Morgunblaðið - 04.06.1998, Síða 46
,46 FIMMTUDAGUR 4. JIJNÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Snorri Daníel
Halldórsson var
fæddur í Reykjavík
30. maí 1910. Hann
andaðist á Hrafn-
istu, Laugarási, 24.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Halldór Þórð-
arson, verkamaður,
og Sigríður Petrína
Bjarnardóttir, hús-
móðir. Þau Halldór
■j og Sigríður slitu
samvistir. Alsystk-
ini Snorra voru
Bjarni Þórður, f. 3.
október 1906, Guðrún Magda-
lena, f. 14. júlí 1908, og Hall-
dóra, f. 25. ágúst 1912. Þau
systkini eru nú öll látin. Snorri
átti einnig samfeðra hálfbræð-
ur, þá Guðbjörn Sigfús, f. 26.
desember 1916, Svavar, f. 27.
október 1918, og Egil, f. 26. jan-
úar 1928. Þeir eru allir látnir.
Hinn 26. júli 1947 gekk
Snorri að eiga Sigurást Sigurð-
ardóttur frá Vestmannaeyjum.
Hún var fædd 4. nóvember 1923
og lést 23. desember 1980. Þau
eignuðust tvo syni, Snorra Orn,
í dag kveðjum við föður minn,
Snorra Daníel Halldórsson, en hann
hefði orðið áttatíu og átta ára 30.
maí sl. hefði hann lifað. Með þessum
línum langar mig að setja á blað
nokkur kveðjuorð til hans. Þegar
ástvinir hverfa á braut leita minn-
ingamar fram í hugann. Eg minnist
æskuáranna á Frakkastígnum, þeg-
ar við þrjú héldum heimili, ég, pabbi
og foðuramma mín, sú heiðurskona.
-USíðar bættist í hópinn stúlka frá
Vestmannaeyjum, Sigurást að
nafni, sem ætíð var nefnd Ásta en
hún og pabbi gengu í hjónaband 26.
júlí 1947. Sú ákvörðun tel ég hafa
verið mesta gæfuspor hans í lífinu.
h lj ómlistarmann,
sem kvæntur er Ca-
millu Söderberg, og
Sigurð Ingva,
h lj ómlistarmann,
sem kvæntur er
Onnu Guðnýju Guð-
mundsdóttur. Áður
eignaðist Snorri
soninn Gunnar,
lians kona er Jóna
Valdimarsdóttir.
Móðir Gunnars, sem
er látin, var Lilja
Þórðardóttir, hár-
greiðslumeistari.
Snorri stundaði á
sínum yngri árum almenna
vinnu. Um tíma var hann vöru-
bílstjóri hjá Þrótti og liann
starfaði í nokkur ár hjá Smjör-
líkisgerðinni Ljóma. En lengst
af ævinni var hann leigubíl-
stjóri, fyrst hjá Litlu Bflastöð-
inni, síðan hjá Hreyfli og loks
hjá Bæjarleiðum. Síðustu æviár-
in, meðan heilsan leyfði, starfaði
Snorri við ýmis verslunarstörf
hjá syni sínum, Gunnari.
Utför Snorra fer fram frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Af Frakkastígnum var síðan haldið
inn í Voga, en þau festu kaup á íbúð
við Karfavog þar sem þau bjuggu
alla tíð. Eins og kemur fram annars
staðar stundaði faðir minn leigu-
bílaakstur lengst af ævinnar. Þar
sem hann var sjálfs sín herra hafði
hann tækifæri til að grípa í aðra
vinnu. Oftsinnis vann hann hjá mér
við verslunarstörf þegar þannig
stóð á að leysa þurfti fólk af, t.d.
vegna veikinda eða sumarleyfa svo
eitthvað sé nefnt, en hann var mjög
liðtækur við þau störf. Síðustu árin,
meðan heilsan leyfði og hann var
hættur að aka bifreið, vann hann al-
farið hjá mér og einnig hjá syni
mínum, Sigurði, við störf í kjöt-
vmnslufyrirtæki hans. Áttum við oft
góðar stundir saman í vinnunni.
Faðir minn var mjög listhneigð-
ur maður. Hann hélt margar mál-
verkasýningar, ýmist einkasýning-
ar eða með öðrum frístundamálur-
um. Málverk eftir hann prýða nú
mörg heimili. Pabbi var einnig
mjög tónhneigður maður. Hann
spilaði bæði á píanó og harmoniku
og hafði gaman af því að skemmta
fólki. Hann hafði einnig mikinn
áhuga á íþróttum, sér í lagi knatt-
spyrnu, var Valsmaður og fylgdist
vel með sínum mönnum, allt fram á
síðasta dag.
Við bræður, Snorri Öm, Sigurður
Ingvi og undirritaður, þökkum fóð-
ur okkar samfylgdina. Við munum
ávallt minnast hans með hlýju og
erum þakklátir íyrir það að hafa
notið nærveru hans. Að lokum
þökkum við hjúkrunarfólki á Hrafn-
istu, Laugarási, fyrir góða aðhlynn-
ingu.
