Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ TRYGGVI ÓLAFSSON + Tryg'gvi Ólafs- son fæddist í Reykjavík 7. febrú- ar 1934. Hann lést á heimili sínu 14. júní (j síðastliðinn. For- eldrar hans voi-u Ólafur Ingimundar- son, f. 16.3. 1899, d. 21.5. 1973, og Gudr- un Mjátveit, f. í Nor- egi 6.4. 1904, d. 8.6. 1992. Tryggvi var einkabarn foreldra sinna, en átti hálf- systur sammæðra, Lilly Borö, sem býr í Noregi, og hálfsystkin sam- i feðra, Ingimund Ólafsson og Málfríði Olafsdóttur, sem nú er * látin. Einnig átti Tryggvi fóstur- systur, Eddu Ólafsdóttur. Eftirlifandi eiginkona Tryggva er Aðalheiður Svavarsdóttir. Foreldrar hennar voru Svavar Sigurðsson, f. 10.5. 1912, d. 25.4. 1976, og Ágústa Kolbeinsdóttir f. 26.8. 1915, d. 15.6. 1998. Börn Tryggva og Aðalheiðar eru: 1) Ólafur, f. 10.12. 1955, kvæntur Höllu Stefánsdóttur og eiga þau þrjú börn, Svövu f. 6.12. 1978, Tryggva, f. 27.6. 1980, og Jón Bryiyar, f. 8.12. 1986. 2) Svavar f. 6.4. 1960, kvæntur Aðalbjörgu J. Jóhannesdóttur og eiga þau tvö börn, Atla, f. 11.5. 1984, og Aðalheiði, f. 15.11. 1985. 3) Sigrún, f. 2.10. 1961, var gift Ás- geiri Ásgeirssyni og eiga þau tvö börn, Hjördisi Elsu, f. 28.12. 1984, og Ás- geir Kára, f. 20.6. 1991. Tryggvi var mennt- aður vélvirki og vann sem slíkur hjá vélsmiðjunni Hamri, fyrst fjögur ár sem lærlingur og sfðan tvö ár sem sveinn. Hann réðst til starfa hjá Slökkviliði Reykjavíkur l.janúarárið 1960, varð varðstjóri árið 1965, aðal- varðstjóri 1968 til 1974, verk- efnastjóri 1974 til 1977 og skrif- stofusljóri frá ársbyijun 1977 til 1. febrúar síðastliðins þegar hann lét af störfum eftir 38 ára starf í Slökkviliðinu. Tryggvi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Brunavarðafélag Reykja- víkur á starfsferli sínum. Útfór Tryggva fer fram frá Há- teigskirkju á morgun, mánudag- inn 22. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja (] vininn sinn látna, ^ er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, ■. hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, ( hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Börn, tengdabörn < og barnabörn. Elsku afi. Ég trúi því varla enn að þú sért farinn. Þú varst besti afi í öllum heiminum. Þú varst alltaf til Ístaðar og tilbúinn að ræða málin. Þú skildir mann svo vel. . Frá því ég man eftir mér hefur öll I fjölskyldan komið saman á laugar- I dögum hjá þér og ömmu í Espigerði og frá því í fyrra uppi í Gullsmára. Einfaldlega fastir liðir eins og venjulega. Kaffi og lefsurnar hennar ömmu og heimsmálin rædd fram og tilbaka. Alltaf kátt á hjalla hjá ykk- ur. Sömuleiðis hittist öll fjölskyldan alltaf hjá ykkur á tyllidögum, föstu- daginn langa, á jólunum og gamlárs- kvöld. Mér er svo kær minningin frá j síðustu áramótum þegar við stóðum I saman, ég og þú, arm í arm og horfðum á flugeldana. Algerlega grunlaus um að þetta yrðu þín síð- ustu. Þú kallaðir mig alltaf „prinsess- una þína“. Mér þótti ákaflega vænt um það. Ekki brást það að þú hringdir í mig á afmælisdaginn minn og óskað- i ir mér til hamingju með daginn og minntir mig á að þú elskaðir mig. Þú komst mér alltaf í gott skap ( með lífsgleði þinni, sem var ótrúlega mikil miðað við að þú hefur verið í hjólastól síðan ég man eftir mér, og komst mér til að líta á björtu hlið- arnar á málunum. Við skrifuðumst á meðan ég var úti í Englandi. Það var svo gaman að fá bréfín frá þér. Takk fyrir pundin sem þú sendir mér „fyrir strætó“ I eins og þú orðaðir það. Þú áttir skemmtilega og viðburða- * ríka ævi eins og ég las í ævisögunni á þinni. Fórst m.a. á alþjóðlega Æsku- lýðshreyfmgarmótið í Búkarest og hittir ömmu á leiðinni heim í skipi frá Kaupmannahöfn. Þú ert svo sérstakur, afí, og ég sakna þín svo mikið. Ég veit að þú ert þarna einhvers staðar og ég vona að þér líði vel. Elsku amma, við sjáumst auðvitað á komandi laugardögum. Guð hjálpi þér og okkur öllum í sorginni. Afí, ég mun aldrei gleyma þér. Svava. Á morgun kveðjum við Tryggva Ólafsson í hinsta sinn. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka honum fyrir að hafa fengið að njóta þeirrar vináttu, reisnar, lífslöngunar og dugnaðar, sem við urðum aðnjót- andi hjá honum á hans lífshlaupi. Uppvaxtarár Tryggva í Vestur- bænum gerðu hann að ævarandi Vesturbæingi og KR-ingi þrátt fyrir að mestan hluta ævinnar byggi hann í Austurbænum og nú síðast í Kópa- vogi. Hann var einnig stoltur af að vera hálfur Norðmaður, í móðurætt, og ræktaði tengslin við Noreg. Þannig var Tryggvi, hann var fastheldinn á hefðir, skipulagður og gott að leita til sem vinar. Sá sem hann tók sem vin var það ævilangt, án skuldbindinga eða kvaða. Frjó hugsun Tryggva gerði hann skemmtilegan í samræðum, og hafði hann mótaða skoðun á flestum hlut- um og gat á stundum verið þéttur fyrir á meiningunni. Þótt Tryggvi hafi verið sérstaklega sterkur ein- staklingur á ég erfitt með að sjá að hann hefði getað komist svona í gegnum erfíðleika sína án konu sinnar Aðalheiðar. Alla var alla tíð þessi þögli trausti klettur sem hann hafði við að styðjast. Hún, ásamt börnum þeirra og tengdabörnum, fleytti honum oft yfir erfiðustu hjall- ana. Við eigum minningu um góðan dreng til að ylja okkur við. Alla, Óli, Svavar og Sigrún, Guð gefí ykkur styrk í sorg ykkar. Jóhanna og Geir. Kveðja frá Brunavarðafélagi Reykjavíkur í dag kveðjum við fyrrverandi formann og einn okkar traustasta félaga, Tryggva Ólafsson. Tryggvi var slökkviliðsmaður af lífi og sál. Hann hóf störf í Slökkviliði Reykja- víkur hinn 1. janúar 1960 og starfaði til 1. febníar sl. eða samfellt í 38 ár. Á þessum langa starfstíma sinnti hann flestum þeim fjölbreyttu störf- um sem sinna þarf í slökkviliði, en síðustu tuttugu árin var hann skrif- stofustjóri Slökkviliðsins. MINNINGAR Ti-yggvi gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir slökkviliðsmenn í Reykjavík. Hann var einn af þessum mönnum sem börðust fyrir bættum rétti og stöðu slökkviliðsmanna. Tryggvi var í fararbroddi á ýmsum sviðum, mjög framsýnn og velti sér ekki upp úr því liðna heldur hvað væri að gerast í kringum okkur og hvað betur mætti fara. Hann var mjög áhugasamur um samskipti við erlenda slökkviliðsmenn og beitti sér mjög fyrir gagnkvæmum heim- sóknum við þýska slökkviliðsmenn sem staðið hafa frá árinu 1972. I gömlum eintökum af blaðinu Slökkviliðsmaðurinn er að fínna margar merkilegar fræðigreinai- eft- ir Tryggva. Hann var vel að sér í sögu Bruna- varðafélagsins og Slökkviliðsins, en hann var byrjaður að skrá sögu þess. Okkur er öllum mikill missir í því að honum entist ekki aldur til að klára það verk. Fyrir u.þ.b. mánuði hringdi Tryggvi í mig og spurði hvenær farið yrði á námsdaga norrænna slökkvi- liðsmanna. Ég sagðist fara fljótlega. Þá bað hann mig að skrá hjá mér það sem færi fram því hann ætlaði að nota það í fréttabéf Slökkviliðsins sem gefíð verður út fljótlega. Þetta sýnir hversu Tryggvi fylgd- ist vel með og var skipulagður í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur hvort sem var í starfí eða öðru því sem sneri að slökkviliðsmönnum al- mennt. Fyrir hönd slökkviliðsmanna í Reykjavík vil ég votta fjölskyldu Tryggva okkar dýpstu samúð og bið góðan guð að geyma ykkur öll og minninguna um þennan mæta mann og mikla félaga. Sverrir Björn Björnsson formaður. í tæp 38 ár starfaði Tryggvi Ólafsson hjá Slökkviliði Reykjavík- ur. Hann var ákaflega metnaðarfull- ur starfsmaður og bar hag slökkvi- liðsins einlægt fyrir brjósti. Ferill hans þar var óvenju framgangsríkur og hann var mjög virkur í félagsmál- um starfsmanna. Eftir aðeins átta ára starf var hann orðinn aðalvarð- stjóri í varðliðinu og fjórum árum síðar tók hann við nýrri stöðu dag- varðstjóra. Þeirri stöðu