Morgunblaðið - 04.06.1998, Page 24

Morgunblaðið - 04.06.1998, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Gróft mjólkurkex á markað Milljón pakkar seldust í fyrra MJÓLKURKEX hefur verið á markaðnum í áratugi og Eggert Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Frón, fullyrðir að matar- og mjólkurkex sé mest selda kexið á íslandi. Á síðasta ári seldust 440 tonn af matar- og mjólkurkexi sem eru rúmlega milljón pakkar. Þessa dagana er verið að setja á markað nýja tegund af mjólkur- kexi sem er gróft. „Við vildum gefa neytendum meiri fjölbreytni og bjóðum núna mjólkurkex með grófu korni. Það er það eina sem er frábrugðið þessu hefðbundna.“ Eggert segir að um skeið hafi staðið yfir bragðprófanir og kexið var aðlagað óskum fólks. „Mjólk- urkexinu er yfirleitt dýft í mjólk, kaffi og heitt kakó eða borðað með osti, smjöri og sultu.“ Þegar Eggert er spurðui’ hvort þeir hafi markaðssett mjólkurkex- ið í útlöndum segir hann það vera selt í Færeyjum og á Grænlandi. „Okkur fannst hinsvegar á tímabili sem ákveðin kynslóð af íslending- um hefði misst af matar- og mjólk- urkexi í uppeldinu og því ákváðum við að einbeita okkur að markaðs- setningu hér á landi með þessa vöru. I kjölfarið hefur salan aukist mikið.“ Fyrirtækið Frón var stofnað árið 1926 og er því orðið rúmlega sjötugt. AUs eru fram- leiddar 30 vörutegundir hjá fyrir- tækinu en vörumerkin eru um 70 talsins. En eru einhverjar nýjung- ar væntanlegar? „Við höfum verið að þróa lúxus súkkulaðikex sem við vonumst til að koma með á markað seinna á þessu ári. Það er stefna hjá okkur að koma með að minnsta kosti 2-3 nýjar tegundir á hverju ári. Rót- gróið fyrirtæki eins og Frón þarf að vera með sífellda vöruþróun." EGGERT Magnússon framkvæmdastjóri hjá Frón. GRÓFT mjólkurkex er nú komið á markað. íslenskir tómatar lækka í verði Vítamínríkir og hitaeiningasnauðir ÍSLENSKIR tómatar hafa verið að lækka í verði og í gær var al- gengt kílóverð um 398 krónur en fyrir stuttu var algengt verð um 598 krónur kílóið. Tómatar eru næringarríkir þó 94% innihaldsins séu vatn. Að sögn BrynhOdar Briem næringar- og matvælafræðings gefa þeir C- vítamín og til að fullnægja C- vítamínþörfinni þarf að borða um 375 g af tómötum á dag. Auk þess eru í þeim steineftú og trefjar. Þar sem þeir innihalda svo mikið af vatni eru þeir hitaeiningasnauðir þannig að í 100 g af tómötum eru einungis 17 hitaeiningar. Að sögn Brynhildar gæti venjuleg kona ÍStS sem borðar um 2.000 hita- einingar á dag hesthúsað 11 kílóum af tómötum á Á dag án þess að fitna svo framarlega sem hún • V borðaði ekkert annað! v j Brynhildur segir að ■ L seinni tíma rannsóknir sýni að í tómötum kunni að vera andoxun- arefni sem hafa jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerf- ið. Þroskast fyrr með eplum Brynhildur segir best að geyma tómata við 5-10°C og því þarf ekki Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁTTA tegundir af fersku tilbúnu salati munu fást í Nýkaupi frá og með deginiun í dag. Þar á meðal er Cesar salat, Alabamasalat og evrópskt salat. Aukið vöru- val í Nýkaupi ÝMIS opnunartilboð verða í Nýkaupsverslununum í dag en þær eru sjö talsins frá og með deginum í dag, á Seltjarnar- nesi, í Garðabæ, Grafarvogi, Kringlunni, Hólagarði, Kjör- garði