Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ J I ! I 3 J J I ! B J I I I i i I AÐALSTEINN JÓHANNSSON + Aðalsteinn Jó- hannsson fædd- ist í Bolungarvík 6. ágúst 1913. Hann lést á Landakoti 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Jónsson Ey- firðingur, kaupmað- ur og útgerðarmað- ur þar og síðar á fsailrði, og fyrri kona hans, Salome Gísladóttir. Þau eignuðust sjö böm og komust sex þeirra til fullorðins- ára. Aðalsteinn ólst upp í Vest- mannaeyjum hjá föðursystur sinni Sigurlaugu Jónsdóttur og manni hennar Thomasi Thom- sen, vélsmíðameistara og at- vinnurekanda þar. Hinn 26. október 1941 kvænt- ist Aðalsteinn Huldu Óskars- dóttur Arnasonar rakarameist- ara, Kirkjutorgi, en kona Óskars og móðir Huldu var Guðný Guðjónsdóttir húsmóðir. Aðalsteinn og Hulda eignuðust þijár dætur. Þær em: 1) Guðný, f. 22.2. 1942, maki Sverrir Haukur Gunnlaugs- son, f. 20.10. 1942. Þau eiga þrjú börn. 2) Sigurlaug, f. 28.12. 1944, maki Eggert Jónsson, f. 25.8. 1941. Þau eiga tvö börn. 3) Auður María, f. 19.12. 1951, maki Vil- hjálmur Bjarnason, f. 20.4. 1952. Þau eiga tvö böm. Aðalsteinn lauk námi í vélsmíði árið 1935 og prófi frá Odense Maskin- teknikum 1939. Hann vann fyrst að loknu námi hjá Bur- meister & Wain í Kaupmanna- höfn, síðan hjá Hamri hf. og Landssmiðjunni, en stofnaði ásamt öðram fyrirtækið A. Jó- hannsson og Smith hf. árið 1944 og rak það í röskan aldarþriðj- ung, auk þess sem hann kenndi lengi við Iðnskólann í Reykja- vík. Útför Aðalsteins fer fram frá Áskirkju á morgun, mánudag- inn 22. júní, og liefst athöfnin klukkan 15. Vinur minn og svili, Aðalsteinn Jóhannsson, hefur leyst landfestar eftir langa legu. Fyrir sjö árum tæpum fékk hann heilablóðfall og lamaðist verulega, svo að hann varð að hlíta sjúkrahúsvist þaðan í frá. Og þar sem ekki var bata að vænta héma megin móðunnar miklu, verða umskiptin áreiðanlega til góðs, því að hinumegin gengur hann að hjálparmeðulum vísum. Liðnir eru meira en fímm áratug- ir síðan við Aðalsteinn kynntumst, og varð okkur fljótt vel til vina. Og þegar vinaböndin styrktust innan tíðai’ af tengdaböndum, urðu sam- skiptin nánari, enda var einkar kært með systrunum, konum okkar. Aðalsteinn var harðduglegur röskleikamaður og lét að sér kveða á iðntæknisviði og í viðskiptalífí. Hann menntaðist sem tæknifræð- ingur í Danmörku, skrifaði kennslu- bók í logsuðu og rafsuðu og kenndi mörg ár í Iðnskólanum í Reykjavík. En fyrst og fremst rak hann ára- tugum saman þekkta byggingar- vöruverslun A. Jóhannsson & Smith hf. og einnig fyrirtækið Geislahitun, en á því sviði var hann frumkvöðull hérlendis. Þegar norrænt yrkis- skólamót var haldið hér á landi árið 1949, var Aðalsteinn fenginn til að standa fyrir því. Skömmu seinna var hann kosinn formaður kennara- félags Iðnskólans og gegndi því embætti nokkur ár. Hann átti líka um skeið sæti í stjóm Iðnskólans. Þetta sýnir m.a. að Aðalsteinn naut trausts meðal samborgaranna, enda sldlaði hann þörfu og góðu dags- verki. Hann ferðaðist talsvert til út- landa í viðskiptaerindum, einkum til Danmerkur, Þýzkalands og Hollands, því að í þessum löndum