vinnumála á svæðinu,“ sagði Ami Steinar. Ekki fyllilega sáttur Guðmundur Birgir sagðist ekki hafa verið fyllilega sáttur við þá stefnu sem tekin var í atvinnumál- um og heldur ekki við þær forsend- ur sem liggja að baki hugsanlegri sameiningu þessara þriggja stofn- ana. „Það var stefna allra flokka fyrir kosningar að vinna að þessari sameiningu og ég á ekki von á öðru en að það sé ennþá uppi á borðinu. Ég horfi mjög sáttur til baka, það hefur ýmislegt gerst á þessum tíma og þær hugmyndir, sem ég hafði, komist í framkvæmd." Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar, Akureyri, er byggðasamlag í eigu 12 sveitarfélaga við Eyjafjörð. Mið- stöðin veitir m.a. ráðgjöf á sviði markaðsmála og stuðlar að aukinni samvinnu ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu. Hágæða sánaklefar Finnolme sánaklefarnir koma í 27 stöðluðum stærðum eða smíðaðir eftir þfnum óskum. Minna mál umboðið, s. 5574244 fimmtudag til sunnudags 10 ótíúpur 10 fjáliir 10 petúiiíur (Miliflora) kr m-y Jjálærar pláiitiir að eigin vali kr k>9%) bií' nnlQyQl ■* I I 20% afsláttur af öllum glerjum dagana 4. til 7. júni LERAU G NAVER Smáratorgi • Hamraborg 10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.