Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VTKAN 14/6 - 20/6 ► NÝ HEIMKYNNI háhym- ingsins Keikos verða f Kletts- vík í Vestmannaeyjum og er ráðgert að hann verði settur þar f sjdkví í haust eða í síð- asta lagi næsta vor. ►FYRSTI íslenski bíllinn fyrir almennan markað var frumkynntur í vikunni. ►XTREMER er svonefndur ofuijeppi sem er ætlað að höfða til kaupenda mjög dýrra lúxusbíla. ►MARGT bendir til þess að fyrirtæki velji listirnar í auknura mæii til kostunar. Stuðningur fyrirtækja við Listahátfð 1998 nam nær þriðjungi af sameiginlegu framlagi rfkisins og Reykja- víkurborgar, eða um 9 milij- únum króna. ►TVO unga menn sakaði ekki þegar straumur úr 66Kv rafmagnsh'nu hfjóp í gegnum vörubfl sem annar þeirra ók. Áður en þeir gerðu sér grein fyrir hætt- unni og þvf að bfllinn var há- spennusvæði höfðu þeir snert bflinn en aðeins komið við plasthluti sem ekki leiða rafmagn. ►DÓMSTÓLL í Bodo í Nor- egi hefur sýknað skipstjór- ann á Sigurði VE og ísfélag Vestmannaeyja af ákæru um ólöglegar veiðar við Jan Ma- yen í júní á sfðasta ári. ►ÓVÆNT úrslit urðu í bik- arkeppninnar f knattspymu. KVA, sameiginlegt lið Esk- firðinga og Reyðfirðinga, vann bikarmeistara Keflavík- ur 1:0 og ungmennalið KR sigraði lið Akumesinga 3:1. Hagkaup og Bónus sameinuð EIGENDUR Hagkaups hafa selt Kaupþingi og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins eignarhlut sinn í fyrirtæk- inu. Kaupþing og FBA hafa skuldbund- ið sig til að selja hlutina almenningi. Ennfremur hefur verið gengið frá samningum um kauprétt ofangreindra aðila á eignarhlut Hagskaups-fjölskyld- unnar í Bónusi sf. Það er ásetningur kaupenda að nýta sér kaupréttinn og sameina félögin Hagkaup og Bónus í eitt verslunarfélag. Þegar þetta hefur gerst munu eignarhlutföll í nýju sam- einuðu félagi, sem farið verður með á hlutabréfamarkað, verða þannig að FBA á 37,5%, Kaupþing 37,5% og Gaumur, sem er félag eigenda Bónuss, 25%. Varað við verðbólgnhættu GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að nauðsyniegt verði á næstu ár- um að halda aftur af aukningu ríkisút- gjalda á sem flestum sviðum vegna hættu á verðbólgu. Halda þurfí áfram útboðum á vegum rfkisins og selja einkaaðilum eignir. í úttekt fram- kvæmdastjómar VSÍ kemur fram að draga þurfi úr aukningu þjóðarútgjalda og þá einkum með aðgerðum sem stuðla að meiri spamaði. Þjónusta getur orðið undir öryggismörkum GANGI uppsagnir hjúkrunarfræðinga í gildi um næstu mánaðamót mun starf sjúkrahúsanna raskast meira en dæmi em til frá stofnun þeirra en um 61% hjúkrunarfræðinganna hefur sagt upp störfum. „Eftir 1. júlí verður aðeins hægt að vista 3 sjúklinga í stað 9 áður á gjörgæslu Sjúkrahúss Reykjavíkur. Sjúklingur í lífshættu getur átt von á því að þjónusta verði undir öryggis- mörkum," segir m.a. í sameiginlegri greinargerð forstjóra stóm sjúkrahús- anna í Reykjavík. Milosevic fellst á að hefja friðarviðræður SLOBODAN Milos- evic, forseti Jú- góslavíu, féllst á að hefja tafarlaust frið- arviðræður við leið- toga aðskilnaðarsinn- aðra Albana í Kosovo á fundi sínum með Borís Jeltsín Rúss- landsforseta í Moskvu á þriðjudag. Milosevic gekk að flestum kröfum, sem stórveldin sex í „tengslahópnum“ svo- kallaða höfðu gert serbneskum stjóm- völdum að uppfylla, í því skyni að draga úr spennu í Kosovo. Atlantshafsbandalagið hélt heræfing- ar í lofti yfir Makedoníu og Albaníu á mánudag til að knýja á serbnesk stjóm- völd um að hætta ofbeldisaðgerðum sín- um gegn uppreisnarmönnum í Kosovo. Bandaríkjastjóm réð albönsku aðskiln- aðarsinnunum frá því að hefja frekari aðgerðir gegn hersveitum Serba því þær yrðu einungis til þess að gefa Milosevic nýja afsökun fýrir harkaleg- um aðgerðum f Kosovo ög gera deiluna enn erfiðari en nú er. Seðlabanki