voru framleiddar gæðavömr, sem hann hafði umboð fyrir hér. Mjög lét Aðalsteinn sér annt um Vestmannaeyjar, þar sem hann ólst upp, og þegar að því kom, að hann lagði verzlunarreksturinn niður, varð honum oft hugsað til uppeldis- áranna í Eyjum á heimili móður- systur sinnar og manns hennar, sem var danskur vélvirki, Thomsen að naftii, en hann rak lengi vél- smiðju þar í kaupstaðnum. Aðal- steinn skrifaði margar greinar um athafnamenn í Eyjum og atvinnu- rekstur í þeirri mikilvirku verstöð. Urðu margir til að þakka honum fyrir þau greinaskrif, sem rifjuðu upp merka þætti í atvinnusögu Eyj- anna. í einkalífi sínu var Aðalsteinn hamingjumaður. Fyrir þrítugt kvæntist hann reykvískri blómarós, Huldu dóttur Oskars Ámasonar rakarameistara og Guðnýjar Guð- jónsdóttur konu hans. Þau Aðal- steinn og Hulda reistu sér allsnemma gott hús við Dyngjuveg í austanverðum Laugarási og bjuggu þar æ síðan. Þau eignuðust þrjár in- dælar dætur, sem allar eru vel gift- ar fyrir löngu. Margar góðar glaðværðarstundir áttum við Guðný kona mín á Dyngjuvegi 16, enda voru húsráð- endur gestrisnir með afbrigðum og léttir í lund. Þar var oft tekið lagið, og léku húsmóðirin og dæturnar á heimilispíanóið eftir því sem á stóð. Og ekki var húsbóndinn frábitinn músik. Það sannaði hann t.d. vel, þegar hann bauð eitt sinn heim nokkrum samkennui-um sínum og öðrum góðkunningjum og vildi skemmta þeim með góðum tónleik- um. Bað hann mig aðstoða við út- vegun á listamanni eða mönnum. Mér hugkvæmdist þá að leita til hinnar dáðu listakonu Manuelu Wiesler flautuleikara, sem var bú- sett hér þá, og féllst hún á tillöguna og kom á Dyngjuveginn með ensk- um undirleikara sínum. Er skemmst frá því að segja, að þar voru haldnir hinir áheyrilegustu heimilistónleikar í tvo eða þrjá stundarfjórðunga, raunar hinir einu, sem eg hef heyrt í heimahúsum hér í borg. Voru allir viðstaddir stóránægðir, bæði áheyr- endur og listafólkið sjálft. (Eg gat ekki látið hjá líða að nefna hér þessa óvenjulegu framtakssemi Aðalsteins Jóhannssonar, úr því að hún tókst svo vel). Síðustu árin voru vini mínum Að- alsteini erfið. Hann var bundinn við sjúkrarúm og hjólastól, og það var langur reynslutími. En hann naut sem betur fór einstaklega góðrar umönnunar lækna og hjúkrunarliðs á Landakotsspítala allan tímann. Þrátt fyrir allt hélt hann jafnaðar- geði og lét eklri bugast. Hann fylgd- ist yfirleitt vel með högum fjöl- skyldunnar og ýmsu því, sem fram fór í samfélaginu. Hann undi sér líka við lestur bóka, einkum ævi- sagna, og gerði þær stundum að umræðuefni í heimsóknartímum. Er eg kom til hans örfáum dögum fyrir andlátið, var hann hress í tali og skýrmæltur, og því gat maður ekki búizt við því að lokastundin væri svo skammt undan. En nú er Aðalsteinn vinur minn genginn. Eg votta konu hans, dætr- um og fjölskyldufólki hluttekningu mína og Guðrúnar sambýliskonu minnar. Eftir lifír minningin um góðan og dugandi mann. Baldur Pálmason. Það er með söknuði að við systk- inin kveðjum afa Aðalstein. Afí var yndislegur maður. Hann var leiðar- ljósið okkar í trúnni og bað Guð SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 37 MINNINGAR " ávallt að vaka yfir okkur um ókomna framtíð. Hann kenndi okk- ur bænimar, kvæðin og íslensku lögin sem við geymum alltaf með okkur. Vegna langdvalar í útlöndum hef- ur þessi kennsla verið ómetanlegur þáttur í að tengja okkur við landið. Afi hvatti okkur áfram í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur en minnti okkur ávallt á að ganga hægt um gleðinnar dyr. Við kveðjum afa með heilræðavísu Hallgríms Pétursson- ar: Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja. Umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. Við biðjum guð að varðveita afa Kristín Hulda, Katrín Auður og Aðalsteinn Haukur. Oðlingurinn Aðalsteinn Jóhanns- son, tengdafaðir minn og hollvinur, verður borinn til grafar á morgun. Eg sakna þess eins að hafa ekki kynnzt honum fyrr og þá auðvitað af því sama tilefni og varð upphaf okkar kynna fyrir aldarfjórðungi. Aðalsteinn var óvenjulega samsett- ur maður. Hann lét þann eldmóð frumkvöðulsins, sem í honum bjó, ekki trufla heimilislífið og ljúf- mennsku hans var við brugðið. Allt frá manndómsárum Fjölnis- manna og Jóns forseta hefur hverri kynslóð Islendinga á fætur annarri verið tamt að tala um tímamót með skírskotun til misjafnlega örra breytinga á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Aðalsteinn velti því hinsvegar oft fyrir sér, hvort ekki væri erfitt að greina vel og tímasetja önnur þáttaskil í þróunarsögu Vesturlanda eftir miðja nítjándu öld en heims- styrjaldimar. Aðgangur að hreinu vatni, rafmagni og síma hefði, svo dæmi væri tekið, haft í för með sér meiri, eða að minnsta kosti áþreif- anlegri, breytingar á heimilum og vinnustöðum en þær tækninýjung- ar, sem síðar urðu og virðast nú koma fram örar en nokkru sinni. Aðalsteinn bjó að mjög fjöl- breyttri lífsreynslu og skilaði í þeim efnum góðum arfi til þeirra, sem vildu þiggja. Hann hafði á sínum beztu árum beitt sér fyrir uppbygg- ingu iðnaðar hérlendis og varð þá oft að lúta í lægra haldi fyrir innflutn- ingshöftum og misnotkun valds. Honum tókst þó með eigin dugnaði og harðfylgi félaga sinna að skapa sér tækifæri til fyrirtækjareksturs með innflutningi á hreinlætistækjum og ýmsum byggingarefnum. Enn- fremur sinnti hann kennslu við Iðn- skólann í Reykjavík um langt árabil og reyndist farsæll í því sem öðru. A efri árum dró Aðalsteinn þá eindregnu ályktun af eigin reynslu og kynnum af málsmetandi mönn- um sinnar tíðar, að skömmtun og höftum fylgdi spilling, sem nánast ógerlegt væri að uppræta. Skömmt- un sjávarafla var þó í hans augum nauðsynleg, en um leið og ljóst varð, hvemig menn gátu hagnast á slælegum rekstri og hruni eigin fyr- irtækja með yfirfærslu aflaheimilda við stækkun annarra, var réttlætis- kennd hans ofboðið og honum blöskraði aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum efnum. Honum kom einnig á óvart, hve fáir virtust hafa skiln- ing á nauðsyn þess að skapa hæfum aðilum skilyrði til þess að ryðja sér braut frá grunni innan sjávaiút- vegsins og jafnframt þörfmni á að koma í veg fyrir fákeppni. Bein íhlutun löggjafar- og framkvæmda- valds