Far í friði, kæri faðir.
Gunnar Snorrason.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við minnast frænda okkar og
föðurbróður, Snorra Daníels.
Margar góðar minningar frá liðn-
um árum eigum við um frænda okk-
ar. Snorra Daníel var margt til lista
lagt, meðal annars á sviði tónlistar
og myndlistar. Hann var mikill
gleðigjafi og oft og tíðum hrókur
alls fagnaðar. Við fengum að kynn-
ast því hversu barngóður hann var
og nefndu foreldrar okkar oft
hversu mjög bömin hændust að
honum.
í Karfavogi 21 hjá þeim hjónum
Snorra Daníel og Ástu áttum við
margar notalegar stundir og var
gestrisnin ætíð í hávegum höfð.
Asta féll frá langt fyrir aldur fram
og var það mikill missir fyrir Snorra
Daníel, en Ásta hafði verið stoð
hans og stytta til fjöldamargra ára.
Á þessum ámm var amma Sigríð-
ur einnig á heimilinu og var henni
mjög umhugað um heimilisfólkið og
okkur öll. Eins minnumst við þeirra
hjóna sem gesta á heimilum for-
eldra okkar og var þá oft glatt á
hjajla.
Á síðastliðnu ári mætti hann í af-
mælið okkar og gladdist hann þar
hjartanlega með okkur. Eins og áð-
ur fengum við þar að njóta hinnar
ríku kímnigáfu hans og mikið gat
hann alltaf kætt okkur með
skemmtilegum sögum og skondnum
athugasemdum. Eins minnumst við
hans úr fermingarveislum Krist-
leifs, Bjama og Birkis, en þar tók
hann nokkur létt lög á píanóið og
setti þar skemmtilegan svip á sam-
komuna.
Við heimsóttum hann nokkrum
dögum fyrir andlátið og var þá mjög
af honum dregið.
Sonum hans og fjölskyldum
þeirra sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Snorra Daníels.
Sigurþór og Halldór Gísli.
Það er heitur sumardagur ein-
hvem tíma á miðri öldinni. Sendibíll
frá Smjörlíkisgerðinni Ljóma
mjakast eftir veginum á leið til
Hafnarfjarðar. Bílstjórinn situr við
stýrið, myndarlegur maður, með
brilljantin í dökku liðuðu hári og
vindling í munni. Hann er ekki einn
í bílnum, heldur eru tveir farþegar
um borð, fullorðin kona, hvíthærð,
með skotthúfu og lítil telpa. Þegar
komið er í fjörðinn fer bílstjórinn að
dreifa vörunum. Hann stansar við
allmargar verslanir, flestar mjög
smáar í sniðum. Glens og gam-
anyrði falla, farþegunum er boðið
upp á appelsín og kremkex og barn-
inu í bílnum fínnst lífíð eitthvað svo
undurgott og spennandi. Þetta
ferðalag í Fjörðinn þætti hvorki
mikið né merkilegt í dag, en það er
dýrmæt minning, sem nú er rifjuð
upp við fráfall Snorra föðurbróður
míns og það lýsir vel hans góða
hjartalagi að í amstri dagsins gaf
hann sér tíma til að bjóða móður
sinni og lítilli frænku í góða ferð.
Um þetta leyti hélt Snorri heimili
með Sigríði móður sinni og ungum
syni, Gunnari. Þau bjuggu á
Frakkastíg 14 í Reykjavík. Þar var
fjölskrúðugt mannlíf og oft margt
SNORRIDANIEL
HALLDÓRSSON
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTÍN FINNBOGADÓTTIR,
Aðalstræti 4,
Patreksfirði,
sem lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar sunnu-
daginn 31. maí, verður jarðsungin frá Patreks-
fjarðarkirkju laugardaginn 6. júní kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á minningarsjóð Kristínar til styrktar Sjúkrahúsi Patreks-
fjarðar, nr. 1118-05-402146.
Leifur Jónsson,
Jón Magnússon,
Ríkharð Magnússon,
Ólafur Magnússon,
Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Lilja Jónsdóttir,
Bjarný S. Sigtryggsdóttir,
Bára Pálsdóttir,
Dómhildur Eiríksdóttir,
Sigurþóra Magnúsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
systir,
ÁSLAUG HANSDÓTTIR GOLESTANI
frá Ketilsstöðum,
lést á heimili sínu, Garden Street, Hyde Park,
N.Y. 31. maí sl.
Bálför hennar hefur farið fram.
*
Ágúst Ingvar og Maria Mclntosh,
John og Lori Golestani,
Clark og Cheryl Golestani
og barnabörn.
Ólafía K. Hansdóttir,
Helga Hansdóttir,
Erlingur Hansson
og fjölskyldur.
+\______________________________________________
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GYLFI MÁR GUÐBERGSSON
landfræðingur,
lést á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, mánudaginn 1. júní sl.