Bandaríkj- anna styrkir jenið GENGI japanskra verðbréfa hækkaði um rúm 4% á fimmtudag eftir að seðla- bankar Bandaríkjanna og Japans keyptu jen fyrir milljarða Bandaríkja- dollara til að styrkja japanska gjaldmið- ilinn. Er þetta í fyrsta sinn í sex ár sem bandaríski seðlabankinn grípur til slíkra aðgerða til að hækka gengi jensins. Hagfræðingar í Tókýó sögðu þó að áhrifa íhlutunar seðlabankanna myndi ekki gæta lengi ef stjóm Japans fylgdi henni ekki eftir með efnahagsumbótum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði á fóstudag að hann væri ekki sannfærður um að Japanir gætu hrint efnahagsúr- bótunum í framkvæmd fyrir kosningar til efri deildar japanska þingsins 12. júlí. ► IMF, Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn, tilkynnti á fimmtudag að ákveðið hefði verið að fresta greiðslu um 670 milljóna Bandaríkjadoll- ara, sem svarar til 47 millj- arða króna, til Rússa. Ástæð- an var sögð sú að rússneska sfjómin hefði ekki staðið við loforð sín um efnahagsum- bætur. ► BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaðst á fimmtudag vilja ná „raun- vemlegum sáttum“ við ís- lömsku stjórnina í Iran. Hann sagði að slíkar sættir þyrftu að byggjast á gagn- kvæmri virðingu og að Iran- ir hættu andstöðu við friðar- umleitanir í Miðausturlönd- um. ► LEIÐTOGAR Evrópusam- bandsins luku tveggja daga viðræðum sfnum í Cardiff á þriðjudag með því að lýsa yf- ir bjartsýni á þróun efna- hagsmála í álfunni. Þeir lof- uðu ennfremur umbótum á sambandinu, þannig að það yrði opnari stofnun sem borgaramir litu jákvæðari augum. ► HÆSTIRÉTTUR Massachusetts í Bandaríkj- unum staðfesti á þriðjudag úrskurð dómara í máli bresku bamfóstrunnar Lou- ise Woodward og hún gat því snúið aftur til Bretlands á flmmtudag. Hún neitaði því að hafa orðið átta mán- aða dreng að bana eins og henni var gefíð að sök og kvaðst sannfærð um geta hreinsað sig af sakargiftinni. FRÉTTIR Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög kaupa fjarfundakerfí Grundvöllur að því að snúa vörn í sókn í bygg'ðamálum BYGGÐASTOFNUN hefur fest kaup á svokölluðu fjarfundakerfi eða myndsímakerfi og jafnframt styrkt atvinnuþróunarfélögin um allt land til að gera slíkt hið sama. Hvert kerfi eða búnaður sam- anstendur m.a. af sjónvarpi, mynda- vél, hljóðnema og skjalamyndavél og getur miðlað hljóði og mynd á svonefndum ISDN símarásum til kerfa í öðmm landshlutum og jafn- vel öðram löndum. Þannig er til dæmis mögulegt að halda fjarfundi eða stunda fjarkennslu. Að sögn Egils Jónssonar, stjóm- arformanns Byggðastofnunar, eru þessi kaup á fjarfundakerfinu þátt- ur í þeim markmiðum Byggðastofn- unar að auðvelda nýsköpun í at- vinnulífinu og stórauka menntun á landsbyggðinni m.a. á háskólastigi. „Þessar áherslur leggja grandvöll- inn að því að það sé hægt að snúa vöm í sókn í byggðamálum," segir hann meðal annars. Stefnt er að því að taka fjarfundakerfið formlega í notkun hinn 1. júlí nk. eða á sama tíma og starfsemi þróunarsviðs Byggðastofnunar verður flutt til Sauðárkróks. Egill segir einnig að með fjar- fundakerfinu verði hægt að „eyða fjarlægðum" á milli atvinnuþróun- arfélaganna um allt land og þeirra aðila sem með þeim starfi, til dæm- is Háskólanum á Akureyri, Iðn- tæknistofnun. Þannig verði til dæmis hægt að spara tíma og pen- inga sem ella færa í ferðakostnað á milli staða. Þá bendir hann m.a. á að kerfið hafi gríðarlega mikla þýð- ingu fyrir til dæmis námskeiðahald eða fjarkennslu þvi þægilegt sé að taka þátt í námskeiðum eða í kennslustundum í gegnum svona kerfi. Verið að prófa kerfið Fjarfundabúnaðurinn er keyptur af Landssímanum hf. og sjá fulltrúar þar um að setja kerfið upp fyrir Byggðastofnun og atvinnuþróunar- félögin. Síðustu daga hefur verið unnið að því að