væri óhjákvæmileg, enda gætu svo ójafnir aðilar sem raun bæri vitni innan greinarinnar aldrei notið almennrar jafnræðisreglu á jafnréttisgrundvelli. Framangi-eind viðhorf eru aðeins hluti þess arfs úr reynslusjóði far- sæls foðurlandsvinar, sem rennur óskiptur til þjóðarinnar að leiðar- lokum. Sú er náttúra þessa arfs, að hann fymist nokkuð en tæmist ekki. Megi sem flestir njóta. Eggert Jónsson. Látinn er tengdafaðir minn Aðal- steinn Jóhannsson tæknifræðingur eftir langa og erfiða sjúkralegu, sem hann tókst á við með sömu yfirvegun, ró og prúðmennsku sem einkenndi hann í öllum okkar samskiptum. Þegar ég kvæntist Guðnýju konu minni fyrir 34 áram eignaðist ég yndislega tengdaforeldra. Aðal- steinn reyndist mér ekki aðeins haukur í horni, heldur fyrirmynd að ýmsu í mannlegum samskiptum, sem hollt er hverjum ungum manni sem er að leggja út á lífsins braut. Kynni okkar Aðalsteins þróuðust í gagnkvæma virðingu og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Eðlilega mótar umhverfið hvem einstakling. Andstreymi verður oft til að herða mann til frekari verka og dáða. Mér er ekki laust við að halda að barndómsár Aðalsteins hafi haft veralega mótandi áhrif á hann, en hann var sjálfur mjög hljóður um allt er varðaði hans fyrstu ár. Hann varð kornungur fyrir því að missa móður sína, Salóme Gísla- dóttur. Faðir hans, Jóhann Jónsson Eyfirðingur, hinn þekkti skipstjóri í Bolungarvík og síðar kaupmaður og athafnamaður á ísafirði, varð að koma fiestum af sex börnum þeirra hjóna fyrir hjá skyldmennum. Aðal- steinn fór til Vestmannaeyja í fóst- ur til fóðursystur sinnar, Sigurlaug- ar, sem gift var Th. Thomsen, vél- smiði frá Danmörku, sem hafði unn- ið ýmis verk fyrir Jóhann Eyfirðing eftir komuna til íslands. Thomsen rak vélsmiðju í Vest- mannaeyjum í mörg ár. Ahugi Aðal- steins á vélum og tækjum þróaðist á þann veg að eftir að hafa lokið gagnfræðaskólanámi í Eyjum, tók hann próf úr Iðnskólanum í Reykja- vík og síðan sveinspróf í vélsmíði ár- ið 1935. Á þessum áram kynntist hann fyrst Helga Hermanni Eiríks- syni, skólastjóra Iðnskólans, þjóð- þekktum framkvöðli íslensks iðnað- ar. Var afargóð vinátta síðar meir milli þeÚTa, en Aðalsteinn var í mörg ár kennari við Iðnskólann og bar hag skólans og iðnnáms í land- inu mjög fyrir brjósti. Var hann óþreytandi að skrifa um iðnnám, ís- lenskan iðnað og sögu hans í Morg- unblaðið í mörg ár og benda á það sem betur mætti fara. Það er ef til vill erfitt að setja sig í spor ungra vaskra íslendinga árið 1935 uppfullra af hugsjón um að færa Island úr kreppunni miklu yfir í þjóðfélag nútímatækni. Áhrif frá fóstra hans, Th. Thomsen, og tengslin við Danmörku gerðu það eflaust að verkum að Aðalsteinn hóf nám í Odense Maskinteknikum og lauk þaðan prófi árið 1939. Hóf hann síðan störf hjá hinu þekkta fy- irtæki Burmeister & Wain. Dvölin í Danmörku hafði veruleg áhrif á Að- alstein og mótaði sterklega skoðanir hans til umheimsins. Við heimkomu til íslands í stríðs- byrjun starfaði hann sem vélfræð- ingur hjá Hamri hf. og Landssmiðj- unni í Reykjavík. Lýðveldisárið 1944 stofnaði hann ásamt nokkram félög- um sínum fyrirtækið A. Jóhannsson & Smith hf., sem var um árabil eitt þekktasta fyrirtæki í innflutningi og sölu á lögnum og hreinlætistækjum og var umboðsaðili fyrir mörg bestu vöramerkin í þessari grein. Rak hann fyrirtækið af myndarskap í u.