Vigdis Sigurðardóttir,
Ágúst Gunnar Gylfason, Bergljót Sigurðardóttir
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÍSGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Hrafnistu Reykjavík,
lóst að kvöldi 1. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Gunnar Ingi Þórðarson,
Sigrún Þórðardóttir, Gunnar Hans Helgason,
Ragnheiður Guðrún Þórðardóttir, Björn Björnsson
og barnabörn.
GUÐJÓN SIGURFINNSSON,
Grænukinn 26,
Hafnarfirði,
lést að morgni 26. maí á Sólvangi.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Rakel Bjarnadóttir,
Grétar Már Guðjónsson,
María Ingibjörg Guðjónsdóttir,
Sólveig Guðjónsdóttir,
Halldór Grétar Guðjónsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
um manninn. Amma hafði marga
kostgangara, sem á þessum tíma
var ekki óelgengur starfí hjá eldri
konum. Eg, stelpan, var þarna eins
og grár köttur og hafði gaman af að
hlusta á karlana tala og ömmu á
rósóttum kjól, með svuntu, að svara
þeim á sinn hressilega hátt.
Þegar Snorri giftist Ástu, konu
sinni, fluttust þau fljótlega í Karfa-
vog 21 í Reykjavík. Þar stóð heimili
þeirra æ síðan. Þau eignuðust tvo
syni, þá Snorra Örn og Sigurð
Ingva. Strákarnir ólust upp við mik-
ið ástríki og amma var á heimilinu
og gætti þeirra og hjálpaði til eftir
megni. Ásta var bráðmyndarleg
húsmóðir, og hún var líka væn kona.
Það var því mikil sorg, þegar hún
lést eftir þung veikindi, ekki sextug.
Þá urðu dimmir dagar hjá frænda
mínum. Ský hrönnuðust upp og
ekkert var sem áður, en þá voru
synir hans og fjölskyldur þeirra
hans styrka stoð og studdu hann
með ráð og dáð. Snorri átti miklu
bamaláni að fagna. Gunnar haslaði
sér ungur völl í viðskiptum og hefur
átt farsælan feril en yngri synirnir
Snorri Örn og Sigurður Ingvi eru
báðir þekktir tónlistarmenn.
Snorri var fjölhæfur maður og
hlaut góðar gjafir í vöggugjöf. Hann
hafði góða söngrödd og lék á mörg
hljóðfæri, einnig var hann liðtækur
myndlistarmaður og hélt málverka-
sýningar, einn og með öðrum. Aðal-
starfsvettvangur Snorra í gegnum
tíðina var bifreiðaakstur, lengst á
Hreyfli og Bæjarleiðum. Einnig
vann hann við íyrirtæki Gunnars og
fjölskyldu hans. Síðustu árin dvald-
ist hann á Hrafnistu og lést þar 24.
maí síðastliðinn.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésd.)
Já, ferðin hans Snorra var orðin
löng. Hann var orðinn þreyttur og
hvíldinni feginn. Ég kveð frænda
minn með kærri þökk. Ég og fjöl-
skylda mín sendum sonum hans,
tengdadætrum og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð veri minning Snorra föður-
bróður míns.
Ragna Bjarnadóttir.
Okkur systkinin langar að skrifa
litla hugleiðingu til að þakka þér afi
fyrir margar góðar stundir sem við
höfum átt með þér. Þegar við horf-
um til baka streyma minningarnar
fram. Við munum eftir öllum ferða-
lögunum sem farin voru með for-
eldrum okkar og ykkur Ástu þar
sem þú oftar en ekki varst með
teikniblokkina og teiknaðir lands-
lagið. Þessar skissur urðu seinna
fyrirmyndir að mörgum af þínum
fallegustu málverkum. Það var líka
oft mjög fjörugt og skemmtilegt í
kringum þig því þú hafðir alltaf lag
á því að koma fólki í gott skap með
glaðlegu og jákvæðu hugarfari.
Tónlistin skipaði stóran sess í lífi
þínu þar sem meðfæddir hæfíleikar
nutu sín. Við sjáum þig fyrir okkur
sitjandi við píanóið eða með harm-
onikkuna í fanginu að spila fjörug
og skemmtileg lög fyrir okkur. Oft
söngstu með og þá var það svo
greinilegt hvað tónlistin var þér
mikilvæg.
Það voru líka margar skemmti-
legar sögur sem þú sagðir okkur.
Þú hafðir einstakan hæfíleika að
segja skemmtilega frá og oft velt-
umst við um af hlátri þegar þú sagð-
ir frá ýmsu skemmtilegu sem á
daga þina hafði drifíð. Jafnvel eftir
að aldurinn færðist yfir, sjónin
dapraðist og fæturnir voru ekki al-
veg jafn liðugir og áður fyrr þá var
grunnt í gamansemina og hláturinn.
Núna þegar við kveðjum þig með
trega vitum við að við höfum eftir
það dýrmætasta og það eru minn-
ingamar um okkar ljúfa og góða
afa. Þær lifa þótt þú hverfír á braut,
elsku afi. Far í friði.
Anna Lilja, Sigurður,
Brynja Björk og Ásta.