Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 68
 Það besta úr báðum heimum! unix og NT OPINKERFIHF I HEWLETT I PACKARD MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJla'MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK í * ^ 'TT^j aSBSSRB,■ i Morgunblaðið/Golli STARFSMENN Hagkaups unnu hörðum höndum við lokafrágang verslunarinnar við Smáratorg sem verður opnuð í dag. , jlekstrarbreytingar hjá Hagkaupi VERSLANIR í eigu Hagkaups munu í framtíðinni bera nöfnin Ný- kaup og Hagkaup. Breytingamar voru kynntar í húsakynnum nýrrar Hagkaupsverslunar sem er við Smáratorg í Kópavogi og verður opnuð í dag. Að sögn forsvarsmanna fyrir- íaekisins er markmiðið með breyt- ingunum að laga reksturinn að þeirri þróun sem átt hefur sér stað í verslun hér á landi undanfarin ár. Nýkaupsverslanirnar munu sér- hæfa sig í sölu á matvöm en Hag- kaupsverslanimar koma til með að bjóða upp á bæði mat- og sérvöm. Breytingamar koma ekki í veg fyrir áætlanir um að gera fyrirtæk- ið að almenningshlutafélagi í fram- tíðinni. ■ Hverfaverslanir sérhæfðar/Bl * Forsvarsmenn IE mótmæla bréfí Tölvunefndar Lokunin kom verulega á óvart ÁKVÖRÐUN Tölvunefndar um að loka starfsemi Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna í Nóatúni kom forsvarsmönnum Islenskrar erfðagreiningar verulega á óvart. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Islensk erfðagreining hélt í gær. Þá gáfu sjö læknar, sem átt hafa samstarf við íslenska erfðagreiningu, í gær út yfirlýs- ingu þar sem vinnubrögðum Tölvunefndar frá er harðlega mót- mælt. Kári Stefánsson, forstjóri fyrir- tækisins, segir að skilja þurfi enn frekar á milli starfsemi Þjónustu- miðstöðvarinnar og Islenskrar erfðagreiningar og tryggja að eng- ar persónuupplýsingar fari þar á milli. Uppi séu hugmyndir um að stofna sjálfseignarfélag um starf- semi Þjónustumiðstöðvarinnar. Kári segir að vinna í Þjónustu- miðstöðinni hafi öll verið undir eft- irliti tilsjónarmanns Tölvunefndar og hann þvertekur fyrir að skilmál- ar Tölvunefndar hafi verið brotnir í starfsemi Þjónustumiðstöðvarinn- ar. Tölvunefnd hafi haft þar að- stöðu og dulkóðað sýni og kennileiti á upplýsingum og fylgst grannt með þeirri starfsemi sem þar fór fram. Járntjald hafi verið milli starfseminnar þar og Islenskrar erfðagreiningar og þangað bárust aðeins dulkóðaðar upplýsingar. Greiðir starfsmönnum Tölvunefndar laun Kári segir að í lok maí hafi menn farið að gera sér grein fyrir því að skerpa þyrfti þau skil sem væru á formlegum tengslum á milli Þjón- ustumiðstöðvarinnar og Islenskrar erfðagreiningar. Mikilvægt væri að gengið yrði þannig frá málum að ekki mætti draga þá ályktun að Is- lensk erfðagreining hefði vald yfir starfsmönnum Þjónustumiðstöðv- arinnar. Á blaðamannafundinum kom fram að Islensk erfðagreining greiðir starfsmönnum Tölvunefnd- ar laun ásamt þvi að greiða laun lækna og aðstoðarfólks þeirra sem í miðstöðinni starfa. „Þetta er ekki gott, við ættum ekki að gera þetta, en enn þann dag í dag borgum við tilsjónarmönnum Tölvunefndar laun samkvæmt til- skipun ft-á Tölvunefnd," sagði Kári. ■ Þarf að skerpa/10 --------------- Jarðskjálfta- hrina í Hengli