Morgunblaðið - 04.06.1998, Side 61

Morgunblaðið - 04.06.1998, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 6 \ FOLK I FRETTUM KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna gamanmyndina Krippendorf s Tribe, eða Með allt á hælunum eins og hún kallast á íslensku. í myndinni leikur Ric- hard Dreyfuss mannfræðing sem er einstæður faðir og á í mesta basli við að ala börn sín upp. Skondinn og skringi- legur ættflokkur Frumsýning Mannfræðingurinn James Krippendorf (Ric- hard Dreyfuss) er einstæð- ur faðir sem á í mestu erfiðleikum með að veita börnunum sínum þremur sómasamlegt uppeldi. Undanfarin tvö ár hefur hann lifað á rannsóknarstyrk til að gera kannanir á óupp- götvuðum ættbálki í Nýju-Gíneu og honum hafa borist fregnir af því að innan tíðar verði hann að halda íyrirlestur um þessar rannsóknir sínar. Gallinn er hins vegar sá að hann er alls ekki reiðu- búinn til þess. Og það er heldur ekki til neinn óuppgötvaður ættbálkur í Nýju-Gíneu. Rrippendorf er einfaldlega búinn að eyða öllu rannsóknarfénu í uppeldið á bömunum. Hann kjaftar sig eftir bestu getu í gegnum kynningu fyrir styrkveit- endunum á rannsóknar- verkefninu sem hann hefur aldrei unnið, en það kemur honum í opna skjöldu að hann verður að leggja fram skjalfest gögn um rannsókn- irnar og þar á meðal á að vera 16 mm kvikmynd um þessa áður óþekktu frumbyggja sem hann þykist hafa uppgötvað. í örvænt- ingu sinni ákveður Krippendorf að notast við frumstæðasta fólkið sem hann þekkir til að fara með hlut- verk frumbyggjanna, en þar er einfaldlega um að ræða hans eigin fjölskyldu. Kallar hann ættbálkinn Shelmikedmu og dregur hann nafnið af nöfnum bama sinna, þeima Shelley, Mickey og Ed- mund. Hann þrábiður börn sín um að bjarga sér út úr þessum erfiðu kringumstæðum sem hann hefur komið sér í og taka þátt í ráða- bmgginu þar sem hinn tilbúni ætt- bálkur hans kemur við sögu. Fjöl- skyldan sem áður var sundruð tek- ur því höndum saman á nýjan leik og verður að hinum fmmstæða ættbálki Krippendorf s. Richard Dreyfuss hlaut á sínum tíma Óskarsverð- launin fyrir frammistöðu sína í gamanmyndinni The Goodbye Girl og ekld er langt síðan hann hlaut Óskarstilnefningu og Golden Globe verðlaunin fyrir aðalhlutverkið í Mr. Holland’s Opus. Dreyfuss er fæddur í Brooklyn í New York en hann ólst hins vegar upp í Beverly Hills. Hann hóf leikferil sinn með ýmsum leik- flokkum og var hann að- eins níu ára gamall þegar hann kom fyrst fram á leiksviði. Fyrsta kvik- myndin sem hann lék í var The Valley of the Dolls og í kjölfarið fylgdi smáhlutverk í The Gradu- ate sem Dustin Hoffman fór með aðalhlutverkið í. Nokkrum mynd- um síðar sló hann svo í gegn í ung- lingamyndinni American Graffiti sem George Lucas leikstýrði, og í MANNFRÆÐINGURINN Veronica Micelli (Jenna Elfman) leggur starfsbróður sínum James Kripp- endorf lið við að spinna blekkingarvefinn. KRIPPENDORF fær fjölskyldu sína til að leika frumstæðan ættbálk frá Nýju-Gíneu í heimildarmynd sem hann verður að gera. with PROF. JAMES KRIPPENDOJF GLAÐUR og reifur kynnir Krippendorf mannfræðirannsóknirnar sem hann hefur aldrei gert en þegið styrk til að gera. kjölfarið fylgdu myndir eins og t.d. Jaws, Close Encounters of the Third Kind og Down and Out in Beverly Hills. Meðal nýlegri mynda hans era Night Falls on Manhattan, The American Pres- ident og Mad Dog Time sem hann framleiddi auk þess að fara með aðalhlutverkið. Með hlutverk samstarfskonu Krippendorfs í myndinni fer leik- konan Jenna Elfman sem getið hefur sér frægð í Bandaríkjunum íyrir aðalhlutverk í sjónvarpsþátt- unum Dharma & Greg, en hún lék með John Cusack í kvikmyndinni Grosse Pointe Blank. Hún hefur komið fram í gestahlutverkum í fjölda sjónvarpsþátta, og má þar meðal annarra nefna Roseanne, NYPD Blue, Murder One og AJmost Perfect. Borgarstjóri Toronto bið- ur Geri að endurskoða hug sinn ► BORGARSTJÓRI Toronto í Kanada skrifaði rauða kryddinu Geri Halliwell persónulegt bréf þar sem hann bað hana að endur- skoða ákvörðun sína um að yfir- gefa Kryddstúlkurnar. Hljóm- sveitin á að koma fram á tónleik- um í Kanada 11. júní næstkom- andi. Borgarsljórinn Mel Lastman skrifaði bréfið með opinberum bréfshaus og minnti Geri á að Kryddstúlkurnar hefðu aflýst uppákomu sinni í borginni þegar kvikmyndin „Spice World“ var kynnt á síðasta ári. „Aðdáendur í Toronto hafa verið að undirbúa stærstu og bestu móttöku sem þið hefðuð nokkru sinni getað fengið í annarri borg í heimin- um,“ segir í bréfinu. „Margir að- dáendur ykkar voru eyðilagðir þegar þið aflýstuð uppákomunni síðast og eini ljósi punkturinn var loforð ykkar um að koma til Toronto í heimstónleikaferðinni. Vinsamlegast sættið ágreining ykkar og komdu fram á tónleik- unum í Toronto ásamt hinum hljómsveitarmeðlimum Krydd- stúknanna. Þú gafst okkur loforð og ég vona að þú standir við orð þín.“ Bréf borgarstjórans er ekki skrifað með fullu samþykki borg- arstjórnarinnar og hafa einhveij- ir ásakað hann um að hafa gert Torontoborg að athlægi í Kanada. ÓLÍKLEGT er að Geri Halliwell verði við ósk borgarstjóra Toronto og hætti við að hætta í Kryddstúlkunum. Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070 Garðsláttuvélar ÞÓR HF Reyklavlk - Akureyrl u i 9 r+-v£n\<i í>

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.