Morgunblaðið - 04.06.1998, Side 59

Morgunblaðið - 04.06.1998, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 59 FÓLK í FRÉTTUM 3. júní - 9. júní HÁSKÓLABÍÓ Dauði í Granada eftir Marcos Zurinaga SPÆNSK kvikmynd sem fjallar um ungan mann sem vill gera allt til að komast að því hvað varð andalús- íuskáldinu Federico Garcia Lorca að bana, og er handritið byggt á tveimur sannsögulegum bókum um skáldið. Myndin hefst á Spáni árið 1936 í upphafi borgai-astyrjaldarinnar. Unglingsstrákarnir Ricardo Fern- andez og Jorge Aguirra lifa sig inn í skáldskap Garcia Lorca. Þeir kom- ast á frumsýningu í Madrid á ex- pressionísku leikriti hans „Yermu“ og fá tækifæri til þess að hitta goðið baksviðs á eftir. Stuttu síðar er Garcia Lorca myi'tur. Atján árum síðar er Ricardo að skrifa bók um verk Garcia Lorca á Puerto Rico þangað sem fjölskylda hans flúði. Þótt Franco sé enn við völd á Spáni ákveður hann að snúa þangað aftur og komast að því hvers vegna goðið hans var drepið. Þegar hann hefur tekið þessa ákvörðun fær ekkert stöðvað hann. Leikstjórinn Zurinaga hefur fengið Andy Garcia til að leika skáldið sem setti Andalúsíu í súrr- ealískan búning, og gerir hann það víst með ágætum. Það er góð hug- mynd að rifja upp feril þessa um- deilda skálds þar sem nú eru liðin 100 ár frá fæðingu hans og hann er mikil hetja á Spáni og víðar. regnboginn Hin ljúfa eilífð eftir Atom Egoyan KANADÍSK kvikmynd sem byggist á samnefndri skáldsögu eft- ir Russell Banks og gerist í smábæ í Bresku kólombíu. Eftir að sá harm- leikur á sér stað að skólabíll lendir í ísilögðu stöðuvatni og fjórtán börn drukkna, kemur til bæjarins virtur lögfræðingur sem vill fá fólkið til að kæra. Þetta veldur usla í bæjarsál- inni, og það er ung stúlka sem stendur upp og sameinar fólkið á ný. „Það sem heillaði mig við bókina var þörf fólksins til að segja sann- leikann. Bókin býr yfir ástríðu og neyð sem fær mann til að hlusta. Russell nær trausti lesandans í bók- inni og ég reyni að ná trausti áhorf- enda,“ segir Egoyan. „Þetta er saga af stúlku sem býr yfir ótrúlegu hug- rekki. Hún stendur upp í hárinu á manni sem hefur öll svör á reiðum höndum en of fáar spurningar." Hinn fíni leikari Ian Holm leikur lögfræðinginn og stúlkuna leikur Sarah Polley. Myndin var útnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn og besta handrit. HEIMUR skáldsins Federico Garcia Lorca; dauði hans og list er um- Qöilunarefni spænsku kvikmyndarinnar „Dauði í Granada". IAN Holm leikur lögfræðinginn harðskeytta í myndinni „Hin ljúfa ei- lífð“ eftir kanadíska leikstjórann Atom Egoyan. oCð f á ov°m(L(C§ 'æíímoiroL/noirm vi *BT_..... Hvítkálsgratín boöi Heilsuhússins í Mbl og á FM 957 í hádeginu í dag 1 400 g 100 g 200 g 2 2-3 2-3 tsk 1 tsk 1-2 dl Snöggsjóðið hvítkálið og setjið í eldfast mót. Blandið saman tómötum, lauk, hvítlauk, basil og Herbamare og hellið yfir kálið. Hrærið saman Tartex, kotasælunni, og megninu af ostinum og þekið yfir grænmetið. Stráið restinni af ostinum yfir og bakið við 225° þar til gratínið hefur fengið á sig gulleitann lit. Verði ykkur að góðu. eilsuhúsið Þú finnur fleiri uppskriftir á heimasíðunni okkar www.heilsa.is hvítkálshöfuð, lítið níðursoðnir tómatar, smátt skornir Tartex kotasæla laukar, smátt skornir hvítlauksrif, pressuð eða söxuð basil Herbamare kryddsalt rifinn ostur 20% afsláttur af Ke^uoKawasaki titanium umgjördum dagana 4. til 7. júní sérstök kynning á it’s titaníum' Smáratorgi • Hamraborg 10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.