þ.b. 30 ár og teiknaði auk þess lagnakerfi í fjöldamargar bygging- ar. Síðan hætti hann rekstri fyrir- tækisins, þegar hann fann að heilsan var tekin að bila. Aðalsteinn hafði margt til branns að bera. Hann var afar ritfær, enda skrifaði hann fjöldamargar greinar um sín hugðarefni. Hann hafði og næma tilfinningu fyrir ljóðmælum og kvæðum, minnisgóður var hann með afbrigðum og ekki síður tal- naglöggur - í raun hæfileikamaður af náttúrunnar hendi. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað * Aðalsteinn hefði tekið sér fyir hend- ur hefðu aðrar aðstæður mótað upp- eldisumhverfi hans á yngri áram. Sem tæknifræðingur, kennari og kaupmaður kom hann sér með dugn- aði og elju ágætlega fyrir í þjóðfélag- inu, en einhvem veginn hefur það blundað í mér að hugur hans hafi e.t.v. staðið til annarra verka. Aðalsteinn kvæntist tengdamóð- ur minni Huldu Oskarsdóttur árið 1941. Hjónaband þeirra var farsælt og reyndist Hulda honum stoð og stytta í veikindum hans. Guð blessi minningu Aðalsteins Jóhannssonar. Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Látinn er vinur minn Aðalsteinn Jóhannsson, eftir erfið veikindi og nærri 7 ára spítalavist. Kynni okkar hófust um 1930 þeg- ar við voram iðnnemar og hafa leið- ir okkar legið saman nær óslitið frá þeim tíma. Við voram samtímis við nám í Danmörku og síðan samkenn- arar við Iðnskólann í Reykjavík. Þar áttum við margvíslegt og gott samstarf, en hann hætti sem fast- ráðinn kennari vegna annríkis við - verslunarfyrirtæki sitt A. Jóhanns- son & Smith sem hann rak ásamt félögum sínum. Aðalsteinn var um skeið formað- ur Kennarafélags Iðnskólans. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á mál- efnum skólans og var tíður gestur þar. Hann var sannur velunnari skólans. En áhugi hans beindist einnig að ótal mörgu öðru, og áttum við margar samræður um áhugamál hans bæði fyrr og síðar. Oft kom hann þeim á framfæri með blaða- gi-einum sem vöktu athygli. Minningar frá löngum kynnum eru margar og góðar, ekki síst frá þeim tíma sem við voram saman í Danmörku. Þær verða ekki raktar , hér en geymast í huganum. Huldu, dætrunum og öðram að- standendum votta ég hugheila hlut- tekningu. Blessuð sé minning Aðalsteins Jóhannssonar. Sigurður Krisljánsson, fv. yfirkennari. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, ÍSGERÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Hrafnistu Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og heimilisfólki Hrafnistu Reykjavík fyrir umhyggju og hlýhug. Gunnar Ingi Þórðarson, Sigrún Þórðardóttir, Gunnar Hans Helgason, Ragnheiður Guðrún Þórðardóttir, Björn Björnsson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegrar litlu dóttur okkar, EMMU KRISTÍNAR. Dorothea K. Lubecki, ísafirði, Kjartan H. Ágústsson, Löngumýri, Skeiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.