gegndi hann þar til hann kenndi erfiðs sjúkdóms sem hann barðist við eftir það. Þess vegna lét hann af störfum í varðliði og tók við stöðu skrifstofustjóra sem hann sinnti til síðustu áramóta er hann hvarf að öðrum verkefnum fyr- ir liðið. Á stuttum tíma hafa þrír nánir samstarfsmenn og vinir hjá Slökkviliði Reykjavíkur fallið frá. Enginn gerði ráð fyrir að Tryggvi færi á eftir þeim Gunnari og Villa og allra síst hann sjálfur, svo raunsær sem hann var. Okkur langar að þakka þér fyrir samfylgdina, vinur, en hún varð styttri en við ætluðum. Við komum til með að sakna skemmtilegra og gjöfulla samræðna um alla heima og geima. Til dæmis um sameiginleg áhugamál eins og sagnfræði og þar á meðal sögu slökkviliðsins. En það var ekki síður gaman að vera á önd- verðum meiði við þig, eins og í póli- tík. Þú varst maður hinna gömlu gilda, festu og stöðugleika, við stöndum eflaust fyrir eitthvað ann- að, léttlyndi, jafnvel kæruleysi. Stundum sauð upp úr, en alltaf varstu tilbúinn að ræða málin þegar um hægðist og benda þá á nýja fleti. Þegar við kynntumst, þá sakaðir þú okkur um ungæðishátt en við álitum þig vera forpokaðan. Síðan hafa árin fært okkur saman og bilið á milli okkar er svo miklu minna en áður. Við höldum líka að þú hafir smám saman farið að meta okkur á sama hátt og okkur hefur lærst að meta þig. Og það besta við þig var að þú útilokaðir aldrei neitt. Þú neitaðir að láta sjúkdóma og fotlun stjórna lífi þínu meira en bráðnauðsynlegt var. En auðvitað hafði það sín áhrif og líklega vorum við ekki nægilega nærgætin í þinn garð þegar þannig bar við. En þú varst og verður ávallt heill í huga okkar. Við sendum samúðarkveðjur til Öllu sem ævinlega stóð við bakið á þér og til fjölskyldunnar allrar. Hrólfur og Ingibjörg Steinunn. SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 33 v t Elskuleg fyrrverandi konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, MARGRÉT HÓLMFRfÐUR MAGNÚSDÓTTIR, sem lést á heimili sínu Malmö, Svíþjóð, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 22. júní kl. 15.00. Gunnbjörn Valdimarsson, Gunnar B. Gunnbjörnsson, Sigríður Guðjónsdóttir, María I. Gunnbjörnsdóttir, Gunnar H. Ársælsson, Magnús M. Gunnbjörnsson, Bjarney Valgerður Skúladóttir, Linda H. Loftsdóttir, Bjarni Valsson, Loftur H. Loftsson, Robina Doxi og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, systir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍNBORG PÁLlNA ÓLAFSDÓTTIR, Sólheimum 38, Reykjavík, andaðist á Seljahlíð þriðjudaginn 9. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Haukur Sveinbjarnarson, Margrét Guðjónsdóttir, Sigríður Sveinbjarnardóttir, Erna Sveinbjörnsdóttir, Halldór Friðriksson, Sigurrós Ólafsdóttir, María Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR S. MALMBERG gullsmiður, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. júní kl. 13.30. Helga Ragnarsdóttir, Baldur Malmberg, Tómas Ó. Malmberg, Arndís B. Bjargmundsdóttir, Alexander Arndísarson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, mágur, afi og langafi, GUÐMUNDUR STEFÁN EÐVARÐSSON frá ísafirði, Miðvangi 41, Hafnarfirði, sem lést þ. 14. júní sl., verður jarðsunginn mánudaginn 22. júní kl. 13.30 frá Víöistaðakirkju, Hafnarfirði. Hinrika Ásgerður Kristjánsdóttir, Stefanía Guðmundsdóttir, Gyða Guðmundsdóttir, Birna Guðmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Kristján Guðmundsson, Guðjóna Kristjánsdóttir, Pétur Valdimarsson, Leó Svanur Ágústsson, Rikharð Jónsson, Guðni Þorkelsson, Guðbjörg Bragadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR BJARNADÓTTUR frá Lambadal, Dýrafirði, Lönguhlíð 3, Reykjavlk. Innilegar þakkir til sr. Braga Skúlasonar og starfsfólks öldrunardeildar Landspítalans. Sérstakar þakkir til handa starfsfólki Lönguhlíðar 3. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.