HRINA jarðskjálfta gekk yfir á Hengilsvæðinu i gær. Fyrstu hrær- inga varð vart klukkan hálftvö í fyrrinótt en aðalhrinan skall á klukkan að verða sjö í gærmorgun. Stærstu skjálftarnir mældust af stærðinni 3,8 á Richter. Skjálftanna varð vart í Hvera- gerði, á Selfossi, í Grímsnesi, Reykjavík, Hafnarfirði og allt upp í Borgarfjörð. Arnór til liðs við Val ARNÓR Guðjohnsen knattspymu- maður er á heimleið eftir 20 ára at- vinnumannaferil í Belgíu, Frakk- landi og Svíþjóð. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur Arnór ákveðið að ganga til liðs við Val og leikur með félaginu í sumar. Arnór/lC ------♦♦♦----- Kerlingarfjöll Skíðasvæðið lokað í sumar í FYRSTA sinn í rúmlega þrjátíu ára sögu Kerlingarfjallaferða verður skíðasvæðið ekki opið þar í sumar. Að sögn Theodóru Geirsdóttur og Hauks Þorsteinssonar staðarhaldara verður ekki hægt að opna svæðið sökum snjóleysis og eru það þeim mikil vonbrigði. Þau segja að ekkert hafi snjóað í vetur og engin von sé til þess að skíðalyftur verði opnaðar í " sumar. Hins vegar verði líkt og fyrri sumur starfrækt þar gisti- og ferða- þjónusta. Að jafnaði starfi um 25 manns á svæðinu en nú verði starfs- menn fjórir. ------♦-♦-♦--- Sterk staða krónunnar ÍSLENSKA krónan hefur ekki verið sterkari síðan gengið var fellt árið 1993. Ástæða hás gengis hennar er sterkt hagkerfi, en framboð og eftir- “ B'purn eftir krónum ræður genginu. Sterk króna þýðir lægra útflutnings- verð til fyrirtækja, en á móti kemur stöðugt hækkandi verð sjávarafurða á mörkuðum erlendis og lækkandi olíuverð. Einnig lækkar innflutn- ingsverðlag við gengishækkun krón- unnar og það dregur úr verðbólgu. ■ íslenska krónan/B2 ■ Ekki eru/6 Morgunblaðið/Golli Gefa út sölutölur verslana FYRIRTÆKIÐ Markaðsgreining ehf. hefur hafið söfnun og sölu mark- aðsupplýsinga sem byggja á sölutöl- um stórmarkaða og annarra versl- ana. Hafa tekist samningar við flesta stórmarkaðina og margar fleiri verslanir um afnot af tölum um sölu einstakra vörutegunda. Söfnun sölutalna í verslunum byggist á strikamerkjum. Upplýs- ingarnar safnast upp um leið og lesið er af strikamerkjum við búðarkassa og Markaðsgreining nær í þær viku- lega. Fyrirtækið vinnur að útgáfu sölutalnanna í samstaifi við alþjóð- lega markaðsgreiningarfyrh-tækið ACNielsen og fer gagnavinnsla fram í tölvukerfi útibús þess í Noregi. Heildarmarkaður og markaðshiutdeild Fyrirtæki og stofnanh- gerast áskrifendur að einstökum vöruflokk- um og fá upplýsingarnar afhentar á fjögurra vikna fresti með sérstöku markaðsforriti. Unnt er að fá ýmsar upplýsingar um vöruna, sölu og verð, bæði í tölum og með grafískri fram- setningu. Einar Einarsson fram- kvæmdastjóri nefnir upplýsingar um stærð markaðarins í einingum og krónum, markaðshlutdeild einstakra vörumerkja eða fyrirtækja, söluþró- un og meðalverð á einingu eða lítra. ■ Ut úr myrkrinu/B4 Fjárrekst- ur á Snæ- fellsnesi KINDIN Stygg hefur dvalið í rúmt ár í klettabelti í Mýrarfelli, skammt sunnan GrundarQarðar. í vor bar hún gimbur með hrút- lambi sínu. Morgunblaðið brá sér í för með bændum sem ætluðu að koma fénu til byggða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.