og Mosfellsbæ. Finnur Arnason framkvæmdastjóri hjá Nýkaup segir að um tíu opnun- artilboð verði á boðstólum og þá aðallega á ferskri matvöru. Þá verða ýmsar vörukynningar og viðskiptavinum boðið upp á veitingar. „Viðskiptavinir eiga strax í dag, fimmtudag, að verða varir við útlitsbreytingar. Ný skilti verða komin upp og búið að hrina hluta breytinga í framkvæmd. Næstu vikurnar munu viðskiptavinir enn frekar verða varir við áherslu- og út- litsbreytingar. - Mun þá vöruval aukast? „Já, við munum leggja meiri áherslu á gæðavörur og aukna þjónustu. Þá munu vörumar í gulu Hagkaupslínunni ekki fást í Nýkaupi." - Hvað með vömverð? „Það mun haldast óbreytt og ekki hækka.“ Ferskt salat í matinn í dag verður byrjað að selja átta tegundir af fersku niðurrifnu salati í Nýkaupi sem selt verður í neytenda- pakkningum. Um er að ræða Cesar salat, garðsalat, evr- ópskt salat, Alabamasalat, jöklasalat, ítalskt salat og rifnar gulrætur, hvítkál og kínakál. Nýtt Hagkaup Verð lækk- ar á 7.000 vöruliðum I DAG verður opnuð ný Hag- kaupsverslun á Smáratorgi í um 5.000 fermetra húsnæði en fyrir eru Hagkaupsverslanir í Skeif- unni, á Akureyri og í Njarðvík auk sérverslunar Hagkaups í Kringlunni. Um 7.000 vöruliðir verða lækkaðir í verði í dag í Hagkaup, aðallega er um að ræða matvöru en það er stefna fyrirtækisins að bjóða hagstætt verð og fjöl- breytt úrval. Að sögn Jóns Bjömssonar framkvæmdastjóra í Hagkaupi verður mikið um að vera í tilefhi opnunarinnai’ í Smáranum, yfir hundrað vöruliðir verða á sér- stöku tilboðsverði og hann segir að dæmi séu um verð sem ekki hafi áður sést hér á landi. Þá verður opnuð sérstök raf- tækjadeild á Smáratorgi og mik- ið úrval verður nú af útilegu- vöru, garðhúsgögnum, ung- bamavamingi og búsáhöldum af ýmsu tagi. Hljómsveit mun leika fyrir viðskiptavini á Smáratorgi og allskyns veitingar verða í boði, grænmeti, sælgæti, drykldr og margt fleira. að geyma þá í ísskáp. i „Ef keyptir eru grænir tómat-I ar þroskast þeir fyrr en ella ef þeir eru geymdir í eplaskál því efni í eplum flýta fyrir þroska þeirra." Fáist tómatar á góðu verði má SumarglaðMngar fást afhentír á Esso bensí nstöðvum um allt land! kaupa vænan skammt og sjóða þá heila niður í krukkur eða búa til tómatmauk og frysta í skömmtum og nota með pasta þegar vill. Kirsubeijatómatar Oft er hægt að kaupa íslenska kirsuberjatómata og þeir eru að- eins sætari á bragðið en þessir venjulegu. Það má baka slíka tómata í ofni í 10-12 mínútur, rista Ciabatta brauð og smyrja með hvítlauksviðbiti. Tómatarnir koma þar ofan á og síðan fersk basillauf. Þá má fylla -kirsuberjatómata með smurostum. * Avaxta- grautur KJARNAVÖRUR í Hafnarfirði settu nýlega á markað blandaðan ávaxtagraut. í grautnum er bland- að saman sveskjum, apríkósum, eplum og hun- angsristuðum bananabitum. í fréttatil- kynningu frá Kjarnavörum segir að orku- magnið sé álíka og í ýms- um morgun- kornstegund- um. Grautur- inn er borinn fram með rjóma eða honum blandað saman við AB-mjólk, súrmjólk eða jógurt. Einnig má hafa hann með ís. Blandaður ávaxtagrautur er fáan- legur bæði í lítra- og hálfs lítra- fernum og er sagður ódýrari en aðrir ávaxtagrautar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.