Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 4^. AÐSENDAR GREINAR Erum við með réttan lykil? ÍSLENSKIR meina- tæknar og félagar þeirra í alþjóðasamtök- um meinatækna skil- greina störf sín á þann veg að þau séu fólgin í því að smíða verkfæri fyrir lækna til grein- ingar heilbrigðis eða sjúkdóma, fylgjast með áhrifum meðferðar, stýra meðferð og meta horfur. Notendur þjón- ustu meinatækna eru þannig í langflestum tilvikum læknar en þeir sem njóta þjónust- unnar eru þeir einsták- lingar sem þurfa á greiningunni að halda og. eiga rétt til fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem er völ á á hverjum tíma. Hvor- ugur þessara hópa er þess umkom- inn að meta hvernig til hafi tekist við rannsóknina. Sú staðreynd að meinatækni er lykill að lækningu vekur spumingar um hvernig er farið að því að tryggja gæði meina- tækninnar. Hvemig lykillinn að lækningu er smíðaður. Ytri trygging gæða Löggjafinn hefur sett lög um meinatækna sem segja að til þess að stunda meinatæknistörf skuli viðkomandi hafa til þess leyfi frá heilbrigðisráðherra. Leyfi ráðherra er skilyrt því að viðkomandi hafi afl- að sér menntunar í meinatækni, haldi áfram að viðhalda þekkingu sinni og auki við hana eftir því sem tækniframfarir krefjast. Meina- tæknar taka á sama tíma þátt í þeirri þróun. Lög um meinatækna mæla jafn- framt fyrir um að meinatæknar starfi undir stjóm sérfræðings á viðkomandi sviði. Þessi grein hefur víða verið mistúlkuð og eru sér- fræðingar á óskyldu sviði allvíða skráðir yfirmenn. Á þeim rann- sóknastofum sem ekki hafa ráðið meinafræðinga til starfa hlýtur það að vera meinatæknirinn sem er sér- fræðingur stofnunarinnar á sviði meinarannsókna. Ber því að viður- kenna að hann sé stjómandi rann- sóknastofunnar, sem hann og er í reyndinni. í slíkum tilvikum þarf rannsóknastofan hins vegar að kaupa ráðgjöf meinafræðinga, því þessar tvær stéttir þarf til, standi rannsóknastofa undir nafni. Læknalög fjalla heildstætt um lækna þannig að í þeim er ekki fjall- að sérstaklega um lækna sem era sérfræðingar í meinarannsóknum, meinafræðinga. I lögum um heil- brigðisþjónustu er ekki fjallað um rannsóknastofur að öðra leyti en því að skilgiæining sjúkrahúsa er m.a. háð því hvort og hvernig rann- sóknastofur era starfræktar á sjúkrahúsinu. Þau lög fjalla jafn- framt um hlutverk landlæknis en það er m.a. að hafa eftirlit með starfi og starfsaðstöðu heilbrigðisstétta. Trygging gæða rannsókna Starfsemi rann- sóknastofanna felst fyrst og fremst í mæl- ingum og mati sem auðveldara er að mæla eða meta hvort séu rétt gerðar en flest annað sem gert er á sjúkra- húsum. Rannsókna- stofumar era því í far- arbroddi hvað varðar hugmyndafræði, að- ferðafræði og beitingu altækrar gæðastjóm- unar, ekld aðeins inni á sjúkrahús- unum heldur almennt í íslensku at- vinnulífi. Gæðatryggingin er samof- in rannsóknunum sjálfum því að í aðferðunum felst jafnframt mat á mælingunum hverju sinni. For- senda þessa er þá fagmenntun Lykillinn að gæðum rannsókna, segir Martha A. Hjálmarsdóttir, er innifalinn í meinatækni. meinatæknanna sem framkvæma mælingamar, hæfni þeima í starfi, gæðakröfur sem aðferðin felur í sér, gæðakröfur sem rannsóknastofur setja sér og skipulag gæðakerfa þeirra. Meinatæknar á rannsóknastofum stóra sjúkrahúsanna hafa tekið það að sér að veita meinatæknum á minni rannsóknastofunum leiðsögn. Vandamál sem upp koma eru krufin til mergjar, fræðsla er veitt og leið- beint um úrlausn. Þetta er óform- legt kerfi sem tengsl milli einstak- linga hafa skapað fremur en annað og er alfarið háð því að sá sem vinn- ur einn eða í fámenni skynji að hann búi við faglega einangran sem gerir það að verkum að hann þarf að finna sér vettvang fyrir faglega um- ræðu. Margar rannsóknir era síðan gerðar utan rannsóknastofanna af fólki sem ekki hefur fagmenntun á sviði meinarannsókna, læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum eða rituram. Til eru ýmsar rann- sóknir sem sýna fram á að gæði slíkra rannsókna eru almennt tölu- vert lakari en þeirra sem fram- kvæmdar era innan veggja rann- sókna- stofanna. Æskilegt er að finna orð sem aðgreina slíkar rann- sóknir frá þeim sem gerðar era af fagmenntuðu starfsfólki rannsókn- anna með tilsvarandi gæðakröfum. Hér er ekki verið að kasta rýrð á slíkar rannsóknir heldur benda á að þær era einfaldlega annars eðlis og að þekkingu meintækna má nota til að gera þær tryggari. Lokaorð Lykillinn að gæðum rannsókna er innifalinn í meinatækni og gæði lyk- ilsins, meinatækninnar, felast í hug- myndafræði hennar, þróun og ytri skilyrðum. Við meinatæknar tökum þeirri ábyrgð og leitumst við að tryggja gæði framlags okkar til heilbrigðisþjónustunnar eins og við höfum sammælst um með siðaregl- um okkar. Sú ábyrgð nær til allra þátta ferlisins frá því að rannsókn stendur til boða til þess að sá sem biður um rannsókn hefur fengið rannsóknaniðurstöðu í hendur. Jafnframt eru meinatæknar tilbúnir að taka þátt í þvi með heilbrigðisyf- irvöldum að skapa þjónustunni ramma í þeim tilgangi að tryggja að rétti lykillinn sé ávallt við höndina. Á móti kemur sú krafa að menntun okkar, þekking og ábyrgð verði við- urkennd af stjómvöldum og þar með almenningi. Mælikvarði þess sést skýrast í launaumslaginu sem þarf að þykkna umtalsvert til að jafnvægi náist. Höfundur er meinatæknir ogfram- bjóðandi Meinatæknafélags íslands til formennsku í Alþjóðasamtökum meinatækna, IAMLT. Martha Á. Hjálmarsdóttir ■f Hjartanlegar þakkir fyrir þann mikla hlýhug og vináttu sem fram kom við andlát og útför konu minnar, AUÐAR BJARNADÓTTUR frá Stapadal. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi og á Landakoti fyrir góða umönnun og til Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir ómetanlega hjálp, sem veitti okkur öryggi og mátt til að takast á við þá erfiðleika, sem sjúkdómn- um fylgdi. Auður lést 25. maí sl. og fór útförin fram í kyrrþey að hennar ósk. Bragi Guðjónsson. Staflanlegir, sterkir stólar fyrir veitingasali o.fl. Til afgreiðslu strax! nnr7~\ ' húsgögn mm jrrpi i ir: Iv.ttSLUt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.