prófa kerfið og kynna það fyrir starfsfólki Byggðastoftiun- ar og atvinnuþróunarfélaganna. Egill vill að svo stöddu ekki gefa upp hver kostnaður við búnaðinn sé, en segir að hann sé ekki ýkja mikill þar sem gert hafi verið samkomulag við Landssímann hf. um að leigja af honum svokallaða byggðabrú, en það er búnaður sem gerir þeim sem aðgang hafa að fjarfundakerfinu kleift að halda fundi á fleiri en tveimur stöðum í einu. Morgunblaðið/Silli FORSETI bæjarstjórnar, Tryggvi Jóhannsson, og fráfarandi bæjarsljóri, Einar Njálsson. Tólf sækja um stöðu bæjarstjóra Húsavík. Morgunblaðið. TÓLF sóttu um stöðu bæjar- stjóra á Húsavík og eru þeir eft- irtaldir: Arinbjörn Sigurgeirsson Reykjavík, Amar Sverrisson Akureyri, Ámi Múli Jónasson Reykjavík, Dóra Stefánsdóttir Reykjavík, Guðmundur Rúnar Svavarsson Borgarbyggð, Hauk- ur Nikulásson Reykjavfk, Rein- hard Reynisson Þórshöfn, Sig- urður Eiríksson Eyjaijarðar- sveit, Sigurður Krisljánsson Mosfellsbæ, Viðar Austmann Jó- hannsson Reykjavík og Örlygur Hnefill Jónsson Húsavík. Einn dró framboð sitt til baka. Ekki er |jóst hvenær verður ráðið í stöðuna en viðtöl við ákveðna umsækjendur hefjast á mánudag. Á fyrsta fundi bæjarsljómar Húsavfkur var Tryggvi Jóhanns- son kosinn forseti bæjarsijómar. I bæjarráð Húsavíkur vora kosn- ir Kristján Ásgeirsson, Jón Ás- berg Salómonsson og Aðalsteinn Skarphéðinsson. Á fundi bæjar- ráðs fimmtudaginn 18. júní var Kristján Ásgeirsson kosinn for- maður. Alþýðubandalagið Styrktar- mannakerfí endurvakið MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, hefur sent flokksmönnum bréf vegna fjárhagserflðleika flokksins og skorar á þá að leggjast á árar með flokknum þannig að áfram verði hægt að halda skrifstofu flokksins opinni. I bréfinu kemur íram að eftir landsfúnd flokksins haustið 1995 hafi nýkjörin forysta ákveðið að setja bókhald flokksins í löggilta endurskoðun og þá hafi komið í Ijós að skuldir flokksins vora ekki 33-35 milljónir króna eins og talið hafði verið heldur um 52 milljónir króna. Þetta séu skuldir frá því fyrir 1995, flestar vegna kosning- anna þar á undan. „Ekki þarf að fjölyrða um að þessi staða þyngdi mjög aljan róður flokksins og þær áætlanir sem gerðar vora stóðust ekki,“ segir í bréfinu. Margrét Frímannsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrrir nokkram áram hefði verið tekið upp styrktarmannakerfi innan flokksins en því hefði ekki verið haldið við. Fólk hefði þá borgað 300-500 krónur mánaðarlega og nú sagði hún að stefnt væri að því að endurvekja þetta kerfi. Margrét sagði að þótt bréfið væri nýlega farið út og það ætti eftir að fylgja bréfinu eftir úti í kjördæmunum hefðu flokksmenn þegar bragðist vel við áskoruninni þar sem talað er um að hver og einn greiði 300-1.000 krónur á mánuði. Úr 13 milljóna tapi í 800 þús. kr. hagnað „Það sem mér þykir sérstaklega vænt um er að fólk tekur sérstak- lega til þess að við séum með bók- hald í löggiltri endurskoðun en lög um bókhald og endurskoðun gera ekki ráð fyrir því að stjómmála- flokkar lúti sömu lögmálum og aðrir en bókhald Alþýðubandalagsins er fært eftir ýtrustu kröfum laga og er þannig jafngilt og bókhald stofnun- ar eða fyrirtækis," sagði Margrét. Margrét sagði að flokksforystan vonaðist til þess að endurvakið styrktarmannakerfi skilaði flokkn- um 3-5 milljónum króna á ári. Hún sagði að ársreikningur flokksins fyrir árið 1997 hefði legið fyrir árit- aður af löggiltum endurskoðanda um miðjan janúar í ár og sam- kvæmt honum hefði þegar tekist að ná tökum á rekstrinum og snúa afkomunni við úr 13 milljóna halla í tæplega 800 þúsund króna rekstr- arhagnað. Laugavegl 18 • Sfmi 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sfmi 510 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.